Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 32
32 MIÐVTKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýjug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. hæðar Sólvangs. Halldóra Júlíusdóttir, Karel Karelsson, Sverrir Júlíusson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU JÓNSDÓTTUR, Hvassaleiti 8. Albína Thordarson, Ólafur Sigurðsson, Jón Thordarson, Guðfinna Thordarson, Sigurður Ingi Sigurðsson, Hallveig Thordarson, Emil B. Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNU MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Rauðagerði 16. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélags (slands. Eiríkur Jónasson, María Jörgensen, Eva Jörgensen, Allan Larsen og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS SIGURÐSSONAR frá Hrísdal, Þangbakka 10, Reykjavík. Brynhildur Daisy Eggertsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Lorna Jakobson, Stefán Örn Valdimarsson, Guðlaug Ósk Gísladóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir flytjum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR frá Snorrastöðum, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyr- ir alúð þess, hlýja umönnun og elskuleg- heit við hina látnu. Kristján Benjamínsson, Hulda Guðmundsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Björk Halldórsdóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson, Grétar Haraldsson, Helga S. Sveinbjörnsdóttir, Indriði Albertsson, Eiisabet Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Steingrímsson og barnabörn. ELÍSABET SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR + Elísabet Sveinbjörnsdóttir ’ fæddist á Uppsölum í Seyð- isfirði við ísafjarðardjúp 4. október 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 24. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 1. febrúar. MIG langar til að minnast ömmu minnar, Elísabetar Sveinbjörns- dóttur fyrrverandi ljósmóður. Það kom yfir mig eins og reiðar- slag þegar ég frétti að hún amma mín væri farin yfir móðuna miklu. Einhvem veginn trúði ég því ekki • að þetta gæti gerst, þó svo að ég hafi undir niðri gert mér grein fyrir því að hveiju stefndi síðustu vikumar. Amma var fyrst og fremst ákaflega góð afkomendum sínum. Hún fylgdist alltaf með okkur öllum, þótt við værum orðin æði mörg. Alltaf man ég eftir því að ef maður veiktist og leið illa kom amma alltaf í heimsókn og sýndi hluttekningu sína. Einna minnisstæðast er mér þegar ég lá í hettusótt níu ára gömul og hún og afi komu í heimsókn. Þá kom amma með saumadót handa mér. Það var klukkustrengur sem átti að sauma í með krosssaumi og telja út. Munstrið var kerti með glitrandi stjömum í kring. Til að setja punktinn yfir i-ið hafði hún líka með sér gylltan þráð sem hún gaf mér til að sauma stjömurnar með. Þennan klukkustreng á ég enn í dag og er hann hengdur upp á hveijum jólum, heimilinu til mik- illar prýði. Hún hafði yndi af að gefa, sérstaklega ef það var eitt- hvað sem hún hafði sjálf útbúið, enda eru það yfirleitt þannig hlut- ir sem manni þykir vænst um. Helenu dóttur minni þykir t.d. ákaflega vænt um pijónaða brúðu sem amma gaf henni og heldur sérstaklega upp á hana af því hún + Eva Marý Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1982. Hún lést á Landspítalan- um 19. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík 27. janúar. ELSKU Eva Mary. Okkar lífsins leiðir fara stundum á annan veg en við kæram okkur um og ekki vitum við hvers vegna guð tók þig til sín svo snemma, en Drottinn fer sínar eigin leiðir sem okkur er ekki kleift að skilja. Er það hugsanlegt að hann hafi tekið þig til sín til að gegna mikilvægu hlutverki á himnum? Því viljum við trúa, því erfitt er að sætta sig við að þú sért farin frá okkur. Við viljum þakka þér, elsku Eva mín, allar þær góðu stundir sem þú hefur gefið okkur og vildum við amma hennar pijónaði hana, eins og hún segir sjálf. Amma hafði staðið í harðri bar- áttu við illvígan sjúkdóm, Parkin- sonsveiki, í yfir fimmtán ár. Þegar sjúkdómurinn kom upp var hún strax ákveðin í að gefast ekki upp, og það gerði hún heldur ekki fyrr en í fulla hnefana. Það kom manni alltaf á óvart hvað hún gat gert margt af því er virtist með viljann einan að vopni. Hún reyndi alltaf að gera allt sjálf og viðurkenndi aldrei að hún gæti það ekki. Þegar við Rúnar komum að heimsækja hana með bömin okkar varð hún alltaf að fá að taka þau og faðma. Einnig hafði hún sérlega gaman af því að dansa með þau í fanginu í takt við harmonikkutónlistina sem hún unni svo heitt. Það er + Júlíanna Bergsteinsdóttir fæddist í Svíþjóð 21. mars 1982. Hún lést í snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 27. janúar. Fljúgðu, minn elsku engill fljúgðu til skýjanna. Fljúgðu, minn elsku engill, ég mun minnast þín um dagana. (J.H.) Júlíanna, elsku besta vinkona, með nokkrum orðum langar mig að kveðja þig. Mikið var ég búin að hlakka til að flytja til Reykjavíkur, því þá yrði svo stutt að heimsækja þig þegar þú kæmir að vestan til að óska að þær hefðu orðið svo miklu, miklu fleiri. Steinunn Þorsteinsdóttir, Svanur Ivarsson, Smári Hólm. Þegar við fréttum þau sorglegu tíðindi að Eva Marý væri dáin, eft- ir stranga baráttu við erfiðan sjúk- dóm, koma margar góðar minning- ar fram í huganna um góða og dugmikla stúlku sem kom mörg sumur í sveitina til frænku. Það vora góðar stundir við hlátur, söng og störf í sveitinni sinni eins og Eva Marý hefði sagt. Blessuð sé minning Evu Marý. Megi Guð gefa ykkur styrk þessa erfiðu daga sem fara í hönd, elsku Gunnar, Gréta og Sigurður, Ásdís og Gunnar Þór og Ásdís amma. Kveðja frá frænku. Sólveig, Óskar, Stefán og Hjörtur. ekki nema um eitt ár síðan hún var að dansa með hann Nökkva í fanginu, þá u.þ.b. ársgamlan — já, það er skrýtið. Það era heldur ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún kom og heimsótti okkur á Hofteig- inn, þegar Nökkvi átti afmæli. Þá óraði mann ekki fyrir því að það væri síðasta heimsóknin hennar til okkar. Síðustu samverustundirnar sem við fjölskyldan áttum með ömmu vora nú um jólin. Þá kom hún og borðaði með okkur á Vogabraut- inni, hjá foreldrum mínum, eins og hún hafði alltaf gert. Var hún þá orðin það máttfarin að hún gat ekki setið til borðs með okkur, en hún var hjá okkur og það var fyr- ir öllu. Minningarnar sækja að og hrannast upp, en allar þær er ekki hægt að rekja í einni lítilli minning- argrein, heldur verða þær að fá að lifa í hjörtum okkar allra sem þekktum hana. Blessuð sé minning hennar. Elísabet Steingrímsdóttir. vera hjá pabba þínum. En þér er ætlað stærra hlutverk á öðram stað. Eg mun alltaf muna þig og það sem við gerðum þegar við vorum saman. Þú varst alltaf uppfull af hugmyndum um að gera eitthvað skemmtilegt eða búa eitthvað til. Þú ætlaðir að verða skáld þegar þú yrðir stór. Elsku besta Júlla, með söknuði kveð ég þig og bið góðan Guð að geyma þig. Ó, Jesú bróðir besti og barna vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P. Jónsson) Þín vinkona, Guðný Ásgeirsdóttir. Sofðu unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennimir elska, missa, gráta og sakna. (Jóh. Sig.) Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra, systur, afa og ömmu. Þín vinkona, Valdís Hrund. Handrit afmælia- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega lfnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JÚLÍANNA BERG- STEINSDÓTTIR EVA MARÝ GUNNARSDÓTTIR W*AWÞAUGL YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Seltjarnarnesssafnaðar verður haldinn í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 12. febrúar að lokinni messu sem hefst kl. 11 f.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin. __ Sntöauglýsingar FÉIAGSLÍF □ HELGAFELL 5995020819 Vl/V 2 - Frl. □GLITNIR 5995020819 I 1 FRL. ATKV. I.O.O.F. 9 = 176288V2 =. I.O.O.F. 7 = 176 288'h =9.0 Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvitasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára l/rakka Kl. 20.30: Námskeiðið Kristið li'f og vitnisburður. Þetta er þriðji hluti af fjórum, en þó er hvert kvöld sjálfstætt. Kennari er Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega velkomnir. SAMBANL) ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-6W Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboössalnum. Ræðumaður: verður Benedikt Arnkelsson. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.