Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 11 AKUREYRI Miklar umræður um málefni ÚA, ÍS og SH á fundi bæjarstjórnar Akureyrar Bæjarstjóra falið að ræða við IS um flutn- ing að hluta eða í heild TILLÖGU Heimis Ingimarssonar fulltrúa Alþýðubandlags í bæjar- stjórn Akureyrar um að vísa frá samþykkt bæjarráðs þess efnis að sölumál Útgerðarfélags Akur- eyringa verði ekki flutt frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna til íslenskra sjávarafurða var vísað frá á fundi bæjarstjórnar í gær. Samþykkt var tillaga bæjarstjóra, Jakobs Björns- sonar um að honum verði falið að ræða við forsvarsmenn ÍS um hvort til greina komi að flytja fyrirtækið í heild eða hluta til Akureyrar án þess það tengdist sölumálum ÚA. Miklar umræður urðu um málið á fundi bæjarstjórnar í gær. Heimir Ingimarsson benti ítrekað á að hann væri styddi afstöðu framsóknar- manna í bæjarstjórn um að væn- legri kostur væri að fá höfðustöðvar IS norður fremur en að taka tilboð SH um atvinnuuppbyggingu í bæn- um gegn því að fá að annast sölu- mál ÚA. Jakob Björnsson bæjar- stjóri sagði það hjákátlegt hjá Heimi að koma fram með tillöguna á þessu stigi málsins og á hann yrði ekki hlustað þegar hann reyndi að skella skuldinni á Framsóknarflokkinn í málinu. Meirihlutasamstarf Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags byggði á heilindum og sanngirni og ekki yrði hlaupið til þó bæjarfulltrú- inn léti loðin og óskýr ummæli um stuðning við ÍS leiðina falla í blaða- viðtölum. Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn gagnrýndu framgöngu meiri- hlutans í málinu og sögðu að starfi viðræðuhóps bæjarstjórnar hefði aldrei verið lokið, málið hefði aldrei verið rætt málefnalega innan hóps- ins. Framsóknarmenn bentu á að ef fara hefði átt þeirra leið í málinu, þ.e. að velja höfðustöðvar ÍS hefði ekki verið um annað að ræða en mynda nýjan meirihluta í bæjar- stjórn. Þeir hefðu fengið skýr skila- boð frá Alþýðubandalaginu um að slíkt væri ekki á döfinni en flokkur- inn reynt fyrir sér á öðrum vígstöðv- um án árangurs. Fulltrúi Alþýðu- flokks, Gísli Bragi Hjartarson, full- yrti á fundinum að annar meirihluti hefði verið á teikniborðinu í langan tíma, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- bandalags og Alþýðubandalags. Vill kanna ÍS-leiðina betur í greinargerð með tillögu Heimis Ingimarssonar segist hann álíta að ekki hafi verið unnið að málinu með hagsmuni atvinnulífs á Akureyri að leiðarljósi né af þeirri festu sem nauðsynleg sé slíku stórmáli. Fyrir hafi legið að ÍS var tilbúið til við- ræðna við bæjarstjórn með þeim formerkjum að þeir sýndu fram á að þeir gætu lágmarkað eða eytt þeirri óvissu sem flutningur afurða- sölu ÚA til þeirra kynni að hafa á félagið og að í slíkar viðræður yrði farið án skuldbindinga af bæjarins hálfu. Hefði niðurstaða slíkra við- ræðna orðið sú að of mikil hætta væri í fólgin í slíkri breytingu fyrir Úa hefu sölumálin orðið með óbreyttum hætti. í máli Heimis á fundi bæjarstjórn- ar í gær kom fram að hann legðist ekki gegn tilboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og bar lof á form- ann stjórnar SH fyrir framgöngu í málinu. Hann hefði hins vegar talið hinn bitann stærri fyrir akureysk atvinnulíf. „Nú eigum við ekki að láta laust né fast fyrr en við fáum höfuðstöðvar SH hingað í heilu lagi,“ sagði Heimir. Engin málefnaleg umræða Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi gagnrýni meirihlutann í bæjarstjórn Akureyrar fyrir fram- göngu ÚA-málinu, keyra hefði átt í gegn ákveðna niðurstöðu, án sam- ráðs við minnihlutann og stjórn og stjórnendur Útgerðarfélags Akur- eyringa sem aldrei hefði verið rætt við um málið. Það hefði verið væn- legra til árangurs að að hafa sam- starf við þessa aðila. Hugmyndin eins og hún kom fram í fyrstu um flutning fyrirtækis frá Reykjavík til Akureyrar væri allra athygli verð. Málið hefði síðan farið að snúast um sölu á hlutabréfum bæjarins í ÚA sem aldrei höfðu verið auglýst til sölu. Sigríður sagði skoðanir skiptar í bænum í þessu máli og dró ekki dul á að áherslumunur væri milli bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins. Þeir væru sammála um ýmsa þætti þess en munu væru á áherslum, þeir væru hins vegar báðir tilbúinir til að skoða málið betur enda væri óeðli- legt að landsbyggðin byggi upp alla sína þjónustustarfsemi í Reykjavík. Markaðsmál ÚA verði í sífelldri skoðun Sigurður J. Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn sagði flokkinn ítekað sett fram þá skoðun að selja ætti hluta af hlutabréfum bæjarins í ÚA þannig að hann yrði minnihlutaeigandi í fyrirtækinu. Gengi hlutabréfa væri lágt nú og því ekki rétt að selja þau strax. Markaðsvirði væri um einn milljarð- ur en mati bæjarfulltrúa flokksins væri að ef bréfin yrðu seld þyrfti verð þeirra að vera tvö- til þrefalt hærra. Fulltrúar flokksins hefðu í upp- hafi ákveðið að vinna að málinu af heilindum í samstarfi við meirihluta bæjarstjórnar. Si'gurður rakti rök bæjarfulltrúa flokksins fyrir því að Morgunblaðið/Rúnar Þór BÆJARFULLTRÚAR Alþýðubandalags, Heimir Ingimarsson og Sigríður Stefánsdóttir, þungt hugsi á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær, en fjær eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks, þeir Þórar- inn B. Jónsson, Björn Jósef Arnviðarson og Sigurður J. Sigurðs- son. þeir töldu SH leiðina vænlegri en leið ÍS. Frá viðskiptalegu sjónar- horni ÚA væri fátt sem mælti með því að bæjarstjórn nýtti sér meiri- hlutavald sitt til að knýja á um breyt- ingar á sölumálum félagsins. Ekki væri þar með sagt að sölumál ÚA væru í hinum eina sanna farvegi og engu mætti breyta,. Stórt og öflugt fyrirtæki eins og ÚA ætti sífellt að vera með sín markaðsmál í skoðun og leita allra leiða til að ná sem bestri arðsemi í rekstri. Starfmönn- um hefði fjölgað við fullvinnslu sjáv- arafurða sem sýndi að sölumál væru að taka breytingum. Sterk hagsmunagæsla nýtt gegníS „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá,“ vitnaði formaður at- vinnumálanefndar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, Guðmundur Stefánsson í skáldið frá Fagraskógi en hann taldi framsóknarmenn ekki hafa notið sannmælis fyrir það frum- kvæði sitt að vinna að því að fá höfðustöðvar Islenskra sjávarafurða til Akureyrar sem leiddi til þess að framundan væri mikilvægt átak í atvinnumálum Akureyringa. Guðmundur sagði að ætla hefði mátt að Akureyringar hefðu tekið tilboðinu höndum tveim, enda slíkt gefið atvinnulífi bæjarins nýjar vídd- ir og áður óþekkta þróunarmögu- leika. Viðbrögð hefði orðið á annan veg, í stað gleði hefði áhyggjur ríkt hjá minnihlutanum og hvatt hefði verið til varfærni fremur en að hvetja menn til dáða. Dregið hefði verið í efa að hagsmunir bæjarins og ÚA færu saman og minnihluti bæjar- stjórnar og meirihluti stjórnar ÚA lagt áherslu á að hvergi mætti hvika frá ítrustu hagsmunum félagsins þó hagsmunir bæjarins og bæjarbúa væru í húfi. Sterk hagsmunagæsla var nýtt gegn ÍS og til að mynda hefði framkvæmdastjóri ÚA lýst yfir löngu áður en búið var að taka af- stöðu í málinu að sölumálum væri betur komið hjá SH en ÍS. Þeir sem voru á annarri skoðun voru hvattir til að skoða málin betur. Þyrlað upp moldviðri Reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri og fulltrúum FYamsókn- arflokks gerðar upp skoðanir, m.a. þá að þeir væru að reka erindi KEA. Slíkt væri þeim víðsfjarri, þeir vildu aðeins efla atvinnulífíð á Akureyri. Þeir hefðu ekki farið dult með þá skoðun að tilboð ÍS um flutning höfuðstöðvar til bæjarins væri áhugaverðara en tilboð SH. Þeirri skoðun hefði verið reynt að vinna fylgi en ekki náðst um það sam- komulag í meirihluta bæjarstjórnar. Þér eru allir vegir færir með Macintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hægt er að nota hana fyrir nánast allt sem viðkemur námi, starfi eða leik. Svo er hún með íslensku stýrikerfi og fjölmörgum forritum á íslensku. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappaborði, mús, 4 Mb yinnsluminni og 250 Mb harðdiski. í36n f£f , ‘*'s 1 &&&» M píí * Upphæöin er meöaltalsgreiðsla með vöxtum, lántökukostnaði i r^orcli ■mrtlrli [ ClS TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA RAÐGRílVSLUU j TÍL A LLTAÐ24MÁNAOA Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.