Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ you're SURE SWE'S A 5U85ÍITUTE TEACH£R,MARCIE: OUR RE6ULAR TEACHER 15 TALLER AND WEARS 6LAS5ES L 'I AP0L06IZE AGAlN MA'AM.,1 PIPN'T REALIZE YOU WERE A SUBSTITUTE.. Ertu viss um að þetta sé for- Venjulegi kenn- Eg biðst aftur afsökunar, fallakennari, Magga? arinn okkar er kennari, ég gerði mér ekki Komstu beint af vara- mannabekknum, ha? hærri og með grein fyrir því að þú værir gleraugu. forfallakennari. LlllDÍ.Í BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Simbréf 5691329 Fyrsta stálskip smíðað á Islandi Nokkrar staðreyndir Frá Hjálmari R. Bárðarsyni: í DAG, 2. febrúar 1995, birtir Jó- hann Indriðason, stálskipasmiður, grein, sem hann nefnir „Enn um fyrsta stálskipið", vegna leiðréttinga minna á rangfærslum í fyrri grein hans. Þar sagðist hann vilja rekja sögu Stálsmiðjunnar frá því er hann kom þar til starfa árið 1958 og gef- ur síðan í skyn að samið hafi verið um smíði fyrsta stálskipsins, m.s. Magna, um eða eftir 1973, en Magni var afhentur Reykjavíkurhöfn 25. júní 1955, þannig að árið 1973 hafi Magni verið í notkun hjá Reykjavík- urhöfn í meira en 18 ár. Í grein minni ráðlagði ég Jóhanni að lesa sér til um staðreyndir þessa máls í bók minni Fyrsta stálskip smíðað á íslandi, sem út kom 1993. Þar er gerð grein fyrir undirbúningi að smíði skipsins, smíði þess og af- hendingu í máli og myndum frá upp- hafi til loka. Þar eru skráðar allar helstu dagsetningar, hvenær mynd- imir vom teknar, þann- ____________ ig að vandalaust á að vera við lestur að tíma- setja þessa sögulegu þróun stálskipasmíða á Islandi. Lokaorð Jóhanns í síðari grein hans em þau, að nú vonist hann til að enginn misskilning- ur eigi sér stað á skrifum hans. Því miður er því ekki að heilsa. Enn vil ég þvi leggja til að hann lesi betur í fyrrgreindri bók minni. Ef hann ekki á bókina getur hann eflaust fengið hana lánaða í bókasafni. I þessari síðari grein Jóhanns seg- ir hann orðrétt: „Fmmdrögin af Magna em að sjálfsögðu gerð af Hjálmari R. Bárðarsyni, en hvarf til annarra starfa áður en verkið var hálfnað, en við tóku tæknimenntaðir menn, sem smiðjan réði til sín og luku þeir verkinu með miklum sóma ásamt starfsmönnum smiðjunnar." Staðreyndir málsins Staðreyndimar em hinsvegar þessar: Þegar ég kom heim frá námi og störfum erlendis 8. janúar 1948 og hóf störf sem skipaverkfræðingur við Stálsmiðjuna, þá var nýsmíði stál- skipa ekki verkefni, sem smiðjan gat tekið að sér. Til þess vantaði bæði tækniþekkingu, tækjabúnað og þjálf- un starfsmanna í sérverkefnum. Fjármagn var ekki fyrir hendi og erlendur gjaldeyrir til kaupa á bún- aði var skammtaður. Það tók því öll árin 1948, 1949 og 1950 að búa í haginn þannig að hægt yrði að hefja smíði stálskipa. Árið 1950 gerði ég að beiðni hafnarstjóra teikningar og smíðalýsingar að nýjum dráttarbáti, ásamt kostnaðaráætlun. Þessu var lokið í ársbyijun 1951, en samningur um smíðina var undirritaður 28. apríl 1953. Þá höfðu þegar verið gerðar vinnuteikningar, m.a. af stálbol skipsins. Dagsetningar ýmsra þess- ara stálteikninga má sjá í bók minni, t.d. í mars 1952. Teikningar af inn- réttingum á vistarverum, sem líka eru birtar í bókinni, eru dagsettar 17. desember 1953. Eftir undirskrift samnings var strax hafíst handa um smíði þessa fyrsta stálskips, enda hafði þá verið gerð nýsmíðabraut og bandaloft til að ganga frá mótum af böndum og plötum. í bókinni eru myndir af bol þessa fyrsta stálskips á nýsmíða- brautinni 5. maí 1954. Þá var að fullu lokið við smíðina á bol skipsins og búið var að reisa þilfarshúsin og vélarreisn. Smíði á bol fyrsta stál- skipsins var þannig að mestu leyti lokið í maí 1954, en það var einmitt sá áfangi, sem ótrúlega margir mætir menn höfðu fram til þess tíma trúað, að ekki væri hægt að fram- kvæma á íslandi. Matsatriði hvenær smíði skips er hálfnuð Það var einmitt á þessu stigi málsins, í maí 1954, að ég hætti störfum hjá Stálsmiðjunni og tók við störfum skipaskoðunarstjóra. í grein sinni segir Jóhann Indriðason að ég hafi að sjálfsögðu gert frum- drögin af Magna, en hafi horfið til annarra starfa áður en verkið var hálfnað. Það er auðvitað matsatriði hvenær smíði skips er hálfnuð, en ____________ fáir sem þekkja til stál- skipasmíða og aðstöð- unnar á íslandi á þess- um árum munu telja að svo til fullsmíðaður bolur stálskipsins, ásamt öllum undirbún- ingi, sé minna en hálfnað verk. Magni var svo sjósettur 15. október 1954, en niðursetning véla og inn- réttingar á vistarverum var unnið að eftir sjósetninguna. Við störfum mínum hjá Stálsmiðjunni tók Agnar Norland skipaverkfræðingur. Að lokinni sjósetningu Magna bauð Stálsmiðjan gestum að þiggja veit- ingar. í bók minni með myndum frá sjósetningunrii stendur m.a. í myndatexta, sem byggður er á blaðafréttum frá atburðinum: „Að lokum tók til máls Hjálmar R. Bárð- arson skipaskoðunarstjóri. Hann þakkaði hafnarstjórn það traust sem sér hefði verið sýnt með þvi að fela sér hönnun skipsins og stjórnun á smíði þess. Þá þakkaði hann sam- starfsmönnum sinum og óskaði nýj- um verkfræðingi Stálsmiðjunnar Agnari Norland góðs gengis í starfi." Ég fæ ekki skilið hvaða tilgangi það á að þjóna hjá Jóhanni Indriða- syni stálskipasmiði, að rangfæra sögulegar staðreyndir viljandi að því er virðist. Hann segist vilja rekja sögu Stálsmiðjunnar frá því hann kom þar til starfa 1958, en þessi þáttur í sögu Stálsmiðjunnar er liðin tíð mörgum árum áður en hann hóf störf. A þeim árum, 1948 til 1954, sem ég starfaði sem skipaverkfræð- ingur við Stálsmiðjuna var engin iðngrein á íslandi, sem hét stálskipa- smíði. Iðnaðarmenn þeir, sem unnu við smíði fyrsta stálskipsins, voru plötu- og ketilsmiðir. Þeir stóðu sig hinsvegar mjög vel í starfi þegar á reyndi við að kynna þeim ýmis sér- verkefni varðandi smíði stálskipa og þar var lagður grurinurinn að þeirri nýju iðngrein: stálskipasmíði. Það er von mín að Jóhann Indriða- son átti sig á þessum sögulegu stað- reyndum um upphaf stálskipasmíði á íslandi. HJÁLMAR R. BÁRÐARSON, Álftanesvegi, Álftanesi. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.