Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter MUSLIMSKIR uppreisnarmenn skjóta að flutningabíl hers Bosníustjórnar nærri Velika Kladusa í Bihac-héraði í gær. Þar hefur verið hart barist þrátt fyrir vopnahlé í Bosníu. Bandaríkjamenn hætta friðarviðræðum við Bosníu-Serba Júgóslavar neita að viðurkenna Bosníu Jerúsalem, Washington. Reuter. Bandaríkjaforseti Vill Cams yfir CIA BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur í hyggju að tilnefna Michael Cams, fyrrverandi hers- höfðingja í bandaríska flughem- um, sem yfirmann leyniþjón- ustunnar CIA í stað James Wools- eys, að sögn dagblaðsins San Francisco Chronicle. Bandarískur embættismaður, sem hefur tekið þátt í leitinni að eftirmanni Woolseys, sagði að að- stoðarmenn Clintons væru að búa sig undir að tilkynna tilnefninguna formlega á næstunni. Embættis- menn sögðu að Clinton hefði valið Carns vegna mikillar reynslu hans af stjómun flughersins. „Forsetinn vildi leiðtoga með reynslu af stjórn- un innan hersins sem gæti skipu- lagt og stjómað flóknum aðgerðum með þátttöku hinna ýmsu stofn- ana,“ hafði San Francisco Chronicle eftir ónafngreindum embættismanni. Hefur ekki stafað fyrir leyniþjónustuna Cams hefur ekki starfað fyrir leyniþjónustuna, en embættismenn Hvíta hússins Iíta ekki á það sem ókost vegna þeirrar gagnrýni sem CIA hefur sætt í kjölfar Aldrich Ames-njósnamálsins. Cams var aðstoðaryfirforingi flughersins frá árinu 1991 til sept- ember í fyrra þegar hann lét af störfum fyrir herinn. Áður hafði hann verið framkvæmdastjóri bandaríska herráðsins þegar Colin Powell var þar í forsæti. Sem fram- kvæmdastjóri bar hann ábyrgð á því að stefnu Powells yrði fram- fylgt innan hersins. Embættismaður í Hvíta húsinu lýsti Cams sem „ópólitískum" manni sem repúblikanar jafnt sem demókratar ættu að geta sætt sig við og nyti virðingar innan hersins og meðal embættismanna í Wash- ington. VLADISLAV Jovanovic, utanríkis- ráðherra Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, þvertók fyrir það í gær að til greina kæmi að viðurkenna sjálfstæði Bosníu. Daginn áður hafði Haris Siljadzic, forsætisráðherra Júgóslavíu, sagt að stjórn sín myndi íhuga tillögu Rússa um viðræður Bosníu og Júgó- slavíu um gagnkvæma viðurkenn- ingu. „Otímabær viðurkenning á Bosn- íu-Herzegóvínu sem sjálfstæðu ríki hefur hrandið hinni fyrram Júgó- slavíu út í borgarastyrjöld. Enn ein viðurkenning mun aðeins gera illt verra,“ sagði Jovanovic í samtali við ísraelska útvarpið. Vestrænir stjórnarerindrekar segja Serba og Svartfellinga verða að viðurkenna Króatíu og Bosníu eigi að aflétta refsiaðgerðum Sam- einuðu þjóðanna. Hætta viðræðum við Serba Aðstoðaratanríkisráðherra Bandaríkjanna, Richard Holbrooke, sagði á mánudag að Bandaríkin hefðu hætt viðræðum við Bosníu- Serba og að þeir myndu ekki taka þær upp að nýju fyrr en Bosníu-Ser- bar væra reiðubúnir að samþykkja alþjóðlega friðaráætlun. Síðasti fundur Bandaríkjamanna og Bosníu-Serba var í desember sl. er Jimmy Carter, fýrrverandi Bandaríkjaforseti, hitti Karadzic að máli. Þá fullvissaði Karadzic Carter um að Bosníu-Serbar myndu sam- þykkja friðaráætlun fimmveldanna, sem kveður á um að Serbar fái 49% lands í Bosníu en múslimar og Kró- atar 51%. Serbar höfnuðu henni hinsvegar. Að sögn Holbrookes verður Karadzic ekki boðið til fundar um sem Frakkar boða til næstkomandi mánudag með stuðningi Evrópu- sambandsins en þar á að ræða málefni fyrram lýðvelda Júgóslavíu. Flóttamenn snúi heim Bosníustjórn hefur krafist þess að bosnískir flóttamenn snúi aftur til síns heima. Að sögn danska dag- blaðsins Politiken var flóttamanna- og félagsmálaráðherra landsins, Muharem Cero, nýverið á ferð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi til að leggja drög að heimför flótta- mannanna. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir þetta allt of snemmt þar sem ástandið í landinu sé enn ótryggt. Rök Bosníumanna eru hinsvegar þau að Bosníumenn eigi að snúa aftur til að koma í veg fyrir að Serbum takist þjóðernis- hreinsanir sínar. Til að byija með vilja Bosníumenn fá um 6.700 börn sem hafa orðið viðskila við foreldra sína auk handverksmanna, kennara osfrv. til að hefja uppbyggingu. De Klerk óttast ekkí framtíðina F.W. DE Klerk, varaforseti Suður-Afríku, sagði í gær að hyrfi Nelson Mandela af ein- hveijum orsökum úr embætti, myndi það ekki valda straum- hvörfum í Suður-Afríku, þó að vissulega myndi slíkt hafa alvarleg áhrif. Sagði de Klerk að áhrif brotthvarfs Mandela yrðu ekki varanleg, þar sem fjölmörg leiðtogaefni séu inn- an Afríska þjóðarráðsins. Slíkt kynni hins vegar að ýta undir klofning innan samtakanna. Líbanir vilja eitrið burt LÍBANSKA þingið hefur kraf- ist þess að ítalir taki við þús- undum tonna af eiturefnaúr- gangi sem þeir sendu til Líbán- ons 1987-1988 en þá geisaði borgarastyijöld þar. Býður þingið ítölum aðstoð við að flytja tunnurnar með eiturefn- unum til Ítalíu. • • Ofgamenn verði kross- festir EGYPSKUR trúarleiðtogi hef- ur lýst því yfir að múslimskir öfgamenn hafi kallað yfír sig alvarlegar refsingar á borð við krossfestingu og aflimun. Sagði hann öfgamenninna ekki hafa neinn rétt til þess að kalla sig „trúarlega öfga- menn“ hvað þá „íslamska hópa“, heldu séu þeir réttir og sléttir glæpamenn. Art Taylor allur JASSTROMMULEIKARINN Art Taylor lést á mánudag, 65 ára að aldri. Taylor lék m.a. með John Coltrane, Bud Powell og Thelonius Monk. Er hann lést hafði hann nýlok- ið við að leika inn á plötu með jassorgelleikaranum Jimmy Smith. Ekki er vitað hvert banamein Taylors var. Ráðherra grípur til haka BÚIST er við afsögn Allans Stewarts, aðstoðarráðherra í bresku stjórninni á næstu dög- um í kjölfar þess að hann hélt á haka er hann deildi við fólk sem mótmælti vegarlagningu. Segist Stewart hafa gripið hakann af ótta við að annars myndi einhver annar gera það en mótmælendurnir segja hann hafa ógnað þeim. Tregafullur vitnisburður DENISE Brown, systir Nicole Brown Simpson, bar vitni í réttarhöldunum yfir bandarisku íþrótta- og sjónvarpsstjörnunni O.J. Simpson á mánudag. Denise grét óstjórnlega þegar hún lýsti síðustu samverustund systranna nokkrum klukkustundum áður en Nicole var myrt á heimili sínu ásamt vini sínum, þjóni á veitinga- húsi. Denise Brown staðfesti ásakanir sækjend- anna um að Simpson hefði misþyrmt og kúgað eiginkonu sína og sýndar voru myndir af Nic- ole eftir barsmíðar hans á nýársdag árið 1989. Nicole var þar greinilega bólgin á hægra auga, vanga og kinnum. Systirinn sagði ennfremur að Simpson hefði auðmýkt konu sína þegar hún hefði verið barnshafandi og kallað hana „feitt svín“. „Það er búið að gráta svo mikið í þessu máli að erfitt er orðið að greina staðreyndirn- ar frá tárunum," sagði Johnnie Cochran, aðal- verjandi Simpsons, um vitnisburð Denise Brown, sem tárfelldi hvað eftir annað meðan hún bar vitni. Reutcr Misstir þú af miðakaupum í janúar? Þú hefur enn „ tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.