Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
UNGLIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Það er spurning
Hvernig líst
þér á yfir-
vofandi
kennara-
verkfall?
Elín, 15 ára
Illa, þá getum við ekkert lært fyrir
samræmdu prófin.
Sigurveig, 15 ára
Illa, maður verður svo illa undirbúin
fyrir samræmdu prófin.
Guðbjörg, 15 ára
Mér líst mjög illa á það, undirbúning-
ur fyrir menntaskólann verður minni.
Arndís, 15 ára
Ágætlega, við eigum að vera búin
að læra allt sem við erum að fara
í. Það skiptir ekki máli þó við missum
nokkra mánuði úr.
Ætlaði að verða prestur
þegar ég var lítill
Á LEIKARI af yngri kyn-
slóðinni sem hefur notið hve
mestra vinsælda undanfar-
ið er Ingvar Eggert Sigurðsson.
Hann sló í gegn í Hárinu í sumar
og leikur bæði á sviði í Kirsubeija-
garðinum, Gauragangi og Kaba-
rett og í kvikmyndum, nú síðast
í stuttmyndinni I draumi sérhvers
manns.
Ég var ráðvilltur unglingur, var
mjög lokaður upp úr fermingu,
en gat verið frjálslegur innan
þröngs hóps, ég átti frekar erfitt
með mig. Ég held að það hafí
verið partur af einhverri unglinga-
veiki, þar sem maður rífur sig
niður samanborið við aðra. Ég var
reyndar í sveit á sumrin og ég
held að ég hafi haft mjög gott
af því. Ég er alinn upp í Reykja-
vík, en eftir að ég fór að fara í
sveit sótti ég töluvert út á land
og þegar ég var 18 ára fluttu
mamma og pabbi upp í Borgames
og þá fór ég að vera þar. Þessi
tími, unglingsárin, einkenndust
af því að sjálfsálit mitt var ekkert
sérstaklega
sterkt. Ég fór
að standa mig
illa í skólan-
um þegar ég
byijaði í
Réttó, mér
hafði liðið vel í bamaskóla, var
alltaf með sama kennarann og í
sama bekknum, síðan fór allt nið-
ur á við þegar ég fór í gagnfræða-
skóla. Ég var í fjölmennasta ár-
gangi frá upphafí Réttarholts-
skóla að ég held, og allir kolvit-
lausir. Bekkimir úr bamaskólun-
um blönduðust, og við svona
blöndun raskast ró unglinganna.
Menn þurfa að fara að sanna sig
fyrir öðrum og það verður svolítið
happa og glappa hvemig fólk fer
út úr því.
***
Keppnisíþróttir hafa aldrei
heillað mig, ég er alinn upp í Vík-
ingshverfínu og hef alltaf haldið
með Víking, ég lék mér mikið í
handbolta og fótbolta en sótti
aldrei æfíngar. Ég var meira bara
einn heima að hlusta á plötur og
svoleiðis. Ég valdi mér leikræna
tjáningu í níunda bekk, hef sjálf-
sagt verið kominn með taugar til
leiklistarinn-
ar, og mér
leið mjög vel
í þessum tím-
um. Ég próf-
aði að fara í
skátana þeg-
ar ég var bam en mér fannst það
leiðinlegt. Ég var reyndar í félags-
skap sem hét Ungtemplarafélagið
Trölli og það var svolítið skemmti-
legt, við héldum unglingaböll í
ungtemplarafélaginu og ýmislegt.
***
Ég lenti í alveg hrikalega pín-
legu atviki þegar ég var í leiklist
í skólanum. Þá var ég að leika á
móti strák sem var með mér í
þessari leikrænu tjáningu. Hann
ákvað að hann þyrfti ekkert að
læra textann, af því að hann lék
löggu sem sat við borð og las blöð
STJÖRNUR G
STÓE FSKAR
tugur að ég fer alvarlega
að hugsa það hvort ég ætti
að verða leikari. Ég tók
- ákvörðunina og varð fullviss í
flugvél á milli Keflavíkur og Lúx-
emborgar, ég hitti vin minn í vél-
inni og hann þurfti ekki annað
en að segja stikkorðið fyrir mig.
„Ingvar, þú ættir að verða leik-
ari,“ og það var alveg nóg, þá
ákvað ég það. Því það vom ekki
svo margir að benda manni á
þennan möguleika, þegar svo ég
var að segja fólki frá því þá dró
fólk frekar úr því að maður færi
í leiklist. Sérstaklega fullorðnir,
reyndar ekki foreldrar mínir, þau
hafa oftast látið mig í friði, sem
betur fer.
ég var oft og einatt með þriggja
arma kertastjakann hennar
mömmu og var að leika prest
heima. Síðan fer maður í burtu
frá þessu, mér fannst Jesús
toppnáungi sem maður en mér
fannst ekki allt ganga upp sem
stendur í Biblíunni, ég hafði efa-
semdir um Guð þó ég efaðist ekki
um Jesú, mamma ól mig upp í trú
á Guð en pabbi var efasemdamað-
ur, og ég trúði þeim
báðum. Það er svo
ekki fyrr en þegar
ég er orðinn tví-
og hann ætlaði bara að
lesa textann af blöðunum.
Ég þurfti hins vegar-
að læra textann
af því ég lék
gamlan mann
sem hafði
týnt hjólinu
sínu. Svo
gerist það að gamli maðurinn
reiðist við lögguna af því hon-
um fínnst hún ekki nógu fús
til að hjálpa sér. í reiði sinni
slær hann í borðið og blöðin
fara út um allt og lögreglu-
maðurinn situr bara og veit
ekki neitt hvað hann á að segja.
Þama stóðum við og bulluðum
eitthvað í smá tíma, en endalokin
voru þau að ég þurfti að kalla
„dragið þið fyrir, dragið þið fyr-
ir“, mér fannst þetta hræðilega
pínlegt en liðið hló að þessu.
***
Ég ætlaði að verða prestur þeg-
ar ég var lítill. Það var samt aðal-
lega þannig að ég ætlaði að leika
prest, mér fannst þetta svo flott
fyrirbæri, skrúðinn og serimon-
íumar. Messumar og þessar at-
hafnir í kirkjunni höfðuðu eitthvað
til mín, og þess vegna var það að
Hrafnhildur
Gréta
Móðir
náttúra
Móðir náttúra
fékk æðiskast í janúar,
kastaði snjóbolta á íslandi
sem lenti á smábænum Súðavík.
Móðir náttúra
hefur eflaust séð eitthvað sorglegt,
því mörg þúsund tárum
hellti hún yfir Þýskaland.
Móðir náttúra
varð allt í einu skjálfhent
hristist þá Japan svo mikið
að hæstu háhýsi féllu.
(Höf. Sólrún Ásta Sveinsdóttir)