Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 21
___________URVERINU__________
Enn hefur ekki tekizt
að mæla loðnustofninn
„Erum búnir að hanga yfir þessu í einn og hálfan mánuð“
„ÞAÐ er svona að lifna yfir þessu.
Við fundum töluvert af loðnu um
helgina 40 mílur út af Hvalbak og
torfublettur var suðvestur af Litla
dýpi og einnig fyrir norðan það.
Eftir það hefur loðnan svo fundizt
víða uppi á grunninu og skipin eru
öll að vinna þarna austur frá,
grunnt út af Hvítingum," sagði
Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangurs-
stjóri á rannsóknaskipinu Arna
Friðrikssyni, í samtali við Morgun-
blaðið síðdegis í gær. Þeir voru þá
staddir austur af Hrollaugseyjum
við loðnuleit.. Rúmlega 21.000 tonn
af loðnu hefur nú borizt á land frá
áramótum.
„Við getum ekki mælt stærð
stofnsins eins og er. Bjarni Sæ-
mundsson er enn í loðnu út af miðj-
um Austfjörðum og sunnar. Þurfum
að bíða í nokkra daga til að ná
utan um þetta. Við verðum bara
að bíða og sjá til og þú færð mig
ekkert til að segja hvort kvótinn
verði aukinn eða ekki.
Höfum aldrei séð þessar
aðstæður
Hrognafylling var um helgina
11,8 til 13%, en hver hún er orðin
í dag veit ég ekki. þetta er annars
ágætis loðna. Töluvert af henni er
fjögurra ára og stór og falleg. Þetta
er allt farið að verða eðlilegra núna,
en við höfum aldrei séð þessar að-
stæður og heðgun eins og verið
hefur í vetur. Við erum nú að leita
með söndunum og erum komnir
vestur undir Hrollaugseyjar. Engin
loðna virðist komin vestur fyrir
Stokksnesið enn,“ sagði Sveinn.
Veiðin hefur yfirleitt staðið út
marz og stundum fram í apríl. Það
er sérstaklega ef ganga kemur að
vestan að vertíðin gæti staðið leng-
ur.
„Við höfum hangið yfir þessari
göngu í einn og hálfan mánuð og
verðum hér enn í einhvern tíma.
Því er ekkert farið að hugsa um
loðnuna fyrir vestan, til dæmis á
Kópanesgrunni, sem fregnir hafa
borizt af. Allar rannsóknaráætlanir
hjá Hafrannsóknastofnun eru
komn'ar úr skorðum vegna þess hve
langan tíma leiðangrarnir hafa tek-
ið, svo framvindan er óljós,“ segir
Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangurs-
stjóri á Árna Firðrikssyni.
22 skip með afla
22 skip lönduðu afla frá fimmtu-
degi til laugardags og voru reyndar
flest með slatta. Alls bárust um
10.400 tonn á land þessa dagana,
en frá áramótum er aflinn orðinn
um 21.000 tonn. 210.000 tonn bár-
ust á land á sumar- og haustvertíð-
inni í fyrra og alls er aflinn á vertíð-
inni því orðinn 232.000 tonn.
Bráðabirgðakvótinn var 636.500
tonn og eru eftirstöðvar nú því um
405.000 tonn.
Húsavík
Fiskmark-
aður tek-
inn til
starfa
JON Olgeirsson framkvæmdastjóri
Korra hf. hefur að ósk smábátaeig-
enda á Húsavík sett á laggimar
fiskmarkað á staðnum. Markaður-
inn er kenndur við Húsavík en mun
starfa í tengslum við Fiskmarkað
Suðurnesja. Jón segir að markaður-
inn sé öllum opinn en gerir ráð fyr-
ir að krókaleyfisbátar á Húsavík
muni einkum nýta sér hann í fýrstu.
Hann leggur þó áherslu á að um
tilraunastarfsemi sé að ræða og að
staðan verði endurmetin eftir þrjá
til sex mánuði.
Jón lætur kylfu ráða kasti enda
hefur hann ekki stýrt fiskmarkaði
á öðrum tíma. Hann er þó enginn
nýliði í sjávarútvegi en Korri hf.
hefur útgerð og saltfiskvinnslu á
sínum snærum. Jón vonar að mark-
aðurinn muni í fyllingu tímans færa
út kvíarnar og rennir meðal annars
smábátaflotann á Kópaskeri hýru
auga í því sambandi.
Viya hærra verð
Smábátaeigendur á Húsavík hafa
lengi lagt upp hjá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur hf. „Þeir töldu sig ekki
fá nógu hátt verð þar og hafa því
verið óánægðir um tíma. Upplýs-
ingar um verð á mörkuðum hafa
náttúrulega kitlað þá og þeir binda
óneitanlega vonir við að fá hærra
verð á nýja markaðnum. Menn gera
sér þó kannski of háar vonir um
verð en hæsta verð sem fæst á
mörkuðum er alltaf fyrir stóran
fisk. Meðalverð á þorski hefur hins
vegar verið gott í langan tíma,“
segir Jón.
Fiskmarkaði Húsavíkur er ekkert
að vanbúnaði og bíður Jón spenntur
eftir að fyrsti fiskurinn berist á
land. Bönn og bræla hafa hins veg-
ar reynst krókaleyfisbátum óþægur
ljár í þúfu það sem af er árinu og
biðin hefur því dregist á langinn.
Jón er þó vongóður um að senn
muni úr rætast.
♦ ♦ ♦
Norðmenn
fá styrki
NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að
leggja fiskiðnaðinum til rúmlega
900 milljónir ísl. kr. í sérstaka styrki
og verða þeir notaðir til að auka
framleiðni í greininni. Fara styrk-
irnir til sex afmarkaðra verkefna
en þau eru aukið samstarf milli
fyrirtækja; stjórnunarmál; fram-
leiðsluþróun; markaðsmál; gæða-
mál og rannsóknir. Auk þess hefur
Stórþingið samþykkt að leggja fram
300 millj. þar fyrir utan til aukins
samstarfs milli fyrirtækja á næsta
ári og 1997.
þegar þú ábyrgðartryggir bílinn hjá TM
Q greiðslur á ábyrgðartryggingum skiptast niður á tvo
gjalddaga á ári, 1. mars og 1. september.
sjálfsábyrgð í ábyrgðartryggingum er engin, óháð
því hver ekur eða hversu mikið er ekið. Sjálfsábyrgð
foreldra er heldur engin ef ökumaður er barn þeirra.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF.
þegar mest á reynir!
Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466.
YDDA/SlA F16.10