Morgunblaðið - 21.01.1995, Page 36
36 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
EINAR VAGN
BÆRINGSSON
+ Einar Vagn
Bæringsson var
fæddur á Höfða-
strönd í Grunnavík-
urhreppi 10.
1916. Hann lést I
Borgarspítalanum
11. janúar síðastlið-
inn. Hann var
yngstur barna
þeirra hjóna Vagn-
fríðar Vagnsdóttur
og Bærings Einars-
sonar er þar
bjuggu. Systur
hans: Soffía, Júl-
íana, Halldóra og
Engilráð Ólína eru
allar látnar en makar þeirra
eru á lífi. Á Höfðaströnd hjá
Vagnfríði og Bæring ólust einn-
ig upp Svanhildur Maríasdóttir,
húsmóðir í Hafnarfirði, Laufey
Sæmundsdóttir, búsett í Banda-
ríkjunum, og elsta barnabarn
þeirra, sonur Soffíu, Gunnar
Leósson, pípulagningameistari
í Bolungarvík, er lést í sviplegu
slysi á sl. ári.
Eftirlifandi eiginkona Einars
er Ásta Árnadóttir frá Hjalt-
eyri í Eyjafirði, f. 19.8. 1916,
er liggur nú á
hjúkrunardeild
Hrafnistu í Reykja-
vík. Ásta var um
árabil starfsmaður
Hrafnistu (til
starfsloka 1986) og
vann að félagsmál-
um í stéttarfélagi
sinu, Starfsmanna-
félaginu Sókn. Ásta
og Einar voru
barnlaus. Börn
Ástu frá fyrra
hjónabandi með
Þórði Arnasyni
skipstjóra er fórst
með togaranum Júlí 1959 eru:
1) Pétur, f. 1944, d. 1981, var
búsettur á Grundarfirði. Hann
á fjögur börn. 2) Árni, f. 1947,
rafvirki, búsettur í Kristian-
sund í Noregi. Hann á tvö börn.
3) Hafdís, húsfreyja á Kollslæk
í Hálsasveit, f. 1953. Hún á sex
börn. Einar var áður kvæntur
Rannveigu Hávarðínu Hjálm-
arsdóttur frá Bolungarvík, f.
1907, d. 1980, en þau slitu sam-
vistir 1947. Dóttir Einars og
Hávarðínu er Ólöf Marín, f.
1944, skrifstofumaður í Reykja-
vík. Hún á þijár dætur. Synir
Rannveigar Hávarðínu: Ævar
Jónsson, f. 1932, á 6 börn, og
Pétur Ólafsson, f. 1935, úrsmið-
ur og blaðamaður Mbl., dáinn
1966, barnlaus. Einar Vagn fór
ungur að stunda þau störf er
til féllu í heimasveit hans og
sjóróðra með föður sínum og
föðurfrændum. Eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur lærði
hann pípulagnir hjá Tómasi B.
Jónssyni pípulagningameistara
og við Iðnskólann í Reykjavík.
Hann stundaði iðn sína eftir það
um árabil, sem sjálfstæður
verktaki.
Einar Vagn var jarðsunginn
frá Fossvogskirkju 18. janúar
og jarðsettur í Gufuneskirkju-
garði.
FRÁ ÞEIM degi sem við kynnt-
umst Einari Bæringssyni er hann
tengdur góðum minningum í lífi
okkar. Hláturmildur og einlægur
vinur.
Með velvild og hlýju viðmóti
hafði hann slíka nærveru, að í
minningunni eru allar stundir með
honum skemmtilegar. Jólaboðin,
afmælin, fermingarveislumar og
aðrir slíkir viðburðir hjá fjölskyld-
unni, alltaf var gaman að fá Einar
í heimsókn. Hann var eins og besti
frændi eða afi, stór og ómissandi
hluti af fjölskyldunni.
Nú er hlátur hans þagnaður, en
við höfum minningarnar um árin
sem við nutum samvista við yndis-
legaii mann sem alltaf vildi láta
gott af sér leiða. Hann var ánægð-
astur þegar hann gat gert öðrum
greiða og krafðist einskis á móti.
Einar Bæringsson var einn af
þeim mönnum sem er mannbæt-
andi að vera í samvistum við.
Við þökkum fyrir árin sem við
þekktumst og kveðjum Einar með
söknuði og hlýhug.
Blessuð sé minning hans.
Anja, Katrín, Birgir, Hjálmar,
Ævar Oddur og Arnar.
Kveðja til afa okkar
Oft er fátt um orð þegar kemur
að kveðjustund, sérstaklega þegar
einhver nákominn er kvaddur eins
og hann Einar afí.
Við systurnar viljum þakka hon-
um afa okkar fyrir þá hlýju sem
hann sýndi okkur alla tíð. Áfí hafði
þann sérstaka eiginleika að sýna
okkur á einlægan hátt væntum-
þykju án nokkurra skilyrða og vilj-
um við þakka honum fyrir þá dýr-
mætu gjöf, sem við búum alltaf að.
Við munum minnast afa sem
brosmilds manns þar sem hláturinn
var alltaf skammt undan og alltaf
höfðum við fullvissu um það að við
áttum stað í hjarta hans. Það var
gott að eiga hann sem afa og við
kveðjum hann í þeirri von að nú
líði honum vel.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Rannveig, Solveig
og Helga Krístín.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðan þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
(H.P.)
Þegar litið er yfír farinn veg
kemur margt upp í hugann, m.a.
þakklæti fyrri þann tíma sem ég
hef þekkt Einar og gæsku hans.
Hann gekk mikinn hluta lífs síns
með mömmu minni og þessi síðustu
ár sem hún hefur átt við vanheilsu
að stríða hefur hann stutt hana af
heilum huga og mikilli elsku.
Elsku Einar, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Hafdís.
RAÐAUGi YSINGAR
i
4
Starfið fyrir Afríku
Sjálfboðaliðar óskast til að starfa við uppbyggingarverkefni i Mosam-
bík í samstarfi við „Þróunarhjálp frá þjóð til þjóðar" (Development
Aid from People to People).
Sem sjálfboöaliði vinnur þú í hóp með 12 öðrum, ungu fólki frá
Evrópu, að eftirfarandi verkefnum:
- 5 mánaða þjálfun í farandháskólanum (The Travelling Folk High
School) í Danmörku.
- 6 mánaða sjálfboðastarf, þar sem unnið er að uppbyggingu barna-
skóla í litlum þorpum í norðurhluta Mósambík.
- 1 mánaða upplýsingavinna I Danmörku.
Starfið er sjálfboðavinna, en séð er fyrir fæði, húsnæði og vasapen-
ingum í Afríku. Engrar sérstakrar kunnáttu er krafist.
Kynningarfundur verður á íslandi 11. og 12. febrúar. Starfið byrjar
6.3. '95 eða 4.9 '95. Skrifið eftir nánarí upplýsingum til:
DAPP-moc, Téstrup Valbyvej 122, DK-263S Ishoj, Danmörku,
eða sendu okkur heimilisfang þitt í símbréfi 00 45 43 99 59 82.
DevelopmentAid from People to People.
Þú átt möguleika á
að auka tekjur þrnar
um 100.000 krónur
á mánuði
Óskum eftir sölumönnum til að selja mjög
vandaða vöru. Þeir, sem ráðnir verða til
verksins, hljóta þjálfun í sölumennsku. Vinnu-
tími er á milli kl. 18.30 og 22.00 á kvöldin.
Áhugasamir hafi samband í síma 562 5407
á milli kl. 14.00 og 17.00 í dag, sunnudag,
og næstu daga.
Fullum trúnaði heitið.
Framsóknarvist
Framsóknarvist verður haldin
sunnudaginn 22. janúar kl.
14.00 í Hótel Lind. Veitt verða
þrenn verðlaun karla og
kvenna.
Finnur Ingólfsson, alþingis-
maður, flytur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangs-
eyrir er kr. 500 (kaffiveitingar innifaldar).
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
Skíðadeild Víkings
Fundur verður mánudaginn
23. janúar í Víkinni.
Rætt verður vetrarstarfið.
Seld verða afsláttarkort í rútu.
Nýir félagar velkomnir.
Rafstöðvar
Til sölu lítið notaðar 15 KVa rafstöðvar,
bensín eða diesel.
Upplýsingar í síma 91-53594, fax 654636.
Sjúkraliðar
Námskeið í aðhlynningu mikið veikra sjúkl-
inga, m.a. í heimahúsum, fyrir sjúkraliða
verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti dagana 13.-16. febrúar nk. og hefst
alla dagana kl. 16.00.
Innritað verður í síma 557 5600 dagana
23.-27. janúar frá kl. 9.00-15.00.
Verð kr. 8.000.
Skólameistari.
Kjördæmisþing
reykvískra sjálfstæðismanna
verður (dag, laugardaginn 21. janúar, á Hótel Sögu, Átthagaspl.
DAGSKRÁ:
Kl. 13.15 Þingiö sett: Baldur Guðlaugsson, formaður Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Kl. 13.30 Alþjóðleg samkeppnisstaða og vaxtarmöguleikar íslensku
þjóðarinnar.
Framsögumenn:
1. Siguröur B. Stefánsson, hagfræðingur:
Hvar þarf einkum að taka til hendi i fslensku þjóð-
félagi til að standast alþjóðlegan samanburð
og samkeppni?
2. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri:
Hvernig á að standa að því aö meta og nýta vaxtar-
möguleka þjóðarinnar í næstu framtfð?
Umræður.
Kaffihlé.
Kl. 15.30 Aöalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lögð fram til afgreiðslu tillaga kjörnefndar um skipan
framboðslista Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík við
næstu alþingiskosningar.
3. Ræða: Davíð Oddsson, forsætisráðherra.
Þingforseti: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi.
Þorrablóti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fyrirhug-
að var um kvöldið, er frestað um óákveðinn tíma.
Til sölu
sólbaðs- og nuddstofan
Sól & sæla, Hafnarfirði
Upplýsingar í síma 654487 hjá
Miðbæ Hafnarfjarðar hf.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarnarbraut 2,
Borgarnesi, fimmtudaginn 26. janúar kl. 10.00 á eftirfarandi eign-
um:
Arnarklettur 1, Borgarnesi, þingl. eig. Ólafur Þór Jónsson, gerðarbeið-
endur Húsnæðisstofnun ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og
sýslumaðurinn í Borgarnesi.
Bær III, Andakílshreppi, þingl. eig. Margrét Kolbeinsdóttir, gerðar-
beiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins, Tryggingamiðstöðin hf. og ís-
landsbankí hf.
Böðvarsgata 12, efri hæð, Borgarnesi, þingl. eig. Hörður Jóhannes-
son, gerðarbeiðendur Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, sýslu-
maðurinn í Borgarnesi og Vátryggingafélag íslands hf.
Fiskeldisstöö, Húsafelli II, mannvirki, hitar., lagnir, þingl. eig. Fisk-
eldisstöðin á Húsafelli hf., gerðarbeiðandi Framkvæmdasjóður ís-
lands.
Hríshóll úr landi Kjaranstaða, Innri-Akraneshreppi, þingl. eig. Sveinn
Vilberg Garðarsson, gerðarbeiðendur, Gott mál, hf., Hitaveita Akra-
ness og Borgarfjarðar, Húsnæðisstofnun rfkisins, Lind hf., sýslumað-
urinn í Borgarnesi og Vátryggingafélag Islands.
H. Kálfhólabyggðar 8, í landi Stórafjalls og Túns, þingl. eig. Pétur
Steinn Sigurðsson, gerðarbeiöandi íslandsbanki hf.
Kringlumelur, Skilmannahreppi, þingl. eign. Margréti Ingimundar-
dóttir og Kjartan Þröstur Ólafsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður
sjómanna.
Melgerði, Lundarreykjadalshreppi, þingl. eig. Friðjón Árnason og
Kolbrún Elín Anderson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verka-
manna og sýslumaðurinn i Borgarnesi.
Mið-fossar, Andakflshreppi, þingl. eig. Gísli Jónsson, gerðarbeiðend-
ur Húsnæðisstofnun rikisins og sýslumaðurinn í Borgarnesi.
Spilda úr landi Skálatanga, Innri Akraneshreppi, þingl. eig. Gunnlaug-
ur Ingimundarson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki (slands.
-----------------------------------------------------4_____
Spilda úr landi Hafnar i Leirár- og Melasveit, þingl. eig. Hafnarlax
hf., gerðarbeiðandi Framkvæmdasjóður (slands.
Sýslumaðurinn i Borgarnesi,
19. janúar 1995.
Stefán Skarphéðinsson.