Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Svör til Heimilis
og skóla
Á LAUGARDAG-
INN birtist Qórblöð-
ungur með Morgun-
blaðinu og var hann
helgaður efni frá
landssamstökunum
Heimili og skóli. For-
mönnum stjómmála-
flokkanna í landinu
var boðið að svara þar
sjö spurningum.
Vegna misskilnings
um skilafrest komu
svör frá formanni Al-
þýðubandalagsins
ekki í tæka tíð. Það
er leitt að svo skyldi
vera. Hins vegar vil
ég þakka ritstjórn Morgunblaðsins
fyrir að bregðast skjótt við og
birta svörin í dag. Fjórblöðungur-
inn sem fylgdi Morgunblaðinu var
hins vegar auglýsing en ekki
formlega hluti af blaðinu.
1. spurning
Fyrsta spurningin var: „Hefur
þinn flokkur mótað menntastefnu
sína fyrir komandi kosningar?"
Á miðstjórnarfundi Alþýðu-
bandalagsins í nóvember 1994 var
samþykkt sérstök ályktun sem bar
heitið „Skólinn í fremstu röð“.
Með þessari ályktun, sem birt var
rúmum tveimur mánuðum áður
en forseti lýðveldisins, Vigdís
Finnbogadóttir, skoraði á stjórn-
málaflokkana að gera menntamál
Ólafur Ragnar
Grímsson
BARATTU
KVEÐJUR
að forgangsatriði,
hafði Alþýðubanda-
lagið ákveðið að
menntamálin ættu að
vera eitt brýnasta við-
fangsefnið í íslensk-
um þjóðmálum.
í ályktun okkar
„Skólinn í fremstu
röð“ er tekið skýrt
fram að heilsteypt
stefna í menntamálum
sé ein mikilvægasta
forsenda _þess að lífs-
kjör á Islandi verði
sambærileg við það
sem gerist annars
staðar. Miðstjóm Al-
þýðubandalagsins ákvað þannig að
flokkurinn ætti að beita sér fyrir
því að menntamál yrðu eitt aðal-
mál kosningabaráttunnar á árinu
1995. í þeirri baráttu var ákveðið
að Alþýðubandalagið legði fram
verk sín og lýsti yfir eindregnum
vilja til að framkvæma þá mennta-
stefnu sem samþykkt var á síðasta
kjörtímabili og ber heitið „Til nýrr-
ar aldar“.
2. spurning
Önnur spumingin var: „Ef svo
er hvað er þar nýtt að fmna?“
Eins og fram kemur hér að
framan varð Alþýðubandalagið
fyrst flokka til að lýsa því form-
lega yfir í nóvember 1994 að
menntamál ættu að verða eitt
aðalmál kosningabaráttunnar. Við
erum stolt af því að við skyldum
hafa tekið þá ákvörðun allnokkru
áður en okkar ágæti forseti skor-
aði á stjórnmálaflokkana að setja
menntamál í forgang. í yfirlýs-
ingu okkar kemur skýrt fram að
skólamál, rannsóknir og menntun
eigi að vera forgangsatriði á kom-
andi árum. Alþýðubandalagið tel-
ur áríðandi að framlög til skóla-
mála hérlendis verði svipað hlut-
fall af þjóðartekjum og gerist í
grannlöndum okkar. Það hafði
aldrei gerst áður að stjórnmála-
flokkur lýsti sig reiðubúinn til að
taka málaflokk út úr með þeim
hætti sem við lýstum yfir í „Skól-
inn í fremstu röð“. Ætlunin er að
styrkja þann málaflokk sérstak-
lega og veija hann þegar kemur
ÞJODARATHYCU
ALOE VERA brunagelið frá JASON hefur vakið
athygli þjóðarinnar vegna sérstakra eiginleika
safans úr ALOE VERAjurtinni.
ALOE VERA-gelið frá JASON hefur reynst mjög vel við
ýmsum tegundum psoriasis, alls kyns hruna (fyrir og eftir
sól), útbrotum, (bólum, frunsum o.s.frv.), æðahnútum,
tognun, vandamálum í hársverði, skrapsárum, kláða,
sveppasýkingu, vöðvabólgum, exemi og einnig gefur gelið
mjög góðan árangur sé það notað eftir rakstur
(sótthreinsandi, græðandi og rakagefandi).
Áríðandi er að hafa í huga að aðeins
ALOE VERA-gel án litar- og ilmefha
gefur áþreifanlegan árangur.
ALOE-VERA 98% gelið frá JASON
er kristaltœrt eins og ómengað
lindarvatnið úr hreinni náttúrunni.
98% AIX)E VERA gel frá Jason á
hvert heimili sem fyrsta hjálp
(First Aid).
98% ALOE VERA-yel frá JASON
fæst í apótekinu.
APÓTEK
■ s
að viðræðum um nýja ríkisstjórn.
Alþýðubandalagið hefur því form-
lega lýst því yfir að menntamálin,
málefni skólanna, verði í efstu
sætum á lista yfir viðfangsefni í
þeim stjórnarmyndunarviðræðum
sem Alþýðubandalagið tæki þátt
í að loknum alþingiskosningum.
3. spurning
Þriðja spurningin var: „Hvernig
telur þú hægt að fjármagna úrbæt-
ur í menntakerfinu?"
Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins
og Alþýðuflokksins hefur skorið
framlög til menntamála niður um
2.000 milljónir króna á verðlagi
þessa árs. Við teljum að í íjárlögum
næstu ára beri að skila þeim pen-
ingum aftur. Þá fjármögnun á að
tryggja með sama hætti og sið-
menntaðar þjóðir í Evrópu hafa
varið mun hærra hlutfalli til
menntamála en núverandi ríkis-
stjórn á íslandi hefur fest í sessi.
Svo illa er nú komið að framlög
til menntamála hafa lækkað í tíð
núverandi ríkisstjórnar á þann hátt
að innan OECD erum við komin
niður á það stig sem tíðkast í Tyrk-
landi og Grikklandi. Þær þjóðir sem
við helst viljum bera okkur saman
við, frændur okkar á Norðurlönd-
um og aðrar þjóðir í vestanverðri
og norðanverðri Evrópu, hafa allar
skilið það að hátt hlutfall þjóðar-
tekna til menntamála er forsenda
fyrir góðum Iífskjörum í framtíð-
inni.
4. spurning
Fjórða spurningin var: „Hversu
margir úr þínum flokki greiddu
atkvæði með áframhaldandi skerð-
ingu á framkvæmd grunnskóla-
laga við afgreiðslu fjárlaga 1995?“
Svarið er einfalt: Enginn.
5. spurning
Fimmta spurningin var: „Hvaða
svið atvinnulífsins telur þú vera
vaxtarbrodd framtíðarinnar?"
Alþýðubandalagið hefur í ítar-
legu riti, „Utflutningsleiðin: At-
vinna - jöfnuður - siðbót“ gert
ítarlega grein fyrir því hvaða svið
atvinnulífsins eru að okkar dómi
vaxtarbroddur framtíðarinnar. Þar
kemur fram að fjölmargar atvinnu-
greinar sem byggjast á menntun,
rannsóknum, þekkingu, upplýs-
ingatækni og öðrum slíkum þáttum
sem eiga sér rætur í traustu og
fjölþættu menntakerfi eru þau svið
þar sem við íslendingar getum
skarað fram úr.
Heilsteypt stefna í
menntamálum er ein
mikilvægasta forsenda
*
þess, segir Olafur
Ragnar Grímsson, að
lífskjör á íslandi verði
sambærileg við það sem
gerist annars staðar.
í Útflutningsleiðinni er ítarlega
lýst hvemig við getum skapað okk-
ur auknar þjóðartekjur með því að
flétta saman umbætur í mennta-
málum og aðgerðir á sviðum fjöl-
margra atvinnugreina. Ég nefni
hér til ábendingar breytingar í
sjávarútvegi, í matvælafram-
leiðslu, í tækni og hugvitsiðnaði, í
umhverfisvænum og háþróuðum
landbúnaði, í heilsuþjónustu,
menningarútflutningi og alþjóðleg-
um flugrekstri, í ferðaþjónustu, á
margvíslegum sviðum tækni og
ráðgjafar. Ég vil eindregið hvetja
áhugamenn um skólamál og at-
vinnumál til þess að kynna sér þær
ítarlegu tillögur sem birtar eru í
Útflutningsleiðinni. Þar eru
menntamál og atvinnumál tvinnuð
saman 'í einn þráð í fyrsta sinn í
atvinnustefnu stjórnmálaflokks á
íslandi.
6. spurning
Sjötta spurningin var: „Hvaða
námsþætti í grunnskóla telur þú
að ætti að efla með tilliti til nýsköp-
unar?“
í samræmi við tillögugerð Út-
flutningsleiðarinnar teljum við að
fyrst og fremst ætti .að efla raun-
greinar af ýmsu tagi, þjálfun í
meðferð tölvutækni og hugbúnað-
ar, listgreinar sem stuðla að skap-
andi hugsun og margvíslega verk-
kunnáttu. Meginhugmyndin í nú-
tímamenntakerfi er að fella saman
í eina heild allar þær greinar sem
stuðla að skapandi hugsun, þjálfun
hugar og handa og að auka og
styrkja sjálfstæði hvers einstak-
lings.
7. spurning
Sjöunda spumingin var: „Hefur
þú kynnt þér skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskóla íslands frá
1991 um lengingu skóladags í
grunnskóla?“
Þessi skýrsla var samin að
frumkvæði menntamálaráðherra
Alþýðubandalagsins, Svavars
Gestssonar. Skýrslan er því meðal
grundvallarskjala sem við höfum
stuðst við í stefnumótun á sviði
menntamála. Þessi skýrsla Hag-
fræðistofnunar er ásamt því
merka riti „Til nýrrar aldar“ vitn-
isburður um þá stefnumótun og
áherslur sem Alþýðubandalagið
beitir sér fyrir í menntamálum
þegar það hefur aðstöðu til þess
að hrinda stefnu okkar í fram-
kvæmd. Besti vitnisburðurinn um
alvöru okkar og trúnað á þessu
sviði er að bera saman verk okkar
í tíð síðustu ríkisstjórnar, bæði á
sviði stefnumótunar og fjármögn-
unar, og það sem gerst hefur í
valdatíð Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins.
Höfundur er formaður
Alþýðubandotagsins.
Mynd 2. Þjóðarframleiðsla á vinnustund
Línurit endurbirt
MEÐ grein Þorvaldar Gylfasonar
prófessors, „Þess vegna eru laun-
in svona lág“, sem birtist sl. laug-
ardag, áttu tvö línurit að fylgja í
lit, en því miður misfórst það.
Hér birtist annað þeirra, saman-
burður á þjóðarframleiðslu ýmissa
landa á vinnustund. Sjá má, að
ísland er þar í einu af neðstu
sætunum.
EGLA
-röð ogregla
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819
ltíb'
.u-illM
V0U
l/£L'
jUMísL
euskt
Brftax
Skeljungsbúöin
Suðurlandsbraut 4 . Sími 603878