Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Svör til Heimilis og skóla Á LAUGARDAG- INN birtist Qórblöð- ungur með Morgun- blaðinu og var hann helgaður efni frá landssamstökunum Heimili og skóli. For- mönnum stjómmála- flokkanna í landinu var boðið að svara þar sjö spurningum. Vegna misskilnings um skilafrest komu svör frá formanni Al- þýðubandalagsins ekki í tæka tíð. Það er leitt að svo skyldi vera. Hins vegar vil ég þakka ritstjórn Morgunblaðsins fyrir að bregðast skjótt við og birta svörin í dag. Fjórblöðungur- inn sem fylgdi Morgunblaðinu var hins vegar auglýsing en ekki formlega hluti af blaðinu. 1. spurning Fyrsta spurningin var: „Hefur þinn flokkur mótað menntastefnu sína fyrir komandi kosningar?" Á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins í nóvember 1994 var samþykkt sérstök ályktun sem bar heitið „Skólinn í fremstu röð“. Með þessari ályktun, sem birt var rúmum tveimur mánuðum áður en forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, skoraði á stjórn- málaflokkana að gera menntamál Ólafur Ragnar Grímsson BARATTU KVEÐJUR að forgangsatriði, hafði Alþýðubanda- lagið ákveðið að menntamálin ættu að vera eitt brýnasta við- fangsefnið í íslensk- um þjóðmálum. í ályktun okkar „Skólinn í fremstu röð“ er tekið skýrt fram að heilsteypt stefna í menntamálum sé ein mikilvægasta forsenda _þess að lífs- kjör á Islandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar. Miðstjóm Al- þýðubandalagsins ákvað þannig að flokkurinn ætti að beita sér fyrir því að menntamál yrðu eitt aðal- mál kosningabaráttunnar á árinu 1995. í þeirri baráttu var ákveðið að Alþýðubandalagið legði fram verk sín og lýsti yfir eindregnum vilja til að framkvæma þá mennta- stefnu sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili og ber heitið „Til nýrr- ar aldar“. 2. spurning Önnur spumingin var: „Ef svo er hvað er þar nýtt að fmna?“ Eins og fram kemur hér að framan varð Alþýðubandalagið fyrst flokka til að lýsa því form- lega yfir í nóvember 1994 að menntamál ættu að verða eitt aðalmál kosningabaráttunnar. Við erum stolt af því að við skyldum hafa tekið þá ákvörðun allnokkru áður en okkar ágæti forseti skor- aði á stjórnmálaflokkana að setja menntamál í forgang. í yfirlýs- ingu okkar kemur skýrt fram að skólamál, rannsóknir og menntun eigi að vera forgangsatriði á kom- andi árum. Alþýðubandalagið tel- ur áríðandi að framlög til skóla- mála hérlendis verði svipað hlut- fall af þjóðartekjum og gerist í grannlöndum okkar. Það hafði aldrei gerst áður að stjórnmála- flokkur lýsti sig reiðubúinn til að taka málaflokk út úr með þeim hætti sem við lýstum yfir í „Skól- inn í fremstu röð“. Ætlunin er að styrkja þann málaflokk sérstak- lega og veija hann þegar kemur ÞJODARATHYCU ALOE VERA brunagelið frá JASON hefur vakið athygli þjóðarinnar vegna sérstakra eiginleika safans úr ALOE VERAjurtinni. ALOE VERA-gelið frá JASON hefur reynst mjög vel við ýmsum tegundum psoriasis, alls kyns hruna (fyrir og eftir sól), útbrotum, (bólum, frunsum o.s.frv.), æðahnútum, tognun, vandamálum í hársverði, skrapsárum, kláða, sveppasýkingu, vöðvabólgum, exemi og einnig gefur gelið mjög góðan árangur sé það notað eftir rakstur (sótthreinsandi, græðandi og rakagefandi). Áríðandi er að hafa í huga að aðeins ALOE VERA-gel án litar- og ilmefha gefur áþreifanlegan árangur. ALOE-VERA 98% gelið frá JASON er kristaltœrt eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunni. 98% AIX)E VERA gel frá Jason á hvert heimili sem fyrsta hjálp (First Aid). 98% ALOE VERA-yel frá JASON fæst í apótekinu. APÓTEK ■ s að viðræðum um nýja ríkisstjórn. Alþýðubandalagið hefur því form- lega lýst því yfir að menntamálin, málefni skólanna, verði í efstu sætum á lista yfir viðfangsefni í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Alþýðubandalagið tæki þátt í að loknum alþingiskosningum. 3. spurning Þriðja spurningin var: „Hvernig telur þú hægt að fjármagna úrbæt- ur í menntakerfinu?" Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur skorið framlög til menntamála niður um 2.000 milljónir króna á verðlagi þessa árs. Við teljum að í íjárlögum næstu ára beri að skila þeim pen- ingum aftur. Þá fjármögnun á að tryggja með sama hætti og sið- menntaðar þjóðir í Evrópu hafa varið mun hærra hlutfalli til menntamála en núverandi ríkis- stjórn á íslandi hefur fest í sessi. Svo illa er nú komið að framlög til menntamála hafa lækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar á þann hátt að innan OECD erum við komin niður á það stig sem tíðkast í Tyrk- landi og Grikklandi. Þær þjóðir sem við helst viljum bera okkur saman við, frændur okkar á Norðurlönd- um og aðrar þjóðir í vestanverðri og norðanverðri Evrópu, hafa allar skilið það að hátt hlutfall þjóðar- tekna til menntamála er forsenda fyrir góðum Iífskjörum í framtíð- inni. 4. spurning Fjórða spurningin var: „Hversu margir úr þínum flokki greiddu atkvæði með áframhaldandi skerð- ingu á framkvæmd grunnskóla- laga við afgreiðslu fjárlaga 1995?“ Svarið er einfalt: Enginn. 5. spurning Fimmta spurningin var: „Hvaða svið atvinnulífsins telur þú vera vaxtarbrodd framtíðarinnar?" Alþýðubandalagið hefur í ítar- legu riti, „Utflutningsleiðin: At- vinna - jöfnuður - siðbót“ gert ítarlega grein fyrir því hvaða svið atvinnulífsins eru að okkar dómi vaxtarbroddur framtíðarinnar. Þar kemur fram að fjölmargar atvinnu- greinar sem byggjast á menntun, rannsóknum, þekkingu, upplýs- ingatækni og öðrum slíkum þáttum sem eiga sér rætur í traustu og fjölþættu menntakerfi eru þau svið þar sem við íslendingar getum skarað fram úr. Heilsteypt stefna í menntamálum er ein mikilvægasta forsenda * þess, segir Olafur Ragnar Grímsson, að lífskjör á íslandi verði sambærileg við það sem gerist annars staðar. í Útflutningsleiðinni er ítarlega lýst hvemig við getum skapað okk- ur auknar þjóðartekjur með því að flétta saman umbætur í mennta- málum og aðgerðir á sviðum fjöl- margra atvinnugreina. Ég nefni hér til ábendingar breytingar í sjávarútvegi, í matvælafram- leiðslu, í tækni og hugvitsiðnaði, í umhverfisvænum og háþróuðum landbúnaði, í heilsuþjónustu, menningarútflutningi og alþjóðleg- um flugrekstri, í ferðaþjónustu, á margvíslegum sviðum tækni og ráðgjafar. Ég vil eindregið hvetja áhugamenn um skólamál og at- vinnumál til þess að kynna sér þær ítarlegu tillögur sem birtar eru í Útflutningsleiðinni. Þar eru menntamál og atvinnumál tvinnuð saman 'í einn þráð í fyrsta sinn í atvinnustefnu stjórnmálaflokks á íslandi. 6. spurning Sjötta spurningin var: „Hvaða námsþætti í grunnskóla telur þú að ætti að efla með tilliti til nýsköp- unar?“ í samræmi við tillögugerð Út- flutningsleiðarinnar teljum við að fyrst og fremst ætti .að efla raun- greinar af ýmsu tagi, þjálfun í meðferð tölvutækni og hugbúnað- ar, listgreinar sem stuðla að skap- andi hugsun og margvíslega verk- kunnáttu. Meginhugmyndin í nú- tímamenntakerfi er að fella saman í eina heild allar þær greinar sem stuðla að skapandi hugsun, þjálfun hugar og handa og að auka og styrkja sjálfstæði hvers einstak- lings. 7. spurning Sjöunda spumingin var: „Hefur þú kynnt þér skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands frá 1991 um lengingu skóladags í grunnskóla?“ Þessi skýrsla var samin að frumkvæði menntamálaráðherra Alþýðubandalagsins, Svavars Gestssonar. Skýrslan er því meðal grundvallarskjala sem við höfum stuðst við í stefnumótun á sviði menntamála. Þessi skýrsla Hag- fræðistofnunar er ásamt því merka riti „Til nýrrar aldar“ vitn- isburður um þá stefnumótun og áherslur sem Alþýðubandalagið beitir sér fyrir í menntamálum þegar það hefur aðstöðu til þess að hrinda stefnu okkar í fram- kvæmd. Besti vitnisburðurinn um alvöru okkar og trúnað á þessu sviði er að bera saman verk okkar í tíð síðustu ríkisstjórnar, bæði á sviði stefnumótunar og fjármögn- unar, og það sem gerst hefur í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Höfundur er formaður Alþýðubandotagsins. Mynd 2. Þjóðarframleiðsla á vinnustund Línurit endurbirt MEÐ grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors, „Þess vegna eru laun- in svona lág“, sem birtist sl. laug- ardag, áttu tvö línurit að fylgja í lit, en því miður misfórst það. Hér birtist annað þeirra, saman- burður á þjóðarframleiðslu ýmissa landa á vinnustund. Sjá má, að ísland er þar í einu af neðstu sætunum. EGLA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 ltíb' .u-illM V0U l/£L' jUMísL euskt Brftax Skeljungsbúöin Suðurlandsbraut 4 . Sími 603878
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.