Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „MALVERK" MYNPLIST Listasafn Kópavogs MÁLVERK SEX MYND- LISTARMANNA Opið frá 13-18 alla daga nema mánu- daga. Til 12 febrúar. Aðgangur 200 kr. Sýningarskrá 500 kr. LISTASAFN Kópavogs ætlar ekki að gera það endasleppt um listkynningar. Hver sýningin rekur aðra og er framkvæmdaviljinn lofs- verður, en um leið má gagnrýna hve fljótt þær eru teknar niður. Tvær vikur, sem gerir þijár helgar er að minnsta kosti einni viku (og einni helgi) of lítið um sumar fram- kvæmdir, og þá einkum eins og þá sem nú stendur yfir og hefur einfaldlega hlotið heitið „Málverk". Kynnt eru ný málverk eftir þá Daða Guðbjörnsson, Eyjólf Einars- son, Gunnar Örn, Jón Axel Bjöms- son, Jón Óskar og Sigurð Örlygs- son, og er sá elsti fæddur 1940 (Eyjólfur), en sá yngsti 1956 (Jón Axel). Safnið hefur er svo er komið að nokkru tekið að sér hlutverk sem Kjarvalsstaðir höfðu áður og var arfur viðhorfsins í kringum Lista- mannaskálann gamla í Kirkju- stræti. Og þó að þangað rötuðu einnig undirmálssýningar, er það einungis hið sama og gerist hvar- vetna í heiminum. Hver hefur ekki litið inn á listasafn í útlandinu og orðið fyrir miklum vonbrigðum með sýningar innan veggja þess þá stundina? En málið er líka þannig vaxið, að fýrir suma eru allar sýningar undirmálssýningar sem falla ekki að þeirra skoðunum hveiju sinni, og einhveijum stórasannleik, sem verður þeim mun afdrifaríkari og altækari sem þjóðfélögin eru minni og afskekktari. Og það skrítna er, að í litlu samfélögunum er alltaf verið að búa til kreppu á einhveiju sviði til að geta haldið öðru fram af enn meiri krafti, - valtað enn rækilegar yfir andstæð gildi. í marga áratugi hefur það verið boðað af þröngum hópi hagsmuna- aðilá, að málverkið sé liðið undir lok, og eins og mörgum mun í fersku minni tókst hreinlega að myrða það á áttunda áratugnum, en um leið að tæma flest listhús og söfn og stórminnka áhugann á myndlist almennt. Má segja að skorkvikindi hafi verið hið eina sem sóttu sumar sýningar heim, ásamt ættingjum og vinaliði listamann- anna sem gjaman voru í hassrúsi. Slík var ásókn svifdýra á sumar framkvæmdir, að sagt var í gamni og alvöru að allar flugur Kalifor- níu hafi komið á sýningu nokkra. Allan áratuginn varðaði það heimsendi, ef einhver stakk upp á því að sýna málverk á alþjóðlegri sýningu og gott ef menn vildu ekki vista viðkomandi á geðveikra- hæli með hraði. En að því kom að niðurlæging listarinnar var svo mikil að nauðsynlegt þótti að lyfta málverkinu aftur á stall um stund, en þá var það gert með slíku óþvinguðu fijálsræði, að jafnvel myndir Emil Nolde, svo og fyrri tíma slettulist, litu út sem strangflatalist í samanburði. Um leið var öllum tæknilegum gildum gefíð frí, en stílað á stjórnlaust hugarflugið og öll meðöl leyfileg í stað pentskúfanna, jafnvel ras- skinnarnar. Þetta fór skiljanlega .úr böndum eins og hitt, því öll afmenntun í list hlýtur fyrr eða síðar að leiða til upplausnar. Ljóm- inn af nýbylgjunni stafaði fyrst og fremst af því hve málverkið hafði ar' lengi verið fryst úti, og er hann fór að dofna urðu menn ónæmari fyrir öllum slagverkum áróðurs- meistaranna hversu hátt sem þau voru stillt og sleg- in af hinum óprúttnu hags- munaaðilum. Það gekk svo eftir, að er áhuginn fyrir hinu óhefta og óskipulagða „fijálsa málverki" minnk- aði, fóru sömu aðilar að tala um „kreppu“ í mál- verkinu, sem ér jafn mis- vísandi á tíunda áratugn- um og þeim áttunda. Ein- faldlega vegna þess að allt tímabilið hafa málarar annarra viðhorfa unnið í kyrrþey að list sinni og beðið eftir að hinu tilbúna óveðri slotaði, og Pótemk- íntjöld listpáfanna hryndu. Þetta minnir á tíma strangflatamálverksins á sjötta áratugnum, er öllu öðru var ýtt til hliðar, en á sama tíma voru þó einhveijir bestu dúkar óform- legu listarinnar (art informel) mál- aðir, sbr. Jean Fautrier. Menn þurfa einungis að glugga fordóma- laust í listasöguna til að upp renni fyrir þeim ljós, og á síðustu tímum er margt að skýrast um staðlað eðli listamarkaðsins sem mun fá ýmsa útkjálkabúa til að skipta lit- um. Sú kreppa á almennum lista- markaði sem menn eru svo að gera málverkið ábyrgt fyrir, er allt annars eðlis og kemur ekki einstaka liststílum hið minnsta við, en hins vegar tókst gróðaöflum listamarkaðsins og verðbréfabrös- kurum að margfalda verðgildi málverka um stund með hvers konar innbyrðis plotti. Hef ég margoft reynt að varpa ljósi á þetta og klikkja má út með því að vísa til, að í raun er málverkið mun verðmeira á alþjóðamörkuðum nú um stundir en í upphafi níunda áratugarins. Málverkið lýtur sínum eigin lög- málum þegar allt kemur til alls og ryður sér leiðir eftir eigin höfði og þörfum, en fer síður eftir dyntum listhúsa og sýningarstjóra stór- safnanna, og hinn framsækni lista- maður málar samkvæmt innri þörf og samvisku en ekki eftir því hvemig kippt er í spottann í út- landinu. Eins og fyrr bylur hæst í tómum tunnum, og helstu áróðursmeistar- ar hinnar tilbúnu kreppu á Norður- löndum eru hinir marxísku fræð- ingar í Svíavirki ogstrengjabrúður þeirra, en stefna þeirra undanfarin ár hefur ótvírætt beðið skipbrot. Þeim hefur tekist að gera sýn- ingarsalina í menningarsetrinu að þeim minnst sóttu í byggðu bóli og málgagn sitt,- „Siksi“, hið minnst lesna, og lítur helst út fyr- EYJÓLFUR Einarsson: „Þrír Titaník- olía á striga 195 x 147 sm. 1994. ir að þeir séu enn- með báða fætur kyrfilega skorðaða í áttunda ára- tugnum. Málverkið hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá þeim og þeir eru ósparir við að boða endalok þess, nema helst þann anga sem grámóska og óhugnaður ein- kennir. - Þótt nýbylgjan sé gengin yfir, boðar það engan veginn að mál- verkið sé á undanhaldi, því ýmsar tegundir málverksins sem voru í skugga hennar þrengja sér nú fram, jafnframt því sem safaríkur og hljómmikill liturinn fær upp- reisn æru og tekur aftur að ljóma í sýningarsölum heimsins, gott ef ekki einnig í hinum svonefndu „övergránd" listhúsum. En það er víst eftir öðru, að talsmenn hinnar hugmyndafræði- legu listar áttunda áratugarins, skuli gera málverkið og málsvara þess að blórabögglum og hrópa kreppa, kreppa (sbr. úlfur, úlfur), því hér leiðir blindur blindan. Að sjálfsögðu hafnar maður að hverfa aftur til einstefnu áttunda áratug- arins og að lúta forsjá nafla- strengja sem alltaf hafa rétt fyrir sér, hins vegar er maður ekki hið minnsta á móti hugmyndafræði- legri list sem slíkri, en hugnast að líta einnig til fleiri átta. - Ef sýningin á safninu á að sýna hvemig málarar bregðist við „kreppu“ málverksins er ég ekki lengur með á nótunum, því að all- ir mála þeir samkvæmt þeirri sann- færingu sem þeir hafa lengi haft og tækifæri hefur verið til að fylgj- ast með í sýningarsölum borgar- innar um árabil. Og jafnvel þótt þeir að hluta til máli fígúratívt lík- ist þetta ekki tiltakanlega því sem gengur undir sama nafni í Evrópu, og lítið er af því raunsæi sem get- ur að líta í málverkum Wainer Vaceari, Michael Kvium, Nils Ströbæk og Odd Nerdrum, svo ein- hveijir séu nefndir, sem vakið hafa dijúga athygli næst okkur undanf- arin misseri. Það er alls ekki nóg að þessi málverk séu ný af nálinni, því að fleira þarf að koma til, og á sýning- una vantar vissulega sitthvað sem á meira skylt við það sem hvað mesta athygli hefur vakið ytra, svo sem hina stóru fleka Magnúsar Kjartanssonar. Menn eru hér ekki að endurupp- götva málverkið né setja það á umræðustall og því er alveg óþarfi að vera að afsaka framkvæmdina, því hér er ekki verið að bregðast við annarri kreppu, en á sér stað í heilakirnu norrænna listsögu- fræðinga, sem eins og fyrri daginn eru illa haldnir af minnimáttar- kennd. Komi eitthvað á óvart á sýning- unni eru það myndir Eyjólfs Ein- arssonar, sem aldrei hefur verið betri að mínu mati og virðist vaxa með hverri sýningu og er þó aldurs- forseti hópsins. Málverk hans búa yfir einhverri óræðri þögn og dulúð sem um sumt minnir á súrreal- isma. Daði Guðbjörnsson er líka ótvírætt í mikilli framsókn um þessar mundir og þá helst fyrir það, að honum hefur tekist að beisla léttleikann og hinn mikla birtugjafa, sem var öðru fremur veigurinn í verkum hans hér áður fyrr. Þá er tækni þeirra mun þró- aðri ásamt tilfinningu fyrir jöfnum stígandi á myndfletinum og heild- arsamræminu. Sigurður Örlygsson er sem fyrr ábúðamestur þegar hann smyr lit- inn óspart á flötinn, en ég skil síð- ur hví hann þarf stöðugt að fara út fyrir myndflötinn með óræðum formum. Gunnar Öm er enn á fullu í nýja málverkinu, en í þessum dúkum sínum virðist hann ekki finna fast land undir fót, í öllu falli virðist furðulegt kviklyndi í litameðferð helst einkenna hann um þessar mundir. Litlar myndir Jóns Óskars í kjallaranum boða eitthvað nýtt og ferskt, en hins vegar virka hin stóru skapalónverk hans uppi full óhrein og ósannfærandi. Það er eitthvað nýtt og sterkt í hinum stóra fleka Jóns Axels Björnssonar „Þrenning“, en aðrar myndir hans staðfesta fýrri styrk og einkum eru andlitin í kjallaranum vel máluð og þá helst gula myndin til vinstri. Safnið verðsþuldar hrós og virð- ingu fyrir framkvæmdina, en öld- ungsins óþarfí var að taka upp þetta krepputal í sýningarskrá, sem ég vísa til föðurhúsa. Skráin er að öðm leyti til fyrirmyndar um slíka framkvæmd, þjál og handhæg, myndir vel teknar og litgreindar. Bragi Ásgeirsson. Leiðrétting í Sjónmenntavettvangi mínum sl. laugardag varð mér á í mess- unni er ég, sagði að fyrrverandi „forstöðumaður“ hafi hætt fyrir tímann, en átti að sjálfsögðu að vera „listráðunautur“. Embættin vom sameinuð við ráðningu núver- andi forstöðumanns. SIGURÐUR Örlygsson: „Vatnið sagði“ olía á striga 200 x 400 x 20 sm. 1991-95. Stein- hjartað skelfur lÆIKLISI Iláskólabíó MÚRINN Nemendur í Verslunarskóla Islands. ^ Múrinn eftir Pink Floyd. Þýðing: Ólafur T. Guðnason. Tónlistarstjóm: Þorvaldur B. Þorvaldsson. Leik- stjóri: Þorsteinn Bachmann. Dans- höfundur: Elma Bjömsdóttir. Sviðs- stjóri: Amar Róbertsson. Ljós: Krist- ján Magnússon. Hljóð: ívar Bongó og Ingólfur Magnússon. Aðalhlut- verk: Georg Ilaraldsson, Júlíus Þór Júliusson, Ásdis Ýr Pétursdóttir, Sig- ríður Ósk Kristjánsdóttir. Laugar- dagur 4. febrúar. SUMIR afskrifa eflaust Múrinn eftir Pink Floyd sem skefjalausa hljómbirtingu testósterónsins, enn eina gusuna af ærandi rokki sem helltist yfir okkur frá Bretlands- eyjum fyrir tveimur áratugum eða svo og vekji ekkert annað en ákall um eyrnaskjól. En sá aldni ístrubelgur sem þetta skrifar er á öðm máli. Vissu- lega miðlar þessi tónlist stríðu óþoli æskunnar. En hún gefur hvergi eftir, veitir áheyrandanum engin grið fyrr en steinhjartað skelfur í bijóstholi hans. Þar fer Múrinn eins að og t.d. Útfararljóð Brahms. Tónlist af þessu tagi veit- ist að áheyrandanum til þess að gefa honum frið. Annars er ekkert varið í hana. Þegar gítarsólóið í laginu Að- eins steinar í vegg hefst slaknar á rammri taug tímans, endurminn- ingin mmskar einshvers staðar í heilahvelinu og maður veit að ein- mitt þessi breiði, sérlega langi tónn hefur beðið þar ámm saman eftir því að sveipast aftur fagur- lega um vitundina. Og sárlega. Því efnislega er Múrinn um kos- mískan sársaukann sem fylgir því hlutskipti sérhvers manns að glata sakleysinu og standa berskjaldað- uf í heiminum. Þessi sakleysis- missir er í senn mesta ógæfa okk- ar og stærsta tækifæri. Óumflýj- anleiki hans nístir hjörtu foreldra þegar þau horfa á börn sín sofa. Bretar hafa lýst honum vel: Mil- ton, Virginia Woolf, William Gold- ing (í Free Fall), Pink Floyd. Nemendur í VÍ gera Múrnum góð skil á sýningu sinni í Háskóla- bíói. Til þess njóta þeir handleiðslu Þorvalds Bjarna Þorvaldssonar en hann er afbragðs tónlistarmaður og dregur tónana af strengjum gítarsins eins og töframaður kan- ínur úr hatti. Georg Haraldsson, Júlíus Þór Júlíusson, Ásdís Ýr Pétursdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngja ljómandi vel. Þau sem syngja aukahlutverk, svo og kór- inn, eru áheyrileg. Aðalsöngvarar eiga hrós skilið fyrir mjög skýra framsögn og Ólafur T. Guðnason fær prik fyrir þýðinguna. Það er ekki heiglum hent að gera enska rokktexta að íslenskum. Nokkuð skorti á leikræn tilþrif meðal leik- enda og dansara. Jafn afdráttar- laus tónlist og þessi þolir enga hálfvelgju. En þótt þessi sýning sé fyrst og fremst fyrir eyrað er hún líka ásjáleg. Veggurinn er tilkomumik- ill og í ópersónuleik sínum bregður hann sterkum svip af þýskum ex- pressjónisma yfir sviðið. Lýsing Kristjáns Magnússonar er einn best unni þáttur sýningarinnar. Hún er afdráttarlaus, hörð, aldrei hikandi. Gefur hvergi grið. Guðbrandur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.