Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 29
r MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN ARNBJÖRG HJAL TADÓTTIR + Guðrún Arn- björg Hjalta- dóttir húsmóðir fæddist á ísafirði 25. júní 1903. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði 27. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hjalti Jóhannesson frá Gottorpi í Húna- vatnssýslu, f. 01.10. 1876, d. 04.10. 1947, og Rannveig Guðna- dóttir frá Geirastöð- um í Bolungarvík, f. 23.10. 1873, d. 12.01. 1965. Guðrún átti aðeins einn bróður, Jóhannes Guðna, f. 14.11. 1901, en hann fórst með Gissuri Hvíta frá ísafirði 20.10. 1929. Hinn 28.06. 1924 giftist Guðrún Ragnari Benediktssyni Bjarnason skipstjóra, f. 23.05. 1899, d. 18.02.1941. Þau eignuð- ust sjö börn. Þau eru: 1) Hjalti, f. 12.01. 1925, vélstjóri í Reylqa- vík, kvæntur Sigríði Konráðs- dóttur og eiga þau fjögur börn. 2) Jóhann Pétur,, f. 05.07. 1926, bifvélavirki á ísafirði, var kvæntur Sólveigu Sigríði Pét- AMMA í Tungu eins og við kölluðum hana var mikil dugnaðarkona og hún þurfti þess svo sannarlega með því lífið reyndist henni enginn dans á rósum. Hún var ung ekkja og stóð ein uppi með sex börn, sjöunda bam- ið hafði verið sett í fóstur til systur afa eftir að hann var orðinn veikur. Eins og oft var í litlum sjávarplássum úti á landi þá var samhjálpin mikil og amma naut ríkulega af því. Böm- in voru í sveit á sumrin og komu heim að hausti með sitthvað til heim- ilisins. Amma vann þó mikið, hún þvoði þvotta, þreif fyrir fólk og var með kostgangara. Seinna fór hún svo á sjóinn sem kokkur. Hún talaði oft um þann tíma, hve heppin hún hefði alltaf verið með skipspláss, allir hefðu verið svo góðir við hana og margir strákanna haldið sambandi við hana alla tíð. Við gætum trúað að strákunum hafi þótt notalegt að ursdóttir sem er lát- in, áttu þau tvö börn. 3) Ragna Guðrún, f. 19.08.1928, húsmóð- ir í Reykjavík, var gift Sigurði Jónssyni sem er látinn. Eignuðust þau eitt barn, auk þess ól hún upp fjögur börn Sigurðar. 4) Jóhann- es Guðni, f. 29.09. 1929, bóndi á Jörfa í Húnavatnssýslu, kvæntur Steinunni Guðmundsdóttir, eiga þau þijú börn. 5) Þórunn Maggý, f. 19.09. 1933, miðill í Reykjavík, var gift Kristjáni S. Kristjáns- syni, þau skildu, og á hún sjö börn. 6) Stefán Ævar, f. 20.01. 1936, eldsmiður í Hafnarfirði, kvæntur Agnesi óskarsdóttur, eiga þau þijú börn. 7) Karen, f. 02.05. 1937, verslunarmaður á ísafirði, gift Kristni Haralds- syni, eiga þau þijú börn. Minn- ingarathöfn um Guðrúnu fór fram i ísafjarðarkirkju 3. febr- úar, en kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. hafa hana um borð hjá sér, hún hafí verið einskonar mamma, því margir þeirra voru enn á unglingsaldri. Lengst af þann tíma sem við systkin- in munum eftir ömmu bjó hún í Efri- Tungu hjá Jóhanni Pétri syni sínum. Hún flutti til hans eftir að hann missti konu sína frá tveimur litlum börnum. Það var mikill samgangur á milli heimilanna enda stutt á milli. Hún flutti síðan út á Dvalarheim- ilið Hlíf fyrir níu árum og þangað fórum við svo í heimsókn með okkar böm. Amma skildi bömin vel og átti alltaf dótakassa sem þau gátu rótað í og eitthvað gott að stinga upp í litla munna. Þeim þótti gaman að koma til hennar. Amma hafði gaman af að ferðast og fór á hveiju sumri suður til Reykjavíkur og norður í land tii að heimsækja ættingja og vini, en hún vildi fara keyrandi því henni var EMIL OTTO BJARNASON . Emil Ottó T Bjarnason, járn- smíðameistari, var fæddur í Reykjavík 13. október 1909. Hann lést á Reykja- lundi 30. desember 1994. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir og Bjarni Bjarna- son. Emil Ottó var einn af sjö börnum þeirra hjóna og eru tvö á lífi, Þórunn og Júlíus. Emil Ottó kvæntist Guðnýju Eyjólfsdóttur frá Skipagerði á Stokkseyri hinn 29. mars 1931, en hún lést 11. des- ember 1973. Eignuðust þau hjón- in tvær dætur, Þuríði Guðrúnu og Sigrúnu Emmu. Áður hafði Emil Ottó eignast tvö börn, Kristínu og Leó. Emil Ottó lætur eftir sig þrettán barnabörn og átján barnabarnabörn. Útför Emils Ottós fór fram í kyrrþey. HANN elskulegur afi minn er dá- inn. Hann lokaði augunum í hinsta sinn rétt áður en árið lokaði sínum. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að áttatíu og fimm ára gamall maður kveðji lífið hér í þeirri mynd sem við jarðarbörn þekkjum, en hver og einn er sér- stakur og á sitt sæti á ferð okkar um lífið. Nú er sætið hans afa míns autt. Með afa fer svo margt. Hann hafði al- deilis lifað tímana tvenna, enda fæddur árið 1909. Það voru ófáar stundirnar sem ég hreiðraði um mig í ruggustólnum inni hjá afa, hlustaði á tifið í gömlu klukkunni hans og fór í ferðalag með afa í huganum um fortíðina. Stundum gleymdi afi sér í ákafa að segja frá og sagði: „Manstu Guðný, eftir honum ... ég þekkti hann svo vel ...“ Hann var þá að segja mér frá fólki sem mamma mín eða amma þekktu en ekki ég, bamið. Afi sigldi öll stríðs- árin og minningar hans voru mér sem lifandi myndir. Þegar spánska veikin lagði marga að velli, hljóp afi um moldargötur litlu Reykja- víkur með olíu til að hita húsin. Á sumum heimilum lifði enginn af þessa hræðilegu sótt. í stólnum hans afa sá ég hann fyrir mér lítinn gutta með olíubrúsa, kvíðinn en samt hreykin að fá að hjálpa til á þessum erfiða tíma. Ég man þegar ég lítil telpa fékk að sofa heima hjá afa og ömmu. Þykku heitu franskbrauðssneiðamar og mjólkurglasið, sítrónukexið henn- ar ömmu og kaffiilminn. Amma mín þurfti oft að dvelja á sjúkrastofnunum og þá dunduðum við afi okkur ein. Þegar við heimsótt- um ömmu, gengum við saman ég MINNINGAR ekki vel við flugvélar. í júní 1993 var haldið upp á 90 ára afmælið hennar á Eldborg á Snæfellsnesi og kom þangað margt fólk að heiðra hana á þessum merkisdegi. Amma skemmti sér konunglega eins og all- ir aðrir, þetta var hennar síðasta skemmtiferð um landið. Við munum sakna þess að fara í heimsókn upp á Hlíf og hlusta á ömmu segja okkur frá gömlum tíma og á sjómannadag- inn vorum við vön að hittast hjá henni og fá heitt súkkulaði og tert- ur, amma hafði svo gaman af því að fá fólk í heimsókn. Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir alla yndislegu stundirnar sem þú hefur gefið okkur og það hefur verið bömunum okkar ómetanlegt að eiga þig að. Guð veri með'þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ragnar, Helga og Haraldur. Kæra móðir mín, aðeins fáein orð til að minnast þín sem ég þekkti þó svo lítið. Mér er minnisstætt þegar ég var 11 ára og átti heima á Vatns- nesvegi, þá kom glæsileg kona í heimsókn og ég spurði pabba minn: Hvaða fallega kona er þetta? En ég fékk ekkert svar. En þetta sama kvöld var mér sagt að þetta væri móðir mín. í þessu ljósi hef ég alltaf séð þig, teinrétta og kraftmikla konu sem ég er stolt af að eiga fyrir móður. I desember þegar þú lærbrotnaðir þá komst þú mér eins fyrir sjónir, sterk andlega þó líkaminn væri búinn. Svo sannarlega varst þú kraftakona. Þú sagðir mér stuttu áður en þú lær- brotnaðir, að morgun einn þegar þú varst í svefnrofunum hefðir þú séð hurð í íbúðinni hjá þér þar sem eng- in hurð átti að vera sem búið var að opna út úr íbúðinni þinni. Þá vissi ég að flutningur var í nánd. Ég veit að þú ert búin að hitta manninn þinn sem þú elskaðir mjög mikið. Ekki alls fyrir löngu sagði mér fullorðin kona að þið hefðuð verið eitt glæsilegasta parið á fsafirði á árum áður. Og er ég mjög glöð yfir því að þú ert hjá þeim sem þú elskar svo mikið. og afi, hönd í hönd. Höndin hans afa var stór og hlý og ég man hvað mér, sveitabaminu, fannst ég örugg innan um bílana, afi leiddi mig. Áður en lagt var af stað til ömmu, varð að ganga vel frá húsinu, þó ekki værum við lengi í burtu. Allt var tekið úr sambandi, öllum gluggum lokað og vel skrúfað fyrir alla krana. „Svona til sikkerheta" eins og afi sagði, þegar ég var orðin óþolinmóð að komast út og fannst afi vera of lengi að ganga frá. Þegar amma mín elskuleg og nafna lést árið 1973, leið ekki langur tími þar til afi flutti heim til foreldra minna, þar sem hann bjó til dauðadags. Það má með sanni segja að það hafi verið okkur bömunum og afa mikill fengur að fá að búa saman í öll þessi ár. Að þrjár kynslóðir búi undir sama þaki þykir í dag e.t.v. með öllu ómögulegt. En okkur fannst það ekki. Oft gekk mikið á, heimilið eins og umferðarmiðstöð, allir að koma og fara, en ég held að afa hafi þótt gaman að lifa og hrærast með okkur í öllum þeim hamagangi sem fylgdi tíu manneskjum, hundi, fuglum og stundum fiskum. Við systumar fluttum að heiman hver af annarri og kærastar okkar með. Barnabarnabömin fæddust og þá var gott að koma inn til „langa", heyra sögu eða spila Olsen Olsen. Á síðari ámm hætti „langi“ að lesa fyrir börnin og eitt þeirra las fyrir hann í staðinn. Dóttir mín kveður hann nú með söknuði og sonur minn biður Guð á kvöldin um að jarða hann „langa“ hans vel. Elsku afi, takk fyrir það að þú varst, takk fyrir þykku fransk- brauðssneiðarnar, aurana, sögurn- ar og mjúku höndina þína. Guð geymi þig í himnasölum. þín Guðný. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 29 Kærleikur, friður og blessun fylgi þér alla tíð, það er kveðjan mín til þín. Á vængjum fleygum fljúgum við með heimþrá í hjarta og vitund um Iífið bjarta. Þórunn Maggý Guðmundsdóttir. Nú er hún elsku amma okkar far- in til Guðs. Við eigum aldrei eftir að segja við pabba og mömmu: Kom- um til ömmu Gunnu á Hlíf. Alltaf var svo gaman að koma til hennar, fara í kapp inn ganginn, vera fyrstur inn til hennar og heyra hana segja: Eru það ljósin mín? Alltaf gaf hún sér tíma til að tala við okkur, þó upptekin væri. Elsku amma, nú vitum við að þér líður vel að vera komin til hans afa. Við þökkum yndislegar stundir með þér og megi minning þín lifa í hjört- um okkar. Nú legg ég aupn aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ragnar, Einar Ási og Sólveig. Elsku amma, með þessum fáu lín- um langar mig til þess að minnast þín. Fyrstu minningarnar tengdar þér eru allar sunnudagsheimsóknim- ar inn á ísafjörð til þín. Á unglingsár- unum er ég bjó um tíma hjá þér g Jóhanni frænda kynntist ég þér mun betur. Oft sátum við þá og spjölluðum saman, hvort sem umræðuefnið var frásögn af lífshlaupi þínu og samtíma þínum eða það sem var að gerast í kringum mig, unglinginn, stóð það þér nærri. Oft þegar ég var að fara út á kvöldin og um helgar varpaðir þú fram glettnislegum athugasemd- um sem fólu í sér skilaboð um það að ég bæri ábyrgðina af gerðum mínum. Hitti það mun betur í mark en einhveijar umvandanir og fékk mann til að hugsa sinn gang um leið og maður var að fóta sig í heimi unglingsins. Ferðalög voru þér hugleikin og síðustu árin lagðir þú gjarnan land undir fót og fórst suður og norður að heilsa upp á vini og vandamenn. í þessum heimsóknum urðu börnin mín þess aðnjótandi að kynnast þér. Þeim þótti mikið til langömmu koma og hlökkuðu til heimsókna þinna, enda sýndir þú þeim mikinn áhuga og fylgdist með þeim og athöfnum þeirra fram á síðasta dag. Hvíl þú í friði amma mín eftir' " strangan vinnudag. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín sonardóttir, Bryndís og fjölskylda. Þetta er hinsta kveðja mín til ömmu Gunnu. Þessi yndislega kona hafði mikil áhrif á mig og þreyttist ég seint á að hlusta á hana. Nú er hún farin og ég sakna hennar. En sorgin víkur fyrir gleðinni, gleðinni yfir þeim tíma sem ég átti með henni. Minningin er mín. Ég elska þig ekki bara vegna þess hvemig þú ert heldur Uka fyrir það hvemig ég verð qalfur í návist þinni. (Nils Ekman). Aðalheiður íris. INGUNN SIGMUNDSDÓTTIR + Ingunn Sig- mundsdóttir var fædd í Reykja- vík 18. nóvember 1909. Hún andaðist í Borgarspítalanum 3. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Þorbjarnar- dóttir og Sigmund- ur Magnússon sjó- maður. Ingunn var yngst fjögurra systra, sem nú eru allar látnar. Þær voru Guðný, kona Magnúsar Óddsson- ar frá Eyrarbakka; Þorbjörg, kona Freysteins Gunnarssonar; og Magnea Björg sem lést á barnsaldri. Ingunn ólst upp hjá foreldrum sínum á Grettisgötu 17b. Eftir að faðir hennar dó árið 1924, héldu mæðgurnar saman heimili, en þegar systur Ingunnar giftust og fluttu að heiman, seldi Ólöf húsið á Grett- isgötu, og bjuggu þær Ingunn síðan á ýmsum stöðum í borg- inni, uns Ingunn keypti íbúð í húsi símamanna á Birkimel 6a. Ólöf lést árið 1955. Útför Ing- unnar fer fram frá Fossvog- skapellu í dag kl. 10.30. SEM bam gekk Ingunn í Miðbæj- arskólann, eins og önnur reykvísk börn á þeim tíma, en hann var þá eini bamaskólinn í borginni. SSðan fór hún í Verslunarskólann. 19 ára gömul hóf hún störf hjá Landsíma Islands og vann þar S SjörutSu og átta ár, eða þar til hún hætti störf- um, 67 ára gömul. Fyrst var hún á langlínumiðstöðinni, eða „á línun- um“, eins og stundum var sagt, og síðar á innheimtudeildinni. Á símanum eignaðist Ingunn góð- ar vinkonurtig hélst sú vinátta allt til æviloka. Með þeim ferðaðist hún mikið, bæði hérlendis og erlendis, en Ingunn hafði unun af ferðalögum og útiveru á fyrri árum og fór t.d. mikið á skíði og skauta. Ingunn giftist aldrei og eignaðist ekki börn. Systrabörnum sínum og bömum þeirra var hún góð frænka, og minnast þau hennar með þakklæti og hlýj- um huga. Ingunn átti alla tíð fallegt heimili, hún var mikil hann- yrðakona og kunni vel að meta góðar bækur og fagra muni. Þegar heilsa og sjón fóru að gefa sig, keypti hún sér lítið hús við vistheimilið Seljahlíð og bjó þar eins lengi og henni var unnt, og flutti síðan inn á vistheimil- ið þar sem hún naut frábærrar umönnunar til hinsta dags. Að leiðarlokum er margs að minnast og em minningar allar ljúf- ar og góðar. Langri ævi er lokið. Nú að síðustu var hún orðin gömul og þreytt kona sem þráði hvíld og frið. Eg kveð Ingu frænku með þakklæti og söknuði. Guðrún. Erfidrykkjur Cilæsilcg kaffi- hlaóborð, fallegir salir og injóg góð þjónusta. Upplýsmgar í síma 22322 FLUGLEIDIR HÚTEL LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.