Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 27
AÐSENDAR GREINAR
Ofurviðkvæmni
vegna Stasi-skjala
FIMMTUDAGINN
9. febrúar síðastliðinn
fóru fram umræður
um utanríkismál á Al-
þingi. í ræðu minni
rakti ég þróun utan-
ríkismála á því kjör-
tímabili, sem nú er að
ljúka. Vék ég meðal
annars að stöðunni í
nýju lýðræðisríkjunum
í Mið- og Austur-Evr-
ópu. Þau þyrftu ekki
aðeins að takast á við
efnahagsvanda heldur
einnig pólitískan og
ýmis sálræn mein, er
fylgdu ofstjórn komm-
únista. í Þýskalandi
Björn
Bjarnason
hefðu stjórnvöld til dæmis gripið tii
þess ráðs í því skyni að lækna þessi
mein að opna verulegan hluta af
leyniskjalasöfnum austur-þýsku ör-
yggislögreglunnar Stasi. Tilgang-
urinn með því væri í sjálfu sér ekki
að koma höggi á neinn heldur leiða
í ljós bakhliðina á hinu kommúníska
þjóðfélagi. Þá væri það einnig
markmiðið með því að opna skjala-
söfnin, að almenningur gæti varað
sig á þeim, sem hefðu starfað í
skjóli Stasi. í Þýskalandi væru þess-
ar upplýsingar sem sagt gerðar
opinberar, til að koma í veg fyrir,
að kúgarar fortíðarinnar og sam-
starfsmenn þeirra gætu kúgað og
kvalið á ný.
Þá vakti ég athygli á þeirri stað-
reynd, að Stasi-skjölin staðfestu,
að þessi vandi teygði sig hingað til
lands og meira að segja inn í sali
Alþingis. Þar sætu tveir þingmenn
Alþýðubandalagsins, sem hefðu
verið sendir á flokkslegum forsend-
um til náms í Austur-Þýskalandi.
ítrekaði ég fyrri hvatningu mína til
flokksins um að gera
upp við þessa fortíð.
Ótrúleg viðbrögð
Er skemmst frá því
að segja, að viðþrögð
alþýðubandalags-
manna áttu eftir að.
setja mestan svip á
umræðurnar um
skýrslu utanríkisráð-
hetra.
Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður
flokksins, missti stjórn
á munnsöfnuði sínum.
Greip hann einnig til
samanburðarfræð-
anna, sem byggjast á
því að gera hlut kommúnista ávallt
ívið betri en annarra. Hjörleifur
Guttormsson setti á sig helgisvip
og sagðist ekki hafa stigið fæti
austur fyrir tjald, eftir að hann fór
eins og sunnudagaskóladrengur frá
sæluríkinu í upphafi sjöunda ára-
tugarins. Steingrímur J. Sigfússon
þóttist koma á mig höggi með því
að kenna mig við kalda stríðið, en
það er aðeins í hugarfylgsnum af-
dalasósíalista, sem slíkar nafnbæt-
ur þykja skammaryrði. Svavar
Gestsson sagðist persónulega særð-
ur vegna þess, að ég hefði sakað
hann um Stasi-tengsl og þar með
landráð. Vandi hans er hins vegar
sá, að úr safni Stasi voru skjöl
hans tekin til eyðingar sunnudaginn
25. júní 1989, eins og fram kom í
sjónvarpsþætti hinn 5. febrúar síð-
astliðinn.
Síðan réðust þeir, einkum Stein-
grímur J. Sigfússon, með lúalegum
hætti á dr. Þór Whitehead, grófess-
or í sagnfræði við Háskóla íslands,
en ég vitnaði til orða hans í Alþýðu-
STJÓRN Mannréttindaskrifstofunn-
ar minnir á að 1. janúar 1995 hófst
áratugur mannréttindafræðslu á
vegum Sameinuðu þjóðanna sam-
kvæmt ályktun heimsþings Samein-
uðu þjóðanna um mannréttindi sem
haldið var í Vínarborg 1993, segir í
tilkynningu frá stjórn Mannréttinda-
skrifstofu íslands.
Stjórn Mannréttindaskrifstofunn-
ar minnir á það mikilvæga hlutverk
sem óháð félagasamtök gegna á sviði
mannréttindamála hér á landi og
vekur athygli á að íslensk stjórnvöld
hafa átt takmarkað frumkvæði að
eða tekið þátt í kynningu og fræðslu
á mannréttindasviði.
Stjóm Mannréttindaskrifstofunn-
ar fagnar sérstaklega afstöðu Davíðs
Oddssonar, forsætisráðherra, Jóns
Baldvins Hannibalssonar, utanríkis-
ráðherra, og Þorsteins Pálssonar,
dómsmálaráðherra, sem Mannrétt-
indaskrifstofan leitaði stuðnings hjá
og telur fjárstuðning ríkisstjómar og
HUGRÆKTARNAMSKEIÐ
GUÐSPEKIFÉLAGSINS
„Celestine“-hugræktarnám-
skeið verður haldið í húsi
félagsins, IngólfstraSti 22, á
þriðjudagskvöldum kl. 20.00.
Það hefst í kvöld 14. feb. og
verður í 5 skipti. Námskeiðið
er ókeypis og öllum opið
meðan húsrúm leyfir. Leið-
beinandi er Einar Aðalsteins-
son. Innritun á staðnum.
Kvenfélagið Hringurinn
heldur árshátíð sína
í Víkingasal Hótels Loftleióa
fimmtudaginn 16. febrúar
nk. kl.l 8.30 stundvíslega.
Miðasala og borðapantanir i
dag, þriðfudag, kl. 16-18.
Mefnd’m.
Krafan um uppgjör Al-
þýðubandalagsins
þagnar ekki þrátt fyrir
offors þingmanna þess,
segir Björn Bjarnason.
Þessi krafa er í sam-
ræmi við stjórnmálaum-
ræður annars staðar,
þar sem tekið er mið af
nýjum upplýsingum eft-
ir hrun einræðisstjórna
kommúnista.
blaðinu, þar stóð meðal annars:
„Mér fínnst nú eins og vanti eitt-
hvað upp á þjóðlegu reisnina þegar
maður heyrir þeirra eigin lýsingar
á samskiptum þeirra við þessa ili-
ræmdu leynilögreglu. Þeir lýsa sér
sem ofsóttum minnihlutahópi í ríkj-
um þar sem þeir voru í raun heiðurs-
gestir á vegum síns eigin flokks.“
Hlutur Svavars
Fyrir mér vakti ekki annað en
setja íslensk stjórnmál í samhengi
við alþjóðlegar umræður eftir hrun
kommúnismans og benda á þá stað-
reynd, að einnig hér á landi stæðu
stjórnmálamenn í vanda vegna upp-
lýsinga í Stasi-skjölum. Þeir þyrftu
að bregðast við honum eins og gert
hefði verið annars staðar. Umræður
fyrir opnum tjöldum eru í samræmi
við leikreglur lýðræðisins, þess
vegna eru Stasi-skjalasöfnin opin.
Kjarni málsins er sá, að á flokksleg-
um forsendum voru menn gerðir
héðan út til að eyðileggja síðan lýð-
ræðið á Islandi, þjálfun þeirra var
miðuð við að kollsteypa lýðræðis-
legu þjóðskipulagi.
Það er mikill barnaskapur að
ætla, að umræðum um þessi mál
sé lokið hér eða erlendis. Ofstækis-
full viðbrögð á borð við þau, sem
alþýðubandalagsmenn sýndu á Al-
þingi á fimmtudag eru fátíð, nema
menn hafi í raun eitthvað að fela.
Sem betur fer er það ekki algengt
í Evrópu samtímans að slíkar um-
ræður þurfi að fara fram á þingi.
Það er ekki víða, sem menn þurfa
að takast á við slíkan pólitískan
vanda vegna fyrrverandi ráðherra
og starfandi þingmanna. Tilraunir
til að kæfa umræðurnar með ofsa
og persónulegum svívirðingum eru
dæmdar til að mistakast.
Eftir þingumræðurnar hefur
Svavar Gestsson reynt að afla sér
samúðar með því að segja mig hafa
sakað hann um Stasi-tengsl og í
slíku felist landráðabrigsl. 1 umræð-
unum sagði ég við Svavar Gests-
son, að ég gæti ekki sakað hann
um nein Stasi-tengsl, af því að í
safni Stasi fyndust ekki nein skjöl
um hann, þótt vitað væri, að þau
hefðu verið þar. Þetta er mjög vand-
ræðalegt og viðkvæmt fyrir Svavar,
en hann var síðasti ungi sósíalist-
inn, sem var sendur til Austur-
Þýskalands fyrir orð Einars Olgeirs-
sonar og í þágu flokksins. Nú seg-
ist hann hafa flúið þaðan, af því
að hann þoldi ekki kerfið. Kemur
sú yfirlýsing flestum í opna skjöldu.
Svavar Gestsson fór til Austur-
Berlínar um páskana 1990, þegar
múrinn var hruninn. Hann ræddi
þar við stjórnmálamenn og skoð-
anabræður, sem höfðu lagt niður
kommúnistaflokkinn og stofnað
flokk, s'em þekktur er undir skamm-
stöfunni PDS. Hann hélt flokksþing
fyrir skömmu og voru þar hörð átök
um það, hvort hætta ætti við alla
hálfvelgju og taka aftur upp gömlu
kommúnistastefnuna.
Eftir heimkomuna ritaði Svavar
tvær greinar í Nýtt helgarblað (21.
og 27. apríl 1990), þar sem hann
útlistaði nauðsyn þess að standa
vörð um nokkur meginatriði, sem
aldrei hrynja, þrátt fyrir hrun Berl-
ínarmúrsins. Þar spyr hann meðal
annars: „Er til nokkurs að beijast
fyrir völdum þegar hugsjónir okkar
breytast í skrímsli í framkvæmd-
inni?“ Svar hans var já. Þrátt fyrir
hrun Berlínarmúrsins, skyldu hug-
sjónir sósíalisma og kommúnisma
standa. Ekkert í þessum greinum
bendir til þess, að Svavar hafi horf-
ið frá A-Þýskalandi sem pólitískur
flóttamaður. Þar dvaldist hann ein-
mitt til að læra að færa okkur ís-
lendinga í fjötra austur-þýska kerf-
isins. Hann hefur aldrei gert upp
við hugsjónina, þótt múrinn sé
hruninn. Það átti einkar vel við að
ræða þessi mál í umræðum um ut-
anríkismál á Alþingi, því að hvergi
birtist forstokkun Alþýðubanda-
lagsins betur en í utanríkismálum.
Siðbót Alþýðubandalagsins
Alþýðubandalagið segist ætla að
leggja áherslu á siðbót í komandi
kosningabaráttu. Siðferði í stjórn-
málum snýst um fleira en ráðstöfun
á fé og embættum. Það snýst einn-
ig um að menn og flokkar geri
hreint fyrir sínum dyrum.
Umræðurnar um skýrslu utan-
ríkisráðherra kalla á, að Alþýðu-
bandalagið sýni þann siðferðislega
styrk, sem felst í uppgjöri við hina
sósíalísku fortíð.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins íReykjavík.
Stjórn Mannréttindaskrifstofunnar
Minnt á hlutverk
óháðra félagasamtaka
dómsmálaráðuneytis til reksturs
skrifstofunnar sýnir skilning á verk-
efnum Mannréttindaskrifstofunnar.
í fréttatilkynningu segir að stjórn
Mannréttindaskrifstofunnar voni að
ijárlaganefnd Alþingis sýni starf-
seminni ámóta skilning í framtíðinni
og ríkisstjórn og ráðherrar hennar
hafa gert.
Islenskur
fj ár málamarkaður
árið 2000
Munu erlendir bankar sækja inn á íslenskan fjármagnsmarkað?
Hver verður verkaskipting þátttakenda á markaði?
Áhrif skattlagningar fjármagnstekna á fjármálamarkaðinn?
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir ráðstefnu
fimmtudaginn 16. febrúar nk. kl. 13.30-17.00 að Hótel
Loftleiðum. Umræðuefni ráðstefnunnar verður horfur og þróun
á íslenskum fjármálamarkaði.
Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir skuldlausa félagsmenn,
annars kr. 2.900.
Dagskrá:
Friðrik
Sophusson,
Birgitta
Kantola,
Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra
- Þróun og horfur á íslenskum fjármálamarkaði
Birgitta Kantola, framkvæmdastjóri Norræna
fjárfestingabankans (NIB)
- Þróun fjármálamarkaða á Norðurlöndum
Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri
íslandsbanka
- Bankastarfsemi í byrjun nýrrar aldar
Guðmundur Hauksson, framkvæmdastjóri
Kaupþings
- Valkostir á verðbréfamarkaði árið 2000
Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins
- Hvað þarf að breytast á íslenskum fjármálamarkaði?
Ráðstefnustjóri: Sigurjón Pétursson, formaður
Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Ragnar
Önundarson,
Guðmundur
Hauksson,
)li Björn
Kárason,