Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nonni minn taktu kanarífuglinn og páfagaukinn með þér. Sólrún er mætt til að lesa af plomp-teljaranum . . . Ljósmyndasamkeppni í tilefni Náttúruverndarárs Fyrstu verðlaun * til Islands ÖSSUR Skarphéðinsson, umhverfis- ráðherra, afhenti Sigrúriu Stefáns- dóttur, lektor og fréttamanni, fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni Evr- ópuráðsins við opnun sýningar á myndum úr keppninni og setningu Náttúruverndarráðs Evrópu 1995 í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag. Evrópuráðið efndi til samkeppn- innar seint á síðasta ári. Alls bárust 2.200 myndir frá áhuga- og atvinnu- ljósmyndurum í Evrópu í samkeppn- ina og var þeim ætlað að vekja sér- staka athygli á náttúrunni utan frið- lýstra svæða. Eins og áður segir hlaut Sigrún Stefánsdóttir fyrstu verðlaun og nefnir hún mynd sína „Þeir komu og þeir fóru“. Önnur verðlaun hlaut Bretinn Gerhard Stromberg fyrir myndina „Þrír refir, skjór og skaði hangandi". Þriðju verðlaun fóru til Sylvie Caharel frá Frakklandi fyrir myndina „Endur- nýting pappírs". inni þátttöku almenn- ings í náttúruvemd, al- mennri vitundarvakn- ingu, ekki síst meðal bama,. um mikilvægi náttúm og umhverfis- nefndar, aukinni nátt- úmvernd og útivist í nágrenni þéttbýlis og frekari áherslu skipu- lagsyfirvalda, bæjar og sveitarstjórna, á vemd- un náttúmlegra svæða í og við þéttbýlissvæði. Merki og lag Náttúr- vemdarárs var kynnt á laugardag. Merkið er grafísk útfærsla Ás- laugar Jónsdóttur frá Hofsósi á holtasóley. Lagið er eftir Melkorku Ólafsdóttir, 13 ára, og textinn eftir móðir henn- ar Sigrúnu Helgadóttir. Morgunblaðið/Sigrún Stefánsdóttir VERÐLAUNAMYND Sigrúnar Stefáns- dóttur „Þeir komu og þeir fóru“. Náttúruverndarráð Evrópu Á náttúruverndarári Evrópu 1995 verður megináhersla lögð á náttúm- vemd utan friðlýstra svæða. Tilgang- urinn ,með árinu er að opna augu almennings, landeiganda, landnot- enda, skipulagsyfírvalda og bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að ekki sé nóg að vemda náttúmna með því að friðlýsa ákveðin svæði, s.s. þjóð- garða, friðlönd eða náttúmvætti, þar sem náttúran geti þróast eftir sínum eigin lögmálum. Eigi náttúmvemd að vera virk og árangursrík sé einn- ig nauðsynlegt að hlúa að náttúrunni utan friðlýstra svæða. Einkunnarorð ársins eru: „Hyggjum að framtíðinni — hlúum að náttúrunni." Undirbúningsnefnd vegna þátt- töku Islandinga hefur starfað hér á landi árið 1993. Baldvin Jónsson veitir nefndinni forystu og hefur hlut- verk hennar verið að beita sér fyrir aðgerðum sem stuðlað geti að auk- Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÖSSUR Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, óskar Sigrúnu Stefánsdóttur til hamingju með fyrstu verðlaun í ljósmynda- keppni Evrópuráðsins. Til hliðar standa mæðgurnar Sigrún Helgadóttir og Melkorka Ólafsdóttir. Þær sömdu lagstúf í til- efni af Náttúruvemdarári Evrópu árið 1995. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar Höfum ekki haldið nafni hans á lofti eins o g vert væri Hjörleifur Guttormsson •y fJÖRLEIFUR ■“I Guttormsson al- þingismaður hef- ur flutt á Alþingi þings- ályktunartillögu, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum, um að komið verði á Akureyri á fót stofnun sem kennd verði við Vilhjálm Stefánssonar landkönnuð og heimskaut- afara. Hjörleifur mælti fyrir tillögunni í síðustu viku og fékk hún jákvæðar viðtökur í umræðum. Hún er nú til umfjöllunar í þingnefnd. „Tillagan fjallar um að sett verði á fót stofnun, sem kennd verði við Vil- hjálm Stefánsson og stað- sett verði á Akureyri. Hlutverk hennar á að vera að stuðla að sem öflug- ustum rannsóknum inn- lendra aðila á norðurslóð- um og alþjóðlegri þátttöku íslend- inga í málum sem varða heim- skautasvæðið. Verkefni stofnunarinnar tengj- ast öllum sviðum sem varða heim- skautafræði og snerta rannsókn- ir, miðlun upplýsinga og sam- ræmingu á þátttöku íslendinga í alþjóðlegum rannsóknum. Stofn- uninni er einnig ætlað að tengja saman þá innlendu rannsókna- raðila og stofnanir sem fást að einhverju leyti við norðurrann- sóknir. Þessum aðilum er ætlað að hafa með sér samstarf í fastri samvinnunefnd um norðurmál- efni. Þarna er um að ræða nokkr- ar stofnanir, staðsettar víða _ á landinu flestar þó hér syðra. Úr samvinnunefndinni yrði síðan kosin stjórn stofnunarinnar. Um- hverfisráðherra er ætlað að halda utan um málið. í tillögunni er miðað við að hún geti hafið starf- semi á Akureyri í ársbytjun 1996.“ Höfum við íslendingar iítið sinnt rannsóknum á norðrinu? „Það hefur ekki verið mikil ein- beitni af hálfu okkar íslendinga í þessum málum. Að vísu fara hér og þar í okkar stofnunum fram rannsóknir sem gætu flokk- ast undir norðurrannsóknir, en við höfum ekki veitt þessum málum þá at- hygli sem vert væri né heldur veitt til þess fjár- magni. Við erum þátttak- endur í ýmsum alþjóð- legum ráðum og samtökum sem sinna norðurmálefnum. Fyrir því er rækilega gerð grein í greinar- gerð með tillögunni. Við eigum núna forseta nefndar sem er köll- uð Alþjóðaráð norðurvísinda (ASC), sem er Magnús Magnús- son prófessor. Að því ráði standa átta heimskautaríki og fleiri ríki. íslensk stjórnvöld eiga hlut í sam- starfi norðurskautsríkja í um- hverfismálum, svokölluðu Ro- vaniemi-samstarfí. Innan Norðurlandaráðs höfum við íslensku fulltrúarnir lagt tals- verða áherslu á þessi efni bæði með tillöguflutningi og þátttöku í ráðstefnum. Ég hef fiutt tvær tillögur sem varða heimskauta- svæðið og fékk þær samþykktar á síðasta ári. Halldór Ásgrímsson er fulltrúi íslands í sérstakri þing- mannanefnd um norðurmálefni sem Norðurlandaráð hafði frum- kvæði að koma á laggirnar. Nefndin er að hefja störf, en það hefur skort á að Bandaríkjamenn fengjust inn í þetta samstarf. Vissar vonir eru um að þessi af- ►Hjörleifur Guttormsson er fæddur 31. október 1935. Hann lauk stúdentsprófí frá Mennta- skólanum á Akureyri 1955 og háskólaprófí í líffræði frá Há- skólanum í Leipzig 1963. Hjör- Ieifur var kennari í Neskaup- stað frá 1964—1973 og safn- vörður við Náttúrugripasafnið í Neskaupstað 1972-1978. Hann vann mikið að rannsókn- um í náttúrufræði áður en hann var kjörinn á þing 1978 og einnig síðar. Hjörleifur var iðn- aðarráðherra 1978-1979 og 1980-1983. staða þeirra sé að breytast." Er ekki líklegt að við gætum fengið fjármagn erlendis frá til að stunda rannsóknir á þessu sviði? „Jú, það er enginn vafi á því í mínum huga að ef við náum utan um þessi málefni þá getum við tengst mörgum verkefnum sem verið er að sinna á alþjóðleg- um vettvangi og beinast að heim- skautasvæðinu. Þetta á við um rannsóknir sem Norðurlöndin eru þátttakendur í og sömuleiðis rannsóknir sem ESB leggur fram fjármagn í og stendur að.“ Hvað telur þú að rekstur á svona stofnun muni kosta? „í greinargerð með tillögunni set ég upp vissa hugmynd um kostnað, en hún er bara tekin sem dæmi um umfang stofnunarinnar. Hún er um að við stofnunina starfí sex menn. Miðað við það gæti árlegur kostnaður numið 25 milljónum. Á móti kemur hugsanlegur tilflutn- ingur frá öðrum stofnunum. Það er hugsanlegt að fara af stað með minni stofnun til að byija með. Á það er bent að það sé kjörið að eiga samstarf við rann- sókna- og kennslustofnanir á Akureyri þar sem er að skapast ágætis umhverfi, m.a. á sviði náttúruvísinda, í Háskólanum á Akureyri og setri Náttúrufræði- stofnunar Islands." Finnst þér ástæða til þess fyrir íslendinga að halda Iífsstarfi Vil- hjálms Stefánssonar hærra á lofti en gert hefur verið? „Já. Hann bjó og starfaði í Bandaríkjunum, en gerði garðinn frægan sem íslendingur og maður af íslensku bergi brotinn. Við höfum ekki megnað að halda hans merki á lofti eins og hægt hefði verið. Ég held að þetta sé kjörið tækifæri til þess að bæta þar úr.“ Gætum fengið fjármagn er- lendis frá til rannsókna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.