Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
TELEFUNKEN
ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI
MEÐ SURROUND STEREO
Telefunken F-531 C STEREO NIC
er 28" sjónvarpstæki:
Black Matrix-flatur glampalaus
skjár • Surround-umhverfishljóm-
ur • PSI (Picture Signal Improve-
ment) • ICE (Intelligent Contrast
Eledronic) • Pal, Secam og NTSC-
video • 59 stöðva minni •
Sjálfvirk stöðvaleit og -innsetning
• Mögu-leiki á 16:9 móttöku •
Islenskt textavarp • Tímarofi •
40W magnari • A2-Stereo
Nkxxn • 4 hátalarar • Tengi fyrir
heymartól og sjónvarpsmyndavél
• Aðskilinn styrkstillir fyrir
heymartól • 2 Scart-tengi o.m.fl.
Verð 98.900,- kr. eða
89.900,- stgr.
* Meðdtal ásamt vöxtum, lántökukostnoSi og færslugjakli, miðað við raðgreiðslur Eurocard
ÍE)im LíoMiTríl
TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA
JTBjjjT RAÐCRtlÐSLUR
TIL ALLTAO 24 MÁNAÐA
munIlán
TIL ALLT
AÐ 30
MÁNAÐA
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800 |
BHBBMEMjMBHHMSI
Patrice Noli
í Reykjavík dagana 16.-27. febrúar 1995
Hinn vinsæli vökumiöill og
leiöbeinandi Patrice Noli
er væntanleg.
Þetta er í sjötta skipti sem
Patrice heimsækir ísland.
Fjöldi fólks þekkir til frábærra
starfa hennar.
Námskeið - einkatímar
Sköpun allsnægta á öllum sviðum
laugardaginn 18. febrúar frá kl. 9-16.
Kenndar verða ieiðir til að staðfesta allnægtir á öllum
sviðum iífsins með orkuvinnu á innri sviðum, sem síðan
birtast á hinum ytri sviðum samkvæmt lögmáii aðdrátt-
araflsins. Þetta námskeið hefur verið eitt vinsælasta
námskeið Patrice. Verð kr. 3.900.
Að verða eigiö sálarljós...
sunnudaginn 19. febrúar frá kl. 10-17.30.
Að verða eigið sálarljós... er allt sem lífið snýst um.
Kenndar aðferðir til að við skínum okkar innsta Ijósi við
allar kringumstæður í lífinu. Nauðsyn fyrir alla á breyting-
artímum. Verð kr. 3.900.
Konur, kynlíf og völd...
Þriðjudagskvöldið 21. febrúar kl. 20-23.
Fjallar um hverjar konur eru og hvað þær ætla að gera
hér á jörðinni. Einungis konur. Verð kr. 1.800.
Einkatímar alla virka daga
í hverri íslandsheimsókn hefur aöalstarf Patice verið aö
veita miðlaðar leiðbeiningar til fólks í gegnum fræðsluafl
sitt, Ceydu. Ceyda er Ijósvera sem miðlar kærleiksríkum
leiðbeiningum um betra mannlíf og hefur veitt fjölda fólks
mikilvæga leiðsögn.
Pantanir í einkatíma og á námskeið í versluninni
Betra líf í síma 581-1380.
Námskeiöin eru haidin í sal SVFR á 2. hæö
í Austurveri v/Háaleitisbraut, nema
Aö verða eigiö sálarljós, sem haldiö er á Sólbraut 3.
-kjarnimálsins!
I DAG
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
GATA Kamsky (2.710)
hefur mikla yfírburði gegn
Valery Salov (2.715) í und-
anúrslitum FIDE-heims-
meistarakeppninnar sem nú
standa yfir í Sanghi Nagar
á Indlandi. Staðan er
nú 4-1 Kamsky í vil
og hann þarf 5'/2 vinn-
ing til að tryggja sér
sigur. Þessi staða kom
upp í fimmtu skákinni
á sunnudaginn. Kam-
sky hafði hvítt og átti
leik:
Sjá stöðumynd
24. Bxg6! - fxg6 25.
Dxg6+ - Dg7 26
Dh5 - He5 27. Dh4
- De7 (Svartur á ekk-
ert betra en að reyna að
komast út í endatafli, því
hvítur hótaði 28. He3 og
síðan Hg3) 28. Dg4+ - Dg7
29. Re6 - Dxg4 30. hxg4
- Hxe6 (Hvítur hótaði hvort
eð var 31. f4) 31. dxe6 -
He8 32. Hd7 og hvítur er
með gjörunnið tafl. Hann
hefur hrók og þijú peð gegn
tveimur léttum mönnum og
þar að auki mörg samstæð
fripeð og afar virka hróka.
Það kom því á óvart að Salov
tókst að þvælast fyrir í 20
leiki til viðbótar, gafst ekki
' C d e I g h
upp fyrr en í 53. leik. Hann
hefur teflt alveg litlaust í
þessu einvígi og er ekki lík-
legur til að vinna skák.
Með morgunkaffinu
Ást er ...
... að fara yfir náms-
efnið með henni fyrír
próf.
TM Reg. U.S. Pat Off. — aJI rights ramrved
(c) 1995 Loa Angeles Timee Syndicate
ÉG ætla að biðja þig að
hugsa um nágranna þína
þegar þú grillar næst í
roki.
betur ef þú vinnur í
Lottói.
ekki hafi verið nákvæm-
lega tekið fram í auglýs-
ingunni HVAÐ ætti að
þrífa, en komdu þér nú
að verki.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Getur einhver fyllt í eyðurnar?
GUÐMUNDÍNA Vil-
hjálmsdóttir, Hlíf,
ísafirði, hafði samband
við blaðið vegna gamals
slagara sem hún sagðist
hafa lært í æsku, en
væri nú búin að gleyma
að hluta, en langaði til
að vita hvort einhveijir
lesendur blaðsins gætu
hjálpað henni að rifja
upp það sem á vantar.
Guðmundína telur að
í einu erindinu komi fyr-
ir Hafnarfiörður eða
Þingeyri.
Ef einhver getur að-
stoðað Guðmundínu við
þetta mál er hann vin-
samlega beðinn að hafa
samband við hana í síma
94-3984.
Hún man nokkurn veginn þessi tvö erindi:
Sú getur ritað oss ráðin fln,
með reynsluna og gráleitu
hárin sín.
Hún hefur aldrei þá sælu
séð,
að sitja í faðmlögum dáta
með.
Olafía er að fara á svið
og vinglast við piltana að
dönskum sið.
Og dregur á eftir sér dilka
smá,
þegar dálítill tími er liðinn
frá.
Viðlag:
Gæti ég krækt í danskan
dáta,
sem dálítið borðalagður er,
þá mundu þær Rúna
og Ranka gráta
og rauðeygðar stara á
eftir mér.
Saknar Jóns
Múla
AUÐUNN Bragi Sveins-
son hringdi og sagðist
sakna útvarpsþátta Jóns
Múla Amasonar afskap-
lega mikið en eitthvað
ósætti olli því að hann
hætti.
Auðunn Bragi sagði
að sumir menn „eigi“
vissa útvarpsþætti og
hann vill að Jón Múli fái
þáttinn sinn aftur út-
varpshlustendum til
ánægju og yndisauka.
Er fólk alveg
samviskulaust?
ÞÓRUNN hringdi og
sagði frá því að ekið
hefði verið utan í Lödu-
bifreið hennar, með
númerinu 53041, að-
faranótt 23. janúar sl.,
þar sem hún stóð fyrir
utan Rekagranda 6. Við-
komandi sá ekki ástæðu
til að tilkynna henni um
tjónið og nú situr hún
eftir með tjón uppá tugi
ef ekki hundruð þús-
unda. Þetta hefði trygg-
ingafélag viðkomandi
greitt ef hann hefði séð
sóma sinn í að tilkynna
óhappið.
Þórunn furðaði sig á
því að fólk væri svo sam-
viskulaust nú á dögum
að það gæti látið öðrum
eftir tjón sem þeir eru
valdir að og höfðar nú
til hins besta í viðkom-
andi og biður hann að
hafa samband við sig í
síma 616888.
Tapað/fundið
Úrtapaðist
GULLÚR tapaðist á
Jazzbarnum eða Tungl-
inu 27. janúar sl. á milli
kl. 23 og 24. Úrsins er
sárt saknað og hefur það
mikið tilfinningalegt
gildi fyrir eigandann sem
vonar að finnandi sýni
sóma sinn í því að skila
því aftur. Fundarlaun.
Upplýsingar í síma
38628. Guðbjörg.
Gæludýr
Kettlingur
TÍU vikna svört og hvít
læða fæst gefins á gott
heimili. Upplýsingar í
síma 654403.
Víkveiji
IITjúkrunarforstjórar
heilsugæzlustöðva hafa
ákveðið að halda árlegan fund sinn
í Danmörku í stað þess að finna
honum stað á Islandi. I þessu skyni
munu þeir fá styrk til fararinnar
hjá viðkomandi heilsugæzlustöðv-
um.
Það er erfitt að skilja að brýna
nauðsyn beri til að halda slíkan
fund í öðru landi. Ef hjúkrunarfor-
stjóramir greiddu þennan kostnað
sjálfir kæmi það engum við. En
þar sem hann er að hluta til greidd-
ur úr opinberum sjóðum kemur það
öðrum við. A sama tíma og víðtæk-
ar ráðstafanir eru gerðar til þess
að draga úr kostnaði við heil-
brigðiskerfið eru fundarhöld utan
lands af þessu tagi ekki traustvekj-
andi, raunar fráleit. Það er erfítt
fyrir almenning að taka mark á
tali ráðamanna um spamað í opin-
bera kerfinu, þegar þeir virðast
lítið, sem ekkert hafa við að at-
huga ráðstöfun sem þessa á al-
mannafé.
Sú röksemd hjúkrunarforstjór-
anna, að það kosti litlu meira að
halda fundinn í Danmörku en á
skrifar...
íslandi dugar skammt. Það er tími
til kominn að yfirgengilegur kostn-
aður skattgreiðenda við utanferðir
starfsmanna hins opinbera verði
skorinn rækilega niður.
xxx
SL. FÖSTUDAG skiluðu flestir
landsmenn skattskýrslum sín-
um til viðkomandi skattyfírvalda.
Það er í raun og vem til fyrirmynd-
ar hve mikla áherzlu skattayfirvöld
hafa lagt á það undanfarin ár að
einfalda skattskýrslur og auðvelda
hinum almenna borgara þetta
verk. Skattalöggjöfin hefur verið
einfölduð og skattskýrslumar í
samræmi við það.
Skattayfirvöld hafa löngum ver-
ið hálfgerð Grýla í augum fólks.
Þetta þarf að breytast og er að
breytast. Þegar skattskýrslurnar
eru orðnar jafn einfaldar og raun
ber vitni þarf hinn almenni skatt-
borgari ekki að vera í miklum
vandræðum með að ganga frá
þessum skýrslum sjálfur. Sjálfsagt
má á ýmsan hátt bæta ráðgjöf og
upplýsingamiðlun en ekki fer á
/
milli mála, að á aðeins einum ára-
tug hefur orðið róttæk breyting til
hins betra í þessum efnum.
xxx
AÐ ER hins vegar Ijóst að til
þess að eiga friðsamleg sam-
skipti við skattayfirvöld þurfa
margir skattgreiðendur að leggja
meiri áherzlu en hér hefur tíðkazt
á margs konar skýrslugjöf. Þeir,
sem njóta bifreiðastyrkja geta t.d.
ekki búizt við því að þeir verði
viðurkenndir, sem frádráttarbærir
nema þeir haldi akstursdagbækur
samvizkusamlega.
Þeir, sem eru mikið á ferðalög-
um og fá greidda dagpeninga til
þess að greiða ferðakostnað þurfa
að halda saman upplýsingum um
þau ferðalög o.s.frv. Þessi aukna
krafa um slíka samantekt upplýs-
inga er mjög í samræmi við það,
sem lengi hefur tíðkazt í öðrum
löndum og er í sjálfu sér ekkert
við því að segja. Fólk þarf að að-
laga sig þessum breytingum og
um leið og það hefur verið gert
verður slík skýrslugerð eðlilegur
þáttur í daglegu starfi.