Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 19
 r~i>~n» — mÆm wtmmm IBM setti nýlega á markadinn línu af PC tölvum sem eru mjög fullkomnar og með ýmsum byltingarkenndum nýjungum. Nýja útgáfan af IBM OS/2 Warp stýrikerfmu sem kom á markad í haust hefur fengid frábæra dóma. Okkur er sérstök ánægja ad bjóda þér á kynningu á sýningu á nýjungum frá IBM föstudaginn 10. febrúar n.k. í rádstefnusal A á Hótel Sögu. Timi f.h. 09:00- 10:20 Tim 13:30 e.h. Dagskrárliður Nýjar IBM PC vinnustödvar IBM ThinkPad fartölvurnar Öflugir netþjónar frá IBM IBM Power PC 14:50 14:50 Kaffihlé OS/2 Warp kynnlng og sýning 10:20- 10:40 10:40- 12:00 15:10 15:10 16:30 Kynnmgin verdur tvitekin og getur þú valid hvort þú kemur fyrir hádegi, (kl. 09:00-12:00) eda eftir hádegi (kl. 13:30-16:30), 10. febrúar 1995. Vinsan3\eg^j þatttöHuv| 569 777tseir> Co> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 19 LISTIR Val sýninga.endurspeglar sýn- ingarstefnu, og starf forstöðu- manna listasafna skal fyrst og fremst rætt á þeim grundvelli. Þeir sem hafa lesið greinar mínar um einstakar sýningar undanfarin ár kannast við að ég hef ekki hrif- ist skilyrðislaust af öllu, sem boðið hefur verið upp á í sölum Kjarvals- staða, en það skiptir í raun engu; í þessum sýningum held ég að all- ir haf átt að geta fundið eitthvað fyrir sig, og ekki verður haldið fram með rökum, að ákveðnir hóp- ar hafi haft forgang, eins og upp- talningin að ofan gefur glögglega til kynna. Þá er einnig rétt að hafa í huga að opinber listasöfn eru rekin fyrir borgarana, enda kostuð af þeirra skattfé; þau eru ekki og geta aldr- ei orðið. leikvöllur einstakra lista- manna eða hópa þeirra. Áhrif þeirra á þessum vettvangi verða að byggjast á leikreglum lýðræðis- ins fremur en hávaða lítils hóps óánægðra skoðanabræðra (en þeir eru hinir einu, sem enn hafa tjáð sig um þetta mál á opinberum vettvangi). Loks skal gagnrýni vera grundvölluð á efnislegum, framsettum rökum fremur en per- sónulegri vanþóknun og órök- studdum dylgjum. Tjáning andstæðra skoðana er og verður ætíð undirstaða ákvarð- anatöku í lýðræðisríki, og því væri vert að fá fram fleiri skoðanir í þessu máli, sem verður til lykta leitt innan örfárra vikna. Skoðun mín er einfaldlega sú að núverandi forstöðumaður hafi staðið sig með miklum ágætum í starfi sínu undangengin ár, og Listasafn Reykjavíkur sé loks farið að gegna hlutverki sínu með sóma; því beri að veita honum áframhaldandi brautargengi, sækist hann eftir því. Eiríkur Þorláksson Langnr aðdragandi að skotbardaga KVIKiVlYNDIR Bí 6 h ö11 i n WyattEarp ★ ★ Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Aðal- hlutverk: Kevin Costner, Dennis Quaid, Mare Winningham, Gene Hackman, Jobeth Williams, Michael Madsen, Jeff Fahey. Wamer Bros. 1994. Þegar þessi rúmlega þriggja klukkutíma langi vestri Lawrence Kasdans um einhvern frægasta lög- reglumann villta vestursins, Wyatt Earp, var frumsýndur í Bandaríkjun- um á síðasta ári hafði önnur og minni mynd, „Tombstone", um ná- kvæmlega sama efni verið sýnd og notið talsverðra vinsælda. Kevin Costner er í Kasdansvestranum en það dugði ekki til og þegar myndin brást í miðasölunni var ein skýringin sú að fáir hefðu áhuga á fleiri vestr- um um lögvörðinn. Önnur ástæða er bersýnileg nú þegar myndin hefur verið frumsýnd í Bíóhöllinni; hún er alltof löng, sagan sem hún segir nær aldrei að fanga mann sem skildi og Wyatt Earp er jafnmikil goðsögn og ráðgáta eftir sem áður. Greinilegt er að metnaðarfullir kvikmyndagerðarmennirnir með Kasdan í fararbroddi hafa ekki að- eins ætlað sér að segja sögu Earps heldur líka vestursins og hvernig það þokaðist í átt til siðmenningar líkt og var höfuðmarkmið í myndum annars og betri vestraleikstjóra, Johns Fords. Það er háleitt markmið en svo virðist sem Kasdan hafi reist sér hurðarás um öxl. Útgangspunkt- urinn er frægasta atvikið í lífi Earps, hið margrómaða einvígi við OK rétt- ina, en mikill hluti myndarinnar fer í að rekja í smáatriðum ævi Earps frá því hann var drengur, þar til hann kvænist og missir konu sína og verður hinn mikli lögreglumaður sem hreinsaði til í Dodge City. Allur þessi langi aðdragandi að aðalvið- burðum myndarinnar megnar ekki að kveikja nauðsynlegt líf í frásögn- ina. Lengdin dregur mann niður. „Tombstone“ var hefðbundinn has- arvestri en Kasdan nægir ekkert minna en sögulegur stórvestri þar sem breytingar eins manns á að tákna breytingar þjóðar. Myndin er að sönnu ábúðamikil bæði í umfangi og útliti og oft skemmtileg í seinni hlutanum. En hún er að mestu lang- dregin - mörg atriðin sérstaklega úr ástarlífi söguhetjunnar mega missa sín - og óspennandi og hátíð- leg eins og myndir verða þegar menn reyna að skapa eitthvað mikil- fenglegt án þess að ráða við það. Costner, sem leikur ekki orðið nema í þriggja tíma myndum, er í hveijum ramma vestrans með hárið sleikt til hliðanna og missi úr fortíð- inni sem þjakar hann eilífðlega. En maður veit þó aldrei fyrir víst hvað það er sem knýr hann raunverulega SÖGULEGUR stórvestri; úr vestranum Wyatt Earp. áfram. Drunginn sem hvílir yfir myndinni liggur sérstaklega yfir Costner án þess maður fái mikinn skilning á persónunni. Sá sem stelur myndinni er Dennis Quaid í hlut- verki Doc Hollidays, berklasjúklings- ins sem gengur í lið með Earpbræð- rum. Þetta er bitastætt aukahlutverk og Quaid gefur frábæra lýsingu á manni á grafarbakkanum sem hæð- ist að dauðanum. Annars er Ieikara- hópurinn í heild hinn frambærileg- asti með Gene Hackman í farar- broddi föður Earpbræðra og sýnir að ekkert hefur verið til sparað í myndina. Það er ljóst að með skýr- ari fókus og meiri beitingu skæranna hefði Wyatt Earp getað orðið mjög góður vestri. Arnaldur Indriðason MYNPLIST Andstæðar skoðanir í NÝLEGRI grein hér í blaðinu (Sjónmenntavettvangi 4. febr. sl.) vék kollega minn Bragi Ásgeirsson að stöðu forstöðumarms Listasafns Reyjavíkur og Kjarvalsstaða. Þar sem við félagarnir erum á öndverð- um meiði í þessu máli, tel ég rétt að fara um það nokkrum orðum, til að fyrirbyggja að þögn mín yrði misskilin sem samþykki við skoðanir annarra. Hveija deilu má nálgast út frá forminUj og svo má deila 'um inni- haldið. I þessu tilviki snýst deilan annars vegar að formlegum þátt- um, þ.e. starfsumhverfi forstöðu- mannsins og ráðningartíma, en hins vegar að innihaldinu, því starfi sem hefur verið unnið á þeim tíma sem hann hefur verið við stjómvöl- inn. í pistli sínum víkur Bragi fyrst og fremst að forminu, og vísar í því sambandi til almennra lýð- ræðisreglna þegar hann segir: „... hvarvetna í menningarríkjum er viðhöfð sú regla, að skipta helst um forstöðumenn að loknu kjör- tímabili þeirra og enginn situr lengur en tvö kjörtímabil. Kjör- tímabilið er yfirleitt fjögur ár ..." Sé litið til þeirra ríkja, þar sem listalífið hefur verið einna öflugast undanfarna áratugi, stenst þessi fullyrðing ekki nánari athugun. Ýmsir þekktustu safnstjórar heims voru ráðnir til starfa ungir að árum, en góð frammistaða þeirra varð bæði þeim og viðkomandi söfnum til framdráttar og frægðar á alþjóðlegum vettvangi. Lítum á nokkur dæmi; J. Carter Brown, forstöðumaður National Gallery of Art í Washington, D.C. eins stærsta listasafns í heimi, var 34 ára gamall þegar hann var ráðinn til starfa, og stjórnaði því í 23 ár (en hann lét af starfi á síðasta ári). Richard E. Oldenburg (bróðir listamannsins Claes Oldenburgs) varð forstöðumaður Museum of Modern Art 38 ára gamall 1972, og gegndi starfinu í 22 ár. James Wood hefur verið forstöðumaður Art Institute í Chicago frá 1980. Anne D’Harnoncourt hefur verið forstöðumaður Philadelphia Muse- um of Art frá 1982, en hún tók við því starfi 38 ára gömul; hjá Gunnars B. Kvaran undanfarin sex ár sem forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur er því útúrsnúningur að gera það á grundvelli formsins; það er innihaldið sem skiptir máli. Sýningarstarfsemin, útgáfumálin, samvinna við önnur söfn innan- lands og erlendis, fræðslustarf- semin, rannsóknarstörf — allt fer þetta fram undir stjórn forstöðu- mannsins og er hinn endanlegi mælikvarði á starf hans. Að fjalla af einhveiju viti um sýningarstarfsemi Listasafn Reykjavíkur síðustu ár væri efni í aðra grein. Settar hafa verið upp einkasýningar á verkum lista- manna eins og Brynhildar Þor- geirsdóttur, Daða Guðbjörnssonar, Errós, Guðmundu Andrésdóttur, Gunnlaugs Blöndals, Helga Þorgils Friðjónssonar, Hrólfs Sigurðsson- ar, Jóhönnu Kristínar Yngvadótt- ur, Kristjáns Guðmundssonar, Louisu Matthíasdóttur, Magnúsar Kjartanssonar^Magnúsar Pálsson- ar, Sigurðar Árna Sigurðssonar, Sæmundar Valdimarssonar — og mætti bæta við lengi enn. Af sam- sýningum má nefna stórar yfirlits- sýningar eins og íslenska högg- myndalist 1900-1950, íslenskt landslag 1900-1945, September- Septem, SÚM 1965-72, og Skúlptúr-Skúlptúr, þar sem yngsta kynslóðin kom fram. Þá eru ónefndar ýmsar sýningar erlendis frá, sem hefur verið mikill fengur að, og nægir að nefna listamenn eins og Rodin, Míró og Christo að ógleymdri Yoko Ono, sem opnaði augu margra ókunnra fyrir mögu- leikum óhefðbundinnar myndlistar. KJARVALSSTAÐIR, miðstöð Listasafns Reykjavíkur. henni er að finna eitt besta safn Duchamp-verka í heimi. Og hand- an hafsins má benda á að Franco- ise Cachin hafði unni í Musée d’Orsay frá 1978 og sem forstöðu- kona frá 1986 þegar hún var ný- lega útnefnd yfirmaður allra ríkis- listasafna í Frakklandi. Við þessa stuttu samantekt hafði ég ekki handbærar upplýsingar um safn- stjóra á Norðurlöndunum, en ef minnið svíkur ekki illilega er þar að finna ýmsa þekkta aðila, sem hafa gegnt störfum sínum með sóma í áraraðir. — Þannig ætti öllum að vera ljóst, að í Iistheimin- um sem á öðrum vettvangi hafa góðir starfskraftar notið verka sinna, á meðan hinir síðri hverfa á braut. Það jaðrar að mínu viti við dóna- skap að draga í efa lýðræðisgrund- völl reksturs Listasafns Reykjavík- ur og þar með ráðningu forstöðu- manns safnsins á hveijum tíma. Listasafnið er rekið fyrir skattfé Reykvíkinga; það lýtur yfirstjórn pólitískt kjörinná fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur, bókhald þess og reikningar eru undir ströngu eftirliti Borgarendurskoðunar. Borgarstjórn skipar menningar- málanefnd til að hafa umsjón og eftirlit með öllu starfi safnsins, og í þeirri nefnd eiga fulltrúar lista- manna einnig sæti. Þarf að hafa um þetta fleiri orð? Vilja menn virkilega gefa í skyn, að forstöðumaður safnsins geti farið sínu fram í trássi við þetta stjórnkerfi? Vilja menn virkilega halda því fram að núverandi og fyrrverandi fulltrúar í menningar- málanefnd (fólk eins og Hulda Valtýsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Elín Pálmadóttir, Guðrún Ágústs- dóttir, Ingibjörg Rafnar, Kristín Ólafsdóttir, Helgi Pétursson, Guð- rún Erla Geirsdóttir) séu ekki full- færir um að taka sjálfstæða og ábyrga afstöðu til þeirra tillagna, sem koma frá safninu hverju sinni? Þá væru margir illa sviknir af kynnum sínum við viðkomandi, og væri nær að ætla að þetta ágæta fólk (ásamt fleirum ónefndum) hafi sinnt starfi menningarmála- nefndar með miklum ágætum, og átt þar sinn þátt í að móta starf Listasafnsins á undangengnum árum. Því er mín niðurstaða einfald- lega sú, að lýðræðisleg vinnubrögð varðandi Listasafn Reykjavíkur hljóta að vera tryggð innan ramma menningarmálanefndar, og því rétt að beina kvörtunum um formlega þætti þangað, fremur en að for- stöðumanni safnsins. Það er hans starfsskylda að leggja fram tillögu um starfsemi safnsins, og vinna síðan að henni í samræmi við sam- þykktir nefndarinnar. Útrætt mál. Vilji menn gagnrýna starf Kj arvalsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.