Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Frumsýning á stórmyndinni FRANKENSTEIN Stórmynd Kenneths Branagh um dr. Frankenstein, hryllilegt sköpunarverk hans og hörmulegar afleiðingar þess. Aldrei hefur skáld- sögu Mary Shelley verið gerð jafngóð skil og nú. Frankenstein er mynd sem ekki nokkur maður má láta fram hjá sér fara. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Robert De Niro, Helena Bonham Carter, Tom Hulce, Aidan Quinn og John Cieese. Framleiðandi: Francis Ford Coppola. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Veitingarfrá Hótel Borg að verðmæti 6000 kr„ Frankenstein bolir, kúlupennar og boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓI. Verð kr. 39,90 mln. Simi 16500 JAFNVEL KÚREKASTELPUR VERÐA EINMANA Sýnd kl. 7. Síð. sýningar. AÐEINS ÞU Sýnd kl. 9. Síð. sýningar. BIODAGAR Tvær sýi Miðaverð kr. 550. Sýnd í A sal kl. 7.20. Síðustu sýningar. EINN TVEIR ÞRIR Ein stelpa, tvelr strákar, þrír móguleikar Sýnd kl. 5 og 11.B.ii2ára Síðustu sýningar. FOLK NORRIS í myndinni Þagnar- eiðurinn eða „Code of Silence". Norris gengur í það heilaga ►HASARMYNDAHETJAN Chuck Norris ætlar að giftast unnustu sinni til langs tíma, Monicu Hall. Talsmaður Norris sagði að ákvörðunin hefði verið tekin síðastliðinn mánudag í út- varpsviðtali við Howard Stem í New York. Þetta verður annað hjónaband Norris, en fyrsta hjónaband Hall. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær brúðkaup- ið fer fram. De Niro fyllibytta ►ROBERT De Niro leikur fram- kvæmdastjóra spilavítis með sambönd við mafíuna í kvik- myndinni „Vegas“. Don Rickles fer líka með hlutverk í myndinni og hefur hingað til reytt af sér brandarana á milli þess sem tök- ur fara fram. Þegar De Niro miesteig sig lítillega við einar tökuna hrópaði Rickles: „Maður- inn er fyllibytta. Stórstjarna á borð við þig og þú getur ekki einu sinni gengið skammlaust inn í herbergi. Hvernig fékkstu eiginlega hlutverkið?" Sjónar- vottar sögðu að De Niro hefði ekki verið hlátur i huga. HEPBURN studdi við bakið á Tracy í lang- varandi glímu hans við Bakkus. Olánsöm en skapföst leikkona í NÝRRI ævisögu Katharine Hep- bum kemur fram að hún hélt framhjá auðkýfingnum Howard Hughes með leikstjóranum John Ford, en hann leikstýrði meðal annars myndinni „Stagecoach". Gekk það svo langt að Hepbum bauð eiginkonu Fords á einum tímapunkti rúmar tíu milljónir króna fyrir að samþykkja skilnað. Atvikið átti sér stað þegar Hep- burn átti ennþá í sambandi við Howard Hughes, en hann varð síðar einsetumaður. í ævisögunni, sem er skrifuð af Barböru Leaming, kemur enn- fremur fram að Ford virðist hafa elskað Hepbum, en það hafí aldrei komið til greina að hann skildi við eiginkonu sína vegna þess að hann var kaþólskrar trúar. Þá segir að Hepbum og Ford hafi aldrei full- komnað samband sitt með kynlífi. í ævisögunni segir að Hepbum hafi ýtt undir kvennabaráttu með þeirri stefnu sinni að ganga í bux- um og taka ákvarðanir í sambandi við leikferil sinn sjálf. Auk þess hafi það vegið þungt að hún unnið til fjögurra Óskarsverðlauna og verið frábær leikkona. Hepbum átti gjaman í vonlaus- LEIKKON- AN Kathar- ine Hepburn vann fjórum sinnum til Óskarsverð- launa. KATHARINE Hepburn með feðginunum Peter Fonda og Jane Fonda í myndinni „One Golden Pound“. SAMVINNA Spencers Tracy og Katharine Hepburn í kvik- myndum naut mikillar vel- gengni. Hér sjást þau í mynd- inni Kona ársins eða „Woman of the Year“ frá árinu 1942. um ástarævintýrum með giftum mönnum. Ást hennar á Spencer Tracy fullnægði að því er segir í ævisögunni sjálfspíslarhvöt Hep- burn. Hún studdi við bakið á hon- um þann langa tíma sem hann var á niðurleið vegna alkóhólisma og virti þá ákvörðun hans að skilja ekki við eiginkonu sína. Tracy er lýst sem hæfileikarík- um og geðstirðum íra sem á að hafa komið inn í líf Hepburn sem fullkomin endurholdgun föður hennar, Tom Hepburn, sem var ráðríkur og átti líka við drykkju- vandamál að stríða. Loks greinir frá tíðum sjálfs- morðum í fjölskyldu Hepburn. Bróðir hennar, Tom, framdi sjálfs- morð, frændi hennar lét líflð við það að stökkva út um glugga og afi hennar og frændi frömdu báð- ir sjálfsmorð með því að skjóta sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.