Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 23 AÐSENDAR GREINAR Afturhaldssjónarmið Tilvísanir Ragnars Amalds - já takk! Skortur á framsýni í atvinnumálum Jóhanna Signrðardóttir í GREIN eftir Ragn- ar Arnalds, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 4. febrúar, lýsir hann áhyggjum sínum vegna afstöðu minnar til er- lendrar fjárfestingar og skuldasöfnunar í sjáv- arútvegi. Ég vil ekki ætla Ragnari að hann skrifi um mín viðhorf gegn betri vitund og tel víst að áhyggjur hans starfí af vanþekkingu á stefnu Þjóðvaka eða jafnvel því að hann hafí ekki fylgst nægjanlega með að undanförnu. Bakdyramegin inní sjávarútveginn Þjóðvaki telur rétt að laga íslenska löggjöf um erlenda fjárfestingu af þeirri breytingu sem hefur orðið á umliðnum árum m.a. með tilkomu stórra öflugra almenningshlutafé- laga í sjávarútvegi sem selja bréf sín á hlutabréfamarkaði. Við vitum að erlent hlutafé eða eignarhald er þeg- ar til staðar með ýmsum hætti bæði í veiðum og vinnslu. Þar er t.d. um að ræða hlutabréfaeign fyrirtækja sem erlend félög eru síðan eigendur að, en Ragnar hlýtur að vera kunn- ugt um t.d. eignarhluti olíufélaganna í fjölmörgum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Einnig eru þekkt dæmi um það að fyrirtæki erlendis „láni“ íslensk- um útgerðarmönnum fé til kvóta- kaupa gegn því að þeir landi svo og svo miklu í gáma, en mörg fyrirtækj- anna eru mjög skuldsett og þurfa að sæta afarkostum. Þannig eru þau dæmi þegar til staðar að lánveitandi láni fé beinlínis til að skipta sér af rekstrinum. Þau vandamál hverfa ekki við það eitt að menn þykist ekki vita af þeim, heldur þarf að koma lögum yfir þessa þróun og stemma stigu við því að útlendingar haldi áfram að koma bakdyramegin inn í sjávarútvegi. Lánsfé eða áhættufé Skuldir sjávarútvegsins eru vel á annað hundrað milljarðar króna og að langmestu leyti í erlendum lánum. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af þess- ari þróun. Það er því að öllu jöfnu betra að fá takmarkað erlent áhættufé í formi hlut- afjár gegn ströngum skilyrðum, en að bæta sífellt við erlendar skuldir. Af því þurfum við að greiða háa vexti burtséð frá afkomu fyr- irtækjanna, en kostn- aður við takmarkaða eignaraðild ræðst fyrst og fremst af afkomu fyrirtækjanna. Benda má einnig á að fjölþjóð- legt samstarf fyrir- tækja, m.a. með tak- markaðri eignaraðild, hefur aukist stórkostlega undanfarin ár í löndun- um í kringum okkur. Við hljótum að skoða með opnum hug hvort það sé ekki mikilvægur þáttur í auknum Vegna mikilvægis utan- ríkisviðskipta fyrir okk- ur og lífskjörin í landinu er ekki skynsamlegt að ala á ótta við útlend- inga, að mati Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún segir að einstaka stjórnmálamanni hætti til þess, sérstaklega fyr- ir kosningar. hagvexti hér á landi og bættum lífs- kjörum að taka þátt í þeirri þróun á jafnréttisgrundvelli. Ströng skilyrði Þjóðvaki setur mörkin við algera minnihlutaeign erlendra fyrirtækja, eða 20%. Fyrirvarar okkar eru einnig þeir „að ljóslega verði kveðið á um þjóðareign fískistofna í lögum með auðlindagjaldi, sem tryggi sameigin- lega eign landsmanna á fískistofnun- um, og að afli fari um innlenda físk- markaði." Þá telur Þjóðvaki mikilvægt að „efla þátttöku Islendinga í sjávarút- vegi erlendis, bæði veiðum, vinnslu og sölu“. Takmarkað eignarland út- lendinga hérlendis getur opnað margvislega möguleika við markaðs- setningu og í fjölþjóðlegu samstarfí sem sífellt verður algengara, einkum á sviði sjávarútvegs. Þetta er þróun sem við verðum að taka þátt í, ekki síst til að flytja út íslenskt hugvit og þekkingu. Alið á ótta Vegna mikilvægis utanríkisvið- skipta fyrir okkur og lífskjörin í land- inu er ekki skynsamlegt að ala á ótta við útlendinga, eins og einstaka stjórnmálamanni hættir til, sérstak- lega fyrir kosningar. Afturhaldssjón- armið Alþýðubandalagsins eru vel þekkt í þessum efnum. Það var gert fyrir síðustu kosningar vegna EES- samningsins, þar sem alið var á ótta um að útlendingar myndu fara að fjárfesta hér í miklum mæli og kaupa upp heilu dalina og fallvötnin. Þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að laða að erlenda fjárfesta virðist áhugi þeirra enginn vera. Allir vita að fjár- festingar í atvinnulíinu eru í hættu- legu lágmarki og leita þarf allra leiða til að örva hana. En vissulega ber að fara að öllu með gát varðandi erlendar fjárfestingar. Það viljum við í Þjóðvaka gera og horfum þá m.a. til þess að úlendingum er heimilt að eigi allt að 20% í bankastarfsemi á íslandi. Það má því ljóst vera að sú stefna sem Rágnar hefur áhyggjur af í grein sinni er hvorki stefna mín né Þjóð- vaka. Stefna okkar í Þjóðvaka er fyrst og fremst að bæta hag launa- fólks og tryggja lífskjörin í landinu. I því ljósi skoðum við málin og mun- um áfram gera. Höfundur er nlþingismadur og formaður Þjóðvaka. Asnar í annan endann - eða báða ALÞÝÐA manna tók sér þessi orð mjög í munn á íjórða ára- tugnum, þegar komm- únistar (leifar af kentárum) tóku að æsa sig og boða sæluríki, ef afnuminn yrði eignarréttur einstakl- ingsins að dæmi Rússa. Menn notuðu einnig þetta orðtæki um náunga sinn, sem þeim þótti misvitur. Þá var og sagt, að þessi eða hinn væri „asni í afturendann" og það var alls ekki óalgengt að það hittust mehn sem sagðir voru „asnar enda“. Orðtæki þessi eiga sér lífeðlisleg- ar orsakir í þróunarferi mannsins, sem öllum er kunnugt, þótt hér sé rakið til upprifjunar þeim, sem eru að hissa sig á asnastykkjum manns- ins. Málið er þannig vaxið að í árdaga veraldar skriðu kykvendi nokkur á kviðnum uppúr hafdjúpum, stönz- uðu í fjöruborðinu til að kasta Ásgeir Jakobsson í báða mæðinni áður en þau réðust í að skríða uppá kambinn og uppá þurr- lendið. Þar tók þessum kykvendum að vaxa fætur til að bera sig á yfir landið eftir æti. Kykvendin uxu í tíð- inni upp í háfættar og ferfættar skepnur margskonar sem bitu gras og undu glaðar við sitt, allar nema asninn, enda bjó hann við óvirðingu annarra dýra. í sífelldum til- raunum sínum við að reisa sig í framendann til jafns við hestinn, leifar af klaufum asnans. Og það ræður ekki litlu um hegð- an mannsins að ganga á asnaklauf- um, því að innangengt er með nokkrum hætti úr hælunum og uppí höfuðið. Alþýða manna gengur álút og reynir að stíga sem jafnast í fótinn. Virkastur er asninn í þeim sem reigja sig, jafnvel kerra sig, þá með höfuðið aftur á bak, en sá verður mestur reigingurinn. I þeim stell- Trúlega er kvótakerfið mesta „klaufasparkið“, segir Asgeir Jakobs- hljóp vöxtur í framfæturna og asn- inn tók að vaxa lóðrétt að framan og til urðu kentárar, asnar að aftan en í mannsmynd að framan. Um síðir fór svo að asninn rann allur inn í framendann og þá orðinn maðurinn sem enn er þó ekki full- skapaður. Asninn er dreifður um manninn allan, en við höfum ekki aðrar leif- ar áþreifanlegar en rófubeinið, leif- ar af rófunni, og hælana sem eru Magnús R. Jónasson son, sem gefur því einn- ig nafnið „asnastykki“. ingum stíga menn fastast í hælana, gleymnir á það að hælarnir eru klaufir asnans. Við eigum orðið „klaufaspark“ um hin minniháttar mistök en „asnastykki" um hin stærri mistök- in. Trúlega er mest íslenzkra dæma þessa stundina, kvótakerfið í fisk- veiðistjómuninni sem var klaufa- spark Kristjáns og Halldórs en er orðið asnastykki Kristjáns og Þor- steins. Þeir kerra sig. Höfundur er rithöfundur. FÁ MÁL hafa fengið meiri umfjöllun í fjöl- miðlum undanfarið en sú ákvörðun heilbrigð- isráðherra að koma aft- ur á tilvísunum sem skilyrði fyrir greiðslu Tryggingarstofnun rík- isins (TR) á sérfræði- lækniskostnaði. Hjá allflestum þjóðum í kring um okkur, sem við berum okkur saman við, er tilvísun heimil- islæknis skilyrði fyrir greiðslu sjúkratrygg- inga á slíkum kostnaði. Það er athyglisvert, að ef skoðaður er kostnað- ur einstakra þjóða af heilbrigðisþjónustu þá er kostnað- urinn í flestum tilfellum minni hjá þeim þjóðum, sem nota tilvísanir sem stýrikerfí. Mjög veigamikill þáttur í fram- haldsnámi í heimilislækningum er þjálfun í að takast á við fjölbreytt og margslungin vandamál einstakl- inga og fjölskyldna. Starf heimilis- læknisins er í grasrótinni, ef svo má segja, þar sem fengist er við vanlíðan skjólstæðinganna af hvaða toga sem hún er. Þriðjungur þeirra sem koma til heimilislæknis fá ekki ákveðnar sjúkdómsgreiningar, hafa e.t.v. áhyggjur af ákveðnum ein- kennum og okkar hlutverk er m.a. að greina þar á milli og veita bestu úrlausnir en með sem minnstum kostnaði fyrir einstaklinginn og heil- brigðiskerfíð. Reynslan og tölur er- lendis frá sýna, að heimilislæknar geta leyst með skjólstæðingum sín- um yfirgnæfandi meirihluta þeirra vandamála er upp koma. Heimilis- læknirinn á að hafa yfirsýn yfír heilsufar skjólstæðinga sinna og hjá honum safnast upp banki upplýs- inga um heilsufar einstaklinga og fjölskyldna, sem er ómetanleg hjálp við úrlausn vandamála seinna meir. Notkun á sérfræðilegri læknishjálp er að sjálfsögðu eitt af nauðsynleg- um úrræðum í vopnabúri heimilis- læknisins, sem hann notar auðvitað í náinni samvinnu við skjólstæðing sinn. Þegar fólk leitar til sérfræðings hvort sem það er með tilvísun eða ekki á sérfræðingurinn samkvæmt samningi sínum við TR að senda heimilislækni bréf með upplýsingum um samskiptin. Slík bréf eru mjög mikilvæg og nauðsynleg til að unnt að _ hafa yfirsýn yfír heilsufar fólks. I umfjöllun sérfræðinga und- anfarið fullyrða þeir að í 70-80% tilfella sendi þeir bréf vegna sam- skipta sinna. Þetta má vel vera rétt varðandi þá sem koma með tilvísan- ir en fyrir þann stóra hóp sem kem- ur án tilvísunar er þetta alger fírra. I mínum skjólstæðingahópi og þeirra lækna sem ég vinn með er það nánast alger undantekning, að ég fái bréf frá sérfræðingi hafi ég ekki átt þátt í að senda viðkom- andi, þó til séu vissulega sérfræð- ingar, sem sinna þessari skyldu vel. Sérfræðingar hafa þannig gert mér ókleift að hafa þá yfirsýn sem mér ber. Árum saman höfum við heimil- islæknar klifað á nauðsyn þess að fá þessar upplýsingar en ekkert hefur breyst. Með því að sinna ekki þessari skyldu sinni-hafa sérfræð- ingar lítilsvirt bæði skjólstæðinga sína og heimilislækna og kallað yfír sig tilvísanir. Fyrir mér er þetta hreint faglegt mál, ég get ekki stundað starf mitt sem skyldi nema fá þessar upplýsingar. Sérfræðingar sem hópur eru fyrir löngu búnir að sýna, að þeir ætla ekki að breyta þessu. Með tiikomu tilvísana hef ég mun betri yfirsýn yfir hvert skjól- stæðingar mínir fara og hvers vegna og get betur kallað eftir niðurstöð- um, berist þær ekki. Þess vegna styð ég heilshugar áform heilbrigðisráð- herra um að koma á tilvísunum. Sérfræðingar í læknastétt geta hafið störf utan spítala með því að tilkynna TR að þeir hafí tekið til starfa ög geta þá farið að senda TR reikninga vegna vinnu sinnar. Ekki veit ég til þess að annars staðar í okk- ar opinbera kerfí geti menn hafið störf að eigin óskum og sent ríkinu reikninga vegna vinnulauna. Er nokkur furða, að þeir sem fjármál þjóðarinnar á samdráttartímum vilji halda um þessum stoppa upp í svona gat? Sérfræðing- um hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum og hefur sú fjölgun verið mjög tilviljunarkennd. Þrátt Sérfræðingar nota órökstuddar og óþolandi aðdróttanir, segir Magnús R. Jónsson, sem mælir hér með til- vísanakerfínu. fyrir þessa fjölgun sérfræðinga síð- ustu ár getur tekið vikur og jafnvel mánuði að komast að hjá sumum sérfræðingum. Á sama tíma og sér- fræðingar tala um hvað tilvísanir muni seinka greiningum og torvelda aðgengi að sérfræðingum þá eyði ég allt of miklum tíma í að koma skjólstæðingum mínum til sérfræð- inga þar sem biðtími er lengri en hægt er að sætta sig við. Hvers vegna er þetta sva? Er það vegna þess, að þeir eru að sinna störfum, sem ég ætti að vera að sinna og eru þess vegna óaðgengilegir fyrir þá, sem raunverulega þurfa aðstoð sérfræðinga? Það skyldi ekki vera, að sérfræðiaðstoð yrði markvissari og aðgengilegri í tilvísunarkerfi? Ekki veit ég til þess að sérfræð- ingar hafí haft tilburði til eða hvatt til að reynt yrði að meta hver er raunveruleg þörf þjóðfélagsins fyrir þjónustu hinna ýmsu sérfræðinga. Hefði það verið mjög við hæfi því ætla má, að þeir hafí þar þung lóð að leggja á vogarskálarnar. Þvert á móti hafa menn raðað sér á garðann og það er nú vonum seinna, að stjórnmálamenn taka ómakið af sér- fræðingum og reyni að setja ramma utan um þjónustu þeirra. í þessu sambandi má minna á, að Félag íslenskra heimilislækna samþykkti fyrir mörgum árum staðal, þar sem fram koma ákveðnar rökstuddar viðmiðunartölur varðandi æskilegan fjölda heimilislækna og fjölmargt annað í starfi og aðstöðu þeirra. Tilvísanir eru nú að verða að veruleika, ekki síst fyrir það hvern- ig sérfræðingar hafa haldið á spilum sínum. Þeir hafa seilst langt eftir rökum gegn tilvísunum m.a. endur- tekið órökstuddar aðdróttanir um að heimilislæknar séu ekki starfi sínu vaxnir. Þær aðdróttanir eru þeim til lítils sóma og þarf að taka upp á öðrum vettvangi síðar. Flestir heimilislæknar eru vel menntaðir, mikill meirihluti þeirra með sér- fræðimenntun í sínu fagi og hafa eins og aðrir sérfræðingar það fyrst og fremst að leiðarljósi að vinna að heill og velferð skjólstæðinga sinna. Höfundur er hcilsugæsluUeknir við Heilsugæslustöðina í Fossvogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.