Morgunblaðið - 14.02.1995, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HÓLMFRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
Hólmfríður
Jónsdóttir var
fædd í Reykjavík
21. ágúst 1963. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík hinn 5.
febrúar síðastlið-
inn. Hún var elsta
dóttir hjónanna
Margrétar M. Guð-
mundsdóttur, f.
Reylgavík 29.7.
1944, og kjörföður
Jóns Þórs Þor-
bergssonar; f. í
Hraunbæ Alftaveri
í Vestur-Skafta-
fellssýslu hinn 27.4.
1937. Yngri böm þeirra em:
1) Guðmundur, f. 1967, hann á
einn son, Hlyn. Sambýliskona
Guðmundar er Nicola Berg-
mann. 2) Guðlaug Þóra, f. 1969,
hún á fjögurra ára dóttur,
Huldu Jónsdóttur. 3) Ragnhild-
ur Hmnd, f. 1973.
4) Þorbergur
Bjarni f. 1982. Jón
Þór eignaðist eina
dóttur fyrir hjóna-
band, Guðbjörgu
Rut, f. 1966. Faðir
Hólmfríðar var
Gylfi Gunnarsson,
fæddur í Reykjavík
1940. Yngri dætur
hans em: Fríða
Björk og Halldóra
Sif.
Hólmfríður lauk
prófi í íslensku frá
Háskóla íslands
árið 1988. Hún
starfaði lengst af hjá Sölusam-
bandi íslenskra fiskframleið-
enda og dótturfyrirtæki þess
Nord Mome í Frakklandi.
Útför Hólmfríðar fer fram
frá Arbæjarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Sáuð þið hana systiy mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull.
Nú er ég búin að bijóta og týna.
Einatt hefur hún sagt mér sögu.
Svo er hún ekki heldur nizk:
Hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.
Hóffa okkar er dáin. Engin orð
geta lýst því hversu sárt það er.
Hún var stóra systir okkar, svo
dugleg, gáfuð, sterk og hlý. Alltaf
var Hóffa tilbúin að hjálpa og
hugga. Við systkinin dáðumst að
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Það er einkennileg tilhugsun að lifa
lífínu án hennar sem var okkur svo
kær.
Það var oft ijör og læti eins og
gengur í stórum systkinahóp. En
alltaf urðu sættir. Mínar fyrstu
minningar tengjast henni. Einna
eftirminnilegast var þegar ég fékk
að sofa uppí hjá henni, inni í
krakkaherbergi, ég lét heldur ófrið-
lega svo hún fékk lítinn svefnfrið,
en aldrei leið langur tími þangað
til ég skreið uppí til hennar aftur
til að hlusta á kvöldsögumar hans
pabba. Aldrei gleymi ég stundunum
þar sem við hlógum saman eða
ætti ég að segja grétum úr hlátri
og það kannski í tvo klukkutíma
stanslaust. Einnig er ofarlega í
huganum þegar við fórum með
Huldu litlu frænku út í jólasnjóinn
að renna okkur og leika okkur í
snjónum.
Það er margt sem kemur upp í
hugann sem erfitt er að koma á
blað því orðin verða aldrei jafn fal-
leg og minningin.
Elsku mamma og pabbi, Guð
styrki ykkur.
Elsku Hóffa okkar, hvíldu í friði.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Ragnhildur Hrund.
Þegar fregnin barst, á meðal
starfsmanna Nord Morue, um að
Hólmfríður væri látin þá fannst
okkur öllum það svo ótrúlegt að það
var ekki fyrr en eftir nokkra stund
að blákaldur raunveruleikinn sytr-
aðist inn í vitundina. Áfallið var
þungt við fregnina, enda var Hólm-
fríður einstakelga vinsæl, þótti
bæði alúðleg og vinsamleg, og átti
marga vini meðal starfsmanna.
Hólmfríður starfaði í tvö og hálft
ár með okkur. Það þótti því mikill
missir að henni þegar hún, í októ-
ber ’93, ákvað að hætta hjá Nord
Morue, yfirgefa Frakkland og halda
heim til íslands. Hún hafði tekið
t
Elskulegur maðurinn minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR GUÐJÓNSSON
starfsmaður
Strætisvagna Reykjavíkur,
Ásgaröi 40,
andaðist í Landakotsspítala 12. febrúar.
Sólveig Sigurðardóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ásgeir Kaaber,
Jóhanna Gunnarsdóttir, Hjörtur Jónsson,
Erla Gunnarsdóttir, Ástþór G/slason,
Sigurður Gunnarsson, Magnea l'sleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginmaður minn og faðir,
SVEINBJÖRN JÓHANNSSON,
Álftamýri 34,
Reykjavík,
lést í Landakotsspítala 11. febrúar.
Þórdfs Bjarnadóttir,
Hildur Sveinbjörnsdóttir.
MINNINGAR
að sér síaukna ábyrgð og skilaði
sínum verkum með miklum sóma.
Með því skapaði hún sér traust og
var orðinn mikilvægur hlekkur í að
leysa þær daglegu skyldur sem
okkur starfsmönnum bar að takast
á hendur. Þegar mesta áfallið af
andláti hennar er yfirstigið þá situr
eftir sár vinamissir. Það er svo átak-
anlegt þegar efnileg, greind og vel
menntuð ung kona, sem Hólmfríður
var, fellur svo skyndilega frá.
Við starfsmenn Nord Morue og
vinir hennar hér í Frakklandi send-
um foreldrum og systkinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Megi hún hvíla í friði.
Fyrir hönd starfsfólks Nord
Morue,
Birgir Sævar Jóhannsson.
Hún Hóffa er dáin! Það var sem
tíminn stöðvaðist þegar Madda
systir hringdi og sagði okkur þessi
tíðindi. Er frá leið og tíminn fór
aftur að snúast hrönnuðust að
manni minningamar. Þegar Hóffa
kom í heiminn, glókollurinn, sem
varð geislinn í lífi allra þá einkum
í lífi afa og ömmu, Guðmundar
Magnússonar og Hólmfríðar Brynj-
ólfsdóttur, sem hún var síðan skírð
í höfuðið á.
Hóffa var mikið náttúrubarn og
minnumst við áranna í sveitinni
undir EyjaQöIlum þar sem við áttum
góðar stundir saman við leik og
störf.
Hún var ekki gömul þegar hún
fór í sveit, meðal annars vestur á
firði. Það var gaman að heyra hana
segja frá ævintýrum sínum í sveit-
inni því hún hafði skemmtilegan og
líflegan frásagnarhæfileika, þrátt
fyrir að hún væri hlédræg.
Hóffa hafði sérstaka unun af því
að umgangast böm og þau leituðu
gjarnan til hennar.
í námi og starfí gekk Hóffu vei,
ég man vel hve ánægðir foreldrar
hennar voru þegar hún lauk stúd-
entsprófi og skartaði hvíta kollin-
um. Hóffa hóf störf _að loknu námi
í háskólanum hjá SÍF og fór hún
meðal annars til starfa á vegum
SÍF til Frakklands. Hún keypti sér
íbúð í Rofabæ, ekki larigt frá fjöl-
skyldu sinni, þar sem hún bjó sér
fallegt heimili.
Þær em margar bjartar minning-
amar sem leita á mann við skyndi-
legt fráfall ungrar konu sem var
gáfuð, falleg og hjartahlý.
Veikindum sínum vildi hún ekki
gera mikið úr, því kom kallið svo
á óvart.
Blessuð sé minning Hóffu. Megi
Guð gefa ykkur styrk þessa erfiðu
daga. Innilegar samúðarkveðjur til
allra aðstandenda.
Aldís og Hilmar.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast elsku Hóffu frænku
minnar. Stórt skarð hefur verið
höggvið í systkinahópinn úr Árbæn-
um. Fyrir mig var Hóffa eins og
stóra systir. Sem krakki leit ég upp
til hennar og vildi líkjast henni sem
mest. Síðar hefur hún með orðum
sínum og gjörðum haft mikil áhrif
á þann veg sem ég hef valið mér.
Allt frá því að Hóffa fór fyrst í
sveit þar til hún kom heim frá
Frakklandi á síðasta ári skrifuð-
umst við á og fylgdumst vel hvor
með annarri. Nú þegar ég er við
tímamót í mínu lífi ftnn ég vel hve
mikils virði vinskapurinn við Hóffu
var mér og hversu mikið ég sakna
hennar.
Elsku Madda, Jón, Gummi, Gulla,
Ragga og Þorbergur. Samúð mína
eigið þið alla.
Steinunn Hauksdóttir.
Það sem af er ári hefur verið
mörgum landanum erfíður tími.
Fregnir af verulegu eignatjóni að
ógleymdu manntjóni, samfara lang-
varandi veðurofsa hafa fangað hugi
landsmanna og við sem áttum ekki
beint um sárt að binda, sátum hljóð
álengdar og gátum lítið annað að-
hafst en að senda hlýjar hugsanir
og bænir norður yfír fjöll og heiðar.
En svo kvaddi maðurinn með ljá-
inn einnig dyra hjá okkur. Mánu-
dagurinn 6. febrúar sl. var dagur
sorgarinnar meðal alla starfsmanna
Sölusambands íslenskra fiskfram-
leiðenda (SÍF hf.). Þá um morgun-
inn barst okkur harmafregn; ein
úr okkar hópi, Hólmfríður Jónsdótt-
ir, hafði kvatt þetta líf daginn áð-
ur, svo fyrirvaralaust, svo ung, að-
eins 31 árs að aldri. Eftir sátum
við og spurðum okkur spuminga,
sem engin svör fengust við og fást
sennilega seint. Á stundum sem
þessum verða spurningar um lífíð
og tilgang þess áleitnar og enginn
skyldi álasa harmþrungnum starfs-
félaga sem af vanmætti krefst
svara: Hvers vegna? Hvers vegna
þetta ótímabæra fráfall? Og ég sem
skrifa þessi fáu og fátæklegu orð
stend mig enn að því að vita enga
lausn á gátu lífs og dauða.
Kynni okkar Hólmfríðar hófust
við upphaf árs 1988, er hún kom
til starfa hjá Sölusambandi ísl. fisk-
framleiðenda sem ritari þáverandi
framkvæmdastjóra og gegndi hún
því starfí til ársins 1991 er hún
réðst til starfa hjá Nord Morue,
dótturfyrirtæki SIF í Frakklandi.
Þar starfaði hún á þriðja ár sem
sölustjóri eða til ársloka 1993 er
hún kom aftur heim og gerðist þá
starfsmaður markaðsdeildar SÍF hf.
Sem sölustjóri annaðist hún einkum
markaðina í Brasilíu, á Ítalíu og í
Þýskalandi auk þess sem hún
gegndi af kostgæfni ýmsum öðrum
störfum sem henni voru falin, þar
á meðal var hún ritari stjómar SÍF
um árabil. Skömmu eftir heimkom-
una beitti hún sér fyrir stofnun
starfsmannafélags innan SÍF og var
formaður þess frá upphafí til dauða-
dags.
Óll störf sín rækti Hólmfríður af
mikilli samviskusemi. Hún réð yfír
skipulögðum vinnubrögðum og
sýndi fyrirtækinu og yfírmönnum
sínum mikla trúmennsku. Hólmfríð-
ur var vel menntuð, m.a. í íslenskum
fræðum og íslensku máli og naut
sá er þetta ritar ósjaldan aðstoðar
hennar við að útrýma ambögum úr
rituðu máli hins steinrunna kerfis-
karls. Þótt Hólmfríði hafí fundist
vegurinn innan fyrirtækisins, þar
sem hefðbundið karlaveldi réð ríkj-
um, harla grýttur á stundum, virt-
um við samstarfsmenn Hólmfríðar
mannkosti hennar, störf og skoðan-
ir. Hún var falleg og hún gat verið
svo blíð, en stutt var í hörkuna,
einkum ef henni fannst gengið á
rétt sinn og skoðanir hennar ekki
virtar. En fæstir urðu varir við það
ef henni mislíkaði eitthvað, hún var
dul og bar ekki tilfinningar sínar á
torg, og þótt ég hafí starfað með
henni, og það oft náið, meira og
minna í sjö ár, stend ég sjálfan mig
að því að verða að viðurkenna að
líklega hafí ég verið, sem svo marg-
ir aðrir, meiri utangarðsmaður í lífí
hennar en ég gerði mér grein fyrir,
einkum hin síðari misseri. Þótt ég
geti sagt að á vináttu okkar hafi
aldrei borið skugga verð ég að við-
urkenna þegar ég lít yfir farinn
veg, að ef til vill var hún mér jafn
lokuð bók sem öðrum samferða-
mönnum hennar, sem aldrei fengu
að skyggnast inn fyrir skel hinnar
blíðu stúlku.
Eftir situr maður og hugurinn
virðist tómur. Reiðin yfír því að
skilja ekki gerir mann máttfarinn,
löngunin til þess að hjálpa veldur
sársauka þegar Ijóst er að allt er
um seinan, en eftir er þó bænin -
bænin til guðs, að hann verði sálu
hinnar látnu líknsamur og bænin
um að hann lini sorg og söknuð
eftirlifandi foreldra, systkina og
annarra ástvina. Ég reyni að trúa
því að hið ótímabæra fráfall Hólm-
fríðar Jónsdóttur hafí sinn tilgang
og ef til vill er hluti hans áminning
til okkar sem eftir lifum að staldra
aðeins við, gefa náunganum aðeins
meiri gaum og íhuga hvort það sé
einhver manni nærri sem þarfnist
aðstoðar. Er svo komið fyrir okkur
að hinn aukni hraði og mikla sam-
keppni í lífí okkar og starfí samfara
hinu sívaxandi kapphlaupi um vel-
megun og öryggi hefur leitt til þess
að úr orðabók okkar hafa glatast
hugtökin bræðraþel og náungakær-
leikur svo og hæfíleikinn að fyrir-
gefa? Við megum ekki láta hið ytra
yfírbragð villa okkur sýn - hver
verður næstur að bugast undan
byrðum lífsins - þú eða ef til vill ég?
Kæra Hólmfríður. Ég þekki þig
það vel að ég veit að þér væri lítið
um það gefíð að ég setti á blað
langloku lýsingarorða um hæfíleika
þína og mannkosti. Ég veit að þessi
fátæklegu kveðjuorð eru meira í
þínum anda, því spyija má hvers
virði er góð menntun, atvinna og
miklir mannkostir, þegar á vantar
heilsu til þess að vilja og geta notið
þess sem lífíð hefur uppá að bjóða.
Ég og aðrir starfsmenn SÍF
þökkum þér fyrir samstarfíð og
kynnin undanfarin ár. Megi guð
varðveita sálu þína og lina þjáning-
ar syrgjenda.
Bjarni Sívertsen.
Árið 1984 settumst við á skóla-
bekk í íslensku í Háskóla íslands
nokkrir nemendur úr ýmsum áttum.
Strax á fyrstu vikunum myndaðist
vinátta sem hélst alla skólagönguna
eða í um þrjú ár og eftir að henni
lauk. Þannig minnumst við Hóffu
sem einnar úr hópnum strax frá
byijun.
Hóffa var hörkuduglegur náms-
maður með mikinn metnað. í hópn-
um okkar fundum við fljótt til mik-
illar samkenndar; við völdum sömu
námskeiðin, lásum saman fyrir
prófín og nýttum hvert tækifæri til
að vinna saman að margvíslegum
verkefnum.
Við komum úr ólíku umhverfí og
þó að Hóffa hafi í raun verið sú
eina af okkur sem ólst upp í Reykja-
vík þá var hún e.t.v. mesta náttúru-
bamið. Það sýndi sig ekki síst þeg-
ar við dvöldum austur í Skógum
eina helgi fljótlega eftir að við
kynntumst. Hún var líka ólöt að
segja okkur frá dvöl sinni hjá Siggu
á Hrafnabjörgum við Amarfjörð þar
sem hún hafði verið í sveit. Þar
hafði henni greinilega liðið mjög
vel enda allar aðstæður með öðrum
brag en nútímafólk á að venjast.
Hóffa var í essinu sínu þegar hún
var komin í lopapeysu og gönguskó,
tibúin að ganga á hvaða fjall sem
var.
Eftir að náminu lauk skildu leið-
ir að nokkm. Hóffa hóf störf hjá
SÍF og eftir nokkur ár í starfi þar
flutti hún sig um set og vann hjá
dótturfyrirtæki þess í Frakklandi
um skeið. En þótt samverustundun-
um fækkaði þá slitnaði sambandið
aldrei og áttum við m.a. nokkur
skemmtileg stefnumót á síðasta ári.
Nú er Hóffa farin í nýtt ferðalag
á nýjar slóðir. Við eigum góðar
minningar um hana, um hressa og
dugmikla stelpu sem var óhrædd
að takast á við ný verkefni.
Við sendum foreldrum hennar,
systkinum og öðram aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Gunnhildur, Oddný, María,
Snæbjörg og Halldóra.
„Viltu sitja hjá mér?“ - Við vor-
um átta ára, ég nýja stelpan í
bekknum og þekkti engan. Mér
fannst hún svo falleg þessi ljós-
hærða brosmilda stúlka í fína hekl-
aða „ponsjóninu" sínu, hvítu og
fjólubláu — og ég þáði boðið.
Þetta var upphaf vináttu okkar
Hóffu. Leiðir hafa legið saman síð-
an — með hléum þó, því eftir grunn-
skóla hélt hvor í sína áttina, en við
voram fimm stelpur úr þessum bekk
sem héldum lítinn klúbb og reynd-
um að láta ekki líða langt milli
funda.
Oftar en ekki átti Hóffa frum-
kvæði að fundum okkar með ýms-
um uppátækjum og er þess
skemmst að minnast þegar hún, þá
búsett í Frakklandi, stefndi okkur
fjórum vinkonunum á ákveðinn stað
því við áttum að vera fulltrúar
hennar í sérstöku verkefni. Hafði
hún þá óvænt verið send heim af
fyrirtækinu sem hún vann hjá og
birtist auðvitað með prakkarasvip
og fór með okkur í sumarbústað
og töfraði þar fram veislu handa
vinkonum sínum og áttum við þar
ógleymanlegan dag!
Litli klúbburinn okkar er orðinn