Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MYRKIR músíkdagar hófust með
tónleikum CAPUT-hópsins í Lista-
safni Islands á sunnudag og halda
áfram að Kjarvalsstöðum í kvöld,
þriðjudagskvöldið 14. febrúar,
með tvennum einleikstónleikum.
Rut Ingólfsdóttir, fíðluleikari,
leikur þar sjaldheyrð íslensk verk
fyrir einleiksfíðlu eftir Jón Leifs,
sem tónskáldið samdi á Þ^ska-
landsárum sínum, Praeludium og
Fughettu op. 3; og Sónötu eftir
Hallgrím Helgason, sem tónskáld-
ið samdi á sjöunda áratugnum og
tileiknaði kanadíska fíðluleikaran-
um Howard Leyton-Brown. Hann
flutti verkið margoft, en það hefur
lítið sem ekkert heyrst hér á landi,
þá verður frumflutt Dimension
eftir Magnús Blöndal Jóhannsson,
sem samið var árið 1961, en verk-
ið þótti mikil framúrstefna á sínum
tíma. Fiðluleikarar sem áður hafa
komið að verkinu hafa ekki treyst
sér til að standa undir þeim tækni-
legu kröfum, sem gerðar eru til
flytjandans, og því höfum við þurft
að bíða á flórða áratug eftir frum-
flutningi þess. Loks frumflytur
Rut nýtt verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, sem hann úefnir Lag
með tilbrigðum. Það er spunnið
Barna-
leikritið
Bangsímon
frumsýnt á
Selfossi
Selfossi.
LEIKFÉLAG Selfoss frum-
sýnir á föstudagskvöld klukk-
an 20 bamaleikritið Bangs-
ímon í leikhúsi félagsins við
Sigtún. Leikritið er eftir Peter
Snickars og er gert eftir sögu
A.A. Milne. Leikstjóri er
Katrín Karlsdóttir.
Sex leikarar koma fram í
verkinu, en um 15 manns
koma að uppsetningu verks-
ins. Það var Sigríður Karls-
dóttir sem þýddi verkið og
Hanna Lára Gunnarsdóttir
söngtexta þess.
Miðaverði á sýninguna er
stillt í hóf, krónur 700 fyrir
böm og fullorðna. Innifalið í
verðinu er barmmerki fyrir
bömin. Leikskrá með föndur-
blöðum verður seld á 50 krón-
ur.
Katrín Karlsdóttir leik-
stjóri sagðist binda vonir við
uppfærslu þessa bamaléik-
rits og að það laðaði böm
og foreldra þeirra í leikhúsið
við Sigtún. „Þetta er falleg
sýning sem höfðar ekki síst
til yngri barna, þó svo öll
börn hafí gaman af,“ sagði
Katrín.
Viðbót við
gagnrýni um
óperuna La
Traviata
í UMSÖGN um óperuna La
Traviata, eftir Verdi, féllu
niður fyrir slysni nöfn tveggja
söngkvenna, er fóru með ein-
söngshluverk, auk þátttöku í
hópsöngsatriðum og með
kórnum, nefnilega Signýar
Sæmundsdóttur, sem fór með
hlutverk Flóru Bervoix, og
Hrannar Hafliðadóttur, sem
fór með hlutverk Anninu,
lagskonu Violettu. Þær áttu
sinn þátt í góðri óperusýningu
með ágætum söng og leik
sínum og em beðnar afsökun-
ar á þessari slysni.
LISTIR
Myrkir músíkdagar hafnir
Tvennir tónleikar á Kjar-
valsstöðum í kvöld
upp úr kafla úr kammerverki, sem
samið var í tilefni af vígslu Borgar-
leikhússins. Tónskáldið segir: „Ég
endursamdi lagið fyrir fiðluna
eina, með ímynduðum undirleik
sem aldrei heyrist, en er aðeins
gefínn í skyn. Og svo spann ég
áfram og nefndi spunann tilbrigði.
Hér er ekki um hefðbundin til-
brigði að ræða. stundum em þetta
mörg fíðlulög, sem leikin em sam-
tímis á eina fíðlu. Lagið og til-
brigðin em tileinkuð Rut.“
Rut Ingólfsdóttir var fastráðin
í Sinfóníuhljómsveit íslands og um
tíma einn af konsertmeistumm
hennar. Hún hefur verið kennari
við Tónlistarskólann í Reykjavík
frá 1975, leiðari í Reykjavíkur-
kvartettinum og komið fram sem
einleikari með Sinfóníuhljómsveit
íslands og Kammersveit Reykja-
víkur. Rut hefur hlotið margar
viðurkenningar fyrir störf sín að
tónlistarmálum, t.d. DV verðlaun-
in 1989, viðurkenningu STEFs
fyrir kynningu og flutning á verk-
um Jóns Leifs 1991 og hún var
sæmd hinni íslensku fálkaorðu
1990.
Á seinni tónleikum kvöldsins
kemur fram Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson, píanóleikari. Á efnis-
skránni verða þrjú íslensk einleiks-
verk, hið elsta þeirra, þijár prelúd-
íur eftir John Speight, var fmm-
flutt á Myrkum músíkdögum árið
1983. Þorsteinn Gauti flytur einn-
ig Farvegi eftir Láms H. Gríms-
son, en það var samið sérstaklega
fyrir Þorstein Gauta í tilefni tón-
vakakeppni Ríkisútvarpsins 1993,
þar sem hann bar sigur úr býtum.
Þá verður framflutt Svítla eftir
Ríkharð Öm Pálsson, en tónskáld-
ið lýsir í efnisskrá undmn sinni á
því að lenda á vettvangi framsæk-
innar tónlistar eins og Myrkum
músíkdögum, því væna megi verk-
ið um allt annað en tónsmíðalega
framsækni. „Þróun síðustu 130
ára er hunzuð með öllu. Látið er
sem Tristan-hljómurinn hafí aldrei
hljómað, ómstreitan sé enn í
ánauð, og raðtækni, beiting tilvilj-
ana, minimalismi og algórytmar
skipti litlu máli. Möguleikar hljóð-
færisins em ekki einu sinni gjör-
nýttir. Er engu líkara en að metn-
aður höfundar takmarki sig við
að skemmta sjálfum sér, píanist-
anum og og hlustendum."
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
stundaði nám í New York og
Róm. Hann hefur komið fram á
tónleikum á Norðurlöndunum,
Bandaríkjunum, Þýskalandi,
Bretlandi, Frakklandi, ítalíu og
Rússlandi og leikið einleik með
Útvarpshljómsveitinni í Helsinki,
Krinkast hljómsveitinni í Ósló og
Sinfóníuhljómsveit íslands. Jafn-
framt hefur hann komið fram á
Gala konsert í Hvíta húsinu í
Washington og leikið einleik í
norræna spumingaþættinum
Kontrapunkti. Þorsteinn Gauti
hefur m.a. sigrað í keppni einleik-
ara og einsöngvara til að koma
fram fyrir íslands hönd á hinum
samnorræna Bienal, hátíð ungra
einleikara, og hann hefur einnig
komið fram sem einleikari fyrir
íslands hönd á útvarpstónleikum
á vegum norrænna útvarpsstöðva
í Helsinki.
Fyrri tónleikamir að Kjarvals-
stöðum í kvöld heíjast kl. 20 og
þeir seinni kl. 21.30 og standa
yfír í u.þ.b. 45 mínútur. í hléinu
á milli geta tónleikagestir fengið
sér hressingu í kaffíteríu hússins.
Sigurbjörn
sýnir áfram í
Regnbog-
anum
Áfrísk tónlist
KLINGJANDI vinátta er heiti
dagskrár sem afrískir listamenn
flytja um þrjú þúsundum íslensk-
um grunnskólanemum á næstu
tveimur vikur. í kynningu segir:
„Listamennimir ferðast um Is-
land, koma fram á tónleikum í
grunnskólum á Vestfjörðum,
Akureyri og í Reykjavík og
kynna afríska tónlist, hljómfall
hennar, hljóðfæri og áhrif henn-
ar og tengsl við tónlist Vestur-
landa. Meðal skóla sem heimsótt-
ir verða eru Oddeyrarskóli,
Hafralækjarskóli, Laugarnes-
skóli, grunnskóli B’olungarvíkur
og grunnskóli ísafjarðar. Böm
frá Súðavík munu einnig njóta
dagskrárinnar á ísafirði eða á
Súðavík, verði reglulegt skóla-
starf haflð þar þegar gestina ber
að garði.
Slagverksleikararair Kossa
Diomande, Fana Soro og Raym-
ond Sereba, sem koma frá Fíla-
beinsströndinni, hafa tekið þátt
í að kynna afríska tónlist fyrir
norskum skólanemendum undan-
farin 5 ár á vegum Norsku ríkis-
konsertanna sem stýrt hafa tón-
listarkynningum í norskum skól-
um í nærri aldarfjórðung. Heim-
sóknin er hluti af norrænu menn-
ingarhátíðarinnar Sólstafir og
sérstakrar dagskrár fyrir böm
og unglinga sem á hátíðinni er
að finna. Jafnframt þvi að koma
fram í skólum héldu afrisku lista-
mennirnir almenna tónleika við
Pollinn á Akureyri á sunnudag
og þeir verða í Norræna húsinu
næsta laugardag kl. 14 og á Sól-
oni íslandus föstudagskvöldið 24.
febrúar.
Skólabörn á Húsavík heyra
afrísku tónlistina í dag en á
morgun verða nemendur Öldus-
elsskóla svo heppnir. Síðan verð-
ur Laugamesskóli heimsóttur á
fimmtudag og Álftamýrarskóli á
föstudag. Mánudaginn 20. febr-
úar verða almennir tónleikar á
Hótel ísafirði, Bolungarvik og
Súðavík heimsótt á þriðjudaginn
eftir viku. Afríska tónlistin
hljómar loks i Gmnnskóla ísa-
fjarðar 22. og 23. þessa mánaðar.
Heimsókn afrísku listamann-
anna er önnur í röðinni er teng-
ist tónlistarkynningum í íslensk-
um grunnskólum og fjármögnuð
er af norsku þjóðargjöfinni til
íslendinga í tilefni lýðveldisaf-
mælisins. í nóvember síðastliðn-
um héldu þrír djassleikarar tón-
leika í grunnskólum á Austur-
landi og í Reykjavík og lékur þá
fyrir um tvö þúsund nemendur.
Gert er ráð fyrir að hefja tón-
Iistarkynningar sem nefnast Tón-
list fyrir alla og byggja á braut-
ryðjendastarfi Jónasar Ingimund-
arsonar og Sinfóníuhljómsveitar
íslands af fullum krafti frá og
með næsta hausti. Þegar hefur
verið auglýst eftir verkefnum frá
listamönnum sem taka vilja þátt
og er markmiðið að með tímanum
njóti aliir íslenskir skólanemend-
ur góðrar tónlistar innan veggja
skólans í gegnum starf Tónlistar
fyrir alla.“
KLINGJANDI vinátta er heiti dagskrár sem afrískir listamenn flytja um þijú þúsund íslenskum
grunnskólanemum á næstu tveimur vikum.
SIGURBJÖRN
Jónsson hefur und-
anfama tvo mán-
uði sýnt stór mál-
verk í kvikmynda-
húsinu Regnbog-
anum við Hverfís-
götu. Ákveðið hef-
ur verið að fram-
lengja syninguna Sigurbjörn
til 22. mars.
Gallerí Regnbogans og Gallerí
Borg tóku höndum saman í desem-
berbyijun og hófu sýningar á verk-
um Sigurbjöms. í Gallerí Borg vom
sýnd minni verk heldur en í Regn-
boganum. Þar verður síðan í lok
mars opnuð sýning á verkum
Tiyggva Ólafssonar.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Rannveig Fríða
syngnr Sjávarmyndir
RANNVEIG Fríða Bragadóttir
syngur einsöng á tónleikum Sinfó-
níuhljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói fímmtudaginn 16. febrúar. í
frétt Sinfóníunnar sem birtist í
sunnudagsblaðinu sagði að tónleik-
amir yrðu í dag, en sú villa leiðrétt-
ist hér með. Þeir heijast klukkan
20 á fimmtudagskvöld.
Á efnisskránni em §órar sjávar-
myndir úr óperanni Peter Grimes
eftir Benjamin Britten, ljóðaflokk-
urinn Sjávarmyndir eftir Edward
Elgar og sjötta sinfónía Tsja-
kofskíjs, sem oft er kölluð „Pat-
hetique". Rannveig Fríða heldur sér-
staklega upp á Sjávarmyndir Elgars
og fær nú langþráð tækifæri til að
syngja þær. Þetta er í fjórða sinn
sem hún kemur fram með Sinfó-
níunni, en síðan hún lauk námi við
Tónlistarháskólann í Vín 1989 hefur
hún sungið við nokkur af þekktari
ópemhúsum Evrópu undir stjóm
frægra hljómsveitarstjóra.
Breska tónskáldið Benjamin
Britten flutti til Bandarílqanna
1939 og dvölin þar hafði góð áhrif.
Hann samdi þá meðal annars óper-
una um hinn veikgeðja sjómann
Peter Grimes og byggði á ljóðinu
„The Borough“ eftir Georg krabbe.
Óperan var fmmsýnd í Sadler’s
Wells árið 1945 og sjávarmyndimar
íjórar em milliþættir sem Britten
setti saman í eitt hljómsveitarverk.
Sjórinn varð Edward Elgar líka
yrkisefni í Sjávarmyndum, fyrir
contraalto og hljómsveit, sem hann
samdi við ljóð fímm skálda á árun-
um 1897-99. Eitt þeirra var eigin-
kona hans, Alice.
Sinfónía „Pathetique" var samin
1893 og hinn þunglyndislegi tónn
verksins auk óvenjulegs lokakafla
kom af stað orðrómi um að tón-
skáldið hafí hugsað sér verkið sem
svanasöng og síðan bundið enda á
ævi sína. Tsjakofskíj stjómaði sjálf-
ur fmmflutningnum í Pétursborg
við fremur dræmar undirtektir.
Nokkmm vikum síðar var sinfónían
flutt aftur, við fádæma hrifningu,
en höfundinum entist ekki aldur til
að njóta hennar.
Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar
á fimmtudaginn verður fyrmrn að-
alstjómandi hennar, Petri Sakari.
Rannveig Fríða
Bragadóttir
Petri
Sakari