Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 45

Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 45 ið hefði verið. Það var reyndar svo mikið fjör að við gátum ekki horft á það! Þegar Hóffa var að skemmta sér ljómaði hún af kátínu og hún brosti þessu skemmtilega brosi sem náði yfir allt andlitið. Við hittumst líka einu sinni fyrir tilviljun í Þórs- mörk, ég man ekki hvað við sögðum en ég man við hlógum alveg ógur- lega! Elsku íjölskylda, missir ykkar er mikill og ekkert getur bætt ykkur hann. Hver tilgangur þessa er vitum við ekki og munum líklega aldrei vita, en sorg og gleði eru systur sem við kynnumst í lífinu og hljóta þær að vera ætlaðar til þess að þroska okkur. Þannig verðum við að leitast við að verða góðar og heilsteyptar manneskjur sem geta gefið öðru fólki eitthvað af sér sjálfum. Elsku Hóffa, þú gafst mörgum af sjálfri þér á þinni ævi og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég bið góðan Guð að styrkja foreldra þína og systkini því þeirra missir er mik- ill en eftir standa minningamar um þig og þannig muntu lifa áfram í hugum foreldra þinna, systkina, vina og vinnufélaga. Ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Halla Bjarna. + Bróðir okkar, GUÐBJÖRN ÓLAFSSON, Skólastig 5, Akureyrí, er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu þann 7. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.30. Sigtryggur Ólafsson, Brynjólfur Ólafsson, Tómas Ólafsson, Gísli Ólafsson og fjölskyldur. Faðir minn, tengdafaðir og afi, HALLMANN LÁRUSSON sjómaður frá Kálfshamarsvík, sem lést í Garðvangi 12. febrúar, verð- ur jarðsettur frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 18. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd systkina hins látna, annarra ættingja og vina. Petrea Lára Hallmannsdóttir, Egill Þórólfsson, Sigurður Hallmann, Ásta Laufey, Þórólfur Jón. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför litla drengsins okkar, ALEXANDERS WILLIAM S. ERWIN. Ragnhildur Pálsdóttir Erwin, Austin A.S. Erwin, Adrian Óskar og Kristine Heiða, Sjöfn Óskarsdóttir, Páll Ól. Pálsson, Jean S. Erwin. + Þökkum vinsemd og auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR KARLSDÓTTUR, sem lést í Hulduhlíð, Eskifirði, 3. febrúar. Kveöja. 't" Fyrir ári kynntumst við Hólm- fríði á DC-námskeiði, þessari in- dælu stúlku, sem margoft bauð okkur heim til sín til skrafs og ráða- gerða um þau viðfangsefni sem við vorum að vinna að. Þar var einnig rætt um lífíð og tilveruna, skipst á reynslu og því sem hvert okkar var að gera á þeim tíma. Þetta voru ánægulegar og gef- andi stundir. Hólmfríður var mikil- vægur hlekkur í okkar hópi og minnumst við hennar með söknuði. Þó að kali heitur hver; hylji dali jökull ber, steinar tali og alit, hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Guðrún, Heimir og Hjördís. Hún Hólmfríður er látin. Fregnin barst okkur á mánudagsmorgni og varð það óvænt áfall. Hólmfríður Jónsdóttir kom til starfa fyrir SÍF í upphafí árs 1988, fyrst sem ritari þáverandi framkvæmdastjóra, en árið 1991 hélt hún til starfa í Frakk- landi. Þar starfaði Hólmfríður hjá Nord Morue sa., sem er dótturfyrir- tæki SÍF, og starfaði við sölumál. Sölumálin voru henni einkar hug- leikin og fékkst hún við ýmsa af nýjum mörkuðum fyrirtækisins og sinnti þeim af mikilli ræktarsemi. Árangurinn af starfi hennar var góður og hlutdeild fyrirtækisins á mörkuðun hennar óx verulega í tíð hennar. Framleiðendur og stjómar- menn heimsóttu oft Nord Morue, og taldi Hólmfríður það vera starf sitt að sinna gestunum og leiðbeina á ókunnum stað og gerði það af mikilli alúð. Hún var alltaf reiðubú- in til aðstoðar. Ef hún var beðin um eitthvað var svarið ávallt á sömu lund: „Ekkert mál.“ Seinni hluta árs 1993 ákvað Hólmfríður að flytjast til íslands á ný og var lagt kapp á að fá hana aftur til starfa hjá SIF hf. Hólmfríð- ur fékkst þá áfram við sölumál á ýmsa markaði fyrirtækisins, en hún starfaði hjá SÍF hf. til dauðadags. Hún var einnig ritari stjómar SIF hf. eftir heimkomuna til íslands og fórst henni það vel úr hendi eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Við kveðjum einstakan starfs- mann sem Hólmfríður var. Dugnað- ur, samviskusemi, traust og heiðar- leiki var það sem einkenndi störf hennar. Störfum sínum fyrir félagið sinnti hún af mikilli alúð og sam- viskusemi og fyrir það viljum við þakka henni. Megi góður Guð styrkja foreldra hennar, systkini, ættingja og vini í sorg sinni og blessa minningu Hólmfríðar Jónsdóttur. Fyrir hönd SÍF hf. Sighvatur Bjarnason. + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður og sonar okkar, JÓNS STEINSEN, Furugrund 76, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudag- inn 16. febrúar kl. 10.30. Brynja Sigurðardóttir, Rakel Steinsen, Steinunn Jónsdóttir Steinsen, Eggert Steinsen. + Minningarathöfn um ástkæra vinkonu mína, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU HJARTARDÓTTUR, Aðalstræti 19, ísafirði, verður í Dómkirkjunni í dag, þriðjudag- inn 14. febrúar, kl. 13.30. Gunnar J. Guðbjörnsson, Hjörtur A. Sigurðsson, Pétur S. Sigurðsson, Kristin Böðvarsdóttir, Gunnar Þ. Sigurðsson, Sigurður og Sveinbjörn Péturssynir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Hraunbæ 128, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 7. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Bjarni Bjarnason, Jónina Bjarnadóttir, Erna Bjarnadóttir, Magnús Karlsson, Helga Bjarnadóttir, Hjalti Jóhannsson, Einar Bjarnason, Ester Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR VALDIMARSDÓTTUR fyrrverandi formanns Verkakvennafélagsins Framsóknar, Hjallabraut 33, , Hafnarfirði. Hjúkrunarfólki St. Jósefspítala í Hafnarfriði þökkum við einstaka umönnun og hlýju. r Kristin Bjarnadóttir, Sigurður B. Stefánsson, Stefán Bjarni Sigurðsson, Sveinn Birgir Sigurðsson. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS SIGURÐSSONAR, Hóli, Hauganesi. Jónína Helgadóttir, Magnús Jóhannsson, Svava Jóhannsdóttir, Björn Kjartansson, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Rúnar Sigvaldason, Sæunn Jóhannsdóttir, Rúnar Steingrímsson, Bergþóra Jóhannsdóttir, Jón Sverrisson, Kristín Jóhannsdóttir, Kristinn Snæbjörnsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu, sem veittu stuðning og sýndu samúð og hlýhug við fráfall minnar ástkæru dóttur, JÚLÍÖNNU BERGSTEINSDÓTTUR, og sambýlismanns, HAFSTEINS BJÖRNSSONAR. Guð veri með ykkur öllum. Fyrir hönd aðstandenda, Björk Þórðardóttir. Lokað Vegna jarðarfarar HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR verða skrifstofur SÍF, Aðalstræti 6, svo og birgða- stöðin, Keilugranda 1, og kæligeymsla SÍF í Sunda- höfn lokuð þriðjudaginn 14. febrúar 1995 frá kl. 12.00 á hádegi. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. m. Lokað Vegna jarðarfarar HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR verður skrifstofa Saltkaupa hf. lokuð þriðjudaginn 14. febrúar 1995 frá kl. 12.00 á hádegi. Saltkaup hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.