Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 28

Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ n Fastir vextir í stað breytilegra - leið til að lækka vaxtakostnað fyrirtækjanna? FLESTUM íslensk- um fyrirtækjum stendur nær eingöngu til boða að taka lán með breyti- legum vöxtum og á það bæði við um verðtryggð og óverðtryggð lán' Þetta á einnig við um lántökur þeirra erlendis, þ.e. þau lán er íslenskir bankar hafa milligöngu um að útvega þeim. Vert er að benda á að um 80% af því fjár- magni sem þýsk fyrir- tæki nota er með föst- um vöxtum og þetta hlutfall er um 50% hjá breskum fyrirtækjum. Þessi mikla ofuráhersla hér á landi á breytilega vexti lýsir í reynd veikleika í okkar fjármálakerfi og er draugur frá verð- bólgutímanum þegar stjómvöld misstu tökin á hagstjóm í landinu. Tillaga mín er sú að íslenskir bankar bjóði lántakendum upp á val á milli fastra og breytilegra vaxta á innlendum lánum. Þá aðstoði þeir þau fyrirtæki sem taka lán erlendis fyrir milligöngu banka við að skoða kosti og galla lántöku með föstum eða breytilegum vöxtum. Hvers vegna eru fastir vextir æskilegir? Fastir vextir skapa mikilvæga festu í hagkerfinu til hagsbóta fyrir fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Fyrir- tækin eiga þá auðveldara með að skipuleggja framtíðarstarfsemina og fjárfestingar. Benda má á að á árun- um 1990-1992 nær tvöfölduðust raunvextir á vísitölubundnum banka- lánum með breytilegum vöxtum hér á landi. Hvemig á nokkur að geta gert vitlegar áætlanir þegar von er á slíkum kollsteypum? Lánveitandinn hefur einnig haft vald til að breyta einhliða vöxtum á lánum sínum, jafnvel á 10 daga fresti, án þess að tilkynna lántak- anda um það með nokkram hætti. Nú era fjárfestingar á íslandi í stórhættu- legu lágmarki og ein af forsendum þess að efnahagslífínu vaxi ás- megin er að þar verði Jón Atli hre^nS á og fyrirtæk- Kristjánsson. 'n f' eer ha® 1 að J festa. Einmg er of stor hluti fjármögnunar fyrirtækjanna í formi skammtímalána. Bankar og fjárfestingalánasjóðir gætu með mikilvægum hætti komið inn í þessa mynd, með því að bjóða lán til langs tíma á föstum og lægri vöxtum en nú era í boði. Tíminn er einnig réttur til slíkra aðgerða þar sem bankamir era nú að verða búnir að taka til hjá sér og minni þörf er á framlögum í afskriftasjóði. Mat á áhættu Forráðamenn fyrirtækja sem þurfa að velja á milli þess að taka lán með föstum- eða breytilegum vöxtum verða að hafa eftirfarandi í huga: Hver er arðsemi fjárfesting- arinnar og hvaða áhætta er henni samfara? Val á föstum vöxtum í stað breytilgra vaxta byggist á vaxtapró- sentunni og mati á því hvort vextir munu fara hækkandi eða lækkandi á lánstímanum. Kjörstaða er hins- vegar að geta nýtt sér kosti beggja þessara aðferða á lánstímanum i þeim tilgangi að lækka kostnað við lántökuna. Á erlendum fjármagns- mörkuðum bjóðast margir slíkir möguleikar. Á íslenska fjármagnsmarkaðnum er val fyrirtækjanna takmarkaðra og því þarf að breyta. íslenskar fjár- málastofnanir hafa til þessa notað breytilega vexti sem auðveldustu leiðina til að velta áhættunni yfir á lántakendur. í dag er þetta ekki nauðsynlegt eins og var, því bank- amir hafa leiðir til áhættustýringar, m.a. fyrir atbeina Seðlabankans, sem ekki þekktust fyrir nokkram áram. Vonandi mun aukin samkeppni lána- stofnana einnig verða til þess að lán- takendur eigi fleiri kosti um vaxta- ákvörðun og lántakendur geri þá kröfu að áhættu lánasetofnanna verði ekki einhliða velt yfir á þá. Lokaorð Ég hef hér bent á þá staðreynd að íslensk fyrirtæki hafa ekki sama val um ákvörðun vaxta á innanlands- Þaðertillaga Jóns Atla Kristjánssonar, að bankarnir bjóði lántakendum að velja milli breytilegra og fastra vaxta. markaði og erlend fyrirtæki eiga á sínum heimamarkaði. íslenskar lána- stofnanir hafa nær einvörðungu boð- ið upp á breytilega vexti sem hefur til þessa verið auðveldasta leiðin fyr- ir þær að firra sig áhættu. Einnig er bent á að í dag hafa þessar stofn- anir aðrar bankalegar leiðir til áhættustýringar sem ætti að gefa þeim möguleika á að bjóða fyrirtækj- um val. Aukinn stöðugleiki og lág verðbólga ætti að styðja slíkar að- gerðir lánastofnana. Lengri lánstími og fastir vextir sem ættu að geta verið lægri en núverandi vextir gætu verið leið til að bæta stöðu fyrirtækjanna og skapa svigrúm til lífsnauðsynlegra fjárfestinga. Höfundur er hagfræðingur. Fj árhagsáætlun og kosningaloforð FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995 sem samþykkt var í borgarstjóm 2. febr. sl. ber því ekki vitni, að fjárhagsstaða borgarsjóðs sé í lama- sessi eða að hættu- ástand ríki í fjármálum borgarinnar eins og ýmsir borgarfulltrúar R-listans hafa klifað á í sífellu og reynt að telja borgarbúum trú um. Rekstrarútgjöld borg- arsjóðs, að frádregnum ríkisframlögum tii gatnagerðar í Reykjavík og fjármagnsgjöldum, aukast um nokkur hundrað milljónir króna þrátt fyrir veralega lægri fjár- veitingar til Vinnuskólans og átaks- verkefna á þessu ári miðað við 1994 og niðurfellingu á greiðslu borgar- sjóðs til Atvinnuleysistryggingar- sjóðs eða samtals 500-600 millj. króna. Eitt af kosningaloforðum R-listans á sl. vori var að gerð yrði sérstök endurskoðun á íjármálum borgar- sjóðs og jafnframt að fjárhagsáætlun þorgarinnar vegna ársins 1994 yrði endurskoðuð á grundvelli hennar, eins og ritað var í einn af kosninga- pésum R-Iistans. Þessi sérstaka end- urskoðun fór fram og kostaði borgar- sjóð 3.328.200 krónur. Hún leiddi ekki annað í Ijós en það sem menn vissu áður um fjárhagsstöðu borgar- innar. Engin endurskoðun á fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir árið 1994 fór fram á grandvelli þessarar sér- stöku endurskoðunar sem einfald- lega sýnir að þessi sérstaka endur- skoðun gaf ekki tilefni til neins slíks. Undirbúningur R- listans við gerð fjár- hagsáætlunarinnar ein- kenndist aðallega af því að leita logandi ljósi að möguleikum til að hækka skatta á borg- arbúa. Engin marktæk viðleitni var sýnd í því að lækka rekstrarút- gjöld. R-listinn sam- þykkti algjörlega órök- studdan 260 millj. kr. niðurskurð á tillögum sínum um rekstrarút- gjöld í beinu framhaldi af samþykkt þeirra. Þetta gerðist á sama fundinum. Þessi vinnu- brögð era einsdæmi við gerð íjár- hagsáætlana borgarinnar og bera vott um úrræðaleysi R-listans og óvandaðan undirbúning. Fjárhagsáætlun borgarinnar stað- Enga nauðsyn ber til, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að leggja 550 milljóna kr. hol- ræsagjald á eigendur húsnæðis. festir að enga nauðsyn bar til að leggja á u.þ.b. 550 millj. kr. skatt, svokallaðan holræsaskatt, á eigendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Reykja- vík. Ingibjörg Sólrún lofaði því fyrir kosningar að útsvar yrði ekki hækk- að. Holræsaskattur kemur með svip- uðum eða verri hætti niður á flestum borgarbúum og færir borgarsjóði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skatttekjur í sama mæli og útsvar hefði hækkað úr 8,4% í tæp 9,1%. Ekki er heimilt að leggja á hærra en 9,2% útsvar. Það era hinsvegar nokkur atriði í þessari ijárhagsáætlun sem era já- kvæð eins og t. d. bygging skólahús- næðis og leikskóla, þótt þar sé áherslumunur milli sjálfstæðismanna og R-listans. Það sama er því miður ekki hægt að segja um áframhaldandi uppbygg- ingu hjúkranarheimila. Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar fulltrúa R-listans fyrir síðustu kosningar um að fram- kvæmdum við hjúkranarheimili fyrir aldraða í Suður-Mjódd með 126 rým- um yrði hraðað er ekki gert ráð fyr- ir að framkvæmdir við fyrirhugað hjúkranarheimili þar hefjist á þessu ári. Það fjárframlag, 20 millj. króna, sem fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að fari á þessu ári í uppbyggingu hjúkranarheimilis í Suður-Mjódd, þýðir í raun að engar framkvæmdir hefjist þar á þessu ári. Með jafnari skiptingu fjármagns til framkvæmda við skólahúsnæði, leikskóla og hjúkr- unarheimili hefði vel mátt hefja byggingu hjúkranarheimilis í Suður- Mjódd. Borgarstjóri hefur boðað að hann vilji skoða allt málið upp á nýtt, ræða við aðra aðila en þá, þ.e. stjóm og fulltrúaráð Eirar, sem unnið hafa að undirbúningi málsins í tæp þijú ár í samvinnu við borgaryfirvöld. Auk þess vill borgarstjóri byggja öllu færri hjúkrunarrými en til stóð að gera, þrátt fyrir að þörfin sé u.þ.b. 280 hjúkranarrými. í stað þess að hraða málinu eins og kosningaloforð R-listans kvað á um bendir allt til þess í dag að hægt verði á fram- kvæmdum. Ég hvet borgarstjóra eindregið tib þess að beita sér fyrir því að fram- kvæmdir geti hafíst nú þegar á þessu ári og um þetta mikilvæga má! geti náðst víðtæk samvinna og friður, utan sem innan borgarstjómar. Höfundur er borgarfulltrúi. Atkvæði og áhrif UNDANFARNA mánuði hef ég haft tækifæri til að fylgjast með daglegu lífi frændþjóðar okkar Dana. M.a. beindi ég athyglinni sérstaklega að stjórnmálaumræð- unni í Danmörku þegar þingkosn- ingar fóru þar fram síðastliðið haust. Mér þótti - eins og mörgum - afskaplega merkilegt að sjá hvemig ágætur skemmtikraftur þarlendur, Jacob nokkur Hau- gaard, sópaði að sér fylgi og fékk að mig minnir rúmlega 23 þúsund persónuleg atkvæði - sem nægðu til að koma manninum á þing. Jacob Haugaard var að gera grín að stjómmálum og kosn- ingabaráttu. Aðalbar- áttumál hans voru „Meðvindur á hjóla- brautunum“, „Stærri jólagjafír" og fleira þess háttar. Mér fannst þetta eins og mörgum öðrum fyndið - en ég undraðist mikið þegar í ljós kom að fjöldi fólks greiddi gríninu atkvæði sitt. Ég velti því fyrir mér af hveiju svona lagað gerist. Og ég hef komist að þeirri niður- stöðu að sennilega er það vegna þess að með því að greiða grínist- anum atkvæði sitt eru kjósendur hans að lýsa skömm sinni á hinum raunverulegu stjómmálamönnum og láta í ljós óánægju sína með störf þeirra á þingi og utan þess. Og væntanlega hefur fólk skömm Enn eitt sérframboðið er ekki til bóta. Svan- hildur Kaaber telur óflokksbundið fólk geta átt samleið með Alþýðu- bandalaginu í næstu kosningum. á stjórnmálamönnunum vegna þess að þeir hafa ekki hlustað á raddir kjósenda sinna og fylgt eft- ir loforðum sem gefin voru þegar þeir voru kosnir til þess ábyrgðar- starfs sem þingseta er. Astand í íslenskum sljórnmálum Þessar hugleiðingar mínar leiða mig að ástandi í íslenskum stjórn- málum þessa dagana. Því miður verður ekki annað séð en flestum þeirra fulltrúa sem þjóðin kaus í síðustu kosningum til Alþingis hafi - viljandi eða óviljandi - tek- ist að loka augunum fyrir því hvernig hagur almennings á Is- landi er í dag, hvernig heimilin og fjölskyldurnar komast af, hver staða launafólks er, bæði opin- berra starfsmanna og þeirra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Ég fæ ekki betur séð en að við stjórn íslensks samfélags ríki nú fyrst og fremst sundrung, mis- rétti, ranglæti og ójöfnuður, mér sýnist hver höndin upp á móti annarri. Og mér finnst sannarlega ástæða til að bregðast við - en ekki eins og þessir áðurnefndu 23 þúsund dönsku kjósendur. Með því að greiða spaugaranum atkvæði sitt létu þeir af hendi mikilvæg- asta tækið sem almennur borgari hefur til að hafa áhrif á stjórn og stefnu þess samfélags sem hann býr í. Þannig lítilsvirtu þeir þau grundvallarmannréttindi sem kosningaréttur er. Breyting er nauðsynleg í komandi kosningum er mikil- vægt að þeir sem hafna núgild- andi leikreglum við stjóm íslensks samfélags og vilja stuðla að breyt- ingum til betri vegar taki höndum saman. Því miður hafa talsmenn aukins jöfnuðar, samhjálpar og samábyrgðar verið allt of fáir á Alþingi undanfarin ár, en fulltrúar atvinnu- rekenda og peninga- valds hafa getað ráðið þar ráðum sínum og tekið ákvarðanir sem fyrst og fremst þjóna eigin hagsmunum. Þess vegna er velferð- arkerfið að hruni kom- ið, framtíð skólakerf- isins í óvissu, heilu sjúkrahúsdeildirnar lokaðar en biðlistar hins vegar óralangir. Þess vegna er fjöldi fólks atvinnulaus, tekjuskipting ótrúlega óréttlát og almenn launakjör þannig að útilokað er að lifa af venjulegum dagvinnulaunum. Óháðir - óflokksbundnir Þetta veit fjöldi fólks sem til þessa hefur ekki tekið þátt í starfi stjómmálaflokkanna og kærir sig ekki endilega um að bindast nein- um þeirra. Þessir óháðu kjósendur gera sér grein fyrir því hvað nauð- synlegt er að talsmönnum bættra lífskjara fyrir almenning í landinu fjölgi á Alþingi. Nú hefur sú hugmynd komið fram að Alþýðubandalagið bjóði fram í komandi Alþingiskosning- um undir nýjum formerkjum, þ.e.a.s. að flokkurinn opni flokks- starfið og taki upp samvinnu við óháð, óflokksbundið fólk sem vill vinna fylgi hugmyndum um aukið jafnrétti og samábyrgð, fólk sem ekki er sammála því hvernig spill- ing, ranglæti og yfirgangur pen- ingavalds og sérhyggju hefur riðið húsum í íslensku samfélagi und- anfarin ár. Ekki sérframboð. Hér er ný hugsun á ferðinni. Við erum mörg sem aldrei höfum verið flokksbundin í hinum hefð- bundnu stjórnmálaflokkum - og teljum ekki til bóta að stofna til enn eins sérframboðsins. Slíkt verður varla til annars en að auka fylgi ríkjandi öflum í íslensku sam- félagi. Hins vegar teljum við skyn- samlegt að vinna út frá þeim grunni sem fellur að hugmyndum okkar. Úr því að Alþýðubandalag- ið - sem vinnur á þeim grunni - hefur til að bera þá víðsýni að taka upp samvinnu við okkur með því að opna starf sitt fyrir óháðu, óflokksbundnu fólki er eðlilegt og sjájfsagt að nota það tækifæri. I stað þess að gefast upp - eða láta skeika að sköpuðu með því að lítilsvirða atkvæðisréttinn - er ástæða til að skora á óháða óflokksbundna kjósendur að koma til liðs við þá sem gefa kost á sér til starfa á lista Alþýðubandalags- ins og óháðra - svo takast megi að breyta núverandi ástandi í stjórnmálum á Íslandi og lækna þau mein sem fyrir eru. Höfundur er kennari. Svanhildur Kaaber

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.