Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 35 MARGRÉT TÓMASDÓTTIR + Margrét Tóm- asdóttir var fædd á Járngerðar- stöðum í Grindavík 23. ágúst 1913. Hún lést á Garðvangi, hjúkrunar- og dval- arheimili aldraðra í Garði, 14. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jórunn Tómasdóttir, f. 31. mars 1890 á Járn- gerðarstöðum í Grindavík, og Tóm- as Snorrason, f. 29. ágúst 1872 á Norður-Reykjum í Mosfellssveit. Margrét var elst níu systkina. Tveir bræður dóu í frumbernsku. Hin lifa öll og eru þau: Jón, Sigþrúður, Snor- ri, Tómas, Guðrún og Guðlaug- ur. Hinn 2. nóv. 1940 giftist Mar- grét Sigurði Þorsteinssyni, f. 2. janúar 1916, vélsljóra, frá Kóngsbakka í Helgafellssveit. Þau hófu búskap á Kóngsbakka við hlið foreldra hans. Á Kóngsbakka eignuðust þau tvö börn: Valgerði Hönnu, f. 15. 1. 1941, og Jónas, f. 6. 10. 1944. Eftir að þau fluttu í Stykkis- hólm fædddist þeim ein dóttir, Þórleif Kristín, f. 23. 1. 1948. Árið 1965 fluttu þau til Kefla- víkur. Þar eignuðust þau íbúð á Sólvallargötu 32 og bjuggu þar meðan heilsan leyfði. Síð- ustu árin hafa þau verið vist- menn á Garðvangi. Þar dvelur Sigurður enn við mikla van- heilsu. Margrét verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 21. jan- úar. ÞEGAR hugað er að lífshlaupi Margrétar ber að geta nánar ættar hennar og uppruna. Jórunn, móðir hennar var dóttir Tómasar Guð- mundssonar. Guðmundur hafði búið á Stórólfshvoli í Hvolhreppi en flutt- ist til Grindavíkur ásamt Jórunni, ljósmóður, konu sinni og þremur sonum, Jóni, sem bjó á Hópi og eignaðist fjölda afkomenda, Tóm- asi, sem giftist Margréti, dóttur Sæmundar Jónssonar, ættföður Húsatóftarættarinnar, og bjuggu þau á Járngerðarstöðum og eignuð- ust tíu börn, og Magnúsi, sem var bamlaus. Tómas, faðir hennar, var sonur hjónanna Margrétar Tómasdóttur og Snorra Jónssonar, sem bæði vom af kunnum Árnesingaættum. Snorri var landskunnur leiðsögu- og ferðamaður. Tómas erfði þá eig- inleika föður síns og var það sumar- vinna hans að ferðast og fræða útlenda ferðamenn um þjóðina og landið, einkum um óbyggðir og örævi. Þegar Jórunn, kona hans, átti von á sínu fyrsta barni, Margréti, síðari hluta ágústmánaðar, 1913, var Tómas á Oræfum með útlend- inga, en þá orðinn skólastjóri í Keflavík, eftir að hafa verið kenn- ari víðar á Suðumesjum. Mun Jór- unn því hafa fundið nokkurt öryggi í því, við þessa frumraun, að vera heima í móðurgarði — en Margrét Sæmundsdóttir á Járngerðarstöð- um var þá orðin ekkja og bjó með tvemur sonum sinum, Guðlaugi og Eiríki. Börnunum fjölgaði ört hjá þeim Jórunni og Tómasi. Það ásamt því að hún saknaði frændgarðs og átt- haga og svo það að Vesturbærinn á Járngerðarstöðum losnaði úr ábúð, leiddi til þess að Tómas sagði upp skólastjórastarfi sínu og þau fluttu í Vesturbæinn 1919. Þar var á grindvíska vísu rekinn töluverður landbúnaður við hlið útvegs og fisk- vinnslu. Eins og fyrr segir urðu börnin alls níu og Margrét elst. Höfuðverk- efni hennar á Járngerðarstöðum varð því barnagæsla og gæta systk- ina sinna auk þess að vinna á túnum og við fiskverkun eftir getu ungl- ingsins. Siðar þénaði hún á tvemur fyrirmyndarheimiium í Reykjavík, en var þó heima á annatímum ef þurfa þótti. Það var svo vertíðina 1939 er hún var heima að bóndasonur, Sig- urður Þorsteinsson frá Kóngsbakka í Helgafellssveit, var vertíðarmaður á Járngerðarstöðum. Þau feldu hugi saman og um vorið flutti hann hana með sér yestur á Kóngsbakka, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau Þórleif Kristín Sigurðardóttir, ljós- móðir, og Þorsteinn Jónsson, bóndi frá Helgafelli, þar sem þau höfðu hafíð búskap en fluttu síðar að Kóngsbakka í sömu sveit. Sigurður var einkabarn þeirra hjóna, en þau ólu einnig upp þrjú systkinabörn sín, þau Ingibjörgu Sigurðardóttir, Jónas Þorsteinsson og Þórleif Krist- ínu Hauksdóttur. Þá var ekki ótítt á árum áður að ljósmæður tækju á heimili sitt ungbörn til skemmri dvalar og urðu slíkir dvalargestir margir hjá þeim Þórleifu og Þor- steini. Eftir nokkurra ára búskap á Kóngsbakka með foreldrum Sigurð- ar, fluttu þau búferlum inn í Stykk- ishólm. Það mun hafa verið áramót- in 1945-46. Sigurður fór í vélgæsl- unám sem Fiskifélag íslands stóð fyrir og lauk hann því með ágætum. Hann gerðist vélstjóri á flóabátnum Baldri. Árið 1965 fluttu þau Margrét og Sigurður til Keflavikur og fengu íbúð í húsi bræðra hennar á Hafnar- götu 79 og Jónas sonur þeirra fékk íbúð hjá móðurbróður við Ásabraut 3. Dæturnar höfðu áður flutt til Keflavíkur, giftar og orðnar mæð- ur. Valgerður Hanna, símamær og nú fulltrúi, gift Árna Júlíussyni, símaverkstjóra. Þau eignuðust þrjú börn. Þórleif Kristín, símamær, gift Guðmundi Hólmgeirssyni og eiga þau fjögur börn. Þau skildu. Seinni maður Þórleifar var Ámundi Elías- son og eiga þau einn son. Jónas, sem var annar í röð barna Margrét- ar og Sigurðar, flutti aftur vestur í Stykkishólm og er kunnur skip- stjóri þar. Jónas og kona hans, Ingi- björg Árný Ólafsdóttir, hafa eignast fjögur börn. Bamabörn eru nú orð- in tólf. 1 í Keflavík hugðist Sigurður ganga að hefðbundnum störfum fiskveiða á sjó eða í landi en tapaði heilsu fljótlega og var óvinnufær lengi og hefur verið vistmaður á Garðvangi í sjö ár. Margrét varð líka fyrir heilsufarsáföllum, fékk m.a. slæma byltu og höfuðáverka, en hélt þó heimili fyrir þau þar til Sigurður varð að fara á vistheimilið Garðvang, en þar er starfrækt hjúkrunardeild. Eftir það bjó Mar- grét ein heima í fjögur ár en þá fór heilsu hennar mjög hnignandi og var þannig farið að hún átti fullt í fangi með að sjá um sjálfa sig og fékk hún því vistun á Hlévangi í Keflavík og var þar í hálft annað ár, en komst þá einnig á Garðvang til bónda síns. Þar hafði hún verið í eitt og hálft ár er hún lést. Svo var það nú um þrettándann að hún fékk blæðingu á heilann og lamaðist hægra megin — lífsorkan var á þrotum. Hún fékk hægt and- lát. Allt frá æsku mun Margrét hafa lagt sig fram um að gera vel allt sem henni var falið að gera og gáfu vinnuveitendur henni gott orð fyrir vandvirkni og trúmennsku. Og gott var að heimsækja hana bæði í Hólminum og í Keflavík. Hún var svo glöð og hamingjusöm yfir að fá heimsóknir, þó að hún hefði MINNINGAR ekki úr miklu að spila og heilsufar afar bágborið á seinni árum hjá þeim báðum. Sigurður var greindur og allfróður og naut einnig vina- funda. Þrátt fyrir mikla vanheilsu þeirra í áratugi virtist fara vel á með þeim. Kannske var hamingjan mest í góðum börnum, barnaböm- um og tengdabörnum. Margrét hafði alist upp hjá trúuð- um foreldrum og var sjálf trú- hneigð. Hún mun því fá góðar við- tökur við þessi vistaskipti. Blessuð sé minning hennar. Jón Tómasson. Elsku amma mín. Ég. vil fá að þakka þér fyrir allar stundirnar sem þú og ég höfum átt saman í gegnum árin, bæði fyrir vestan þar sem þú og afi bjugguð fyrstu sjö ár ævi minnar. Það voru ekki ófáir mánuð- irnir sem ég var svo heppin að geta verið hjá ykkur þar, bæði yfír sum- artímann og stundum líka yfir vetr- armánuðina. Þegar þið fluttuð svo hingað suður var enn auðveldara að koma til þín. Það var alltaf ósköp gott að geta komið til þín þegar skólanum lauk á daginn. Margt var það sem þú kenndir mér, t.d. að lesa, og einnig allar bænirnar sem þú kunnir, kenndir þú mér á meðan ég var hjá ykkur fyrir vestan. Þú áttir alltaf nógan tíma fyrir mig, og fyrir það vil ég fá að þakka þér. Sumarið 1988 komst þú til okkar Amars til Danmerkur og dvaldir hjá okkur í tvær vikur. Það vildi svo skemmtilega til að þú og Litla hafmeyjan áttuð 75 ára afmæli sama dag og héldum við upp á það meðan þú dvaldir hjá okkur. Þessar tvær vikur voru alveg yndislegur tími. Mikill er missir okkar barna- barnanna sem nutum ástúðar þinn- ar en mestur er missir afa. Því bið ég guð að styrkja hann í sorg hans. Mamma, pabbi, Jonni, Inga og Dollý, guð gefi ykkur einnig styrk í ykkar sorg. Elsku amma mín, ég veit að þér líður vel núna. Takk fyrir allt og allt. Anna Birna. Hún amma er ekki lengur á meðal okkar því að nú er hún kom- in til Drottins Guðs í himnaríki. Það kemur margt upp í hugann þegar maður hugsar til baka. Amma og afi Sigurður Þorsteinsson kynntust í Grindavík. Afi og amma bjuggu á Ytri-Kóngsbakka í Helgafellssveit og þar fæddust þeim tvö eldri börn þeirra og síðar fluttust þau í Stykk- ishólm og eignuðust þau þar sitt yngsta barn. Mér er minnisstæðast þegar amma og afi bjuggu á Sólvallagöt- unni í Keflavík því að þangað kom ég mikið sem barn. Amma kenndi mér mjög margt sem hefur komið mér mjög vel á minni lífsleið. Allar bænir sem ég kann kenndi hún amma mér og bænaversin sem eru hér fyrir neðan eru meðal þess sem hún kenndi mér sem barni. Amma kenndi mér einnig að pijóna, sauma og virða náungann. Það sem mér er efst í huga þessa stundina eru jólin 1986 en þá var hann afi kom- inn út á Garðvang og mig langaði svo til að vera með þeim ömmu og afa þessi jól sem svo ég gerði. Ég var ófrísk þessi jól, en hún Anna Birna er fædd 24.01.1987. Afi kom heim þessi jól og amma var að von- um ánægð með að fá hann heim yfir hátíðina. Afi var ekki mjög frár á fæti og gekk hann um með hækj- ur og þurfti að fylgja honum um allt, en það var þess virði því að eftirminnilegri jól hef ég ekki átt. Fyrri sambýlismaður minn, Jónas Jónasson, átti einnig mikinn þátt í að gera jólin fyrir ömmu og afa sem ánægjulegust. Þær myndir sem ég á frá þessum jólum get ég skoðað aftur og aftur því að á hverri mynd sem amma og afi eru á eru þau hlæjandi af gleði. Við frændsystkinin fórum mikið til ömmu og afa þegar þau bjuggu á Sólvallargötunni og alltaf var amma tilbúin að hlusta og aðstoða okkur. Amma bakaði mikið og eftir- læti mitt er ömmukaka sem mér þótti alveg ómissandi hjá ömmu. Mér er einnig minnisstætt þegar amma fór með mig í gönguferðir því að ég þurfti að hafa hraðann á ef ég átti að hafa við henni því að hún gekk svo rösklega. Ég veit að ömmu líður vel þar sem hún er og ég veit það líka að við eigum eftir að verða saman ein- hvern tíma á ný. Góður guð styrki ættingja okkar því missir okkar er mikill, góður guð styrki hann afa því að söknuður hans er mikill, al- máttugur guð skapari himins og jarðar blessa þú og varðveittu elsku ömmu mína. Ó, Jesú bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Mér gott bam gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa svo ei mér nái’ að spilla. (P. Jónsson) Þín dótturdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir. Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar í nokkrum orðum. Hún elsku amma var alveg yndis- leg og góð kona. Þegar ég hugsa til baka kemur margt upp í huga minn en það tæki mig marga daga að koma öllu fýrir á einni blaðsíðu. Ég minnist þess þegar amma og afí báru út Morgunblaðið í Kefla- vík, því að við systkinin fórum stundum með þeim að bera út blað- ið. Það var alveg sama hvernig veður var, alltaf fóru þau með blað- ið á réttum tíma í húsin. Ég sótti mjög mikið til ömmu og afa á Sól- vallargötuna og var ég margar næturnar hjá þeim. Amma bað allt- af bænirnar með mér áður en ég fór að sofa og þegar allir nema hún voru sofnaðir fór hún og krossaði á allar hurðir í húsinu. Þessir góðu siðir gleymast ekki því að mér fannst eins og ekkert illt gæti kom- ið fyrir mig meðan ég dvaldist hjá ömmu og afa. Þegar ég var í níunda bekk var ég hjá ömmu og afa. Sá tími er mér mjög minnisstæður því að ég fékk botnlangakast og amma reyndist mér svo vel að ég á aldrei eftir að gleyma þeim degi. Hún fór með mér til Reykjavíkur í sjúkra- bílnum og veitti mér þann stuðning sem ég þurfti á að halda. Ég var hjá ömmu og afa þegar ég veiktist þegar ég átti hann Guð- mund Björn og sem fyrr var amma stoð mín og stytta. Elsku amma, söknuður minn er mikill. Ég veit þó að góður guð pass- ar þig og varðveitir. Elsku afí, ég votta þér mína dýpstu samúð á erf- iðri stundu. Vallý, Jonni, mamma og fjölskyldur, guð blessi ykkur á þessari erfíðu stundu. Öðrum ætt- ingjum sendi ég mínar bestu kveðjur. Gepum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (H.P.) Guð geymi þig, elsku amma. Þín dótturdóttir, Inga Margrét. JÚLÍANA SIGRÍÐUR MATHIESEN (LOLLA) + Júlíana S. Sól- onsdóttir Mat- hiesen (Lolla) fædd- ist I Keflavík 25 september 1909. Hún lést á heimili sínu í Mosfeilsbæ 2. janúar 1995. For- eldrar hennar voru Sólon Einarsson sjó- maður frá Keflavík og Petrónella Magnúsdóttir frá Grindavík. Hinn 22. apríl 1935 giftist Júliana Theodóri Á. Mathi- esen lækni frá Hafnarfirði. Börn þeirra eru: Inga Th. Mat- hiesen, f. 29. ágúst 1937, d. 17. febrúar 1985; Bjarni Th. Mathi- esen, f. 12. janúar 1940, giftur Ruth Guðjónsdóttur; Sigríður Th. Mathiesen, f. 6. mars 1946, gift Viktori Inga Sturlaugssyni. Barnabörnin urðu níu og barnabarnabörnin átta. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. LOLLA amma mín var merkileg kona. Hún var einstaklega falleg, sterk, gáfuð og góð. í mínum aug- um ávallt ung. Stundum sagði hún vinum mínum að hún væri yngsta manneskjan í ættinni, sama þótt hún væri fyrir iöngu orðin gömul í árum talið, elst í ættinni. Þannig var hún fordómalaus með skarpt innsæi. Hún var alltaf ein besta vinkona mín, og er hálfeinmanalegt til þess að hugsa að koma næst til íslands og geta ekki hringt í hana eða farið í heimsókn við fyrsta tæki- færi. Hún amma var bara alltaf þar, sérstaklega þegar maður þurfti á vini að halda. Amma: Það var svo gaman að „spila kapal“ með þér, það var svo gaman að hlusta á sögurnar þínar, það var svo gaman að lesa dönsku blöðin þín (áður en ég lærði að lesa), það var svo gaman að hitta þig á Laugaveginum, það var svo gott að fá mjólkursopa hjá þér, það var svo gott að gista hjá þér, það var svo gott og gaman að tala við þig. Ég kveð þig elsku amma. Eg skal reyna að sakna þín ekki. Þú varst orð- in svo þreytt og ég er reyndar alsæl með að þú fékkst að fara eins og þú vildir, þú áttir það svo sannarlega skilið. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og guð geymi þig um alla eilífð. Arna Sigríður Mathiesen (Arna). Það var sárt að heyra um andlát henn- ar elsku ömmu minnar. Hún sem var alltaf svo góð við mig. Ég man eftir ánægjustund- únum, sem ég átti heima hjá henni ömmu á Rauðarárstígnum. Það var alltaf jafnmikil tilhlökkun að koma í heimsókn, eða að gista hjá henni ömmu, því hún var svo barngóð og góð kona. Amma bjó lengi ein, því afí Theódór dó fremur ungur, og saknaði hún hans mjög. En amma sagði mér oft frá ánægjustundum, sem þau áttu saman í Danmörku á námsárum afa, þegar þau byijuðu sinn búskap, og sumarbústaðnum „Glaumbæ". Amma veitti okkur öllum, sem hana þekktum, mikla hlýju og gleði með nærveru sinni. En hennar tími var kominn, þó svo að mér fínnist það óréttlátt. Ég mun alltaf eiga góðar minningar um ömmu Lollu. Megi hún hvíla í friði. Theódóra Mathiesen, Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.