Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 9 FRÉTTIR Morgunblaöið/Porkell ÍSLENSKIR lyfjafræðingar tóku þátt í fundinum frá Hótel Sögu. Norrænt lyfjafræðingaþing Málþing* í fimm löndum NORRÆNIR lyfjafræðingar nýttu sér tækni sjónvarpsins til að halda sameiginlegt málþing á þrjátíu og átta stöðum í fimm löndum í síðustu viku. Ólöf Briem, formaður SÍL, seg- ir að um 115 íslenskir lyfjafræðingar eða um 40% stéttarinnar hafí tekið þátt í málþinginu. Menntamál í brennidepli Ólöf sagði að málþingið hafi verið byggt upp með þeim hætti að fyrst hafi verið sýnd kvikmynd um störf lyfjafræðinga. Eftir sýninguna hafi hver hópur fyrir sig fundað um efni myndarinnar en að því loknu hafi þeim verið gefinn kostur á að bera fram spurningar í pallborðsumræð- um í Stokkhólmi. út í menntunarmál. Spurt var hvort mennt- unin, eins og hún er núna, dyggði eða hvort þyrfti að breyta henni í takt við breytingar í faginu," sagði Ólöf og nefndi í því sambandi að upplýsingaþjónusta væri alltaf að verða stærri þáttur í starfi lyfjafræðingsins. Ekki er vitað til að önnur félagasamtök hafi notað sér sjón- varpstæknina með sama hætti og lyfjafræðingar Yfirskrift málþingisins var „Lyfja- en Ólöf sagðist vera mjög ánægð fræðingur árið 2000 - nýtt starfs- með hvernig til tókst og með þátttök- hlutverk". „Umræðan fór töluvert una á íslandi. ÞIN GFULLTRÚ AR gátu fylgst með pall- borðsumræðunum af skjá. Ungir jafnaðarmenn vilja banna ríkissjóðshalla Leiðrétting í TILEFNI af sjónvarpsþættin- um „í nafni sósíalismans" er í leiðara Morgunblaðsins í dag fullyrt að Árni Björnsson hafi nú „í fyrsta sinn viðurkennt" að leyniþjónustan STASI hafi leitað til hans. Þetta orðalag mætti skilja svo að ég hefði ein- hverntíma verið þýfgaður um þetta atriði en neitað að svara. Svo er ekki. Ég hef jafnan rakið þessa sögu fyrir hveijum sem heyra vildi og fyrir 15 árum sagði ég hana í morgunþætti hjá Páli Heiðari Jónssyni í Ríkis- útvarpinu og mun ítarlegar en tími reyndist til í sjónvarpsþætt- ínum. ^ febrúar 1995 Árni Björnsson UNGIR jafnaðarmenn vilja að sett verði ákvæði í stjórnarskrá sem banni stjórnvöldum að skila ríkis- sjóði með halla yfir heilt kjörtíma- bil. í ályktun frá Sambandi ungra jafnaðarmanna segir að stöðugur halli á ríkissjóði á undanförnum árum leiði til verri lífskjara í fram- tíðinni. Það sé óþolandi að ráðandi kynslóðir haldi uppi lífskjörum í dag með því að skuldsetja kom- andi kynslóðir. í ályktun ungra jafnaðarmanna er bent á að samanlagður halli ríkissjóðs frá árinu 1985 til dags- ins í dag sé 85 milljarðar, en ríkis- sjóður hefur verið rekinn með halla allan þennan tíma ef árin 1981, 1982 og 1984 eru undanskilin. Ungir jafnaðarmenn benda á að afleiðing þessarar stefnu sé að rík- issjóður greiði sífellt meira í af- borganir og vexti. í ár greiði ríkis- sjóður um 12 milljarða í afborgan- ir og vexti, sem sé svipuð upphæð og fari til menntakerfisins. Tillaga ungra jafnaðarmanna er ríkisstjórnum sé heimilt að skila halla tímabundið ef fyrirséð að hallinn jafnist út í lok kjörtímabils. Næstu sýningar: 11. og 18. febrúar 4., 1118. og 25 mars Matseðill Koníakstóneruö humarsúpa meö rjómatopp Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu. Grand Marnier ístoppur meö hnetum og súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum. Verd kr. 4.600 - Sýningarverd kr. 2.000 Dansleikur kr.800 Sértilboð á gistingu, sími 688999. Bordapantanir í sima 687111 Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR BJÖRGVIN IIALl.DÓRSSON líliir yllr dagsverkið seni dægurlagasöng\ari á tiljóniplötum í aldarfjóröung, og \ iö hc.vrum na>r 00 lög frá ghestum I'erli - frá 1909 til okkar daga Gestasöngtari: SIGRÍÐUR BKINTEINSDÓ' Leikmynd og leikst.jórn: B.IÖRN G. BJÖRNSSON IUjóms\i*itarsl,jórn: GUNNAR ÞÓRDARSON ásamt 10 ntanna hljóms\eit Kvnnir: , JÓN AXEL ÓIAFSSON Islands- og Norúnrlandameistarar i sanikMi'misdönstun tra Dansskola \uöar llaralds s>na ilans. Sjáhu hlutina í víbara samhengi! JHorjjxmXiIjxbib - kjarni málsins! Til eigenda spariskírteina 1. fl. D 1990-5 ár 1 Eftirfarandi skiptikjör eru í boði: 1. Verðtryggð spariskírteini til 4 og 5 ára, ávöxtun er 5,30%. 2. Gengistryggð ECU spariskírteini til 5 ára með rúmlega 8% ávöxtun. 3. Ríkisvíxlar til þriggja mánaða, 6,6% ávöxtun. 4. Eldri flokkar spariskírteina þar sem 1 ár, 2 ár og 3 ár eru eftir til gjalddaga. Hafðu samband við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Þar færð þú faglega ráðgjöf við val á ríkisverðbréfum sem henta í þínu tilviki. Siminn er 562 6040. Innlausn fer fram á tímabilinu 10. - 20. febrúar 1995. Innlausnarverð pr. 100.000 kr. er 164.805 kr. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.