Morgunblaðið - 05.02.1995, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1995 31
BREF TIL BLAÐSINS
Óskarsverðlaunin í beinni
útsendingu á Stöð 2
Frá íslenska Útvarpsfélaginu hf.:
KÆRI Þorsteinn og annað áhuga-
fólk um Óskarsverðlaunin.
Við viljum bytja á að þakka
Þorsteini ágætt bréf sem birtist í
Velvakanda þriðjudaginn 31. jan-
úar. Það gleður okkur alltaf þegar
fólk lætur óskir sínar í ljós við
okkur. Það gleður okkur enn meira
að geta sagt Þorsteini og öðrum
áhugasömum að Óskarsverðlaun-
unum verður gert mjög hátt undir
höfði í dagskrá Stöðvar 2 í mars-
mánuði.
í fyrsta lagi verður þátturinn
Óskarinn undirbúinn sýndur
sunnudagskvöldið 26. mars en þar
er fjallað um tilnefningar, helstu
kvikmyndir og undirbúning fyrir
sjálfa hátíðina. í öðru lagi verður
bein útsending frá Óskarsverð-
launaafhendingunni aðfaranótt
þriðjudagsins 28. mars. Útsend-
ingin hefst klukkan 02.00 um nótt-
ina og mun standa yfir í um þijár
klukkustundir. Loks er á dagskrá
hjá okkur þýdd samantekt af því
helsta sem fyrir augu bar við af-
hendinguna. Þessi þáttur er á dag-
skrá föstudagskvöldið 31. mars og
er ætlaður þeim sem ekki áttu
þess kost að vaka yfir beinu út-
sendingunni. Að auki verða frum-
sýndar fjórar sígildar Óskarsverð-
launamyndir á föstudagskvöldum
í mars og áhugamönnum um Ósk-
arsverðlaunin ætti að vera mikill
fengur í því.
Með von um að allt áhugafólk
um kvikmyndir fylgist vel með og
njóti beinnar útsendingar frá Ósk-
arsverðlaunaafhendingunni í mars.
F.h. íslenska útvarpsfélagsins hf.
GUÐRÚN ELÍN JÓNSDÓTTIR,
kynningarstjóri Stöðvar 2 og
Bylgjunnar.
Starf fyrir syrgjendur
í Seltjarnarneskirkju
Frá Solveigu Láru Guðmundsdóttur:
í ÁRSBYRJUN 1991 hófst á veg-
um Seltjarnarneskirkju starf fýrir
syrgjendur. Starfið er í því fólgið
að ár hvert í byijun febrúar er
boðið til opins umræðufundar um
sorg og trú. í framhaldi af fundin-
um gefst fólki tækifæri til að skrá
sig í umræðuhóp, sem takmarkast
af 10 manns og stendur starfíð
yfir í 10 vikur. Stuðst er við bók
sr. Karls Sigurbjömssonar, „Til
þín, sem átt um sárt að binda“, en
í henni eru tíu kafiar, sem lagðir
eru til grundvallar umræðunum í
hópnum, sem þó einkennast af
persónulegri reynslu þeirra, sem í
hópnum eru.
Nú hafa fjórir hópar verið starf-
ræktir, en fímmti hópurinn fer nú
af stað. Því er boðað tH opins fund-
ar um sorg og trú í Seltjamames-
kirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl.
20.30.
Stór hópur á um sárt að binda
Þar ræðir sr. Birgir Ásgeirsson
um efnið auk þess sem kona úr
sorgarhópnum frá í fyrra segir frá
reynslu sinni af starfinu. Að fund-
inum loknum tekur sóknarprestur-
inn, sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir, á móti þeim, sem hyggjast
skrá sig í hópinn, sem verður á
miðvikudagskvöldum í vetur og
hefst þann 15. febrúar.
Seltj^marneskirkja vill mæta
þeim stóra hópi fólks, sem um
sárt á að binda, með þessu starfí,
sem er markvisst uppbyggingar-
starf til að lifa við þann missi, sem
syrgjendur hafa orðið fyrir í lífinu.
SOLVEIG LÁRA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
sóknarpestur, Seltjarnamesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
if
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
ORKA -
UMHVERFI
- ATVINNA
Hve mikilvæg verður nýting
orkulindanna til að tryggja hagvöxt, atvinnu
og velmegun pjóðarinnar?
Orkunefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til ráðstefnu um þetta efni á Hótel
Borg mánudaginn 6. febrúar nk.
17.00 Ávarp:
Ge/r H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Virkjanaáætlanir til ársins 2015
Helgi Bjarnason, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun.
Umhverfi og atvinnustefna
Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra.
Atvinnusköpun í fjármagnsfrekum iðnaði
Edgar Guðmundsson, verkfræðingur.
Zinkvinnsla á íslandi
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Tainakönnunar.
Léttur kvöldverður.
Umræðuhópar starfa.
Pallborðsumræður:
Ellert B. Schram, ritstjóri, stjórnar umræðum.
Þátttakendur auk frummælenda:
Jaap Sukkel, framkvæmdastjóri ICENET-sæstrengs-
verkefnisins.
Jón Sigurðsson, forstjóri íslenska járnblendifélagsins.
Jónas Elíasson, prófessor.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
21.30 Samantekt og niðurstöður.
Ráðstefna þessi er öllum opin, en æskilegt er að þátttaka sé tilkynnt skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins (s. 682900) f. kl. 12.00 mánudaginn 6. febrúar.
Ráðstefnustjóri: Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður orkunefndar
17.10
19.00
20.00
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
Frábærir HANKOOK vetrarhjóibarðar á einstöku veröi !
145R12 -4:990' 2.990 stgr 185/60R14 7:490- 4.490 stgr
155R12 ~5^30~ 3.130 stgr 195/60R14 -8:200- 4.880 stgr
135R13 4.780 2.860 stgr 175/70R14 -6:660 3.990 stgr
145R13 •"cy. i \j xj 2.980 stgr 185/70R14 -6t940- 4.160 stgr
155R13 -5.“360 3.215 stgr 195/70R14 -7r830 4.690 stgr
165R13 •SrSTG- 3.340 stgr 205/75R14 9:080' 5.460 stgr
175/70R13 S.850' 3.480 stgr 165R15 -e^otr 3.780 stgr
185/70R13 -«^39- 3.850 stgr 185/65R15 -7r980 4.470 stgr
175R14 8-.48Ú- 3.850 stgr 195/65R15 8v840 5.300 stgr
185R14 ■r^m 4.280 stgr 205/60R15 9Æ20- 5.770 stgr
Jeppadekk 25% afsl.
235 / 75 R 15 kr.4O20fr kr.7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.10.550 kr.7.912 stgr
31-10,50 R 15 kr.ThOSO kr.8.960stgr 33-12.50 R 15 kr l4.440 kr.10.830 stgr
Vörubíladekk 25% afsl.
12 R 22,5 / 16PR kr.33.700 kr.25.275 stgr 315 / 80 R22,5 kr.38.980 kr.29.235 stgr
iAkSMi HF.
SKUTUVOGI2
SÍMI 68 30 80