Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 33 ATVINNU Loðnuvertíð 1995 Verkafólk vantar til starfa tímabundið á komandi loðnuvertíð. Áhugasamir hafi samband við verkstjóra í frystihúsi okkar á Strandgötu 90, Hafnar- firði, í dag og á morgun milli kl. 10.00-17.00. Sjólastöðin hf., Hafnarfirði. Matreiðslumaður Erum að leita að matreiðslumanni til að sjá um ítalskt eldhús. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega sendi umsókn með upplýsingum um fyrri störf til afgreiðslu Mbl. fyrir 13/2, merkta: „ítalskt - 7730“. Stýrimaður/ skipstjóri (S105) Óska eftir að ráða stýrimann á meðalstóran frystitogara (fyrir einn af viðskiptavinum okk- ar) frá 15. mars nk. Mikil reynsla er skilyrði. Viðkomandi mun leysa af sem skipstjóri. Yfirvélstjóri (V061) Óska að ráða vélfræðing VF-1 til starfa sem yfirvélastjóra á frystitogara. Vélarstærð er ca. 2.000 Kw. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir ásamt ferilskýrslu til skrifstofu minnar fyrir 18. febrúar nk. á umsóknareyðublöðum er fást á sama stað. Með allar umsóknir verð- ur farið sem trúnaðarmál. fYJlEGILL GUÐNI JQNSSON 1.1 iJrÁÐNINGARÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF Suðurlandsbraut 50 2. hæð • 108 R. • Sími 588 6866 Frá Fósturskóla íslands Framhaldsnám í stjórnun Næsta skólaár verður starfandi við Fóstur- skóla íslands framhaldsnám fyrir leikskóla- kennara með starfsreynslu. Megin viðfangs- efni námsins verður stjórnun. Námið verður fullt nám í einn vetur og hefst í september 1995. Umsóknarfrestur rennur út 28. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. HÓTEL REYKJAVÍK Grandhótel Reykjavík (áður Holiday Inn) verður opnað þann 15. mars nk. eftir gagn- gerar breytingar. Skrifstofu minni hefur verið falið að ráða yfirþernu og þernur til starfa. Yfirþerna(Y101) Við leitum að dugmiklum einstaklingi, eldri en 35 ára, með mikla forystu- og skipulags- hæfileika, ásamt jákvæðu hugarfari, vera til- búin að axla mikla ábyrgð, vera snyrtileg og fyrirmynd annarra í starfi. Þernur (Þ102) Þernur óskast til starfa frá 10. mars nk. Vaktavinna. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir um ofangreind störf til skrifstofu minnar fyrir 11. febrúar nk. Ath. að frekari upplýsingar ásamt um- sóknareyðublöðum fást aðeins á skrifstofu minni á Suðurlandsbraut 50. CTJIEGILL GUÐNI IÓNSSON LZl iJrAðningarþjónusta og ráðgjöf Suðurlandsbraut 50 2. hæð • 108 R. • Sími 588 6866 Matreiðslumeistari Óskum eftir að ráða matreiðslumeistara í eldhús sjúkrahússins Sólvangs í Hafnarfirði sem fyrst. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum á skrifstofu Sólvangs, Hafnarfirði, fyrir 20. febrúar. Forstjóri. ISAL Verkfræðingur - töl vu na rf ræði ng u r Óskum eftir að ráða verkfræðing/tölvunar- fræðing eða starfskraft með sambærilega menntun. Starfið felst í hönnun, verkefna- stjórnun og forritun á nýju tölvukerfi fyrir ISAL. Um er að ræða krefjandi verkefni í spennandi umhverfi. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður tölvudeildar, Guðni B. Guðnason, í síma 560 7000 alla virka daga frá kl. 10.00-12.00. Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 17. febrúar 1995. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslun Eymundssonar, Austurstraeti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. w RAD UGL YSINGAR Söngfólk óskast Vegna endurskipulagningar á kór Kópavogs- kirkju vantar okkur söngfólk í allar raddir til að syngja við kirkjulegar athafnir í höfuð- kirkju Kópavogs. Boðið verður upp á raddþjálfun og kennslu í nótnalestri. Æfingar eru einu sinni í viku. Guðsþjónustur eru almennt kl. 11.00 á sunnu- dögum og er reiknað með að hver kórfélagi syngi við guðsþjónustu einu sinni til tvisvar í mánuði. Upplýsingar gefur Örn Falkner, organisti, í símum 551 3307 og 567 3295. TRYGGINGASTOFNUN ^RÍKISINS Slysatrygging við heimilisstörf - tilkynning um tryggingaskilmála Tilkynning um tryggingaskilmála (frá 3. feb. 1995) vegna slysatryggingar við heimilisstörf, sem unnt er að óska eftir á skattframtali. Slysatryggingin nær til heimilisstarfa á ís- landi, sem unnin eru á heimili hins tryggða, í bílskúr við heimili hans, í garði við heimili hans eða í sumarbústað. Undir heimilisstörf falla eftirtalin verk: Hefðbundin heimilisstörf, svo sem matseld og þrif. Umönnun sjúkra, aldraðra og barna undir 16 ára, enda sé umönnunin ekki liður í atvinnustarfsemi hins tryggða. Venjuleg viðhaldsstarfsemi, svo sem málning og minni háttar viðgerðir og garðstörf. Þeir eru tryggðir sem merkja við í viðeigandi reit á skattframtali. Tryggingin gildir í 12 mánuði frá því skattframtali er skilað, enda sé því skilað innan skilafrests. Ekki er unnt að tryggja sig eftir að skattskýrslu hefur verið skilað. Undanskilin slysatryggingu við heimilis- störf eru m.a. slys við meiriháttar viðhalds- framkvæmdir, svo sem múrbrot, uppsetn- ingu innréttinga og parketlagningu. Einnig slys við daglegar athafnir, t.d. við að borða eða klæða sig, svo og slys á ferðalögum í tengslum við hefðbundin heimilisstörf, t.d. í tjaldi, hjólhýsi og á hóteli. Tryggingastofnun ríkisins. Iðnaðarhúsnæði Til sölu á Suðurnesjum 710 fm fiskverkunar- hús. Húsið er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er fullkomin aðstaða til fiskverkunar eða iðnaðar. Lofthæð er 4 metrar. Efri hæð- in er að hluta til skrifstofa og kaffistofa. Góð vinnuaðstaða og geymslupláss á lóðinni. Upplýsingar á Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Kelfavík, símar 92-11420 og 92-14288. Skrifstofuhúsnæði Til leigu 300 fm á 3. hæð í einu best stað- setta skrifstofuhúsnæði við Suðurlands- braut. í tengslum við skrifstofuhúsnæðið er möguleiki á leigu á allt að 200 fm lagerhús- næði með góðum afgreiðsluhurðum. Upplagt fyrir þjónustufyrirtæki! Upplýsingar í síma 603883 á skrifstofutíma. Ríkistollstjóraembættið auglýsir Ríkistollstjóraembættið stendur fyrir nám- skeiði um upprunareglur í vöruviðskiptum samkvæmt fríverslunarsamningum íslands. Fjallað verður um þau skjöl og yfirlýsingar, sem notuð eru við inn- og útflutning vöru. Einnig verður fjallað um helstu reglur, sem ákvarða upprunaland vöru. Námskeiðið fer fram 13. og 14. febrúar nk. í Tollskóla ríkisins, Tryggvagötu 19, 150 Reykjavík. Þátttaka tilkynnist til Ríkistollstjóraemb- ættisins, þ.e. ritara á skiptiborði í síma 5600500, eða til forstöðumanns Tollskóla ríkisins f síma 5600447, sem veitir einnig nánari upplýsingar. Ríkistollstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.