Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 34

Morgunblaðið - 21.01.1995, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 ' 1........... ■ i 11 ....... GUÐLAUG G UÐJÓNSDÓTTIR BACHMANN + Guðlaug Bach- mann fæddist í Borgarnesi 22. október 1913. Hún lést í Landspítalan- um 11. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Guðmundsdótt- ir Bachmann, hús- a. móðir, og Guðjón Bachmann, vega- vinnuverkstjóri. Guðlaug átti ellefu systkini, þar af komust tíu á full- orðinsár. Þau eru: Sigríður, f. 1901, d. 1990, Ragn- heiður, f. 1906, d. 1993, Geir, f. 1908, d. 1987, Áslaug, f. 1910, Sigurður, f. 1912, Guðmundur, f. 1915, Skúli, f. 1917, Bjami, f. 1919, og Þórhildur, f. 1922. Guðlaug eignaðist einn son, Andrés Bertelsen, f. 14. september 1940. Synir hans eru Andrés, f. 1975, og Birgir, f. 1978. Sambýlismaður Guðlaugar var Haukur Jakobsson, f. 1919 í Lundi í Þverárhlíð, d. 1993, vélvirki og rafsuðumaður. Útför Guðlaugar fer fram frá Borgarneskirkju í dag. í DAG verður til moldar borin mín góða vinkona og fóstra, Guðlaug Bachmann. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast henni aðeins þriggja ára gömul og njóta æ síðan vináttu henn- ar og umhyggju. Öll sumur bernsku minnar dvaldi ég í Borgamesinu hjá ■^Laugu og sambýlismanni hennar, Hauki Jakobssyni. Þau vom bæði tvö einstaklega hlý og traust og reynd- ust mér sem bestu foreldrar. Lauga hafði stórt hjarta og mjúk- an faðm. Hún var jákvæð og dugleg og velti sér ekki upp úr smámunun- um. Hún var ákaflega jarðnáin og bar umhyggju fyrir öllu sem greri. Það var gaman að ganga með henni upp eftir, í kartöflugarðinn sem þá var ofan við efstu byggð í Borgar- nesi. Þar áttum við góðar stundir saman. Lauga naut þess að róta í ^moldinni og hlúa að grösunum sínum og ég naut þess að vera með henni í friðsældinni og spjalla við hana um hvaðeina sem mér datt í hug. Hún þreyttist aldrei á að hlusta, tala við mig eða svara öllum mínum ótal spurningum. Mér eru einnig minnis- stæðar allar ferðirnar okkar út í eyju. Við gengum leirumar með út- fallinu, týndum svartfuglseggin í föt- ur og flýttum okkur svo heim fyrir aðfall. Þetta voru miklar ævintýra- ferðir í mínum augum og ég dáðist að Laugu fyrir það hvað hún var áhugasöm, drífandi og óhrædd. Þannig var hún í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ekkert fum, engar óþarfa vangaveltur, hún gekk ávallt hreint til verks. Lauga var einstaklega bóngóð kona enda leituðu margir til hennar. Ég man þegar ég kom í Borgarnesið eitthvert vorið og hún sýndi mér all- ar páskaliljurnar í garðinum sínum. Hún dásamaði þær og talaði um þær eins og stolt móðir um bömin sín. Þá hringdi síminn. Einhver kunn- ingjakonan ætlaði að halda ferming- arveislu en engin blóm var að fá í bænum. Lauga hélt að því væri nú hægt að bjarga án nokkurra vand- ræða, „það væri nú líkast til!“. Og í einu vetfangi klippti hún megnið af fallegu blómunum sínum úr garðin- um og gaf þau með óskiptri gleði. Ég man líka eftir gömlu konunni sem rakst inn annað slagið og þáði kaffi- sopa hjá Laugu og þegar ég, barnið, spurði Laugu hvers vegna hún byði þessari konu alltaf inn, hvort hún sæi ekki hvað hún væri skrýtin og öðruvísi en allir aðrir og auk þess væri ég logandi hrædd við hana, gerði hún mér samstundis grein fyr- ir því að þótt einhveijir kynnu að vera öðruvísi en gengur og gerist ættu þeir ekki síður skilið hlýtt við- mót og okkur bæri að sýna lítil- magnanum umhyggju. Það gerði Lauga. Hún var elsk að bömum, sýndi þeim áhuga og þolinmæði og umgekkst þau sem jafningja. Þess naut ég i ríkum mæli og verð ævin- lega þakklát fyrir. Þræðir mannfólksins liggja oft MINNINGAR saman á undarlega vegu. Fyrir ein- skæra tilviljun kynntist ég Laugu og Hauki, því sómafólki, og það varð mér svo sannarlega til góðs. Þau sýndu mér einstaka ástúð og um- hyggju og hjá þeim upplifði ég svo ótal margt sem ég annars hefði farið á mis við í borginni. Lauga hefur nú gengið sitt ævi- skeið á enda, tæpum tveimur árum á eftir Hauki. Eftir lifa góðar rninn- ingar um dýrmæta vini og þær munu fylgja mér og hlýja um ókomna tíð. Ég kveð mína kæru fóstru með virðingu og þökk og óska henni velf- amaðar á nýjum vegum. Margrét. Ég minnist í dag Guðlaugar Bach- mann mágkonu minnar. Lauga eins og hún var alltaf kölluð hugsaði vel um son sinn og ekki síður um dreng- ina hans, Andrés og Birgi, sem komu oft til ömmu sinnar og hún gladdist mjög þegar þeir komu eða töluðu við hana í síma, enda ýmislegt sem hún rétti þeim. Sambýlismaður Laugu, Haukur Jakobsson, Iést fyrir rúmu ári. Haukur var mikill hagleiksmaður, vann við járnsmíði, en það var alveg sama hvað hann tók sér í hönd, allt var vel gert, hvort sem hann var við járnsmíði eða annað, hann saumaði út og prjónaði. Gaman var að koma til þeirra á Helgugötuna, hún var sífellt með handavinnu, prjónaði mik- ið og hann saumaði út myndir í teppi og á stóla. Lauga var alla tíð mjög vinnusöm kona, hún var oft fengin til að hjálpa hér áður fyrr ef um veislur var að ræða bæði uppi í sveit og hér í Borgar- nesi. Hún bjó til mjög góðan mat og kökur, var mikil matreiðslukona. I nokkur ár vann Lauga í sláturhúsinu á haustin, öllum þótti gott að vinna með henni. Síðan vann hún í kaupfé- laginu í nokkur ár, en alltaf gat Lauga hjálpað ef einhver bað um aðstoð, þá voru margir sem fengu aðstoð á haust- in við sláturgerð og alltaf var Lauga tilbúin að hjálpa. Þá var nú garðurinn hennar, sem hún undi sér vel í strax á vorin enda hugsaði hún vel um garðinn sinn, ekki síst blómin. Blómin hennar Laugu voru alltaf falleg og vel hlúð að þeim eins og öllu sem hún kom nálægt. I maí í vor keypti Lauga íbúð í húsi aldraðra, sem nýbúið var að byggja. Þau Haukur voru búin að ákveða að kaupa íbúð, en eftir að hann féll frá ákvað hún að fá sér aðeins minni íbúð og flutti hún í hana í maí í vor, yndislega og fallega íbúð. Allir vonuðu að hún ætti eftir að dvelja þama næstu árin. Systkini hennar, Bessý og Gummi, hugsuðu vel um systur sína alla tíð, ekki síst eftir að Haukur féll frá. Þau hjálpuðu henni og studdu, fyigd- ust með henni enda var hún oft hjá þeim. Þegar hún var orðin sjúk, hlynntu þau að henni eins og hægt var. Síðast var hún hjá þeim um jól- in. Á jóladag kvöddu flest okkar Laugu, en daginn eftir var hún flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Þar var hún í nokkra daga og síðan flutt suður á Landspítalann. Systkinaböm Laugu hændust mjög að frænku sinni enda var hún þeim góð. Þau hjálpuðu henni að flytja og annað sem til þurfti og var hún þeim öllum mjög þakklát fyrir. Elsku Lauga mín, ég á þér mikið að þakka. Allt sem þú gerðir fyrir okkur Bjarna, bömin okkar, tengda- börn og bamabörn, við þökkum þér öll af alhug. Þú talaðir ekki um veik- indi svo þetta kom öllum á óvart, en baráttan var ekki löng, en ströng. Ég hef þá trú að nú Iíði þér vel, þú sért komin til þeirra, sem vom komn- ir á undan þér yfir móðuna miklu og að það hafi verið tekið vel á móti þér, en eftir sitja indælar minn- ingar og þakklæti hjá okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Anna. Mín kæra frænka og vinkona Lauga er dáin. Lauga sem í gegnum tíðina var alltaf að hugsa um fólkið sitt, fjölskylduna sína. Hún hélt því leyndu fyrir okkur hversu veik hún var, því eins og hún sagði á spítal- anum, þá ætlaði hún sér að klára að pijóna alla sokkana sem hún hafði lofað fyrir jólin og þegar því var lok- ið náði sjúkdómurinn yfrrhöndinni. Þegar ég hugsa til baka um Laugu, þá hefur mér aldrei þótt það sjálfsagð- ur hlutur að hafa átt hana að. Mér hefur alltaf verið það ljóst að það em forréttindi að hafa átt frænku eins og Laugu. Hún var svona frænka eins og allir ættu að eiga, gestrisin búkona, full af kærleika og um- hyggju fyrir ættingjum sínum. Ifyrsta minning mín um Laugu er þegar ég var þriggja ára. Mamma fór á spítala, svo ég var send til Laugu og Hauks í mánaðartíma. Þar var fyrir vinkona þeirra, hún Magga úr Reykjavík, sem var litlu eldri en ég, en hún dvaldist oft hjá þeim. Úti í skúr í garðinum hafði Lauga út- búið handa Möggu stórkostlegasta bú sem ég hafði augum litið. Þar vom hillur fullar af alls kyns búdóti, dollum og dósum og meira að segja var hægt að vaska upp í bala, því Lauga hafði klippt búta úr garð- slöngunni til að hafa fyrir krana. Þama var yndislegt að leika sér. Lauga var náttúmbam. Oft fór hún með okkur frændsystkinin á fjöru út í eyjar fyrir utan Borgarnes. Þar var leyfílegt að tína allt sem maður sá, skeljar, kuðunga, Péturs- skip, kúlur og flothringi. Svo fór maður klyfjaður til Reykjavíkur af öllu þessu fjömdóti og sýndi stoltur félögunum dýrgripina. Virðing Laugu fyrir náttúrunni var djúpstæð. Þegar við fómm á beij- amó, gat hún setið á sama stað og tínt þar meira en við, sem hentumst á milli og reyttum lyngið út um allt. í garðinum sínum ræktaði hún kart- öflur, rabarbara, sólber og rifsber, og á hveiju hausti fékk frændfólkið að njóta uppskerunnar með henni. Ein mynd er mér ofarlega í huga. Við að koma í heimsókn úr Reykja- vík. Hringjum bjöllunni, en enginn svarar. Við kíkjum bak við hús. Þar er Lauga önnum kafín í miðju kart- öflubeði. Hún rís upp brosandi og segir: „Emð þið komnar, elskurnar mínar?“ Svo föram við inn og drekk- um úr lituðu glösunum hennar og Lauga opnar inn í ævintýralega búr- ið sitt. Það var búr allsnægtanna. Hún dregur fram smákökur, tertur, súkkulaði, safa og gos. Stundum í æsku laumaðist maður inn í búrið hennar Laugu bara til að líta á allar dásemdimar í hillunum. Lauga var alltaf að pijóna. Mér eru minnisstæðastir þykku, háu sokkarnir hennar sem við ættingjam- ir nutum góðs af. Allir fengu sokka. Hvað ætli hún hafí eiginlega pijónað mörg pör? Bara núna fyrir jólin pijónaði hún sextíu pör. Einu sinni áskotnaðist henni dálítið magn af dúni. Skömmu síðartók ættingjunum að berast yndislegir heklaðir púðar frá Laugu. Þetta lýsir henni best. Ævinlega vildi hún deila öllu sínu með því fólki sem henni þótti vænst um, á þennan hlýja hátt sem ein- kenndi hana svo mjög. Eins og ann- að kæmi ekki til greina. Þegar ég fékk lungnabólgu fyrir nokkmm árum hringdi Lauga: „Elskan mín, ég ætla að senda þér sokka og ullar- nærbolinn minn, þú mátt ekki láta þér verða kalt á bakinu." Fólk er heppið ef það nær á sinni ævi að kynnast jafn heilsteyptri og góðri manneskju og Laugu, ég held að við slík kynni geti maður aðeins orðið betri manneskja. Sigríður (Didda). + Viktoría Guð- mundsdóttir var fædd á Baugs- stöðum í Stokks- eyrarhreppi 22. febrúar árið 1897. Hún lést á Hrafn- istu 12. janúar síð- astliðinn, tæplega 98 ára að aldri. ^►Foreldrar hennar voru Guðmundur Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka í Hrunamanna- hreppi og Eiín Magnúsdóttir frá Baugsstöðum. Ólst Viktoría upp á Baugsstöðum hjá móður sinni og eldri hálfsystkinum, Guðlaugu, Kristínu, Stefáni og Elínu Jóhannsbörnum. Hinn 9. nóvember 1918 gift- ist Viktoría Ágústi Þórðarsyni >frá Ámundakoti í Fljótshlíð, síðar yfirfiskimatsmanni í Vestmannaeyjum. Hófu þau búskap í Vestra-Stakkagerði í Vestmannaeyjum en síðan byggðu þau Aðalból, þar sem heimili þeirra stóð í hálfa öld. Eldgosið á Heimaey varð þess valdandi að þau fluttu til Reykjavíkur. Var heimili þeirra þar á Kleppsvegi 32. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Þau eru: 1) Betsý Gíslína. Maki 1 Karl Kristmanns- son, d. 19. janúar 1958. Maki 2 Böð- var Jónsson. 2) Magnús Þórður, d. 17. júlí 1986. Maki Guðrún Ólafsdótt- ir, d. 22. maí 1978. 3) Guðmundur Sig- geir. Maki Jóhanna Andersen, d. 7. ág- úst 1971. 4) Elín Jóhanna. Maki Sighvatur Bjarnason. 5) Esther, d. 31. júlí 1967. Maki 1 Sigurður Þórðarson, d. 15. maí 1954. Maki 2 Joe Gordon, d. 1960. Maki 3 Gunnar Mekk- inósson, d. 14. janúar 1991. 6) yiktoría Ágústa. Maki Einar Ólafsson. Afkomendur eru orðnir 107 talsins. Ágúst lést 26. ágúst 1977. Eftir lát hans bjó Viktoría áfram ein á heimili sínu til 91 árs aldurs, en þá fluttist hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hennar verður gerð frá Landa- kirkju í dag. LÁTIN er í hárri elli móðir okkar, Viktoría Guðmundsdóttir. Hvíldin var henni kærkomin því síðustu mánuðirnir vom henni erfíðir. En hún var svo lánsöm að halda reisn sinni og viljanum til að bjarga sér sjálf allt fram á mitt síðasta ár. Þá fór að halla undan fæti hjá henni og fluttist hún þá á sjúkradeild Hrafnistu. Hún klæddist og vann stund úr degi við handavinnu sína eftir því sem kraftar leyfðu allt fram í desember. Handavinnan veitti henni mikla ánægju og eru þeir fjöldamargir munirnir sem eftir hana liggja og fóru fáir ættingjar tóm- hentir af hennar fundi. Við systkinin minnumst móður okkar með þakklæti fyrir það sem hún var okkur og fjölskyldum okkar. Hvíli hún í friði. Börnin. „Þú ert góðgjörn og velviljuð, fljót að fyrirgefa misgjörðir annarra og hefur hæfileika til djúprar og varan- legrar ástar." — Þetta er tilvitnun í gamla afmæiisdagabók og á við fæðingardaginn hennar ömmu Vikt- oríu, og fínnst mér þetta allt eiga svo vel við hana. Við barnabörnin hennar nutum að minnsta kosti þessara kosta henn- ar í ríkum mæli, því ég held að okk- ur hafi alltaf liðið ákaflega vel eftir heimsóknir á Aðalból. Það var alveg einstakt að koma þar, hlýjan og velviljinn ríktu þar, og varla var búið að taka af sér yfírhafnirnar, þegar amma fór að draga fram krás- ir. Sérlegan sess í minningunni hafa pönnukökurnar, ég held bara að hún amma hafi alltaf átt pönnukökur. Þá var nú aldeilis hátíð, þegar boðið var til jarðarbeijaveizíunnar úti í garði við Aðalból. Og auðvitað var svo gott veður í þá daga að við strák- arnir vorum á stuttbuxum og frænk- ur okkar í sumarkjólum, já sannkall- aðir dýrðardagar. Ekki vom þau heldur amaleg jóla- boðin hjá afa og ömmu. Börnin þeirra með sínar fjölskyldur og allir svo sáttir og kátir í þessu litla húsi. Ég átti nú alltaf svolítið erfítt að gera mér í hugarlund hvernig þau gátu búið þarna öll, og svo komu vermennirnir á veturna, en þetta virtist ekki vera neitt mál. Enn erfíðara fannst svo mínum börnum, og öðrum barnabarnabörn- um hennar ömmu, að skilja þessar sögur, þegar við sumarið 1993 hitt- umst og minntumst þess að hundrað ár voru frá fæðingu afa Ágústs. Þá fengum við að fara inn á Aðalból og skoða gamla ættaróðalið, þar sem amma og afi bjuggu í hálfa öld. Það eru sérlega ljúfar endurminn- ingar sem við Bjarni frændi eigum nú reyndar sameiginlegar, því í nokkur sumur vorum við sérlegir „plægingarmenn" hjá afa og ömmu, og sáum um stóran kartöflugarð. Þegar við höfðum lokið við að und- irbúa garðinn og moka götur, var gott að setjast inn í eldhús hjá ömmu og drekka mjólk og fá heilt hlaðborð af kökum og pönnukökum með. Þá var þreytan fljót að ijúka úr manni. Þá var ekki síður gott að vera í stofunni hjá ömmu, þegar Ágústa frænka, nýútskrifuð úr Kennara- skólanum, var að reyna að kenna okkur Bjarna frænda að lesa og skrifa, því við vissum að alltaf biðu okkar veizluföng eftir kennsluna. Þegar gaus hér á Heimaey 1973, fluttu amma og afi til Reykjavíkur og bjuggu þau ásamt fleiri góðum Eyjamönnum á Kleppsvegi 32. Þó plássið væri minna en heima á Aðal- bóli, hafði plássið í hjarta þeirra gömlu frekar stækkað ef eitthvað var. Mikil var alltaf gleði þeirra þeg- ar við komum með börnin í heim- sókn, og alltaf átti langamma mikið af nammi í litlu munnana. Og áður en við færum aftur urðum við að liggja „eitthvað af þessu drasli“ eins og amma orðaði það, en það var handavinnan hennar. Þegar hún opnaði skápana bókstaflega flutu hannyrðirnar út úr þeim, og öll hafa börnin mín gengið í sokkum og vettl- ingum frá ömmu, svo ekki sé nú minnst á veggmyndirnar, útsaum- uðu, koddana, handmáluðu ferming- ar- og jólakortin og svo mætti lengi telja. Henni féll sjaldan verk úr hendi, og var það alveg einstakt hveiju hún afkastaði. Síðustu árin dvaldi amma á Hrafnistu í Reykjavík, og bjó nú í litlu herbergi, en enn var hún sama góða yndislega amma á Aðalbóli. Elsku amma Viktoría, ég veit að ég tala fyrir okkur öll, sem nutum svo ríkulega að vera í návist þinni, og minningarnar um þig munu ylja okkur um ókomin ár. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur og gafst af þér. Ágúst Karlsson. VIKTORIA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.