Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 37
Alþingi Norðurlanda -
nýr grundvöllur
MIKILLA breytinga
er að vænta á norrænu
samstarfí í nánustu
framtíð og er innganga
Svíþjóðar og Finnlands
í Evrópubandalagið og
sú ákvörðun Norðmanna
að standa utanvið ein
helsta ástæðan fyrir því.
Hafa komið fram hug-
myndir um staðbundið
norrænt þing sem fjall-
aði um sameiginleg mál-
efni Norðurlanda ósund-
urslitið eða á svipuðum
forsendum og þjóðþing
Norðurlandanna. Stofn-
un slíks þings er afar
mikilvæg þeim þjóðum
Norðurlanda sem starfa utan við
ESE, sem eru Noregur og ísland,
eins og þeim sem innan ESB starfa.
Engar beinar hugmyndir eða tillögur
í þessa átt eru enn sem komið er á
dagskrá, en línumar hafa skýrst eftir
Kaupmannahafnarfund forsætisráð-
herra Norðurlandanna í síðasta mán-
uði sem og fund utanríkisráðherra
viku seinna. Má gera ráð fyrir að
þetta mál verði rætt á þingi Norður-
landaráðs í Reykjavík í lok febrúar.
Völd og áhrif
Ekki er hægt að svo stöddu að
gefa neina greinargóða lýsingu af
hvemig hugsanlegt „Samþing Norð-
urlanda" myndi starfa eða líta út, en
hægt er að lesa á milli línanna i álykt-
un Kaupmannahafnarfundarins að
menn hafa komið sér saman um viss-
ar stefnumarkandi meginlinur að
vinna eftir. Þar er mikilvægust sú
hugmynd um nánara pólitískt sam-
starf milli bræðra- og systraflokka
innan Norðurlandanna og faglegt ráð-
gefandi þing og nefndarstarf í mál-
efnum sem snerta Norð-
urlöndin sem eina heild.
Byggi ég mínar hug-
myndir á því að gott
pólitískt samstarf takist
milli samlitra flokka inn-
an Norðurlanda og að
til „Samþings" sé skipað
í hlutfalli við fylgi flokk-
anna í kosningum til
þings viðkomandi
heimalands. Um völd og
áhrif þingsins er ótíma-
bært að ræða að svo
stöddu, en þau yrðu að
sjálfsögðu tíunduð í
grunnlögum og ná-
kvæmlega afmörkuð.
Fjöldi og val þingfulltrúa
Fjöldi þingmanna ræðst af því
hversu yfirgripsmikið þingstarfíð
verður ásamt þeim málaflokkum sem
þinginu er gert að sinna. Einnig
myndi sennilega fjöldi fastanefnda og
þeirra ráða og stofnana, sem þinginu
yrði gert að hafa umsjón og stjóm
yfír, ráða miklu um fjölda þing-
manna. Sé gengið út frá því að þing-
í þessari grein viðrar
Hólmsteinn Brekkan
hufflrtynd um „samþing
Norðurlanda“.
menn séu skipaðir hlutfallslega miðað
við fylgi í þingkosningum heimalands-
ins er það ljóst að minni og fámenn-
ari þjóðimar innan Norðurlandanna
koma til með að ahfa hlutfallslega
meiri áhrif, en hinar íjölmennari og
stærri. Þetta fyrirkomulag er alls
ekkert óeðlilegt og er hægt að benda
á uppbyggingu Evrópuþingsins og
Ráðherraráðsins sem dæmi um óeðli-
lega mikil áhrif smáþjóða innan ESB.
Til þess að þingið yrði starfhæft
er það grundvallaratriði að náið póli-
tískt samstarf náist milli samlitra
flokka á Norðurlöndum.
Um það hvemig almenningur geti
haft áhrif á val þeirra fulltrúa sem
sæti fá á „Samþingi" þá væri það
hvers stjómmálaflokks að tilnefna á
framboðslistum til þingkosninga eigin
lands hveijir myndu veljast til setu á
„Samþingi" ásamt hvaða málaflokki
viðkomandi myndi sinna sérstaklega.
Nýr grundvöllur
Enn hefur ekki verið tekin nein
ákvörðun í þessa átt, en með þessari
grein vil ég opna umræðuna og sýna
lauslega fram á að ekki sé um óraun-
verulega hugmynd að ræða og alls
ekki óframkvæmanlega. Öll samfé-
lagsþróun í dag byggist á auknum
samskiptum og samstarfí milli þjóða.
Eins og ESB er samstarf fullvalda
ríkja á jafnréttisgrundvelli þá er auk-
ið og nánara pólitískt samstarf á
Norðurlöndum aðeins af hinu góða.
Þó að Alþýðuflokkurinn hafí lagt
fram ályktun í Evrópumálum og lýst
yfir vilja að ísland sæki um ESB-
aðild er það alls ekki víst að af aðild
íslands verði í nánustu framtíð. Þess
vegna er það Islendingum sérstaklega
mikilvægt að nánara og aukið Norð-
urlandasamstarf verði að veruleika
og að á þeim vettvangi geti ísland
fylgst með því sem er að gerast innan
ESB og haft möguleika til áhrifa á
ákvarðanatökur í Brussel gegnum
samstatf og „Samþing" Norðurlanda.
Höfundur stundar nám í
Gautaborg.
Hólmsteinn Brekkan
Hæð yfir Grænlandi en lægð yfir
leiklistardeild Ríkisútvarpsins
AÐ MÍNUM dómi verður fram-
haldsleikrit Þórunnar Sigurðardóttur
aldrei flokkað undir stórvirki í leikbók-
menntum, enda hlýtur missmíði höf-
undar að vera flestum ef ekki öllum
skynugum mönnum augljós. I fyrsta
lagi er söguefnið sjálft vægast sagt
ófrumlegt, sundurlaust og ákaflega
reyfarakennt. í öðru lagi er málfarið
óvandað og lágkúrulegt og í þriðja
lagi er persónusköpun „leikskáldsins"
nánast í molum.
Nú kynni einhver aðdáandi Þórunn-
ar Sigurðardóttur (ef hann fyrirfínnst
einhvers staðar) að biðja mig að færa
rök fyrir þessum staðhæfingum mín-
um. Ef svo ólíklega vildi til, myndi ég
vísa honum beint til föðurhúsanna og
ráðleggja honum að spyija höfundinn
sjálfan hvers vegna hann hafi kastað
svona höndunum að verkinu. Ráðleg-
ast er að hugsa áður en maður talar
eða skrifar.
Víðfræg og þaulreynd óperusöng-
kona sem starfað hefur um árabil í
óperuhúsum erlendis og sungið þar
bæði fyrir háa og lága (þó sennilega
meira fyrir þá fyrmefndu), flýr af
hólmi, þegar hún á að stíga fram á
sviðið í Háskólabíói og syngja þar ein-
söng fyrir Bill Clinton, Bandarílq'afor-
seta.
Fram að þessu hefur hvergi verið
imprað á því, að óperusöngkonan,
Margrét, sé veikgeðja ólíkindatól,
duttlungafull í meira lagi og þar af
leiðandi ákaflega ólíkleg til að fremja
svona heimskupör. En hvað gerir hún
svo? Nú, hún tekur jeppa mannsins
síns og ekur eins og ekkert sé eftir
vandrötuðum vegum eða réttara sagt
vegleysum í óbyggðum og það í
vonskuveðri alla leið upp að Hveravöll-
um. Þótt hún bili öllum að óvörum á
elleftu stundu sem óperusöngkona, þá
sýnir hún basði og sannar og það svo
um munar, að henni er aldeilis ekki
fisjað saman sem bflstjóra. Sú hugsun
lseðist ósjálfrátt að manni, að hún sé
ef til vill ekki á réttri hillu í lífínu.
Dögum saman dvelur
hún hjá veðurathugun-
armanninum á Hvera-
völlum og hlustar á
fréttir af hvarfí sínu svo
og leiðöngrum gerðum
út til að leita hennar og
jafnvel eftir að leit hefur
verið hætt og hún hefur
verið talin af, hvarflar
ekki að henni eitt ein-
asta augnablik að láta
mann sinn eða umheim-
inn vita að hún sé heil
á húfí og furðulegt má
heita að ekkert virðist
geta raskað ró hennar í
öllu þessu kjánalega
klúðri, sem þessi misvitri höfundur
hennar hefur komið henni í.
En Margrét er ekki eini ruglukollur-
inn í verkinu, af því að ítalski ,jóla-
Værí til stofnun, sam-
bærileg við Ríkisendur-
skoðun, einskonar List-
endurskoðun, mundi
hún að mati Halldórs
Þorsteinssonar hafa
ýmislegt við gæða-
eða listmat forstöðu-
manna leiklistardeildar
RÚV að athuga.
sveinninn" á vélsleðanum, sem hún
hittir af tilviljun við Rjúpnafell er svo
ruglaður í ríminu að hann er svo að
segja búinn að gleyma móðurmálinu
sínu og segir. „Si, senora" í staðinn
fyrin „Si, signora". Vonandi berst
lægðin yfír leiklistardeild
Ríkisútvarpsins við
Efstaleiti ekki niður í
Þjóðleikhús með Maríu
Kristjánsdóttur, forstöðu-
manni þeirrar deildar,
þegar hún fer að leikstýra
fyrir þjóðleikhússtjóra,
Stefán Baldursson, eigin-
mann Þórunnar Sigurð-
ardóttur.
Veðurhorfur í íslenskum
leikhúsmálum geta á
stundum verið býsna
ískyggilegar og lævísar,
þegar grannt er skoðað.
Sá sem kann ekki að aka
seglum eftir veðri getur
hreinlega orðið úti í þeim harða heimi,
en hins vegar sá sem kann að sæta
lagi og biður réttan aðila um gott
veður á hárréttum tíma getur ef til
vill boðið greiðamanni sínum upp á
enn betra veður, þegar tækifæri gefst.
Svona gerast oft kaupin, hvemig svo
sem viðrar í þessari furðuveröld leik-
húsmanna.
Að lokum þetta: Það er hrein móðg-
un við jafnágæta leikara og Onnu
Kristínu Amgrímsdóttur, Kristbjörgu
Kjeld, Sigurð Karlsson og Þröst Leós-
son að steypa þeim ofaní þessa djúpu
lægð eða með öðrum orðum að láta
þau koma nálægt þessari fádæma
lágkúru.
Eini ljósi punkturinn í öllu þessu
óendanlega myrkviði var söngur Elínar
Óskar Óskarsdóttur. Hún var hreint
frábær.
Væri til stofnun, sambærileg við
Ríkisendurskoðun, sem mætti einfald-
lega kalla Iistendurskoðun, þá þykist
ég vita að hún hefði sitthvað við gæða-
eða listamat núverandi forstöðumanns
leiklistardeildar Ríkisútvarpsins að at-
huga.
Höfundur er skólastjóri Málaskóla
Halldórs, þýðandi og fyrrverandi
leiklistargagnrýnandi.
Halldór Þorsteinsson
Vngt fólk, „Hitt
húsið“ og
Geysishúsið
Á UNDANFÖRNUM vikum og
mánuðum hafa húsnæðismál „Hins
hússins" verið talsvert til umræðu
innan borgarkerfísins, bæði hjá
íþrótta- og tómstundaráði og borg-
arráði.
Frá því „Hitt húsið“ opnaði hefur
iað verið í húsnæði gamla Þórskaff-
is í Brautarholti. Hugmyndin að
baki „Hinu húsinu“ er að það sé
allsheijar menningar- og upplýs-
ingamiðstöð ungs
fólks. Það er ætlað
ungu fólki, 16 ára og
eldri og þangáð sækir
hópurinn í aðstöðu til
að sinna áhugamálum
sínum. Allt frá því
„Hitt húsið“ opnaði
hefur mikil óvissa ríkt
um húsnæðismál og
framtíð starfseminnar.
Til að byija með var
þetta starfrækt til
fjögurra mánaða, svo
sex mánaða og koll af
kolli.
í allri umræðu um
málefni „Hins hússins"
hvort sem verið hefur
í íþrótta- og tómstund-
aráði eða annars stað-
ar, hafa húsnæðis- og aðstöðumálin
verið ofarlega á baugi. Gamla Þór-
skaffi hefur að mörgu leyti reynst
ágætt undir starfsemina en enginn
efi er um það að brýnasta málið
hefur verið að finna hentugra hús-
næði.
Það er mjög jákvætt,
segir Steinunn V.
Óskarsdóttir, ef við
getum boðið ungu fólki
upp á góða félags- og
menninffarstarfsemi
í miðbænum.
Strax í sumar var farið að velta
vöngum yfir hugsanlegu framtíðar-
húsnæði. Ýmislegt var skoðað með
það í huga að kostnaður færi ekki
fram úr hófí og í því sambandi var
einkum litið til húsnæðis sem borgin
á. Það sem kom m.a. fram í þeirri
umræðu var Geysishúsið við Aðal-
stræti. Það húsnæði hentar vel und-
ir starfsemina og er miðsvæðis í
Reykjavík.
I allri umræðu um húsnæðismál
hússins hef ég heyrt ýmsar efasemd-
arraddir um að það sé rétt að flytja
starfsemina í miðbæinn. Varðandi
það mál finnst mér að ákveðins mis-
skilnings gæti og ef til vill vanþekk-
ingar á þeirri starfsemi sem fram
fer í „Hinu húsinu“. Það er oft talað
um ungt fólk og miðbæinn í nei-
kvæðri merkingu og gefið í skyn að
þessi hópur sæki eingöngu í miðbæ-
inn til að skapa óróa og vera með
skemmdarverk. Þetta er auðvitað
ekki svona einfalt því þorri ungs
fólks kemur í miðbæinn til að sýna
sig og sjá aðra og það er mjög ják-
vætt ef við getum boðið upp á góða
og jákvæða félags- og menningar-
starfsemi fyrir þennan hóp í mið-
bænum. í þessu sambandi er líka
rétt að geta þess að ekki stendur
til að vera með dansleikjahald á veg-
um „Hins hússins" í Geysishúsi.
Menningarleg starfsemi er mikil
á vegum hússins og þekkja margir
t.d. listahátíðina „Unglist“, sem er
fastur liður í starfinu. Þá heldur
unga fólkið sína eigin hátíð og setur
mikinn lit á borgarlífíð. Leiksmiðja
er starfrækt og með betra húsnæði
myndi skapast aðstaða fyrir leikhópa
og klúbba ýmiss konar, auk alls
kyns námskeiðahalds. Félagsmið-
stöð fatlaðra hefur einnig verið
starfrækt í húsinu.
Að ósk menntamálaráðuneytis tók
íþrótta- og tómstundaráð að sér
rekstur verkefnisins „Ungt fólk í
Evrópu“ og er yfirstjóm þess hjá
„Hinu húsinu“. Verkefnið er liður í
samningi EFTA-ríkjanna og ESB í
tengslum við EES-samninginn um
æskulýðssamskipti og er ætlað ald-
urshópnum 16-25 ára.
Þar er sérstök áhersla
lögð á styrki til at-
vinnulausra ungmenna
og er það mjög jákvætt.
Náms- og starfs-
ráðgjöf er þáttur sem
hefur farið vaxandi í
starfseminni og er
ástæða til að auka mik-
ið. Ákveðinn hópur
ungs fólks sem sækir
staðinn er ekki í skóla
og margir án vinnu eða
hafa stopula vinnu og
er þessi staður nánast
eini vettvangurinn þar
sem næst til þessa hóps
án þess að á því sé ein-
hver stofnanastimpill.
Að mínu mati er það
eitt af brýnustu verkefnum í dag
að koma í veg fyrir stórfellt atvinnu-
leysi í yngsta aldursflokknum. Við
höfum séð það t.d. í nágrannalönd-
um okkar að þar eru komnar kyn-
slóðir sem hafa alist upp við atvinnu-
leysi, þekkja ekki annað og hafa
e.t.v. verið atvinnulaus frá unglings-
aldri.
Á það hefur verið bent að Geysis-
húsið hafí upphaflega verið keypt í
þeim tilgangi að koma þar á fót
upplýsiriga-, sýninga- og menning-
armiðstöð í miðbænum og því sé það
skammsýni og óskynsamleg ákvörð-
un að flytja starfsemi „Hins húss-
ins“ í Geysishús. Einnig hefur því
verið haldið fram að leggja eigi nið-
ur hluta af því tómstundastarfi sem
farið hefur fram í „Hinu húsinu" ef
af flutningi verður í Geysishús. Mál-
flutningur af þessu tagi lýsir auðvit-
að mikilli vanþekkingu á starfi „Hins
hússins" og að mínu mati ákveðnum
fordómum í garð þessarar starf-
semi. Það býr ungt fólk í Reykjavík
sem á að sjálfsögðu að fá tækifæri
til að sinna sínum málum í miðbæn-
um alveg eins og þeir sem eldri eru.
Menning og tómstundir þessa hóps
eru ekki síður merkileg en þeirra sem
eldri eru.
Það hefur líka komið fram í um-
ræðum að á undanförnum árum
hafi verið starfrækt upplýsinga-,
sýninga- og menningarmiðstöð í
Geysishúsi sem hafi tekist ágætlega
og aðsókn verið góð. Það er ágætt
út af fyrir sig, en hins vegar er tals-
verður kostnaður af þessu fyrir borg-
ina.
Má í því sambandi benda á að
borgin á mikið af húsnæði niður í
miðbæ sem allt er ætlað til upplýs-
inga-, sýninga- og menningarstarf-
semi. Ég vil nefna Ráðhúsið, Tjam-
arbíó, Iðnó og Morgunblaðshúsið í
því sambandi.
Það þarf að leysa húsnæðismál
„Hins hússins" og ef það kemur í
ljós að húsnæðið fellur vel að starf-
semi „Hins hússins", þá er það mitt
mat að borgaryfirvöld eigi hiklaust
að gera Geysishúsið að allsheijar
menningar- og upplýsingamiðstöð
fyrir ungt fólk.
Þannig sýnum við í verki stuðning
okkar, skilning og fordómaleysi á
þörfum þessa aldurshóps og ég
hlakka til að fylgjast með þeirri
starfsemi sem vonandi kemur til með
að fara fram í hinu nýja „Hinu húsi“
í Geysishúsinu við Aðalstræti.
Höfundur er borgarfulltrúi og
formaður íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavikur.
Steinunn V.
Óskarsdóttir