Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 43
ÍDAG
Árnað heilla
STJÖRNUSPÁ
HOSTA
HOBTfl
ÁRA afmæli. í dag,
21. janúar, er níræð
Friðrikka Bjarnadóttir,
vistmaður á Hrafnistu.
Eiginmaður hennar var
Guðmundur Þorvaldsson,
frá Svalvogum, Dýra-
firði, en hann er nú látinn.
Friðrikka tekur á móti gest-
um í Golfskálanum Keili,
Hafnarfirði, milli kl. 15-18
í dag, afmælisdaginn.
ÁRA afmæli. í dag,
21. janúai'v er sex-
tugur Guðjón G. Ólafsson,
framkvæmdastjóri Olíu-
samlags Keflavíkur og
nágrennis, Langholti 16,
Keflavík. Eiginkona hans
er Marín Marelsdóttir.
Þau taka á móti gestum í
Golfskálanum í Leiru kl.
18 til 21, í dag, afmælis-
daginn.
Ljósm. Oddgeir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 15. október sl. í
Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr.
Jónu Kristínu Þorvaldsdótt-
ur Vigdís Thordarsen og
Magnús B. Hallbjömsson.
Heimili þeirra er í Silfurtúni
20B, Garði.
cftir frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú
hefuf mikla hæfíléika og
með sjálfsaga nýtast þeir
þér vel.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl)
Þú skiptir um skoðun varð-
andi fyrirhuguð viðskipti í
dag. Síðdegis áttu góðar
stundir með ástvini í vina-
hópi._____________________
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér berast góðar fréttir varð-
andi vinnuna. í .kvöld sækir
þú nýstárlega skemmtun.
Sumir verða ástfangnir í
kvöid.
HOTEL- OG FERÐAMALASKOLII SVISS
35 ára reynsla - námskeið kennd á ensku.
Viðurkennt í bandarískum og evrópskum háskólum.
HÓTELREKSTRARNÁMSKEIÐ M/PRÓFSKÍRTEINI
• Almennur rekstur og stjómun - 1 ár.
• Framkvæmdastjórnun - 2 ár.
FERÐAMÁLAFRÆÐIM/PRÓFSKÍRTEINI
• Almennt ferðaskrifstofunámskeið - 1 ár.
(innif. viðurkennt IATA/UFTAA námsk. m/prófskírteini) '
• Framkvæmdastjóm - 1 ár.
Fáið upplýsingar hjá:
HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL, 1854 D LEYSIN,
SVISS. Sími 00 41-25-342611, fax. 00 41-25-341821.
Reiki-
og
sjálfstyrkingarnámskeið
og
einkatímar
BRIDS
Umsjón Guöm. Fáll
Arnarson
ÞAÐ flokkast undir sagna-
slys að lenda í slemmu þar
sem vantar ás og kóng í
sama lit. En slíkar slemmur
eru ekki eins slæmar og
ætla mætti, a.m.k. ekki ef
vörnin þarf að hitta_ á við-
komandi lit út. Útspilið
reyndist hins vegar ekki
vandamál í spiii dagsins,
sem kom upp í átta liða
úrslitum Reykjavíkurmóts-
ins sl. miðvikudagskvöld.
Mörg pör villtust í slemmu
þótt vörnin héldi á ÁK í
spaða:
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ DG
¥ K
♦ ÁKG74
♦ ÁKG64
Vestur Austur
♦ ÁK43 ♦ 1098
* 108653 :| V G742
♦ 6 1 11111 ♦ 9832
♦ 1083 ♦ 52
Suður
♦ 7652
V ÁD9
♦ D105
♦ D97
í leik Tryggingamið-
stöðvarinnar og S. Ár-
manns Magnússonar lentu
bæði NS-pörin í slemmu,
sem norður spilaði. Oðru
megin doblaði vestur og
austur túlkaði það sem
beiðni um spaða út, enda
hafði suður sýnt spaðalit. Á
hinu borðinu átti vestur
ekki kost á slíku út-
spilsdoblit en austur fann
spaðann út eigi að síður,
enda eðlilegt útspil frá
1098. í viðureign Lands-
bréfa og Kátra pilta fór
annað parið í sex grönd:
Vestur Norður Austur Suður
- 1 lauf(,) Pass 1 grand
Pass 2 lauf(2) Pass 2 björtu(S)
Pass 2 grönd Pass 3 grönd
Pass 4 grönd Pass 6 grönd
Dobl!? Pass Pass Pass
<,, Precision
m Spuming um skiptingu.
I3) Fjóriitur í spaða og 8-10 punktar.
Dobl vesturs virðist blasa
við, enda á hann sjálfur út.
En það breytist snarlega ef
norður segir 7 lauf eða 7
tígla! Þá verður austur að
gjöra svo vel að hitta á spað-
ann. Eftir þessar sagnir
myndi það þó leysast með
öðru dobli, sem ætti að biðja
um lit blinds út, eða spaða.
Með ÁK í hjarta yrði vestur
þá að láta á móti sér að
dobla.
COSPER
Þú sagðir mér að þú þyrftir ekki að fara úr skón-
um, þegar þú sóttir um vinnu.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pctursson
Þessa bráðskemmtilegu
skák tefldu tveir stórmeist-
arar á útsláttarmótinu í Wijk
aan Zee í Hollandi í janúar:
Hvítt: Loek Van Wely
(2.575), Hollandi, svart:
Yasser Seirawan (2.600),
Bandaríkjunum, drottning-
arindversk vörn.
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6,
3. Rf3 - b6, 4. Rc3 - Bb4,
5. Db3 - c5, 6. Bg5 - Bb7,
7. a3 — Ba5, 8. dxc5 —
Ra6, 9. cxb6 — Rc5, 10. Dc2
— Be4, 11. Ddl — Bxc3+,
12. bxc3 — Dxb6, 13. g3 —
Rg4, 14. Dd4 - 0-01! 15.
Be7 - Db2, 16. Hdl.
Nú sjáum við hvað vakti
fyrir Seirawan þegar hann
stutthrókaði:
16. - Rb3! 17. Dxe4 -
Dxc3+ 18. Rd2 - Rxd2,
19. Hxd2 - Dal+ 20. Hdl
- Dxdl+! 23. Kxdl -
Rxf2+, 24. Kc2 - Rxe4,
25. Bxf8 — Hxf8 og svartur
er orðinn peði yfir í enda-
tafli sem hann vann örugg-
lega. Seirawan var fremsti
skákmaður Bandaríkjanna
um árabil en á síðustu þrem-
ur árum hefur hann orðið
að láta undan síga fyrir að-
fiuttum Rússum, svo sem
þeim Kamsky og Gulko. En
Seirawan virist nú á uppleið
aftur. Hann fékk gullverð-
laun á fjórða borði á ÓL í
Moskvu og í Wijk aan Zee sló
hann fyrst Van Wely út og
vann síðan Bosníumanninn
sterka, Predrag Nikolic, í fyiri
skák þeirra í annarri umferð.
Pennavinir
FRÁ Ghana skrifar 22
ára hárgreiðslukona með
áhuga á íþróttum, o.fl.:
Jenny Arthur,
Lovers Inn Saloon,
P.O. Box 77,
Agona Swedru,
Ghana.
RÚSSI sem lært hefur
norræn mál og hefur
áhuga á frímerkjum.
Segir í lagi að skrifa sér
á íslensku:
Vladimir Krishenko,
Frunzenskaya na-
bereznaya 36-297,
119146 Moscow,
Russia.
NÍTJÁN ára Tanzaníu-
piltur með áhuga á tón-
list, íþróttum, kvikmynd-
um, ferðalögum o.fl.:
Kilian Kamota,
Mawenzi Secondary
School,
Box 478,
Kilimanjaro,
Tanzania.
ÁTJÁN ára finnskur pilt-
ur með margvísleg
áhugamál vill skrifast á
við pilta og stúlkur á svip-
uðu reki:
Tuomas Kauko,
Impivaarantie 17,
04200 Kerava,
Finland.
BRASILÍSKUR sím-
kortasafnari, sem getur
ekki um aldur, vill skipt-
ast á kortum:
Fernando Falcao
Henriques,
Travessa Visconde
De Morais 256,
Botafogo,
Rio de Janeiro,
RJ Brasil.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Þeir sem leita sér að nýrri
íbúða fá hagstæð tilboð í
dag. Þú ert að ljúka heima-
verkefni, og ferð út að
skemmta þér [ kvöld._____
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Félagi færir þér ánægjulegar
fréttir og þið farið út saman
í dag. í kvöld væri við hæfi
að bjóða heim kærkomnum
gestum.__________________
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Gagnkvæmur skilningur rík-
ir í samskiptum félaga í dag
og þeir eiga anægjulegar
stundir saman. I kvöld leysir
þú verkefni úr vinnunni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú ákveður skyndilega og
fyrirvaralaust að fara út að
skemmta þér í dag. Þér
gengur vel að koma áform-
um þínum í framkvæmd.
vög
(23. sept. - 22. október)
Þú þarft að ljúka ákveðnu
verki heima áður en þér gefst
tími til að njóta helgarfrís-
ins. En kvöldið verður sér-
lega ánægjulegt.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú hefur gaman af að
skreppa í heimsókn til góðra
vina í dag, en seinna vinnur
þú að lausn á tómstunda-
verkefni heima.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Þú færð góða hugmynd
varðandi vinnuna í dag og
finnur leið til að auka tekj-
urnar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinur trúir þér fyrir leyndar-
máli í dag. í kvöld kynnist
þú einhveijum sem á eftir
að veita þér góðan stuðning
í vinnunni.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) ðh
Þú færð góðar hugmyndir í
dag sem geta leitt til bættrar
afkomu. Dagurinn hentar vel
til að efna til vinafundar.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars) !£»<
Þú færð ábendingu sem get-
ur fært þér auknar tekjur.
Þú skemmtir þér konunglega
með vinum og ástvihi þegar
kvölda tekur.
Stjörnusþdna á að lesa sem
dœgradv'ól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni visindalegra staó-
reynda.
• Hefur þú áhuga á andlegum málefnum?
• Þarftu á sjálfstyrkingu að halda?
• Viltu ná betri tökum á lífi þínu og líðan?
• Ertu tilbúin að gera eitthvað í málinu?
Námskeið í Reykjavík
24., 25. og 27. janúar, 1. stig, kvöldnámskeið
28. og 29. janúar, 2. stig, helgarnámskeið
Upplýsingar og skráning í síma 871334.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
FIMMTUDAGUR
/ blaöinu Viöskipti/atvinnulífi
er fylgst með viöskiptalífinu
hér og erlendis. Birt eru
viðtöl, greinar og
pistlar sem tengjast
tölvum og
viðskiptum.
PtnfgaímWuMlí
- kjarni málsins!