Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 21 LISTIR Peter Halley sýnir á Mokka Á MOKKA stendur nú yfir sýning á silkiþrykkjum eftir helsta forsprakka nýja strangflatarmálverksins, Peter Halley, eins og segir í kynningu. Ennfremur segir: „Nýja strangflatarmálverkið, eða „neó- geó“ eins og það kallast af innvígð- um, stendur fyrir ný-geómetríska hugmyndalist. Ólíklegustu listamenn hafa verið bendlaðir við þessa stefnu sem hlaut heiti í einum stærsta skírn- arfonti listhöndlaranna vestanhafs árið 1986, nánar tiltekið Sonnabend- galleríinu á Manhattan." Á sýningunni á Mokka er einnig að finna verk eftir Svavar Guðnason (frá 1955) og Valtý Pétursson (frá 1958) sem eru úr stofngjöf Ragnars Jónssonar til Listasafns ASÍ. TIl- gangurinn með þessu er að sýna hvemis svonefnd skipulagsrit Hall- eys bjóða upp á þjóðfélagslegt endur- mat á framlagi íslensku konkretlista- mannanna. Skipuleggjandi og umsjónarmaður sýningarinnar er Hannes Sigurðsson listfrðingur, en hún er gerð í sam- ráði við Halley og Edition Schell- mánn í New York og stendur til 1. mars. Síðan fer sýningin til Lista- safns Akureyrar þar sem hún verður opnuð 6. maí næstkomandi. HEILSUBÓTAR- DAGAR REYKHÓLUM í SUMAR UPPLYSINGASIMl 554-4413 MILLI KL. 18-20 VIRKA DAGA SIGRÚN OLSEN OG 1>ÓR1R BARÐDAL Tónleikar á „Ari umburð- arlyndis“ Hvolsvelli. Morgunblaðið. SÖNGNEMENDUR Tónlistar- skóla Ranjgæinga notfærðu sér nýhafið „Ar umburðarlyndis“ til að kynna sig og deild sína opinber- lega með tónleikum sem þeir héldu 26. janúar síðastliðinn. Þar komu fram sjö af átta nemendum deild- arinar, en kennari þeirra er Jón Sigurbjörnsson óperusöngvari og er þetta í fyrsta sinn sem ein deild innan skólans sér um svo viðam- ikla tónleika. Nemendur eru á hinum ýmsu stigum og voru verkefni í sam- ræmi við það, en þeim til aðstoðar voru þær Anna Magnúsdóttir píanókennari við skólann og Agnes Löve skólastjóri. Sungin voru lög og aríur eftir ýmsa höfunda inn- lenda sem erlenda, en tónleikunum lauk með því að nemendur sungu saman nokkur lög sem þeir höfðu æft af þessu tilefni. ♦ ♦ ♦---- Vensla-tríóið debúterar á há- skólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM þann 8. febrúar kl. 12.30 kemur Vensla-tríóið fram í fyrsta sinn opinberlega. Tríóið er skipað Hildi- gunni Halldórsdóttur fiðluleikara, Sigurði Halldórssyni sellóleikara og Erni Magnússyni píanóleikara. í kynningu segir: „Tríóið kom fyrst saman á haustdögum. Með- limir tríósins hafa lengi leikið kam- mermúsík með hinum ýmsu kam- merhópum og hafa auk þess marg- víslega reynslu af söng og hljóðfæ- raslætti. Á tónleikunum leikur Vensla- tríóið Tríó í B-dúr, Op. 99, D 898 eftir Franz Schubert. Verkið er eitt vinsælasta tríó Schuberts og var samið 1826 í Vínarborg en kom út árið 1836, eftir lát tón- skáldsins. Verkið er dáð fyrir létt- leika og fjölskrúðuga laglínu.“ Aðgangseyrir er 300 kr. en frítt fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Skilafrestur skattframtals rennur út 10. febrúar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglvsingastanda, sýningarklefa o.mfl. oc^ílgii 1 Faxafeni 12. Sími 38 000 rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og íorðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI í|S / QIS0H V1|AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.