Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 31 bærðist tilfmningaríkur persónuleiki. Hún átti sitt tilfinningamál. Hlut- tekning hennar við atburðum til gleði eða sorgar var afar einlæg frá hjart- anu komin. Hún gladdist svo skemmtilega á gleðifundum, en sorg var djúp á sorgarstund. Öllum vildi hún vel. Bindindi og þjóðarheill bar hún fyrir brjósti. Þar voru þau hjónin samstiga sem annarstaðar og gáfu sér með því lífsfyllingu og traustan vinahóp. Þau hjón brugðu búi í sveit og fluttu til höfuðborgarinnar árið 1973. Til þeirra var ekki síðra að koma en í sVeitina. Síðustu árin kenndi hún sér nok- kurrar vanheilsu, elli kerling var að setjast að, eins og hún orðaði það. Halldór og börnin studdu hana þá meira og meira eftir þörfinni, því greindi hún mér frá á okkar síðasta fundi, nú væri hún bara orðin gömul. Með þessum fáu orðum að leiðar- lokum, þakka ég og fjölskylda mín samverustundir og vináttu í áratugi. Halldóri, bömum, tengdabömum og afkomendum sendum við Bryndís samúðarkveðjur. Og vær og góð þér verði nótt þér veiti hvíldin nýja þrótt svo nýjura morgni mæti þú með meiri dug og betri trú. H.Kr. Blessuð séð minning Rebekku Eiríksdóttur. Guðmundur Óskar, Gautaborg. Leiðir skiljast og lokið er göngu góðrar konu; hugdjörf og hjartahlý var hún, heil og sönn í hverri gerð, um hana mætar bjartar minningar sem merla fram á lífsins leið. Rebekku kynntist ég fyrst sem komu Halldórs á Kirkjubóli og þau hjón mat ég því meir sem meiri urðu kynni og fundum fjölgði. Með Rebekku og Halldóri átti ég svo marga mæta stund í stúkustarfi og mátti því kynnast henni gjör sem hæfileikaríkari, baráttufúsri bjart- sýniskonu sem unni tónanna tæra flóði, lék ljómandi vel á orgel og var söngvin vel. Rebekka hafði göfgandi góð áhrif á umhverfi sitt allt, einlæg og hreinskilin með glögga greind og gefandi lífssýn. Hún var vel máli farin, setti skýrar hugsanir sínar fram af festu og einurð, en fléttaði saman mikilli alvöru og mætri kímni og á góðum stundum gat hún öllum í gott skap komið með fjörlegri, lif- andi frásögn eða hnyttnum athuga- semdum. Ekki alls fyrir löngu gladdi hún okkur félaga sína með þeirri glitrandi glettni sem hún var svo auðug af. Lífshlaupi hennar gera aðrir verð- ugri skil, en vestra sem syðra var hún hin veitula húsmóðir á myndar- heimili sem bar henni fallegt vitni. Alúð hennar og elskusemi við fóstur- börn þeirra hjóna var einstök og af því mörg falleg frásögn, hversu vel hún reyndist þeim. Við Hanna þökkum mæta sam- fylgd mikilhæfrar konu og fyrir hönd þingstúku Reykjavíkur eru færðar alúðarþakkir fyrir órofatryggð og trúnað við merkan málstað. Halldóri vini okkar sendum við einlægar samúðarkveðjur svo og þeim sem henni voru nánastir. A áttræðisafmæli Rebekku sendi ég henni lítið ljóð. Af hógværð sinni kvað hún þetta hljóta að vera ort til annarrar konu, því ekki verðskuldaði hún það sem þar var sagt. Ég kveð nú mína kæru vinkonu með tveim erindum þessa litla ljóðs. Þar er ekk- ert ofsagt: Vígreif, hollráð, veitul, sönn vemdar þú hið góða og bjarta. Iðjar jafnan heitu hjarta heillarík í dagsins önn. Hollum siðum helgar störfin helzt og bezt hvar mest er þörfin. Æðrast vart þó ýfist hronn. Liðsemd þína lofum við Ijúfa hvatning, frásögn mæta. Söngsins fylgd mun sálu bæta, sannri gleði veitir lið. Bindindi þitt kjörorð kærast kærleiksboðorð allra tærast. Hvergi gefur böli grið. Blessuð sé hennar bjarta minning. Helgi Seljan. GARÐAR ÞORFINNSSON + Garðar Þorfinnsson fæddist í Reykjavík 8. júlí 1925. Hann lést á Borgarspítalanum 30. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 4. nóvember. Á FYRSTA ári var pabba komið í fóstur til hjónanna Gunnjónu Ein- arsdóttur og Kristjáns Sigurðssonar á Norðureyri við Súgandafjörð. Böm þeirra Sigríður, Guðrún og Sigurbergur voru þá uppkomin. Þá var á heimilinu sjö ára drengur, ömmubarn Gunnjónu, Þorleifur Guðnason frá Botni í sömu sveit, sonur Albertínu Jóhannesdóttur og Guðna Þorleifsssonar. Þorleifur er nú búsettur á Suðureyri. Minnist Leifi þess er heimilisfólkið var við heyannir, þá átti hann að gæta litla drengsins (pabba) og gefa honum pelann, lagðist þá Leifi hjá honum í vögguna og sofnuðu báðir. Var alla tíð góður vinskapur með þeim pabba og eins var um stóra og mannvænlega systkinahópinn frá Botni. Barnaskóla sóttu sveitabörnin að Suðureyri og voru þau þar í góðum heimilum, en um helgar vom þau sótt yfir fjörðinn á árabát. Komu þá oft bræður Leifa með í heim- sókn. Var þá oft mikið fyrirferð í hraustum strákum og byijaði með koddaslag kl. 6 á morgnana og ekki hirt um þótt fjaðrir fykju til og frá. Gömlu hjónin vom alltaf jafn elskuleg, sögðu aldrei styggðaryrði. Að gera öðmm gott, hjálpa náung- anum, veita gleði í líf annara var þeirra lífsmáti. Að gefa án þess að ætlast til nokkurs af öðmm. Þannig reyndust þau fóstursonum sínum og hefur það reynst þeim hollt vega- nesti út í lífið. Eftir fermingu fór pabbi til sjós á vertíðarbátana, oftast sem vél- stjóri. Sjómennskan var honum í blóð borin. Alltaf átti hann bát, fyrstu árin með öðmm en seinni árin einn. Síðast átti hann litla trillu, Herdísi, sem heitir eftir ömmu hans, mikilli dugnaðarkonu sem eignaðist sextán börn. Móðir okkar Sigurlín Sigurðar og pabbi kynntust ung, reru fyrst saman á tillu ásamt því að stunda búskap á hálfri-jörðinni Norðureyri á móti Kristjáni fóstra pabba, í rúm fjögur ár. Þau giftu sig 17. október 1954. Við systkinin emm tvö, Sig- urður Kristján, f. 25. nóvember 1961, og Pálína Kristín, f. 1. ágúst 1963. Böm Pálínu em Óskar, f. 1980, Steinunn, f. 1983 og Arnar f. 1989. Foreldrar okkar fluttust að Kotum í Önundarfírði og þaðan að Hvammi í Dýrafirði. Árið 1965 festu þau kaup á jörðinni Brimils- völlum í Fróðárhreppi og bjuggu þar myndarbúi þar til þau seldu jörðina árið 1972 og fluttu til Suð- ureyrar. Þau slitu samvistum ári síðar. Þá fluttum við syfetkinin með mömmu til Hellisands. Árið 1975 flutti pabbi suður og fór að vinna sem vélgæslumaður í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi. Árið 1979 kynntist pabbi Lily Karlsdóttur, yndislegri konu. Það er eftirminnileg stund er hann kynnti okkur systkinin fyrir henni. Hún tók okkur eins og hún hefði ávallt þekkt okkur. Hafði hún verið gift áður, en misst mann sinn úr sama sjúkómi og pabbi lést úr. Börn Lilyar eru Sigurður, Karl og Margrét Geirsbörn. Pabbi flutti til Lilyar í Stóragerði 14 þar sem hún átti heimili, ásamt Möggu dóttur sinni. Þau höfðu sameiginleg áhuga- mál, m.a. gömlu dansana, en þau kynntust í gegnum þá. Enda fóru þau oft saman að dansa. Einnig voru þau mjög dugleg að ferðast og sérstaklega um landið, t.d. með Útivist um hálendið, á Hornstrandir og fleiri staði. Pabbi var hrifinn af landinu sínu, fegurð þess og frið- sæld. Þau ferðuðust einnig mikið erlendis. Elsku Lily, megi Guð styrkja þig í sorginni, einnig börnin þín og barnabörnin. Pabbi hafði ávallt mikinn áhuga á sinni heimabyggð og vildi veg hennar sem mestan. Það var stór- viðburður þegar Vestijarðagöngm milli Súganda og ísafjarðar komust í gegn, þá skáluðu hann og Leifí fyrir göngunum í síma, pabbi í Reykjavík og Leifí á Suðureyri. Alltaf var pabbi tilbúinn að að- stoða okkur systkinin og ræða málin. Hann var mjög blíður og viðkvæmur maður og mátti ekkert aumt sjá. Hann kvaddi okkur ávallt með kossi, þó við sæjumst með stuttu millibili. í veikindum sínum stóð hann sig eins og hetja, enda einstaklega hraustur maður að öðru leyti. Eru til margar frægðarsögur um krafta hans. Hann átti j)á von að geta skropp- ið vestur í Olafsvík til að sjá nýja heimilið hans Sigga, en veikindin komu í veg fyrir það. Honum hrak- aði mjög á skömmum tíma og hefur hann nú lagt af stað í lengri ferð. Þetta fallega erindi og lagið við það var í uppáhaldi hja pabba. Var ljóð- ið sem það er úr ávallt sungið heima á Suðureyri á sjómannadaginn: Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fógrum ströndum, við sumaryi og sólardýrð. (Ók. höf.) Elsku pabbi, megi Guð gefa okk- ur öllum, sem söknum þín, styrk í sorginni. Minningin þín lifír með okkur. Okkar bestu þakkir viljum við færa hjúkrunarfólki á deild A6 á Borgarspítalanum fyrir göða umönnun. Pálína og Sigurður. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Ferskblóm og skreytingar við öll tækifærí Persónuleg þjónusia. s Fákafeni 11, síini 689120. ^R-w-w-^^irn-TiTrTrtrirHTríríiTri Scrfncðingar í l>l«»lliaskl’4‘\lillglllll vií> «11 la’kilirri 11) blómaverkstæði INNA í Skólavörðustíg' 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur, HENRÝ KR. MATTHÍASSON símsmiður, Efstasundi 71, lést á heimili sínu 6. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Samaporn Pradablert. t Dóttir okkar og systir HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, lést á heimili sínu sunnudaginn 5. febrúar. Margrét Guðmundsdóttir, Jón Þór Þorbergsson og systkini hinnar látnu. t Ástkær móðir mín og amma okkar, GUÐRÚN KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR kennari, Ásvallagötu 17, Reykjavík, lést á heimili sínu 6. febrúar síðastliðinn. Maria Bjarnadóttir, Gunnar Þór, Guðrún Kristjana. - t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVAVAR HJALTI GUÐMUNDSSON vélstjóri, Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Sævar G. Svavarsson, Unnur Þórðardóttir, Guðmundur H. Svavarsson, Einar Friðfinnsson, Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÓLAFUR S. SIGURGEIRSSON, Hæðargarði 4, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Barnakór Grensás- kirkju, reikningsnúmer 71269 í Landsbanka, Háaleitisútibúi. AuðurTryggvadóttir, börn hins látna, i foreldrar og aðrir ástvinir. t Utför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ZOÉGA, Bankastræti 14, fer fram frá Fríkirkjunni i Reykjavík föstudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent ó Barnaspitala Hringsins. Hanna Zoega, Guðmundur Ágúst Jónsson, Jón Gunnar Zoéga, Guðrún Björnsdóttir, Anna Sigríður Zoéga, Nanna Guðrún Zoéga, Lárus Johnsen Atlason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐLAUGAR EIRÍKSDÓTTUR, Ormsstöðum, Breiðdal. Sigrfður Brynjólfsdóttir, Gyða Brynjólfsdóttir, Guðný H. Brynjólfsdóttir, Björn Jónsson, Guðrún Brynjólfsdóttir, Valtýr Sæmundsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.