Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ALÞYÐUFLOKK- URINN OG ESB ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur um nokkurt skeið ver- ið sá stjórnmálaflokkur hér á landi, sem lengst hefur viljað ganga hvað varðar tengsl íslands og Evrópu- sambandsins. Hefur formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, ekki farið leynt með þá skoðun sína á undanförnum mánuðum, að hann telji Islendinga eiga að sækja um aðild að ESB. Á flokksþingi Alþýðuflokks í Suðurnesjabæ síðastliðið sumar var samþykkt ályktun, þar sem sagði að hagsmun- um íslands væri til frambúðar best borgið með aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar var ákveðið að boða til aukaflokksþings, þar sem endanleg afstaða yrði tekin til aðildarumsóknar í ljósi þess hveijar niðurstöður yrðu í þjóðaratkvæðagreiðslum á hinum Norðurlöndunum. Aukaflokksþing Alþýðuflokksins var haldið um síð- ustu helgi. í ályktun þingsins um Evrópumál segir m.a. að aukaflokksþingið telji „að hagsmunum Islands sé best borgið til framtíðar með aðild að Evrópusamband- inu, náist um það viðunandi samningar. Við mótun samn- ingsmarkmiða er ekkert jafnmikilvægt og samstaða um að tryggja með varanlegum hætti forræði þjóðarinnar yfir auðlindinni innan íslensku efnahagslögsögunnar. Til að taka af tvímæli um það leggur Alþýðuflokkur- inn til að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá. . . Skapa þarf samstöðu þjóðarinn- ar um samningsmarkmið og fyrirvara í aðildarumsókn, sérstaklega í málefnum sjávarútvegsins.“ Alþýðuflokksmenn gera þann fyrirvara að tryggja verði „með varanlegum hætti forræði þjóðarinnar yfir auðlindinni". Það liggur fyrir af hálfu allra íslenskra stjórnmálaflokka að óhugsandi sé að íslendingar gerist aðilar að Evrópusambandinu ef það hefði í för með sér að við glötuðum yfirráðum yfir fiskimiðunum. Sú hugmynd að binda sameign þjóðarinnar á fiskimið- unum í stjórnarskrá er raunar allrar athygli verð, óháð vangaveltum um ESB-aðild. Ef til aðildarviðræðna kæmi er hins vegar erfitt að sjá hvernig stjórnarskrá íslands ætti að verða rétthærri Rómarsáttmála Evrópusambandsins í þeim, en í sáttmál- anum er kveðið á um sameiginlega fiskveiðistefnu aðild- arríkjanna. Alþýðuflokksmenn eru í raun að sækjast eftir veigamikilli undanþágu frá honum. Evrópusam- starfið gengur hins vegar ekki út á undanþágur, eins og t.d. viðbrögð annarra aðildarríkja við afstöðu breskra stjórnvalda sýna. Ekkert hefur komið fram af hálfu ESB sem bendir til að íslendingar yrðu undanþegnir megin- reglum sambandsins. Flokksþing Alþýðuflokksins breyt- ir varla miklu þar um. ÓEÐLILEG SAMKEPPNI LÝSING Dagnýjar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra tölvuþjónustufyrirtækisins Skímu, í viðtali hér í blaðinu sl. sunnudag, á reynslu hennar af samkeppni við opinber fyrir- tæki er umhugsunarefni. Eftir að fyrirtæki hennar hóf rekstur tölvupóstkerfis tóku Skýrr og Póstur og sími að bjóða upp á áþekka þjónustu. í ágúst í fyrra skipaði Samkeppnisráð Skýrr að greina á milli samkeppnisþjónustu sinnar og annars reksturs. Dagný Halldórsdóttir bendir réttilega á, að það sé óeðlilegt að ráðuneyti sýni opinberum stofnunum ekki aðhald að fyrra bragði. Ekkert sé aðhafst fyrr en Samkeppnisstofnun hafi afskipti af málinu. Bendir hún á, að oft virðist sem ráðherrar og starfsmenn ráðuneyta verði talsmenn þeirra stofnana og fyrirtækja, sem undir þá heyra, í stað þess að vera málsvarar almennings og einkaframtaks. „Ekki virðist hvarfla að ráða- mönnum að banna hinu opinbera að fara út í samkeppnisrekst- ur fyrr en aðskilnaður hefur átt sér stað. Þvert á móti virðist afstaðan vera sú að leyfa þessum aðilum að byggja upp sam- keppnisrekstur í þægilegu samlífi við vernduðu starfsemina og skilja síðan á milli þegar uppbyggingu er lokið, áhættan að baki og einkaaðilar liggja jafnvel í valnum,“ segir Dagný. Auðvitað nær framferði opinberra aðila af þessu tagi ekki nokkurri átt. Sá hugsunarháttur og þau vinnubrögð, sem Dagný Halldórsdóttir lýsir í viðtalinu er úreltur og á ekki erindi í nútíma þjóðfélagi. Það er löngu orðið tímabært að ráðamenn hér á landi taki upp nýjan hugsunárhátt og gæti hagsmuna almennings í þessu landi, en ekki kerfisins. MENN, SEM hafa dottið og slasast í hálku eða fengið grýlukerti á sig eða bíl sinn, hafa hingað til að- eins krafist bóta af forsvarsmönnum verslana og opinberra stofnana. Ann- að hvort hefur enginn slasast af þess- um sökum fyrir framan íbúðarhús, eða þeim sem í því hafa lent, hefur ekki þótt ástæða til að krefjast skaða- bóta. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæsta- réttarlögmaður hjá Húseigendafélag- inu, segir engar lögfestar og skráðar reglur til um ábyrgð húseigenda í slíkum tilvikum. „Hún fer eftir ólög- festum meginreglum og dómafor- dæmum. í því efni gildir almenna skaðabótareglan og samkvæmt henni er skilyrði fyrir bótaskyldu að um sök; ásetning, gáleysi eða vanrækslu húseiganda sé að ræða.“ Gáleysi er . . . „Almennt gildir að sá sem krefst bóta verði að sanna vanræksiu. Al- mennt er talið að gáleysi sé þegar menn gæta ekki þeirrar varkárni sem góður, gegn og skynsamur fjölskyldu- faðir, bonus pater familias, telur sér skylt að gera við sömu aðstæður." — Hver er eðlileg varkárni í augum þessa góða, gegna og skynsama heimilisföður? „Engin formúla er til um það, en til leiðbeiningar má nefna hve mikil og augljós fyrirsjáanleg hætta er á tjóni, hversu mikið tjón er sennilegt og hvaða fyrirbyggjandi ráðstafana var sanngjarnt að ætlast til. Þessi og raunar fleiri atriði eru vegin saman og af dregin heildarályktun. End- anlegt svar fer eftir mati á aðstæðum hveiju sinni.“ Ólíklegt að trygging bæti skaða Hjá tryggingafélögum sem haft var samband við fengust þær upplýsingar að ábyrgðartrygging myndi helsttaka til slysa af þessu tagi, en þó yrði að skoða hvert mál fyrir sig og kanna hvort hinn slasaði bæri sjálfur ábyrgð á slysinu eða hvort hirðuleysi húseig- anda hefði valdið tjóninu. í hvorugu tilfellinu yrðu greiddar bætur. Fjögur skaðabótamál af þessu tagi hafa farið fyrir Hæstarétt og öll á síðustu tíu árum. Niðurstöður eru á báða bóga. Húseigendur hafa ýmist verið dæmdir ábyrgir eða verið sýkn- aðir. Grýlukerti skemmdi bíl Veturinn 1981 féll stórt grýlukerti af húsþaki við Laugaveg á bíl og skemmdi hann. Eigandi bílsins fór í ' skaðabótamál við húseigandann og vann málið. í dómi Hæstaréttar segir að klaka- stykkið hafi verið mjög stórt. Það hafí myndast niður af pípu, sem stóð út úr austurgafli hússins. Mikil hætta hafi stafað af því fyrir vegfarendur. Umsjónarmaður hússins hafi verið látinn vita um hættuna af klakahruni um þremur klukkustundum áður en óhappið varð, en þó hafi hann ekki gert viðhlítandi ráðstafanir tii að brjóta klakastykkið niður eða koma með öðrum hætti í veg fyrir háskann. í héraðsdómnum var sérstaklega tek- ið fram að ekki bæri að meta það óaðgæslu af bílaeigandanum að leggja bflnum í stæðið við hina fjöl- förnu verslunargötu. Margbrotnaði fyrir framan búð Ári síðar, 1985, tók Hæstiréttur fyrir annað skaðabótamál, vegna slyss sem varð fyrir framan verslun í Grundarfirði árið 1979. I desember það ár datt kona fyrir framan verslun og slasaðist. Eigandi hússins var sýknaður, en meirihluti Hæstaréttar taldi ósannað að svell á stétt fyrir framan verslun- ina, eða hálka sem myndaðist þar, hefði verið meiri en annars staðar á umferðarleiðum í kauptúninu. Einatt megi búast við hálku í óstöðugu tíð- arfari hér. Minnihluti Hæstaréttar, þeir tveir dómarar sem skiluðu sératkvæði, leit öðrum augum á málið. Þessir tveir dómarar töldu að hætta á hálku hafi verið meiri á stéttinni en á malar- bornu svæði, sem lá að stéttinni, og að leið viðskiptavina hafi legið um stéttina. Því hafi verið sérstök nauð- syn á ráðstöfun gegn slysahættu, til dæmis með sandi eða íseyðandi efni. Þeir bentu á að húseigandi hafi HÁLKUSLYS BYLTAán bóta. Morgunblaðið/Kristinn Slys í hálku o g skaðabætur Engar skráðar reglur eru til um það hvort húseigandi er ábyrgur fyrir slysi vegna hálku fyrir framan heimili sitt. Brynja Tomer fletti gegnum hæstaréttardóma um skaðabótamál og ræddi við Sigurð Helga Guðjónsson, hæsta- réttarlögmann hjá Húseigendafélaginu. vitað um ísinguna, en ekki gert nein- ar varúðarráðstafanir. Þeir vildu samt skipta sök þannig að konan bæri 1/3 tjónsins, vegna þess að asi hefði ver- ið á henni og hún hraðað för sinni meira en varlegt var miðað við að- stæður og fótabúnað sinn, en þess má geta að í málaferlunum kom fram að konan hefði verið í skóm með hælbandi og um 5 sentímefra háum hæl. Þá sagði vitni að hún hefði skokkað í átt að búðinni. Handleggsbrotnaði á leið í skólann Þegar kona nokkur var á leið í tíma í öld- ungadeild Menntaskól- ans við Hamrahlíð síð- degis í nóvember 1981, datt hún á trépalli við útidyr skólans, sem ætlað- ur var til að hreinsa snjó af skóm þegar þannig viðraði. Hún slasaðist og krafðist skaðabóta frá ríkissjóði. Ríkissjóður var sýknaður. Hæstiréttur staðfesti þar með hér- aðsdóm. Hann taldi að pallurinn væri ekki ófullnægjandi að gerð eða aðkoma að inngangi skólans ógreið- fær fyrir utan hálku á pallinum. Einnig að ekkert benti til leka af þaki eða dyraskyggni niður á pall- inn. Þá hafi engin snjókoma verið þennan dag og því ekki tilefni til að fylgjast sérstaklega með hálkumynd- un við dyrnar. í forsendum héraðsdóms, sem Hæstiréttur skírskotaði til, segir að engar kvartanir um hálku hefðu bor- ist þennan dag. Ósannað væri að ávalur klakabunki hafi verið lengi á pallinum og sennilega hefði hálka myndast skyndilega af umferð gangandi fólks. Hálkan var ekki talin óeðlileg eftir atvikum né talin verða rakin til van- rækslu starfsmanna skólans. Tveir hæstaréttar- dómarar skiluðu sér: atkvæði og vildu sakfella ríkissjóð. í sératkvæði þeirra segir að hættuleg hálka hafi verið á pallinum, sem ætl- aður var til hreinsunar á fótabúnaði. Um sé að ræða byggingu, sem ijöldi nemenda sæki daglega og krefjast verði ákveðinnar aðgæslu af hálfu skólans til að koma í veg fyrir hálku. Ekki taldi minnihlutinn sýnt fram á að hálka hafi verið svo nýmynduð, þegar slysið varð, að ekki hefði mátt koma í veg fyrir hana. Því hafi hús- vörður vanrækt eftirlit sitt. Datt í Austurstræti Nýjasta skaðabótamál af þessu tagi fór fynr Hæstarétt í janúar á þessu ári. í janúar 1988 datt kona fyrir framan verslun í Austurstræti í Reykjavík og slasaðist. Meirihluti Hæstaréttar, tveir dómarar af þrem- ur, féllst á kröfu konunnar og bóta- skyldu húseigandans. Stétt fyrir framan verslunina var úr marmara og jafnhá og göngugata, sem var lögð steyptum hellum. Engin skil voru á milli marmarastéttarinnar og göngugötu nema mismunandi yfir- borð. Daginn sem slysið varð huldi lausamjöll þennan mun og olli því líka að stéttin var mun hálli en gatan. í dómi Hæstaréttar segir að það hafi verið undir hælinn lagt, hvort vegfarendur vöruðust hina sérstöku slysahættu, sem hafi leynst á al- mennri gönguleið. Ekki væri séð að neinar marktækar ráðstafanir hefðu verið gerðar til að draga úr þessari slysahættu og því verði slysið gagn- gert rakið til hinnar varhugaverðu aðstöðu á slysstað. Var húseigandi því talinn ábyrgur fyrir tjóni konunnar og ekki talið að hún ætti sjálf nokkra sök á slysinu. Einn hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og vildi sýkna húseigand- ann. Hann taldi að ekki ætti að meta það húseigandanum til sakar að hita- lögn var ekki sett undir stéttina fyrr en nokkrum árum eftir slysið. Hann benti á að engin rannsókn hefði farið fram á marmarahellunum og ekkert lægi fyrir frá kunnáttumönnum um hvort þær teldust hættulegar í snjó eða raka. Því ætti að leggja mat hér- aðsdómara til grundvallar, en hann hafi skoðað hellurnar á vettvangi. Mat hans hafi verið að þær væru nokkru hálli en steinhellur í bleytu og snjó, en þó ekki þannig að þær 1“ væru hættulegar ef eðlilegrar vark- árni væri gætt. Eigin ábyrgð Sigurður Helgi Guðjónsson segir fullvíst að dómstólar geri strangari kröfur um aðgát og fyrirhyggju til eigenda atvinnuhúsnæðis, til dæmis verslana og stofnana, sem almenning- ur þarf að sækja í. „Þótt vanræksla húseigenda teljist sönnuð og slys megi rekja til hennar, kann líka að koma til eigin sök þess sem slasast. Menn verða að kunna fótum sínum forráð og hegða sér eftir aðstæðum. I slíkum tilvikum er sök skipt og bætur lækkaðar vegna eigin sakar hins slasaða. Hæpið er að draga almennar álykt- anir af þessum fáu dómum, niðurstöð- ur eru sitt á hvað. Hæstiréttur klofn- ar gjarnan í þessum málum og eru sératkvæði tíð. Sakarmat, þ.e. hvort vanræksla valdi bótaskyldu, ræðst mjög af aðstæðum og atvikum í hverju tilviki. Fordæmisgildi nýjasta dómsins er minna en ella af þremur ástæðum: Dómurinn var aðeins skipaður þremur dómurum, en ekki fimm eins og í hinum málunum. í öðru lagi skilaði einn dómari af þessum þremur sérat- kvæði og í þriðja lagi er sá dómari prófessor í skaðabótarétti og mjög virlur fræðimaður. Bótafíkn landans Mál af þessu tagi eru tiltölulega ný af nálinni. Ég veit ekki hvað veld- ur, aðstæður hafa lítið breyst, hálka er gamalþekkt fyrirbæri og byltum hefur varla fjölgað svo mjög. Þó hef- ur dregið úr notkun mannbrodda og kann pjattaður fótabúnaður að hafa leitt til fleiri slysa. Þetta ætti ekki að hafa fjölgað bótamálum nema.síð- ur sé, því þá er það eigin sök. Ef til vill er nútímamaðurinn minna á varð- bergi fyrir aðstæðum og veðrabrigð- um, bæði húseigendur og vegfarend- ur. Kannski að bótafíkn landans hafi aukist og það valdið fjölgun dóms- mála.“ Sigurðut' telur fulla ástæðu til að hvetja húseigendur til að sýna aðgát og fyrirhyggju og gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir slys, svo sem að strá sandi og salti á svell á tröppum og stéttum og hafa vakandi auga með grýlukertum. „Eins er ástæða til að hvetja vegfar- endur til að sýna varúð, vanda fóta- búnað sinn í hálku og flýta sér hægt.“ Verslanir o g opinberar stofn- anir bera meiri ábyrgð. Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans 25 ára Komur á göngu- deild nálgast íbúa- tölu landsins Háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans varð ný- verið 25 ára. Deildin er eina sérdeild sinnarteg- undar á Stór-Reykjavík- ursvæðinu og lætur nærri að samanlagður komuff öldi á göngu- og rannsóknardeild frá upp- hafi jafngildi heildar- fjölda íbúa landsins. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg BÁRA Þorgrímsdóttir, deildarstjóri göngu- og rannsóknardeildar, dr. Stefán Skaftason, yfirlæknir, og Guðrún Kristófersdóttir, deild- arstjóri á legudeild. GÖNGU- og rannsóknardeild var opnuð árið 1975. Komum hefur fjölgað úr 7.421 árið 1976 upp í 12.641 árið 1993. Dr. Stefán Skafta- son, yfirlæknir, segir að húsnæðiss- kortur hái deildinni mest. Stefán segir að upphaflega hafi aðeins verið rekin skurðdeild með tveimur sérfræðingum og aðstoðar- lækni. „Síðan hefur starfsemin vaxið með hveiju árinu. Núna erum við með yfirlækni, níu sérfræðinga, tvo aðstoðarlækna, lýtalækni og tann- lækna í hlutastarfi. Því til viðbótar starfa hér deildarstjórar á legudeild, göngu- og rannsóknardeild, hjúkrun- arfræðingar, sjúkraliðar, ritarar og sérmenntað starfsfólk við heyrnar- rannsóknir,“ segir Stefán. Hann segir að Guðrún Kristófers- dóttir sé deildarstjóri legudeildar. Deildin rúmi 15 sjúklinga eða helm- ingi færri en henni beri samkvæmt erlendum stöðlum. „Samtals eru um 1.300 sjúklingar lagðir inn árlega til alls kyns aðgerða og veruleg fjölgun hefur orðið á meiriháttar aðgerðum í sambandi við krabbamein í höfði og hálsi hin síðari ár,“ segir hann. „Allar meiriháttar aðgerðir eru fram- kvæmdar á almennri skurðdeild. Aðgerðafjöldi deildarinnar er um 2.000 á henni en minniháttar aðgerð- ir í staðdeyfingu eru gerðar á skurð- stofu göngudeildar. Aðgerðir af því tagi hafa oft verið um 1.000 á ári.“ Göngu- og rannsóknardeild Göngu- og rannsóknardeild var, eins og áður sagði, stofnuð árið 1975. Deildarstjóri hennar er Bára Þorgrímsdótt- ir. Stefán segir að starfsemi deildarinnar hafí vaxið verulega fyrsta áratuginn en staðið í stað með 13.000 til 17.000 komur á ári síðustu ár. „Á göngudeild er fyrst og síðast sinnt bráðatilfellum innan sem utan spítala, s.s. vegna alls kyns blæð- inga, aðskotahluta í vélinda- og öndunar- færum og andlitsá- verka og endurkomu- tilfellum sjúklinga frá legudeiid. Við veitum öðrum sjúkrahúsum sérfræðilega þjónustu enda er deildin eina sérdeild sinnar tegundar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Hún þjónar raunar landinu öllu þegar um meiri- háttar tilvik er að ræða innan grein- arinnar," segir Stefán og fram kem- ur að deildin hefur séð um alla kennslu í greininni í Háskóla íslands um tíu ára skeið. Á deildinni fara fram sérhæfðar rannsóknir. „Sumt, s.s. rannsóknar- eining í jafnvægisfræðum, loftflæði- rannsóknir í efri hluta öndunarfæra og þýrstingsmælingar í vélinda, er ekki gert annars staðar á landinu. Auk þess er hér eining fyrir heymar- fræðilegar rannsóknir og önnur fyrir rannsóknir á ofnæmissjúkdómum í efri hluta öndunarfæra. Að lokum má svo geta þess að hér er rannsókn- ar- og meðferðareining í talmeina- fræði,“ segir Stefán. Hann segir að árið 1980 hafí af frumkvæði Þóarins Sveinssonar yfir- læknis á krabbameinsdeild Landspít- alans verið komið upp göngudeildar- starfsemi fyrir krabbameinssjúka á deildinni. Læknar og hjúkmnarfræð- ingar komi saman vikulega til að skoða sjúklinga. Alls eru um 170 krabbameinssjúklingar á skrá á deildinni. Stefán segir að mikinn tækjabún- að þurfi til rannsókna og aðgerða. „Okkur hafa verið gefin flest meiri- háttar tæki á þessum 25 ámm. Li- ons-hreyfingin hefur einkum og sérí- lagi staðið að þeim gjöfum og hefur hún m.a. gefið okkur innbú í heila skurðstofu fyrir heyrnabætandi skurðaðgerðir.“ „Lít björtum augum til framtíðar“ Stefán segist líta björtum augum til framtíðar. „En það sem háir deild- inni mest í öllu sínu starfi er hús- næðisskortur. Legurými þyrftu að vera a.m.k. 24 og ef vel ætti að vera þyrfti göngu- og rannsóknar- deildin helmingi meira pláss en nú er. Fjárhagslegur rekstur deildarinn- ar hefur að mínu mati verið mjög hagstæður fyrir heilbrigðisyfirvöld og starfsemin ákaflega léttur fjár- hagslegur baggi á heilbrigðiskerfmu. Samstarf innan deildarinnar hefur verið óvenju gott og ég leyfi mér að færa öllum þeim sem hlut eiga að máli mínar bestu þakkir fyrir frá- bært samstarf þann aldaríjórðung sem deildin hefur starfað," segir Stefán. Frá byijun hefur 29.841 sjúklingur verið lagður inn á deild- ina. Aðgerðir er orðnar 46.321 og komur á göngu- og rannsóknardeild 253.247 samtals. YRJA Dögg Kristjánsdóttir, 7 ára, var í skoðun hjá Daníel Guðnasyni í vikunni. Bára Þorgrímsdóttir og Guðrún Kristófers- dóttir segja að börn séu stór hluti þeirra sem komi á göngudeild og legudeild. Guð- rún telur að á legudeild nálgist hlutfallið helming enda sé mikið um að krakkar komi í hálskirtlatöku á Borgarspítalann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.