Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 15 LANDIÐ Glæsileg naut frá 1988 ÁRSUPPGJÖRi nautgriparæktarfé- laganna fyrir 1994 er nýlokið og hélt nautgriparæktamefnd Samein- uðu bændasamtakanna fund þar sem niðurstöður vom lagðar fram og ákvarðanir um notkun nauta teknar. Nefndin mat afurðir og kosti dætra 23 nauta, sem öll vom borin 1988. Afurðir dætranna reyndust mjög miklar hjá rúmlega helming nautanna. Efstur stendur Svelgur 88001 frá Oddgeirshólum í Hraun- gerðishreppi, sem fær 21 kynbóta- stig. Svelgur og Holti 88017 frá Marteinstungu, Holtum, þykja gefa óvenju glæsilegar kýr að sögn Jóns Viðars Jónmundssonar, ráðunauts. Hans mat er að árgangur naut- anna sé sá allra besti hér á landi, hvort sem litið er til afurða, útlits eða annarra eftirsóknarverðra kosta. Auk Svelgs og Holta verða Óli 88002 frá Bimustöðum á Skeiðum og Tónn frá Geirshlíð í Flókadal notaðir sem nautafeður næsta árið. Efri-Brunná afurðahæst Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu setti Snúlla á Efri-Bmnná nýtt glæsilegt met með því að mjólka á sl. ári 12.153 kg. Næsthæsta kýrin á landinu er einnig á Efri-Bmnná, Frel^udolla 94 með 9.743 kg, sú þriðja í röðinni er Volga 102 í Leimlækjarseli í Álftanes- hreppi með 9.479 kg. Sturlaugur og Bjöm á Efri-Bmnná eiga reyndar 4 af 10 nythæstu kúnum á landinu. Það kemur því ekki á óvart þótt búið í Efri-Bmnná sé það afurða- hæsta á landinu með 6.517 kg meðal- nyt. Félagsbúið Baldursheimi í Mý- vatnssveit fylgir fast á eftir með 6.504 kg afurðir. Þriðji hæsti bónd- inn er Kristján B. Pétursson, á Ytri- Reistará í Amameshreppi, þar mældist meðalnytin 6.432 kg. Dálkssynir skara fram úr Þegar ættemi nautanna er skoðað nánar vekur athygli að 9 af 10 sonum Dálks 80014 em á meðal þessara nauta, sem skera fram úr með afurð- ir á sl. ári. Dálkur frá Neðri-Dálks- stöðum á Svalbarðsströnd var á sfn- um tíma besta nautið í sínum ár- gangi og dætur hans em enn meðal þeirra bestu. Aðeins vantaði á að meðalafurðir skýrslufærðra kúa næðu meðaltali metársins 1993, eða 4.147 kg á móti 4.168 kg árið 1993. Veðurfar á Suðurlandi og Vesturlandi hefur ugglaust valdið lægri meðalnyt þar eð kýr á Norðurlandi bættu heldur við sig miðað við fyrri ár. ♦ ♦ ♦ Ungar drápust er rafmagns- tafla brann Hvammstanga - Á sjöunda þúsund hænuungar drápust í uppeldisstöð- inni á Syðsta-Ósi í Miðfírði í síðustu viku. Rafmagnstafla í húsinu brann og neyðarbúnaður, sem tengdur var við íbúðarhús, varð óvirkur. I húsinu vom um 10.700 ungar, 2-3 mánaða. Að sögn Ingibjargar Jóhannes- dóttur á Syðsta-Ósi er tjón Félags- búsins á Ósi vemlegt, en það er verk- taki í ungauppeldinu og annast um- hirðu og fóðmn unganna, sem vom í eigu norðlenskra hænsnabænda og vom tryggðir, upp í varpstærð. Félagsbúið verður fyrir verulegum skaða því það fær ekkert fyrir fóðmn né annan kostnað við þá fugla sem drepast. Uppeldisstöðin er með vara- rafstöð og öryggisbúnað til rekstrar þar sem loftræsting má ekki fara af húsinu nema skamma stund. Iþróttadagur Völs- unga á Húsavík Morgunblaðið/Silli BERGLIND Hauksdóttir, Völsungur ársins, og íþróttamaður Húsavíkur, Sigurður Hreinsson. Húsavík - Völsungar á Húsavík kynntu bæjarbúum starfsemi sína á íþróttadegi Völsunga 1995 sem hald- inn var hátíðlegur fyrstu helgina í febrúar með fjölbreyttum íþróttasýn- ingum bæði utan húss og innan. I Stöllum sýndu félagamir skíða- íþróttina, í sundlauginni sundið, en vegna snjóa varð knattspyman að vera leikin innanhúss sem og aðrar íþrótta- greinar og vom þær sýndar í Höllinni og stóðu þær sýningar frá kl. 10-17 en þá kynnti formaður Völsunga, Ing- ólfur Freysson, kjör íþróttamanns Húsavíkur og Völsungs ársins 1995. íþróttamaður Húsavíkur var kjörin Sigurður Hreinsson, golfmeistari, en hann vann á síðasta sumri í sínum aldurflokki Islandsmeistaratitilinn. Völsungur ársins var kjörin Berg- lind Hauksdóttir, en þann titil hlýtur sá félagi sem skarað hefur framúr í starfi fyrir félagið án tillit til íþrótta- afreka, en þannig áhugamenn er fé- lagsstarfínu mikils virði að eiga og ber að meta. Völsungur ársins hlýtur farandbikar sem ÍSI gaf Völsungum til minningar um Hallmar Frey Bjamason sem lengi var formaður félagsins. VERÐBRÉFASJÓÐIR LANDSBRÉFA HF. Lroo jjarfesti; ng o á traustum g runni\ ÖND VEGISBRÉF - langtíma vaxtarbréf, eignarskattsfrjáls LAUNABRÉF - langtíma tekjubréf eignarskattsfjáls Verðbréfasjóðir landsbréfa hafa vaxið verulega og voru um 5 milljarðar króna í vörslu þeirra 1. janáar síðastliðinn. Ábyrgð ríkissjóðs 100% Ábyrgð ríkissjóðs 100% ÍSLANDSBRÉF - langtíma vaxtarbréf FJÓRÐUNGSBRÉF - langtíma tekjubréf Sjálfsskuldarábyrgð Hlutabréf Traust fyrirtæki 1 % 11% Bankarog fjármálastofnani?64 25% Ríki og _ sveitarfélög Traust fynrtæk. 58% Veðskuldabréf Hlutabréf 4% 2% 149i Bankar og K fjármála- \ stofnanir 32% Ríki og sveitar- ' félög 48% REIÐUBRÉF - skammtima vaxtarbréf Traust fyrirtæki 20% Ríki og Bankar og^^HHBBHBBB^. 55% fjármála- stofnanir | 25% SÝSLUBRÉF - langtíma vaxtarbréf Traust fyrirtæki ÞINGBREF - langtíma vaxtarbréf Hlutabréf 3% Abyrgð rikissjóðs k.97% Bankar og fjármálastofnanir 12% Ríki og sveitarfélög 52% 4% Veðskuldabréf 7% Hlutabréf 25% HEIMSBRÉF - langtima vaxtarbréf Ábyrgð ríkissjóðs Erlendar bankainnistasður 8% 6% Erlendir ( hluta- bréfasjóðir ] 20% Erlend skuldabréf w 14% Erlend hlutabréf 52% Raunávöxtun verábréfasióáa Landsbréfa 1991-1994 1991 1992 1993 1994 Raunávöxtun á ársgrundvelli sl. 4 ár íslandsbréf 7,90% 7,30% 7,80% 5,70% 7,17% Fjórðungsbréf 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% 8,20% Launabréf - 8,40% 13,60% 5,80% 9,22% öndvegisbréf 7,10% 8,60% 14,60% 5,60% 8,92% Reiðubréf 6,50% 6,70% 7,60% 3,50% 6,06% Þingbréf 7,70% 8,10% 21,70% 8,10% 11,25% Sýslubréf 8,90% 1,40% -2,00% 20,40% 6,84% Heimsbréf -0,04% 11,00% 25,60% -9,80% 5,88% Verðbréfasjóðir Landsbréfa hafa gefið mjög góða ávöxtun og í mörgum tilfellum þá bestu þegar miðað er við sambærilega sjóði. Verðbréfasjóðir Landsbréfa eru sniðnir að fjölbreytilegum þörfum íslenskra fjárfesta, fyrirtækja jafiit sem einstaklinga. Kynntu þér kosti Verðbréfasjóða Landsbréfa. Ráðgjafar Landsbréfa og umboðsmenn í Landsbanka íslands um allt land munu fúslega veita allar ffekari upplýsingar. Abendingar varðandi verðbréfaviðskipti. Verðbréfgefa að jafnaði hærri ávöxtun en önnur spamaðaiform, sérstaklega þegar litið er til lengri tíma. Þau eru þó sjaldan alveg ábættulaus. Verðbréf geta til dæmis tapast eða gengi þeirra Lekkað. Almennar vaxtabœkkanir, breytingar á skattalögum, gengi gjaldmiðla og versnandi efnabagsborfur geta stundum valdið verðLekkun á verðbréfamarkaðinum í heild og dregið tímabundið úr ávöxtun verðbréfasjóða. Vel rekinn verðbréfasjóður gerir þessa jjárfestingu hins vegar öruggari, því að eignum sjóðsins er dreifi á mörg ólik bréf. Ávöxtun í fortíð þarfekki að gefa vtsbendingu um ávöxtun íframtið. LANDSBREF HF. LANDSBANKINN STENDUR MEÐ 0KKUR Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili aö Veröbréfaþingi íslands. . SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, B R E F A S 5 8 8 8 5 9 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.