Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
mér hvað var að gerast og af hveiju
þurfti blómið litla að bresta, þegar
svo stutt virtist vera upp síðast og
erfiðasta hjallinn. Þegar honum
væri náð þá var reyndar erfið ferð
framundan en hún var undan fæti,
jú kannski erfið en fær. Því miður
skiljum við oft ekki hvílíkur hel-
kuldi getur níst um vini okkar, þeir
bera sig því miður oft á tíðum mun
betur en efni standa til. Við reynum
öll að liðsinna en oft getum við
ekki hjálpað, eða við vitum ekki
hvað við eigum að gera.
Leiðir okkar Hólmfríðar lágu
fyrst saman fyrir rétt fímm mánuð-
um í sumarferð yfír Fimmvörðu-
háls. Eftir þá góðu ferð varð ég
þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að
kynnast henni nánar. Góðar stundir
gengu í garð, drungi og kuldi var
eitthvað sem ekki var til. Kostum
hennar og góðum stundum er ekki
hægt að gleyma. Hún var einstak-
lega trygglynd, samviskusöm og
prýdd öllum þeim góðu kostum sem
hægt er að óska hjá góðum vin.
Eins og sumarið getur verið
ánægjulegt þá kemur vetur að
loknu sumri. Því miður varð vetur-
inn mun harðari en við mátti bú-
ast. Ferðin var erfíð og kuldin níst-
andi. Óveðursskýin hrönnuðust svo
hratt upp á himininn að ekki var
hægt að veija þann viðkvæma gróð-
ur sem fyrir storminum varð.
Við sem horfðum á gátum ekki
tekið þátt í þessari hörðu baráttu,
og skildum kannski ekki til fulln-
ustu hvað þetta var erfítt. Þegar
kuldinn svarf aftur og aftur að urðu
skjólin fá.
Núna þegar við kveðjum Hólm-
fríði hefur það oft komið upp í huga
minn hvert förum við eftir að vist
okkar lýkur hér á jörðu. Förum við
í ferðalag til einhvers staðar, eða
komumst við þangað strax? Eða
gufum við bara upp eftir jarðvist
okkar? Ég hef ekki svörin við þess-
um spumingum en ég vona að vin-
ur minn hvar sem hann er staddur
hafí öðlast kyrrð og frið í hjarta
sínu.
Ég vil votta foreldrum, systkin-
um og aðstandenum hennar mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
vona að góð minning um hana
megi lifa með okkur.
Hermann Valsson.
Ekki grunaði mig að það væri í
síðasta sinn sem ég ætti eftir að
sjá þig i afmæli bróður þíns. Mikið
á ég nú eftir að sakna þín. Alltaf
mun mig vanta þig sem ég leit upp
til og var svo stolt af. Ég man þeg-
ar þú varst lítil og ég fékk að baða
þig. Þá var mamma þín í vinnunni
og amma að passa þig. Nú eruð
þið nöfnurnar saman á ný.
Guð styrki fjölskylduna í Deildar-
ási í sorg sinni.
Brynja Guðmundsdóttir.
„Hún Hoffa er dáin.“ Fréttin kom
eins og reiðarslag er hún barst okk-
ur. Hugurinn reikaði, minningarnar
komu fram í hugann. Ósjálfrátt fer
maður að hugsa um tilganginn með
jarðvist okkar.
Ég kynntist Hólmfríði, eða Hoffu
eins og við kölluðum hana, þegar
hún hóf störf hjá Sölusambandi ís-
lenskra fískframleiðenda um ára-
mótin 1987 og 1988. Fljótlega
skynjuðum við samstarfsfólkið
hvaða manneksju hún hafði að
geyma. Allt var í röð og reglu hjá
Hoffu. Hún var ávallt reiðubúin til
aðstoðar ef eitthvað vantaði. Dugn-
aður, heiðarleiki og traust voru
hennar aðalsmerki.
Haustið 1990 fluttumst við fjöl-
skyldan til Frakklands til starfa í
fyrirtæki sem samtökin höfðu ný-
lega fjárfest í þar í landi, Nord
Morue sa. Verkefnið var einfalt, að
efla fyrirtækið eins skjótt og auðið
yrði, og þá sérstaklega að byggja
upp útflutning fyrirtækisins.
Frönsku starfsmennimir voru ekki
alveg með á nótunum þegar kom
að útflutningi, og fljótlega varð ljóst
að þörf var á að fá Islending til
starfa í fyrirtækinu og þá kom
Hoffa upp í huga minn. Hún féllst
á hugmyndina, og fluttist til Frakk-
lands í júní 1991. Aðdáunarvert var
hverstu dugleg hún var að bjarga
sér. í upphafí bjó hún í Jonzac, sem
er lítið þorp sem var í 60 km fjar-
lægð frá heimili okkar. Hún flutti
síðan í bæinn okkar þar sem hún
fann bjarta litla íbúð og bjó sér þar
fallegt heimili.
Tengsl hennar við fjölskyldu okk-
ar styrktust á þessum tíma og sterk
vinabönd mynduðust, ekki síst við
börnin okkar, en Hoffa varð þeim
góður vinur. Þau voru þá fjögurra,
sjö og tólf ára. Þegar við hjónin
þurftum að ferðast flutti Hoffa
heim til okkar og var með börnun-
um. Þau elskuðu Hoffu sína og
geta ekki skilið að þau muni ekki
sjá hana aftur. Söknuður þeirra er
mikill og minningin lifir.
Allar minningar fjölskyldunnar
frá Frakklandi tengjast Hoffu á
einn eða annan hátt. Samveru-
stundimar vom margar og ánægju-
legar. Minnisstætt er ávallt þorra-
blótið sem hún stóð fyrir hjá íslensk-
um starfsmönnum Nord Morue.
Vandamálin við framkvæmdina
vom mörg, en þau voru auðleyst
af henni. Hoffa var mikill íslending-
ur og þekkti landið sitt vel og var
í góðum tengslum við náttúm lands-
ins. Hún skynjaði fegurð þess og
gat rætt um það tímunum saman,
og kynnti það fyrir mörgum af
frönskum samstarfsmönnum sínum
sem hafa síðan heimsótt landið.
Við fluttum heim um mitt ár
1992 en Hoffa flutti til íslands
seinni hluta árs 1993. Tvisvar sinn-
um auðnaðist henni að heimsækja
okkur til Eyja. Undanfarið var hún
alltaf á leið í heimsókn en tíminn
var henni naumt skammtaður í
þessu jarðlífi og gafst henni því
ekki tækifæri til fleiri heimsókna.
Það er dásamlegt að hafa fengið
að kynnast Hoffu, minningin um
hana mun lifa á meðal fjölskyldunn-
ar sem og allra annarra sem kynnt-
ust henni. Við kveðjum öll trausta
og góða vinkonu.
Okkur langar til að votta foreldr-
um hennar, systkinum sem og öðr-
um ættingjum okkar dýpstu samúð.
Missir ykkar er mikill, en minningin
um einstaka stúlku lifir á meðal
okkar og hana skulum við varð-
veita.
Megj Guð blessa minninguna um
Hólmfríði Jónsdóttur.
Sighvatur, Hilda og börn.
Kveðja tii Hoffu
Hún Hoffa var besta vinkona
okkar frá því við áttum heima í
Frakklandi. Hún var alltaf að passa
okkur þegar pabbi og mamma voru
ekki heima, og hún vann með
pabba.
Guð viltu passa hana Hoffu.
Þínir vinir,
Dóra Dúna og Bjarni.
Mig langar í fáum orðum að
minnast vinkonu minnar Hólmfríð-
ar Jónsdóttur. Hóffu kynntist ég
þegar ég fiyt suður haustið 1985.
Þá bjó hún með mági mínum. Við
áttum margar skemmtilegar stund-
ir saman bæði í gönguferðum og i
notalegheitum heimavið.
Þegar leiðir þeirra skildu héldum
við alltaf sambandi þó það liði
lengra á milli að við hittumst. Hóffa
flutti til Frakklands og bjó þar um
tíma, og alltaf hringdi hún reglu-
lega til að heyra í okkur hljóðið.
Eftir að hún flutti heim hittumst
við nokkrum sinnum, þ. á m. í þrí-
tugsafmæli hennar og var hún hress
og glöð. Þannig lifír hún í minningu
okkar.
Elsku Hóffa mín, ég þakka þér
allar þær stundir sem við áttum
saman.
Fræ í frosti sefur,
Drottins vald á vori
fónnin ei grandar því.
Elska hans gefur öllu
líf og skjól. Guðs míns
kærleiks kraftur kom þú
og ver mín sól.
(Þýð. S. Egilsson)
Fjölskyldu Hólmfríðar vottum við
okkar dýpstu samúð. Megi góður
Guð styrkja ykkur og styðja í sorg-
inni.
Sólveig Guðjónsdóttir og
fjölskylda.
Það er erfítt að trúá því að mín
kæra vinkona Hóffa sé fallin frá.
Það hefur verið höggvið stórt skarð
í vinahóp okkar stelpnanna, sem
erum búnar að þekkjast síðan við
vorum smápíur í Hraunbænum. Það
er erfitt að sætta sig við að maður
eigi aldrei eftir að sjá hennar bjarta
bros aftur, en það mun alltaf lifa
í minningunni.
Það eru margar minningar sem
hrannast upp, en erfítt að koma
þeim á blað. Við áttum svo margar
góðar stundir saman á unglingsár-
unum. Það var alltaf gaman að
skemmta sér með Hóffu, því hún
var oftast hrókur alls fagnaðar.
Hin seinni ár var hún oft frum-
kvöðull að því að við hittumst vin-
konumar, þá aðallega þegar hún
bjó í Frakklandi. Hún sendi okkur
t.d. bréf hingað heim og þá var
kallað saman í saumaklúbb til þess
að svara bréfínu. Það var alltaf
gaman að fá bréf frá Hóffu, því
hún sagði svo skemmtilega frá.
Þegar ég sá þessa sálma, fannst
mér þeir segja allt um mínar tilfínn-
ingar til Hóffu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Kæra Madda, Jón og fjölskylda.
Ég sendi ykkur innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi algóður Guð
styrkja ykkur og leiða á þessum
erfiðu tímum.
Elísabet.
Kynni okkar Hólmfríðar voru
stutt en góð. Við kynntumst á nám-
skeiði hjá Dale Camegie fyrir tæpu
ári. Þótt ekki sé lengri tími liðinn
er þetta í annað sinn á þessu tæpa
ári sem dauðinn heggur í þann hóp,
enn og aftur er það allt of ung
manneskja sem þarf að kveðja.
Við hittumst tvisvar í viku á
námskeiðum. Annar fundurinn var
með öllum hópnum, hinn var sex
manna hópur sem hittist til undir-
búnings fyrir fund. Þessir millifund-
ir voru haldnir í heimahúsi og oftar
en ekki heima hjá Hólmfríði þar sem
hún bjó ein í íbúð sinni. Þetta var
góður hópur og okkur fannst gott
að koma til Hólmfríðar.
Hólmfríður var hæglát og þægi-
leg í viðkynningu. Það lagði frá
henni styrk og hún ávann sér auð-
veldlega traust og virðingu í hópn-
um. Þessir eiginleikar ásamt góðum
gáfum komu henni áfram í starfi.
Hún gegndi ábyrgðarstöðu í fyrir-
tæki þar sem konur áttu erfitt fram-
dráttar. Hólmfríður starfaði í
Frakklandi um tíma á vegum fyrir-
tækisins og ferðaðist eriendis á
vegum þess eftir að hún fluttist
heim.
Hólmfríður var íslenskufræðing-
ur að mennt og var vel að sér á
mörgum sviðum. Hún hafði ríkan
áhuga á franskri menningu, bók-
menntum og ferðalögum. Hún hafði
ferðast töluvert og sagði okkur frá
ýmsu sem hún hafði séð og heyrt
í útlöndum. Hólmfríður sagði
skemmtilega frá og átti auðvelt
með að hrífa fólk með frásögn sinni.
Við hittumst síðast fyrir jólin og
töluðum þá um að við sexmenning-
arnir yrðum að fara að hittast. En
það verður því miður ekkert úr
því, ekki í bráð.
Með þessum fátæklegu skrifum
kveð ég Hólmfríði Jónsdóttur og
þakka henni viðkynninguna. Fjöl-
skyldu hennar og ástvinum öllum
votta ég mína dýpstu samúð og bið
góðan guð að vera þeim stoð í sorg-
inni.
Guðný Sigurðardóttir.
Það var fyrir rúmri viku sem mér
bárust þau hörmulegu tíðindi að
Hóffa væri dáin, ég sat eftir dofín
og skilningsvana. Maður veltir fyrir
sér hver tilgangur þessa alls er,
hvers vegna deyr svo ung mann-
eskja í blóma lífsins og framtíðin
virðist blasa við. En maður fínnur
engin svör enda ekki okkar mann-
anna að finna þau. Því hver væri
tilgangur Tiessa alls ef við hefðum
svör við öllum hlutum. Ég kynntist
fjölskyldunni í Deildarásnum í gegn-
um hestaferðir fyrir nærri fimmtán
árum. Við Gulla urðum fljótt perlu-
vinkonur og smám saman urðu allir
í fjölskyldunni bestu vinir mínir. Það
er gott og gaman að vera alltaf
velkominn á þetta stóra heimili þar
sem gestir eru ætíð velkomnir og
heimagangar eins og ég fá það ein-
hvem veginn á tilfinninguna að þeir
séu orðnir hluti af fjölskyldunni.
Ég kynntist Hóffu seinna en
systkinum hennar því hún var farin
að búa þegar ég varð heimagangur
á heimilinu. Þegar ég kynntist henni
síðar skildi ég hvers vegna systkini
hennar og foreldrar voru svo stoltir
af henni. Hún var heilsteypt mann-
eskja sem lagði sig fram um að
gera alla hluti vel og virtist famast
allt vel sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Hún keypti íbúðina sína í Rofa-
bænum tilbúna undir tréverk eða
hvað það er nú kallað. Þar kom hún
sér vel fyrir og naut þá m.a. aðstoð-
ar ijjölskyldu sinnar. Síðar var henni
boðin vinna á vegum SÍF i Frakk-
landi og því lagði hún land undir
fót. í Frakklandi nutu fjölskylda
hennar og vinir gestrisni hennar
þegar þau heimsóttu hana þangað.
Ég minnist þess hversu ánægð þau
voru þegar þau komu þaðan Jón,
Madda og Þorbergur. Það er gott
að eiga minningar frá þessum tíma.
Hóffa kom mér alltaf fyrir sjónir
eins og sú manneskja sem tekur
hlutina alvarlega og slær ekki slöku
við fyrr en hún er ánægð með verk
sitt, stúlka sem vill hafa allt á hreinu
og enga óreiðu á hlutunum. En
Hóffa kunni svo sannarlega líka að
skemmta sér og gerði það með sama
sómanum og flest annað sem hún
tók sér fyrir hendur. Ég held ég
geti aldrei gleymt einum af mörgum
áramótum sem ég hélt upp á í
Deildarásnum. Þá var svo sann-
arlega mikið fjör og Hóffa lét sko
ekki sitt eftir liggja, reyndar skildi
hún ekki seinna hvers vegna við
vissum ekki hvemig áramótaskaup-
Islenskur efnivlður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið
upplýsinga.
BjS. HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
+ Hjartkær móðir okkar,
ELÍSABET KRISTINSDÓTTIR
frá Skúmsstöðum,
Eyrarbakka,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 10. febrúar. Börnin.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafafiir, afi og langafi,
ÁGÚST FILIPPUSSON,
Hábæ 40,
lést þann 11. febrúar.
Jarðarförin tilkynnt síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar og mágkona,
HELGA GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR,
Sólheimum 25,
andaðist í Landspítalanum 13. febrúar.
Torfi Þ. Ólafsson, Guðrún Kristinsdóttir,
Elfsabet Dinsmore, Reed Dinsmore,
Axel Ingólfsson.
+
KONRÁÐ JÚLÍUSSON
frá Patreksfirði,
áöurtil heimilis
á Öldugötu 27, Hafnarfiröi,
verður jarðsunginn frá kapellunni við kirkjugarðinn í Hafnarfirði
fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.30.
Aðstandendur.