Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.01.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 33' Hluti af miklu öryggi Svölu var sterk trú hennar og rík réttlætis- kennd. Þáttaskilin þessa heims og annars voru í hennar augum eins og að skreppa á milli bæja frá ein- um vinahópi til annars, eins og að skreppa austur í Þórlaugargerði fyrir ofan Hraun. Megi góður Guð fylgja henni á milli bæja, megi hún lifa í Suðurgarði eilífðarinnar og sinna verkum hversdagsins í Ofan- byggjarabyggðum annars heims. Guð styrki Ola, systkinin og allt þeirra fólk, vini og vandamenn og hana móður mína sem hefur nú misst svo mikið því þær systur voru eins og eineggja tvíburar og töluðu saman oft á dag, ög hana Bubbu í Þolló sem var svo annt um Svölu. Það eru gullvæg sannindi að hún Svala var ekki aðeins persóna, hún var samfélag af vinarþeli sem gaf og gaf og gaf. Við Dóra og Breki vottum henni þakklæti og dýpstu virðingu. Ámi Johnsen. Hún Svala frænka er dáin. Ekki það að það komi svo mjög á óvart. Hún var búin að þjást lengi. Eigin- lega allt of lengi. Einhvem veginn held ég að hún hafi vonast til að fá að kveðja okkur. Ég hafði það á tilfinningunni þegar ég kvaddi hana uppi í Suðurgarði, núna rétt fyrir jól, að við myndum ekki sjást framar. Og sú varð raunin. Hún Svala frænka verður alltaf sérstök í minningunni. Ofanbyggj- arar í Vestmannaeyjum eru sér- stakur þjóðflokkur. Sérstaklega þó þeir sem eiga ættir sínar að rekja að Suðurgarði. Og hún Svala frænka var Ofanbyggjari af lífi og sál. Mér liggur við að segja að hún hafí verið síðasti móhíkaninn á svæðinu. Allt það sem gerði Ofan- byggjara svolítið öðmvísi en aðra Vestmanneyinga, allt þetta góða, gamla og íhaldssama í fari þeirra, mátti finna hjá henni. Ég var heimagangur í Suður- garði, alveg frá því að ég man eft- ir mér. Við frændurnir fyrir ofan hraun áttum okkar leiksvæði vítt og breitt um lendur þessara óðala, klettana við Þorlaugargerði þar sem þeir Roy Rogers og Lone Ranger endurfæddust í íslensku landslagi. Og ekki hvað síst á túnunum í Suðurgarði þar sem um tíma var starfræktur fjögurra holu golfvöllur og heill íþróttavöllur með hlaupa- braut og stökkaðstöðu. Að ógleymdum fótboltavelli og kýlu- boltavelli. Og ekkert svæði jafnaðist á við Suðurgarð að hausti þegar farið var í leiki á borð við fallna spýtu og eltingaleiki hvers konar. Gestrisni var aðalsmerki fyrir ofan hraun. Og hvergi reis kúrfa gestrisni hærra en í Suðurgarði. Þar voru allir alltaf velkomnir, bæði fullorðnir sem börn og þáðu góðgjörðir. Nota bene! Einn hópur manna var þar undanskilinn, þeir sem voru að drekka brennivín. Þeir voru ekki velkomnir að Suðurgarði. Þeir áttu þangað ekkert erindi, sagði hún frænka mín og vandaði þeim ekki kveðjurnar. Þær systurn- ar, hún og Ingibjörg, voru einhveij- ir hatrömmustu fjandmenn brenni- víns sem ég hef kynnst. Ættu þær sér fleiri jafningja í þeirri baráttu væri sjálfsagt búið að þurrka landið gersamlega. Þau eru orðin mörg þúsund spor- in sem liggja eftir þann sem þetta ritar milli Þorlaugargerðis og Suð- urgarðs þótt ekki sé leiðin löng. Nær hvern dag og hvert kvöld var trítlað á milli á yngri árum. Alltaf eitthvað um að vera, borðstofuborð- inu umbreytt í borðtennisborð, stofugólfinu í vígvöll fyrir tindáta- leik eða þá spilað í eldhúsinu, taum- ar hnýttir á öngla, nú eða hlustað á framhaldsleikrit í útvarpi. Alltaf var eitthvað um að vera í Suður- garði. En mest var þó gaman þegar sumir úr ættinni komu saman í Suðurgarði til að spila brids. Það voru stundir sem við frændurnir létum ekki fram hjá okkur fara. Þarna voru annálaðjr skapmenn sestir við spilaborð, Arni Johnsen, eldri, synir hans, Gísli og Sigfús, Bjarnhéðinn Elíasson og húsbónd- inn, Ólafur Þórðarson. Yfirleitt end- uðu spilakvöldin í Suðurgarði með því að einhver reiddist, grýtti frá sér spilunum og yfirgaf samkvæm- ið. Svo næsta kvöld var allt grafið og gleymt, spilin tekin fram á nýjan leik og sama sagan endurtók sig. Þarna lærðum við frændurnir undir- stöðuatriðin í því göfuga spili brids en höfum að ég held að mestu látið hamaganginn eiga sig í okkar spila- mennsku. En þetta voru aldeilis ógleymanlegar stundir. Fyrir ofan hraun voru ákveðnar hefðir í gildi og höfðu verið frá örófi alda að ég best veit. Ein af þeim hefðum var sú að fullorðnir skyldu sem minnst skipta sér af væringum milli ungra manna á svæðinu. Því var það svo að ungir menn urðu að koma bláir og blóðug- ir heim og heldur illa leiknir áður en forsvarsmenn tækju að skipta sér af slíku. Allt sem hét klögumál var illa séð og þar var Svala frænka fremst í flokki. Kæmi einhver væl- andi undan öðrum var hann um- svifalaust sendur til baka og sagt að gera sjálfur upp sín mál. Og flyttist aðkomufólk Upp fyrir hraun var því gert það ljóst hveijar leik- reglur giltu í samgangi ungra manna á staðnum. I þessu and- rúmslofti ólumst við frændur upp og höfðum trúlega gott af. En þó að hún Svala frænka virt- ist stundum kaldranaleg (eins og það að taka ekki einhvern vælukjóa og sleikja úr honum) hafði hún stórt og mikið og gott hjarta. Hún hjúkr- aði til dæmis henni ömmu okkar um langt árabil meðan gamla konan háði þungt stríð. Og móðir mín heitin lá sína hinstu legu í suðvest- urherberginu í Suðurgarði. Þar naut hún bestu umönnunar sem unnt var að fá, hjá Svölu frænku. Milli þeirra var alltaf einkar kært. Og nú er hún Svala frænka far- in. Einhvem veginn verður það tóm- legra að koma upp að Suðurgarði núna þegar hún er ekki lengur til að hella í bollann og leggja manni til lífsspeki, bjóða í hádegismat þeg- ar maður átti síst von á og ræða landsins gagn og nauðsynjar. En hún Svala frænka á sér góða heimvon. Einhvern tíma sagði hún mér hvað hún hlakkaði til að hitta þessa og hina hinum megin, hún kviði því ekki að kveðja þetta jarð- líf. Og afskaplega er það nú gott að vita af einhverjum hinum megin, svona eins og henni Svölu frænku, sem í fyllingu tímans tekur á móti manni, sennilega með kaffi og kleinum, jafnvel reyktum lunda og getur uppfrætt mann um þá siði sem tíðkast hinum megin. Ég gæti best trúað að þeir siðir væru ekki ósvipaðir þeim sem tíðkuðust fyrir Ofan hraun í gamla daga. Ef slíkt þekkist ekki þar, væri hún frænka mín vís með að reyna að kenna þarlendum góða siði, hún var nefni- lega þannig kona. Hafðu þökk fyrir allt, frænka mín. Sigurg. Jónsson. Við fráfall Svölu frænku okkar í Suðurgarði eftir erfið veikindi koma upp í hugann minningar um þessa einstöku konu sem seti svo ákveðið mark á æsku okkar og unglingsár og reyndist svo góður vinur allt til síðasta dags. Svala í Suðurgarði var fyrir okkur systkin- unum fulltrúi ólíkrar veraldar. Við bjuggum í Kirkjubæjarbrautinni í nýbyggðu hverfí austur á eyju. Svala bjó í Suðurgarði fýrir ofan hraun sem kallað var. Þetta var suður á miðri Heimaey. Hún og Óli höfðu kýr, hesta og hænsni og voru á tímabili ein fárra bænda í Eyjum. Óli veiddi lunda í Stórhöfða á sumrin auk sjómennskunnar og Svala reytti fuglinn og útbjó kræs- ingar handa heimilunum. Við sváf- um undir sængum sem hún saum- aði og notaði til lundadúninn, sem hún fullyrti að væri aðeins fyrir kónga. Hún sagði okkur líka sögur um álfakirkju. í minningunni var Svala sívinn- andi og ætíð gefandi. Við sjáum hana fyrir okkur við gömlu Sóló- eldavélina í eldhúsi Suðurgarðs með ilmandi kleinur eða flatkökur handa gestum og nýja mjólk handa börn- unum. Eða við að bera á borð lunda eða fýl sem enginn matreiddi bet- ur. Eitt okkar dreymdi reyndar um að skrifa með Svölu alþjóðlega matreiðslubók um vestmanneyska matargerð! Eldavélin var miðpunkt- ur heimilisins. Hún steikti flatkök- urnar og hitaði húsið. Undir henni þróuðust margar kynslóðir af lötum heimilisköttum. Oftar en einu sinni yljaði hún lömbunum okkar sem orðið höfðu köld og hrakin á um- hleypingasömu vori. Fram eftir hausti fengum við að geyma ýmiss konar brenni í gömlum brunni fýrir sunnan Suðurgarð og á gamlársdag flutti Lalli á Búastöðum skranið í bálköst mikinn við austanverða Kirkjubæjarbrautina skammt frá Vilpu. A sumrin var jafnvel hægt að fá í Suðurgarði jarðarber úr gróðurhúsi. Þá lét Svala eftir sér þann munað að tjalda gamla sænska tjaldinu sínu í túnfætinum og sofa þar nokkrar nætur í alvöru sumarfríi. Suðurgarður var heimur fyrir okkur börnin þar sem allt virt- ist svo einstakt. Kynni okkar af sveitinni tókust þar og við skildum hvemig ávextir jarðarinnar em nýttir með skynsamlegum hætti. Svala var með afbrigðum rök- föst. Hún var heima á flestum svið- um mannlegs lífs, glögg og greind. Var nokkurs konar náttúralæknir gædd sterkum lífsvilja og mikilli kátínu. Húmoristi og gjörsamlega laus við tepraskap eða slepju. Við fráfall hennar hefur mannfélagið í Eyjum misst sterkan bjarma litríkr- ar persónu. Það verður tómlegra að flúga inn yfír Ofanleitishamarinn og stefna til lendingar að vita að í Suður- garði er ekki lengur kaffíð hennar Svölu á könnunni í faðmi hlýlegasta eldhúss sem við höfum þekkt. Minn- ingin um hana mun lifa svo lengi sem kvöldsólin lýsir Álfakirkjuna sem ber við himin í brúninni við Blátind. Blessuð sé minning Svölu frænku í Suðurgarði. Þorsteinn Ingi, Árni, Gylfi, Margrét, Þór, Sif og fjölskyldur. Að leiðarlokum blessum við Gíde- onfélagar minningu Svölu í Suður- garði. Góð kona er gengin. Undanfama mánuði var vitað að hveiju stefndi, en sálarró og trúarstyrkur Svölu var einstakur, aldrei æðruorð. I hugum okkar rifjast upp ótal minningar um samvera í Suður- garði, er við nutum ljúflyndis og kræsinga Svölu á fundum, sem undanfarin ár hafa verið haldnir til skiptis á heimilum okkar. Þegar komið er upp fyrir Hraun opnast alltaf nýr heimur, stórkost- legt útsýni yfir eyjar og sund. Hvergi meiri blíða og friður, þeg- ar náttúran skartar sínu fegursta og andstaðan alger — þegar storm- aldan stríð bylur á og hamfarir í algeymingi. í Suðurgarði hafa þijár kynslóðir búið. Ingibjörg og Jón Guðmunds- son móðurforeldrar Svölu fluttu frá Hallgeirsey í Landeyjum 1903 og byggðu fljótlega upp staðinn, sem síðan hefur verið óðal ættarinnar. Sala ólst þarna upp í systkina- hópi hjá sínum mætu foreldrum, Margréti og Árna Johnsen. Mikil gestablíða hefur ávallt fylgt þessu heimili og margir eru þeir orðnir, ungir og gamlir, sem notið hafa þessa í gegnum tíðina. Sólóvélin hennar Svölu er ennþá í fullu gildi, en nú er skarð fyrir skildi, þegar brott er kvödd hús- freyjan, sem átti svo stórt hjarta, alltaf tilbúin að veita gestum og gangandi án möglunar, eins og stendur í hinni helgu bók að við eigum að gera, en við gleymum því miður svo oft. Við biðjum góðan Guð að styrkja Óla og gefa honum friðsælt ævi- kvöld. Þá er öllum niðjum, ætt- mennum og vinafjöld, sem einnig hafa svo mikið misst, vottuð dýpsta samúð. Jóhann Friðfinnsson. t Móðir okkar, amma, tengdamóðir og langamma, KRISTÍIM JÓNA EGGERTSDÓTTIR, lést á heimili dóttur sinnar í Texas 24. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem hafa sýnt okkur hlý- hug og samúð. Guðlaug Ásta Stefánsdóttir, Árdís Kjartansdóttir, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Stefanie Izabel Vazquez, Victoria Marie Vazquez, tengdabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, GUNNAR TÓMAS JÓNSSON, Hjarðarhaga 33, sem lést 16. janúarsl., verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. janúar kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Landssamtök hjartasjúklinga njóta þess. Signý Hermannsdóttir, Hermann Gunnarsson, Kristín Sverrisdóttir, Una Björg Gunnarsdóttir, Benjamín Magnússon, Sigrún Gunnarsdóttir og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður.ömmu og langömmu, SIGURÁSTAR SÓLVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR, Skúlagötu 40, Reykjavik. Gyða Gunnarsdóttir, Hilmar L. Sveinsson, Þröstur Ólafsson, Guðbjörg Drengsdóttir, Sólveig Arndfs Hilmarsdóttir, Elías Hilmarsson, Ásta María Guðmundsdóttir, Gyða Kolbrún Þrastardóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS ELÍASSONAR, Rauðumýri 13, Akureyri. Þorbjörg Sigfinnsdóttir, Bára Björgvinsdóttir, Hilmar Herbertsson, Ása Björgvinsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Björgvinsson, Sigurveig Bergsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður og ömmu, MJALLAR SIGURÐARDÓTTUR, Suðurgötu 76, Hafnarfirði, Ragnar Jóhannesson, Ásthildur Ragnarsdóttir, Jón Rúnar Halldórsson, Ragnar B. Ragnarsson, Magnea Hilmarsdóttir, Elfnborg Ragnarsdóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson, Hólmfríður Þórisdóttir og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda sam- úð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS GUÐMUNDSSONAR, Engjavegi 9, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki í Sjúkrahúsi Suðurlands og gjörgæsludeild Landspítalans. Einn- ig þakklæti til bifreiðastjórafélagsins Okuþórs, Selfossi. Brúnhild Pálsdóttir, Guðmundur Paul Jónsson, Helga Jóhannesdóttir, Kolbrún Jónsdóttir Petersen, Anton Heinsen, Olgeir Jónsson, Bára Gísladóttir, Birgir Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.