Morgunblaðið - 05.02.1995, Side 17

Morgunblaðið - 05.02.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 17 LISTIR hafi átt sér stað varðandi þjónustu presta á sjúkrahúsum frá því hann hóf störf. Þá kall- aði fólk ekki til prest fyrr en viðkomandi var nánast í dauðanum. Hann segir að það sem hafi þróast einna mest í starfinu sé alls kyns þjónusta við dánarbeð ásamt sorgarúrvinnslu aðstandenda. Hann telur þó þörf á að þjónustan verði aukin og að prestarnir tengist sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrr en nú er gert og þá ekki endilega í tengslum við dauðann. „Það getur geysileg sorg tengst því þegar fjarlægja þarf útlimi eða breytingar eiga sér stað á líkama eins og þegar fólk missir hár- ið eða fjarlægja þarf leg eða brjóst." Börn og dauðinn Sr. Bragi segir að börn skynji dauðann ekkert síður en fullorðnir en það fari eftir aldri og þroska hvernig þau skynji hann. „Jafnvel mjög ung börn átta sig á því að þarna er eitthvað á ferðinni sem þau þurfa að tileinka sér. Þess vegna er í raun og veru rangt að hafa börn ekki með í sorgarúr- vinnslu. Það verður að veita þeim færi á að vinna úr sorginni alveg eins og fullorðnum.“ - Ef bam spyr hvort það sé að deyja á það að fá hreinskilnislegt svar? „Já, því það er einhver ástæða fyrir því að spurningin er borin upp. Ég hef tilhneig- ingu til að treysta börnum, því þau segja Ég held að hetjumar okkar í jarðarförum séu oft í miklum doða og það segir okkur hversu áfallið hefur verið mikið. Þetta fólk þarf ekki síst á stuðningi og hlýju að halda. Þá má líka benda á að mjög margir foreldr- ar sem syrgja em svo uppteknir af að hugga börnin sín að þeir gleyma sjálfum sér. Sorgar- viðbrögð þeirra koma því fram miklu seinna, en þá er umhverfið kannski ekki tilbúið að sýna þeim stuðning." Sorg barna við skilnað Eftir að hafa flutt tugi fyrirlestra um sorg og sorgarviðbrögð fannst sr. Braga hann vera kominn með nægilegt efni í handbók fyrir syrgjendur og gaf út Vonina 1992. Arið 1990 hafði Kjalarnesprestakall staðið fyrir námskeiði fyrir 130 leikskólakennara um sorg og sorgarviðbrögð, sem tókst það vel til að við bættist allt starfsfólk á leikskól- um auk dagmæðra. Um vorið 1994 var ákveð- ið að fara ekki einungis í gegnum sorg barna við dauða heldur einnig við hjónaskilnaði. Nú hafa um 700 manns sótt þessi námskeið víða um land. Hefur bæklingurinn Sorg barna verið gefinn út í tengslum við námskeiðin. - Það kemst enginn hjá því að lenda í sorg einhvern tíma á ævinni. Ér hægt að búa sig undir það með því að kynna sér það fræðsluefni sem til er? „Já, ég held að það sé betra að sinna fyrir- byggjandi hlutum í formi fræðslu fyrirfram, þannig að fólk geti nýtt sér úrræðin í stað þess að leggja áherslu á að veita fræðslu þegar viðkomandi er í djúpri sorg. I raun er boðið upp á litla fræðslu um sorgarferli í skól- um landsins. í seinni bhh tíð hefur fræðslan að- eins færst til leik- skólakennara og kennara, sem ég tel rétt skref. Tilfinningaleg við- brögð barna eftir skilnað eru eitt af best varðveittu leyndar- málum í landinu. Börn hlífa foreldrum sínum, því þau eru trygglynd og vilja ekki taka af- stöðu með öðru for- eldri gegn hinu. Einn- ig finnst þeim ekki eðlilegt að upplifa sorgartilfinn- ingar við þessar aðstæður. Þarna er skýrt dæmi um að fræðsla kæmi til góða með því að tala um hlutina eins og þeir eru.“ - Orðið „dauði“ vekur óhug hjá mörgum. Tala menn nægílega um dauðann sem náttúrulegt fyr- irbæri? Það getur geysileg sorg tengst ýmsum breyting- umá líkamanum Morgunblaðið/Árni Sæberg SÁ SEM veitir sálgæslu verður að geta fundið til samhygðar án þess að verða heltekinn af samúð. ekki hluti sem þau meina ekki. Hins vegar er alltaf álitamál hvernig nálgast á stuðning við börnin. Það þarf í sjálfu sér ekki að segja alla hluti strax heldur má skýra frá þeim í áföngum. Ef þau hins vegar spyrja beint borgar sig ekki að blekkja þau.“ - Leitar fólk til þín sem sjúkrahúsprests eða átt þú frumkvæðið? „í fyrstu hafði ég tíma til að ganga reglu- lega um deildir og staldra þar við. Nú koma nánast allar viðtalsbeiðnir í gegnum tilvísan- ir frá starfsfólki eða aðstandendum sjúkl- inga. Stundum óska fjölskyldur eftir að koma í samtöl, svo og starfsfólk sem vantar stuðn- ing.“ Syrgjendur þurfa stuðning Talið berst að starfi sr. Braga með sorgar- samtökunum Nýrri dögun og hvernig hann fyrir hálfgerða tilviljun hafi í auknum mæli farið að hjálpa þeim sem lent hafa í mikilli sorg. „Mér finnst svo margt varðandi stuðn- ing við syrgjendur alveg augljóst og furða mig alltaf á því þegar aðrir sjá það ekki. Til dæmis þegar fólk er í djúpri sorg þá er frum- kvæðið eitt af því fyrsta sem syrgjendur glata. Þess vegna er mikilvægt að bjóða þeim beina aðstoð en segja ekki: „Hringdu til mín þegar þér líður illa“. Það gera syrgjendur einmitt ekki og allra síst seint á laugardags- kvöldi eða um miðja nótt. Einnig hitt að erfiðleikar, áföll og sorg taka geysilega langan tíma. Alltof oft rekur maður sig á að ætlast er til þess að menn séu lausir við sorgina á 2-3 vikum og séu færir um að lifa eðlilegu lífi. Sá tími er langt frá því kominn. „Nei, við tölum einmitt um hann sem ónáttúrulegt fyrirbæri en hann er eðlilegur. Einnig er sú ranghugmynd í gangi að há- aldrað fólk sé tilbúnara að deyja en aðrir og að börn séu aldrei tilbúin. Raun- veruleikinn er sá að mjög margir aldraðir hræðast ekkert meira en að deyja. Á sama hátt hef ég þekkt börn sem hafa í raun og veru ekki þráð neitt eins heitt og dauðann. Ég er hins vegar mjög lítið upptekinn af því að vera með dauða- eða sorgarfræðslu í skólum sem afmarkaða fræðslu. Ég vildi miklu fremur vera með tilfinningafræðslu, þar sem við tækjum á lífinu með öllum fjöl- breytileikanum. Þar sem fjallað er um gleði, sorg og allt tilfinningalitrófið sem við upplif- um í lífinu; það að vera ástfanginn og vera í ástarsorg, því lífið er ekki allt ljósbleikt ský eins og ég hef stundum bent á í fyrirlestrum mínum. Þá tek ég dæmi um fólk sem hittist á 25 ára stúdentsafmæli og verður skyndi- lega Ijóst hvað það er gott að fyrsta ástin var bara á sínum stað, því viðkomandi er kannski orðinn sköllóttur gaur með ístru!“ Gleðin í sorginni Rabb okkar hefur að miklu leyti snúist um sorgina en sr. Bragi bendir í lokin á að í sorginni sé einnig gleði og hann segir frá einni af þeim helgiathöfnum sem séu hvað mest gefandi í starfi sjúkrahússpresta. „Það er nokkuð stór hópur fólks í tengslum við okkur sem hefur áður misst börn og eignast heilbrigð börn, sem við höfum skírt. Mér finnst þetta mjög jákvætt og gefandi og merki um að við náum að sinna ákveðinni fylgd við þetta fólk. Það er einnig mjög gott að geta sett hana í kirkjulegan farveg. At- hafnir þessar eru mjög sérstakar, því maður stendur í raun og veru bæði andspænis sorg sinni og gleði.“ Ábyrgðar- laust viðhorf LEIKPST Kaffileikhúsiö Hlaö- varpanum Höfundur og leikstjóri: Hlín Agn- arsdóttir. Leikendur: Ásta Arnar- dóttir, Valdimar Om Flygenring, Anna Elísabet Borg og Steinunn Ólafsdóttir. KYNLÍFSÓREIÐA Íslendinga er eitt megininntakið í Alheimsferðum Hlínar Agnarsdóttur. Þótt verkið fjalli um eyðni/alnæmi, er sá sjúk- dómur fremur fléttaður inn í verkið sem vá sem vofír yfir öllum sem ekki halda sig við einn bólfélaga. í rauninni skiptir engu máli hver í verkinu er smitaður og hver ekki, það er afstaðan til kynlífs sem máli skiptir. Til grundvallar liggur ábyrgðar- leysi það sem er fremur áberandi hér á landi; ábyrgðarleysi sem ekki er aðeins til hjá þeim sem einhleyp- ir eru, heldur líka hjá fólki í hjóna- bandi; framhjáhald er langt frá því að vera óalgengt hér. Leikurinn gerist á ferðaskrifstof- unni Alheimsferðir. Við borð situr hinn duglegi starfskraftur Erna, sem getur skipulagt ferðir fyrir hvern sem er, hvert sem er. Sam- starfsstúlka hennar kemur til að ná í pening í gjöf handa einhveijum í fyrirtækinu sem á afmæli og nöldr- ar yfir öllum þeim peningum sem fara í gjafir handa samstarfsfólki við hin ýmsu tækifæri - og gloprar út úr sér smákjaftasögu í leiðinni. Hún er greinilega upplýsingafulltrúi fyrirtækisins hvað varðar einkamál starfsmanna. Það er hamingjudagur í lífi Ernu, vegna þess að hún var að fá já- kvæða niðurstöðu úr þungunar- prófi. Áður en dagur er liðinn eru þó komin nokkuð mörg spurninga- merki við'þá hamingju. Alheimsferðir Erna er ágætlega skrifað fræðsluverk. Það er laust við ofurdramatíska umfjöllun um eyðni og í því er engin tölfræði eða skýrslutugga. Á sviðinu er venju- legt fólk, sem lifir venjulegu lífi og hefur venjulega afstöðu til kyn- maka; afstöðu sem mótast af girnd en ekki kærleika, sem leiðir af sér líkamleg sambönd en ekki tilfinn- ingaleg. Ásta Arnardóttir leikur Alheims- Ernu og kemur verulega á óvart í þessu hlutverki. Erna fer í gegnum töluverða tilfinningasveiflu i þessu stutta verki og það gerir Ásta mjög vel, einkum í atriðinu þar sem hún reynir að tala við fyrrum elskhuga sinn, Jóhann, um eyðni - án þess að tala um eyðni. Þetta eru svona orðagildrur, sem er nú dálítið al- gengur samtalsmáti hér. Anna Elísabet Borg leikur sam- starfskonu Ernu en tekst því miður ekki beint vel upp. Hún leikur þessa sögusmettu eins og vondur amatör í farsa. Það er ekki annað að sjá en að persónan sé fullkomlega eðli- leg eins og hún er og þessi ýkti leikur var til vansa. Steinunn Ólafsdóttir leikur Bryn- dísi, stúlku sem býr með Jóhanni, fyrrum bólfélaga Ernu. Bryndís kemur ekki til Ernu til að bæta fleiri glansmyndum í tilveru hennar, heldur til að ráðleggja henni að fara í eyðniprufu. Þetta er fremur kyrrt hlutverk og alvarlegt; býður ekki upp á neinn stórleik, en er vel gert. Það sama má segja um Valdimar Örn Flygenring í hlutverki Jóhanns. Hann er fremur í verkinu til að varpa ljósi á ábyrðgarlaust lífemi sem er afleiðing af ábyrgðarlausum viðhorfum. Leikstjórnin er örlítið ómarkviss; það hefði þurft að tempra Önnu Elísabetu töluvert. Það er eins og hún sé að leika í öðru leikriti. Þetta brýtur heildarmyndina og umræðan í verkinu líður fyrir það. Einnig vantar meiri hreyfingu á Ernu, bæði þegar hún fær góðar fréttir og slæmar, til að áhorfendur báðum megin geti fylgst með viðbrögðum hennar. Þetta eru afgerandi augna- blik í sýningunni og skipta máli fyrir það hvort áhorfandinn tekur umræðuna alvarlega eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir Ljóðleikhúsið í Listaklúbbnum LJÓÐSKÁLDIN Birgir Svan Sím- onarson, Ásgeir Kristinn Lárusson, Þórunn Björnsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa úr verkum sínum í Listaklúbbi Þjóðleikhússins mánu- daginn 6. febrúar. Baldur Óskars- son flytur erindi um Ingimar Erlend Sigurðsson og Ingimar Erlendur les úr ljóðum sínum ásamt Karli Guð- mundssyni leikara. Ljóðleikhúsið hóf göngu sína fyr- ir um það bil þremur árum þegar ljóðskáld innan rithöfundasam- bandsins ákváðu að standa fyrir ljóðalestum. Forsvarsmennirnir voru Árni Ibsen, Pétur Hafstein Lárusson og Þórður Helgason. Lestrar þessir fóru fram í Leikhús- kjallaranum fyrsta mánudag í mán- uði. Ljóðleikhúsið var kærkominn vettvangur - þar sem ljóðaunnend- ur gátu hlýtt á skáld lesa úr verkum sínum og notið þeirrar kyrrðar og þess einfaldleika sem ljóðið veitir þeim sem þess vilja njóta. í raun má sem segja að þarna hafi verið lagður grunnur að því sem seinna varð Listaklúbbur Leikhúskjallar- ans sem einmitt hefur það að mark- miði að vera vettvangur fyrir alla þá listsköpun sem ekki krefst flók- ins ytri umbúnaðar en býr yfir stærð einfaldleikans. Dagskráin á mánudagskvöld hefst um kl. 20.30. JRtrgmiilblte&iíií - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.