Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR PRÓFKJÖR
Traust kona -
til forystu fallin
Styðjum Guðmund
Arna Stefánsson
ÉG HEF átt því láni
að fagna að hafa starfað
með Rannveigu Guð-
mundsdóttur félags-
málaráðherra að ýmsum
mikilvægum hagsmuna-
málum fatlaðra á und-
anfömum árum. Við
störfuðum m.a. saman í
nefnd á vegum félags-
málaráðuneytisins, sem
riíafði það verkefni að
endurskoða lög um mál-
efni fatlaðra. í þeirri
vinnu kom margra ára
reynsla Rannveigar sem
sveitarstjómarmanns að
góðum notum og gaf
okkur samstarfsmönn-
um hennar ómetanlega
sýn inn í störf sveitarfélaganna og
möguleika þeirra til að takast á við
ný og aukin verkefni. Þá kom það
einnig þama í ljós hversu vönduð og
yfirveguð vinnubrögð Rannveig hef-
ur tileinkað sér og hve auðvelt hún
á með að segja sig í spor þeirra, sem
málin snerta.
Sumir stjómmálamenn em fyrir-
ferðarmeiri í þjóðmálaumræðunni en
'aðrir og er athyglinni oftast beint
að örfáum talsmönnum stjómmála-
flokkanna. Því er þáttur þeirra sem
Rannveig- hefur vakið
aðdáun, segir Asta B.
Þorsteinsdóttir, fyrir
stillilega og heiðarlega
framgöngu í ólgusjó
; stjómmálanna.
ekki em stöðugt í kastljósi fjölmiðl-
anna kannski ekki alltaf ljós, en
árangur í stjórnmálum byggist ekki
síst á þeirri vinnu, sem unnin er
baksviðs. Störf sín hefur Rannveig
leyst af hendi á hljóðlátan og hóg-
væran hátt, en ávallt af ríkri réttlæt-
iskennd, festu og ótrúlegri vinnu-
semi.
Rannveig Guðmundsdóttir félags-
málaráðherra hefur
með störfum sínum sem
alþingismaður og for-
maður félagsmála-
nefndar Alþingis áunn-
ið sér traust og virðingu
allra sem til þekkja,
m.a, fatlaðra og að-
standenda þeirra. Á
þeim stutta tíma, sem
hún hefur gegnt emb-
ætti félagsmálaráð-
herra, hefur henni tek-
ist að leysa ýmis brýn
mál, sem biðu úrlausn-
ar, á farsælan hátt.
Sem dæmi má nefna
að í mörg ár hafa
heymariausir og dauf-
blindir beðið eftir því,
að möguleikar þeirra til samskipta
væru tryggðir með réttindum til
tálknmálstúlkunsr. Það mál er nú
að komast í höfn fyrir tilstilli Rann-
veigar. Málefni heimilanna á Kópa-
vogshæli hafa svifið í algjöru tóma-
rúmi frá því að ákvörðun var tekin
um að breyta starfseminni og gera
þar endurhæfingadeild fyrir Ríkissp-
ítala. Á því máli hefur Rannveig nú
tekið af mikilli festu, þannig að nú
hyllir loks undir áþreifanlegar efndir
á loforðum við þetta fóik og aðstand-
endur þeirra um mannsæmandi lífs-
kjör. Það er samræmi á milli orða
og athafna hjá Rannveigu.
Stjómmálaumræðan er oft óvægin
og margir falla í þá gryíju að freista
þess að ná frama með ógætilegum
og léttúðugum ummælum um sam-
ferðamenn, fremur en að treysta á
eigin hugsjónir og baráttumál. Rann-
veig hefur vakið aðdáun fyrir stilli-
lega og heiðarlega framgöngu í ólgu-
sjó stjómmálanna. Ég vil sjá fleiri
slíka stjórnmálamenn á Alþingi.
Henni treysti ég til þess að vera í
fararbroddi. Hún leitar nú eftir
stuðningi í 1. sæti á lista Alþýðu-
flokks í Reykjaneskjördæmi. Þann
stuðning verðskuldar hún.
Höfundur er hjúkrunurfræðingur
og formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Ásta B.
Þorsteinsdóttir
SENN líður að prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Reykjaneskjördæmi og
verður hart barist um efstu sætin
þar. Við Hafnfirðingar fögnum því
að eiga þar að Guðmund Ama Stef-
ánsson, sem stefnir á efsta sæti list-
ans. Guðmundur hefur sýnt það á
undanfömum árum að þar fer mað-
ur sem þorir að framkvæma hlutina
og vill hreinar línur i íslensk stjóm-
mál. Guðmundur Árni berst ötul-
lega fyrir þeim málum sem honum
er trúað fyrir og hann gefst ekki
upp þó á móti blási. Við Hafnfirð-
ingar þekkjum það.
Guðmundur hefur sýnt það að
iítilmagninn á sér ötulan málsvara
í honum og skemmst. er að minnast
þegar hann sem ráðherra veitti fjár-
styrk til fjölskyldu sem átti í mála-
ferlum við sjúkrastofnun í Englandi
Guðmundur Ámi er
málsvari lítilmagnans,
segir Ingi Hafliði Guð-
jónsson, og hann vill
hreinar línur í íslenzk
stjórnmál.
og hafði komið allsstaðar að lokuð-
um dyrurm í kerfinu. Það væri
hægt að nefna fjölmörg önnur dæmi
úr Hafnarfirði þar sem Guðmundur
aðstoðaði fólk í vandræðum sínum.
Hann sýndi þá siðferðislegu ábyrgð
að leggja sitt af mörkum til að
halda uppi atvinnu á tímum kreppu
og atvinnuleysis í stað þess að sitja
með hendur í skauti og láta hlutina
drabbast niður eins og er lenska
hjá valdhöfum í dag.
Fólk veit hvar það hefur Guð-
mund Árna og veit líka að mál sem
hann tekur að sér gleymast ekki í
pípum kerfísins, heldur fá af-
greiðslu bæði fljótt og vel.
Guðmundur Árni kemur til dyr-
anna eins og hann er klæddur og
þolir ekkert hálfkák þegar vinna
þarf hlutina og segir sína meiningu
umbúðarlaust. Við höfum þörf fyrir
mann sem bæði þorir að fram-
kvæma hlutina, vill framkvæma
hlutina og getur framkvæmt þá.
Veljum sterkan mann til forystu.
Guðmund Árna í fyrsta sæti.
Höfundur er Hafnfirðingur.
Maður sem tekur af skarið
ÉG ER krati og mik-
ill áhugamaður um
framgang jafnaðar-
stefnunnar. Ékki ein-
vörðungu í mínu
byggðarlagi, á Suður-
nesjum, heldur á land-
inu öllu. Ég vil því
leggja mitt af mörkum
að prófkjör Alþýðu-
flokksins hér í kjör-
dæminu gangi vel fram
og niðurstöður þess
verði til framdráttar
Alþýðuflokknum.
Besta niðurstaða
þessa prófkjörs yrði_ sú,
að Guðmundur Ámi
Stefánsson alþingismaður og vara-
formaður Alþýðuflokksins fengi
glæsilega kosningu í 1. sæti list-
ans. Þar fer sterkur og öflugur
stjórnmálamaður, sem lætur ekki
sitt eftir liggja, hvort heldur er í
meðvindi eða mótvindi. Það hefur
hann sýnt og sannað. í Hafnarfirði
lyfti hann grettistaki á örfáum
árum, þannig að fólk
utan Hafnarfjarðar
horfði þangað í leit að
fyrirmyndum hvað
varðar uppbyggingu
og þjónustu við íbú-
ana. Og í orrahríð fjöl-
miðlanna sl. sumar og
haust, þar sem árás-
imar voru harðari og
óvægnari en fyrr hafa
þekkst, stóð hann
beinn í baki og svaraði
málefnalega og af yfir-
vegun. Margir minni
spámenn hefðu bogn-
að, en ekki Guðmund-
ur Árni. Hann kom
ósár út úr þessum hamagangi, enda
baráttumaður og fómaði eigin
hagsmunum fyrir hagsmuni Al-
þýðuflokksins. Ég tel að nú eigi
allt flokksfólk að standa að baki
kosningabaráttu hér í Reykjanes-
kjördæmi með Guðmund Árna í
farabroddi.
Við Guðmundur Árni lékum sam-
Bezta niðurstaðan er,
að mati Ólafs Thord-
ersen, að Guðmundur
Árni Stefánsson fái
glæsilega kosningu.
an í liði Njarðvikur á árum áður,
þegar hann þjálfaði liðið jafnframt.
Ég minnist þess að hann barðist til
síðustu sekúndu í hverjum leik, spil-
aði fyrir liðið og opnaði færi fyrir
meðspilara sína, en tók sjálfur af
skarið, þegar þurfa þótti. Þessir
eiginleikar á handboltavellinum
nýtast líka í lífinu sjálfu, ekki síst
í stjórnmálastarfi.
Því segi ég við flokkssystkini
mín og aðra jafnaðarmenn á
Reykjanesi: Tökum þátt í prófkjör-
inu og styðjum Guðmund Árna í
1. sætið.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Ólafur
Thordersen
Elín hefur vilja og þor
VINKONA mín,
uppalin og búsett í öðr-
um heimshluta, spurði
mig um daginn hvers
vegna ég byggi á ís-
landi. Hvort það væri
gott að búa á Islandi.
Mér finnast þessar
spurningar eiga erindi
við okkur öll, nú þegar
kosningar nálgast. Er
gott að búa á íslandi?
Gæti verið betra að
búa íslandi ef ein-
hverju væri hér breytt
í stjórn mála? Sé breyt-
inga þörf, eins og ég
tel reyndar vera á ýms-
'um sviðum, er enn
mikilvægara en ella að rétt fólk
haldi um stjómartaumana. Þess
vegna er ástæða til þess, fyrir þig
og mig, að ígrunda vel hvernig
stillt er upp framboðslistum til
komandi kosninga og hafa þar
áhrif á.
Hverjir eru í framboði?
Oftast er það forsenda þess að
geta verið í framboði að hafa tíma
aflögu. Kynslóð mín á fáa fulltrúa
á framboðslistum flokkanna og
'ÚSin færri eru þeir fulltrúar sem
eru úr röðum kvenna. Skýringar-
innar er að leita í því að fólk í
þessum aldurshópi er of upptekið
af brauðstritinu til að taka virkan
þátt í stjómmálum. Þannig eiga
fæstir þeirra sem verið gætu heit-
ustu málssvara minnar kynslóðar
orku aflögu til að koma sínum
málefnum á framfæri.
Þátttakendur í stjórn-
málum era flestir fólk
sem betur má sín í
þjóðfélaginu og þekkir
ekki nema hluta vand-
ans. Þörf er á fulltrúa
úr röðum þeirra sem
vinna myrkranna á
milli til að koma sér
upp húsnæði, sjá fjöl-
skyldu sinni farborða
og leysa öll þau
smærri mál sem leysa
þarf til að gera hið
fyrmefnda mögulegt.
Hvaða raál snerta
okkur mest?
Það umræðuefni stjómmála-
manna sem einna mest ber á um
þessar mundir er innganga eða
ekki innganga í Evrópusambandið.
Mér er það ekkert launungarmál
að aðild er mikilvæg en við megum
ekki missa sjónar á því sem nær
okkur stendur. Það er fleira mikil-
vægt en viðskipti og samskipti við
aðrar þjóðir. Þau mál sem skipta
okkur mestu frá degi til dags eru
öll í túninu heima, en hæst ber þar
húsnæðismál, launamál og mál
barnanna okkar.
Húsnæðismál
Það e_r afleitt að leigja sér hús-
næði á íslandi. Leigumarkaðurinn
er bæði of dýr og of ótryggur.
Öryggi og stöðugleiki heimilisins
eru sjálfsögð mannréttindi. Barna-
Elín er jafnaðarmaður,
af lífí og sál, segir María
Kjaríansdóttir, sem
mælir með henni í 3.-4.
sæti A-lista á Reykjanesi.
fólk er sá hópur sem þarf enn frek-
ar en aðrir á stöðugleika að haída.
Endurteknir flutningar heimilis eru
ekki boðlegir börnum. Húsbréfa-
kerfið var ótrúleg úrbót í því efni
að gera fólki kleift að kaupa eigið
húsnæði. Kerfið nær hins vegar
ekki tilgangi sínum á meðan fyrir
kemur að upphæð láns og útreikn-
að greiðsluþol samræmist ekki
raunverulegri greiðslugetu lántak-
anda. Slíkt er villandi og gerir
engum greiða. Þegar svo tenging
launa- og lánskjaravísitölu gerir
það að verkum að lán hækka jafn-
vel milli ára, þrátt fyrir að staðið
sé skil á greiðslum af þeim, beijum
við fásinnu augum. Bætum hér úr.
Launamál
Það er smánarblettur á þjóðinni
að hluti vinnuafls á íslandi fái
greiddar undir 50.000 krónum í
mánaðarlaun fyrir fullan vinnudag.
Það er út í hött að hækkun launa
eða jafnvel hækkun á opinbera
gjaldi hækki greiðslubyrði af lán-
um. Þetta er afleiðing úreltrar
tengingar vísitalna, kerfis sem
ekkert réttlætir lengur. Finna þarf
• María
Kjartansdóttir
leið til þess að leiðrétta kjör þeirra
sem lægst hafa launin. Það liggur
í hlutarins eðli að það eru þeir hin-
ir sömu og lægst hafa launin sem
skuldsettir eru. Því þarf að vera
tryggt að launahækkunin verði
ekki aftur tekin í þyngri greiðslu-
byrði af Tánum. Bætum hér úr.
Börnin okkar, börnin
Miðað við launakjörin í Iandinu
þarf tvo til framfærslu vísitölufjöl-
skyldunnar, ekki hvað síst vegna
lána sem sífellt þyngjast. En þegar
við stöndum öll á haus í vinnu,
hvar eiga börnin að vera?
Börn foreldra í sambýli eiga
sjaldnast aðgang að heilsdagsvist-
un í leikskóla. Þrátt fyrir að full
ástæða sé til að létta undir með
einstæðum foreldrum má ekki mis-
muna öðrum bömum _eða foreldr-
um á þeirri forsendu. Ég leyfi mér
að halda því fram að ég þyki ekki
eins eftirsóknarverður starfskraft-
ur ef ég þarf að flengjast úr vinnu
í hádegi til að þeyta barni eða
börnum milli staða og kem svo
slæpt og of sein til baka. Einnig
er það umhugsunarefni hvers
vegna barnið þarf að venjast
þrenns konar mismunandi umönn-
un, aðstæðum og reglum, þegar
tvenns konar aðstæður ættu að
duga. Heilsdagvistun fyrir yngri
nemendur grunnskóla var brýnt
mál en meira þarf til. Það er kom-
inn tími til að gera einsetinn skóla
að veruleika, skóla þar sem öllum
þáttum andlegs og líkamlegs
þroska er sinnt. Þá verður líka
hægt að haga vinnudegi barna á
skynsamlegri hátt. Eg spyr:
Hvernig líður barni sem sett er í
skóladagvistun snemma morguns
og dvelur þar í erli fram að skóla-
tíma, kringum hádegi. í skólanum
er það síðan fram í myrkur. Hvern-
ig er einbeiting þess og námsþrek?
Krefjumst við ekki of mikils af
börnum okkar? Er efcki til betri
lausn?
Áskorun
Þessa dagana era stjórnmála-
flokkar að stilla upp framboðslist-
um. Alþýðuflokkurinn reið á sínum
tíma á vaðið með prófkjör, sem
þá var nýlunda. Aðrir flokkar
fylgdu síðan í kjölfarið. Kjördæ-
misráð Alþýðuflokksins á Reykja-
nesi hefur ákveðið að enn skuli
efnt til prófkjörs um efstu sæti list-
ans til komandi Alþingiskosninga.
Ljóst má vera að úrbóta er víða
þörf í málefnum okkar íslendinga
og vísa ég sérstaklega til mála sem
varða launafólk og börnin okkar.
Þar er mest ástæða til breytinga.
í jafnaðarstefnunni felst að allir
geti lifað mannsæmandi lífi, börn,
fullorðnir, aldnir. í jafnaðarstefn-
unni felst að leita betri leiða.
Elín Harðardóttir, matsveinn og
húsmóðir úr Hafnarfirði óskar eft-
ir stuðningi í 3.-4. sæti í prófkjöri
Alþýðuflokksins á Reykjanesi nú
um helgina. Elín er fulltrúi þeirrar
kynslóðar sém vinnur myrkranna
á milli til að koma sér upp hús-
næði og sjá ljölskyldu sinni far-
borða. Hún er jafnaðarmaður af
lífi og sál. Elín gerir sér grein fyr-
ir því að úrbóta er þörf í málefnum
okkar og hún hefur vilja og þor
til að leita betri lausna.
Höfundur er hagfræðingur
Fiskifélags íslands og tveggja
barna móðir.