Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 35 FRÉTTIR i i i f i i i Morgunblaðið/Sverrir Mengunarvarnarbúnaður við Reykjavíkurhöfn NÝTT geycnsluhúsnæði í Faxaskála fyrir mengunarvarnarbúnað við Reykjavíkurhöfn hefur verið tekið í notkun. í frétt frá um- hverfisráðuneytinu er bent á að mengunaróhöpp á sjó og í höfn- um hér við land geti haft alvarlegar afleiðingar. Mikilvægt sé að bregðast skjótt við slíkum óhöppum og nauðsynlegt að hafa tiltækan búnað og þjálfað starfsfólk sem bregst við á réttan hátt. Ráðstefna um þjóðhá- tíð á Þingvöllum VERKEFNASTJÓRNUNARFÉ- LAG íslands efnir til ráðstefnu um skipulagningu og framkvæmd þjóð- hátíða á Þingvöllum fimmtudaginn 9. febrúar nk. kl. 15-18.30 í Borg- artúni 6 í Reykjavík. Ómar Ingólfsson, formaður Verkefnastjórnunarfélags íslands, mun setja ráðstefnuna og síðan mun Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, ávarpa ráðstefnugesti. Eftirtalin erindi verða haldin: Þjóðhátíðin 1944 - Skipulagning og framkvæmd, Guðmundur Arnason, deildarstjóri í forsætisráðuneyti, Landkynningaráhrif Þjóðhátíðar- innar 1994, Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, Þjóðhátíð á Þingvöllum - Hvers vegna? Ómar Ragnarsson, rithöf- undur og fréttamaður, Þjóðhátíð og ferðamál, Magnús Oddsson, ferða- málastjóri, Áætlun um endurbætur á þjóðvegum til Þingvalla, Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri, Á að halda þjóðhátíð á Þingvöllum fimmta hvert ár?, Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur, Skipu- lagning og framkvæmd þjóðhátíða, Gunnar Torfason, verkfræðingur. Að erindunum loknum verða pall- borðsumræður. Landssamtökin heimili og skóli Skortir okkur aga sem uppal- endur? HEIMILI og skóli, ein stærstu hags- munasamtök bama og unglinga, standa þessa dagana fyrir barna- og unglingaviku sem stendur til 12. febrúar. í kvöld, miðvikudaginn 8. febr- úar, verður haldinn fundur í Gerðu- bergi frá kl. 20-23 sem ber yfir- skriftina: Skortir okkur aga sem uppalendur? og er fyrir foreldra og aðra sem vilja fræðast um uppeldis- mál og aðstæður foreldra til að ala upp börn í nútíma samfélagi. Fyrir- lesarar eru sálfræðingarnir Margrét Halldórsdóttir og Þórkatla Aðal- steinsdóttir. Aðgangseyrir er 500 kr. ♦ ♦ ♦----- ■ HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN fer á miðvikudagskvöld, 8. febrúar, í 16. viku vetrar kl. 20 frá Hafnarhúsinu niður á Miðbakka og þaðan í stutta gönguferð með gömlu höfninni og ströndinni eftir göngustígnum inn á Sólfarið og sömu leið til baka. Á leiðinni verða riijaðir upp gamlir sjávarhættir og nýir kynntir, m.a. verður litið inn í Fiskkaup hf.og skoðuð nútíma salt- fiskverkun. í lok göngunnar býður HGH upp á gamla sýrudrykkinn og heitt molakaffi í Hafriarhúsinu og göngufólkið getur tekið upp nesti (gjarnan þorramat) sem það hefur með sér. Þórður mætir með nikkuna. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Málþing um varnir gegn tóbaksneyslu KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavík- ur efnir í dag, miðvikudaginn 8. febr- úar, til málþings fyrir skjólahjúkrun- arfræðinga um vamir gegn tóbaks- neyslu bama og unglinga. Sérstaklega verður íjallað um hlutverk skólahjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstétta almennt i þessu mikilvæga forvamarstarfi. Málþingið verður haldið á Hótel Sögu, þing- stofu A, og hefst kl. 9. Til þess hef- ur einkum verið boðið skólahjúkrun- arfræðingum á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum og hafa um 60 skráð sig til þátttöku. HUGI Hreiðarsson, markaðs- sljóri Garnbúðarinnar Tinnu, afhendir Guðnýju Guðmunds- dóttur viðurkenninguna Gull- pijóna ársins 1994. ■ GARNBÚÐIN Tinna veitti ný- lega Guðnýju Guðmundsdóttur hönnuði úr Breiðholti viðurkenning- una Gullprjóna ársins 1994. Mark- mið þessarar viðurkenningar eru tvennskonar. Annars vegar að efla fólk til að prjóna og hins vegar að verðlauna framúrskarandi vel hannaðar flíkur. Viðurkenningin sem Guðný hlaut eru innrammaðir 24 karata þýskir gullpijónar frá ADDI en Garnbúðin Tinna er um- boðsaðili fyrir þá. Hlutu verðlaun í keppni SIBS í TILEFNI 50 ára afmælis Reykjavíkur efndi SÍBS til teikni- og ritgerðarsamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 12-16 ára. Fyrstu verðlaun fyrir ritgerð, kr. 50.000, hlaut María Ágústs- dóttir, Smárarima 26,112 Reykja- vík, nemandi í Rimaskóla. Auka- verðláun, kr. 10.000 hver, hlutu: Alma Rut Ásgeirsdóttir, Nökkva- vogi 21, 104 Reykjavík, Bryndís Ragnarsdóttir, Leirutanga 53, 270 Mosfellsbæ, Eyrún Magnús- dóttir, Jakaseli 1A, 109 Reykja- vík, Guðrún Ragna Yngvadóttir, Skólagerði 5, 200 Kópavogur, Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Ak- urgerði 32, 108 Reykjavík, Mar- grét Urður Vilhjálmsdóttir, Skjöl- dólfsstöðum Jökuldal, Ólöf Júlía Kjartansdóttir, Brekkutúni 9, 200 Kópavogi, Sunna Sigurðardóttir, Bláhömrum 25, 112 Reykjavík, Þórhildur Jónsdóttir, Reykja- byggð 11, 270 Mosfellsbæ, Þór- mundur Blöndal, Laugarholti, 311 Borgarnes. Fyrstu verðlaun fyrir teikningu, kr. 20.000, hlaut Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir, Vallholti 4, 355 Ólafsvík, nemandi í Grunnskólan- um Ólafsvík. Aukaverðlaun, kr. 5.000 hver, hlutu: Anna Svava Sívertsen, Hverafold- 90, 112 Reykjavík, Dagný Edda Þórisdótt- ir, Beijarima 65, 112 Reykjavík, Elín Gunnlaugsdóttir, Langagerði 112, 108 Reykjavík, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Miðvangi 115, 220 Hafnarfirði, Eva María Hallgrims- dóttir, Hlíðarbraut 6, 220 Hafnar- firði, Eyrún Eggertsdóttir, Nóat- úni 25, 105 Reykjavík, Eyrún Ósk Sigurðardóttir, Gaukshólum 2, 111 Reykjavík, Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, Búlandi 30, 108 Reykjavík, Hlín Ólafsdóttir, Arn- artanga 79, 270 Varmá, Ingibjörg ■ FÉLAG landfræðinga efnir til ráðstefnu um landfræðileg upplýs- ingakerfi og annan hugbúnað og áhrif þeirra á vinnubrögð landfræð- inga föstúdaginn 17. febrúar kl. 10-15.30. Ráðstefnan verður hald- in á Kornhlöðuloftinu, Banka- stræti 2, og er öllum opin, ráð- stefnugjald er 1.000 krónur. Árshátíð félagsins verður síðan haldin um kvöldið í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum, Vesturgötu. Birgisdóttir, Reykjabyggð 12, 270 Mosfellsbæ, Ingibjörg Sigur- björnsdóttir, Akurgerði 32, 108 Reykjavík, Jóhann Einar Jónsson, Kleppjárnsreykjum, 320 Reyk- holti, Ómar Þór Einarsson, Klöpp, 245 Sandgerði, Sigríður EllaJóns- dóttir, Víðigrund 61, 200 Kópa- vogur, Silja Úlfarsdóttir, Traðar- bergi 13, 220 Hafnarfirði, Sólrún Melkolka Maggadóttir, Álfalandi 1, 108 Reykjavík, Sunna Sigurð- ardóttir, Bláhömrum 25, 112 Reykjavík, Una Lorenzen, Mímis- vegi 2A, 101 Reykjavík, Vala Þórólfsdóttir, Fannafold 135, 112 Reykjavík, Þórey Ómarsdóttir, Hlíðargerði 16, 108 Reykjavík. ■ FORELDRARÁÐ Hagaskóla skorar á kennara og ríkisvald að ganga tafarlaust til samninga svo ekki komi til verkfalls, segir í skeyti ráðsins til samninganefndar ríkisins, Kí og HKÍ. Foreldraráð bendir á að börnin okkar hafa ský- lausan rétt til menntunar sam- kvæmt grunnskólalögum. Telur ráðið að með verkfalli verði framið á börnunum alvarlegt mannrétt- indabrot. Tækifæri á upplýsinga- hraðbrautum heimsins! Fjarþjónusta á íslandi Róðstefna og sýning á Hótel Sögu, Reykjavík, og Hótel KEA, Akureyri, mánudaginn 13. febrúar nk. Fjarþjónusta er vinnulag framtíðarinnar. Með sífellt öflugri tölvum og samskiptanetum er hægt að bjóða vöru og þjónustu með nýjum hætti. Fjarþjónustan felst í því að starfa fyrir verkkaupa úr fjarlægð, en vera þó í stöðugu sambandi við hann með aðstoð nútímatækni. Þannig er staðsetning þess sem vinnur verkið í senn óháð vinnslunni og verkkaupanum. D agsftrá 8.30- 9:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna 9:00- 9:10 Setning ráöstefnu af ráðstefnustjóra (Ragnhildur Hjaltadóttir, Samgönguráðun.) 9:10- 9:20 Ávarp Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 9:20- 9:30 Markaður fyrir fjarþjónustu (Ingi G. Ingason, Útflutningsráð íslands) 9:30-10:00 Samband við umheiminn og önnur tæknimál (Þorvarður Jónsson, Póstur og Sími) 10:00-10:30 Kaffihlé - Sýning á búnaði til fjarvinnslu opin í Skála. 10:30-11:00 Fjarþjónusta í Svíþjóð (Katarina Almquist, NUTEK) 11:00-11:30 Þróun fjarþjónustu og ESB aðgerðir. (Noel Hodson, SW-2000) 11:30-12:00 Alþjóðleg viðskipti lítilla og meðalstórra fyrirtækja (Prof. Deirdre Hunt) 12:00-13:00 Matarhlé - létt hádegisverðarhlaðborð - Sýning opin í Skála. 13:00-13:15 Fjarþjónusta á íslandi (Sverrir Ólafsson, eigin rekstur) 13:15-13:35 Hugbúnaðargerð í alþjóðlegu umhverfi (Gylfi Aðalsteinsson, Fang hf.) 13:35-13:55 Viðhald á hugbúnaði erlendis (Friðrik Sigurðsson, Samtök ísl. hugb.húsa) 14:00-14:20 Sala forrita erlendis (Friðrik Skúlason) 14:20-14:40 Félagsstarf erlendis án ferðalaga (Jón Þór Þórhallsson, Skýrr) 14:40-15:00 Alþjóðleg kennsla (Pétur Þorsteinsson, íslenska menntanetið) 15:00-15:30 Kaffihlé - Sýning opin i Skála. 15:30-16:30 Pallborðsumræður (Ragnhildur Hjaltadóttir, Noel Hodson, Deirdre Hunt, Pétur Þorsteinsson, Þorvarður Jónsson, Friðrik Sigurðsson, Jón Þór Þórhallson og Þorkell Sigurlaugsson, Eimskip) 16:30-17:00 Samantekt og ráðstefnuslit (ráðstefnustjóri) Óþrjótandi möguleikar Ljóst er að framboð á hvers konar fjarþjónustu mun margfaldast á næstu árum. Stöðugt fleiri atvinnugreinar eru tölvuvæddar og tæknin hefur haldið innreið sína inn á áður óþekkt svið. Sölumennska, hugbúnaðargerð og -þjónusta, kennsla, teikniþjónusta, verkfræðiþjónusta, símaþjónusta, gagnabankar, upplýsingaþjónusta, prentþjónusta og margar fleiri greinar munu njóta góðs af víðtækri og öflugri fjarþjónustu framtíðarinnar. Vaxtarbroddur Fyrirtæki og einstaklingar um allan heim eru nú að taka við sér svo um munar og bjóða í ríkari mæli fjarþjónustu sem hluta af viðskiptum sínum. Enn fremur eru fyrirtæki nú stofnuð sem eingöngu starfa í fjarþjónustu. Sem dæmi um vaxtarbrodd í fjarþjónustu má nefna öll þau fyrirtæki sem bjóða vörur og þjónustu á Internetinu. Ráðstefnan verður haldin á tveimur stöðum á landinu samtímis. Annarsvegar á Hótel Sögu í Reykjavík í þingstofu A og hinsvegar á Hótel KEA á Akureyri sem tengist ráðstefnunni í Reykjavík um ljósleiðara. Erindi á ráðstefnunni verða flest flutt í Reykjavík en tveir fyrirlesaranna flytja erindi sín um sjónvarpssíma annar frá Akureyri og hinn frá Stokkhólmi. Skráning Skráning fer fram hjá Útflutningsráði íslands í síma 551- 7272 og fax 551-7222 (allan sólarhringinn) og hjá Byggðastofnun á Akureyri í síma 96-12730 og fax 96- 12722 (allan sólarhringinn). Verð á ráðstefnuna er kr. 8.500 í Reykjavík og kr. 6.500 á Akureyri. Innifalið í ráðstefnugjaldi er: Ráðstefnugögn, aðgangur að sýningu, kaffiveitingar og léttur hádegisverður. IÐNAÐAR-OC VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI R||| ^pByggöastofnun & foNAÐAF Sýning I skála á Hótel Sögu verður sýning í gangi allan daginn þar sem íslensk fyrirtæki sýna búnað og þjónustu er tengist fjarþjónustu. Fyrirtækin sem sýna eru Tæknival, Skýrr, Apple-umboðið, Miðheimar, Margmiðlun, AdCall, Samment og Auglýsingastofa Reykjavíkur. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS ///

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.