Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KKINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIJSCF.NTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 35 milljón- ir í norsk- íslenskar snjóflóða- rannsóknir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Á FUNDI sínum í Kaupmannahöfn í gær ákváðu norrænu samstarfs- ráðherramir að leggja fé til íslensk- norskra snjóflóðarannsókna næstu þrjú ár, samtals um 35 milljónir íslenskra króna. Á fundinum var ákveðið að veita eina milljón norskra króna á þessu ári til íslensk-norskra snjóflóða- rannsókna í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík. Næstu tvö árin verða sett- ar samtals 2,5 milljónir í verkefnið, svo alls verður varið til þess um 35 milljónum íslenskra króna. Niðurskurður á fjárlögum Á fundinum í gær ákváðu ráð- herrarnir að leggja til að norrænu fjárlögin 1996 yrðu skorin niður um 28 milljónir danskra króna ann- ars vegar og hins vegar um fimm milljónir sænskra króna. Svíar höfðu hins vegar lagt til niðurskurð upp á fimmtíu milljónir danskra króna árlega næstu þijú árin. Tillögur ráðherranna um niður- skurðinn verða lagðar fyrir þing Norðurlandaráðs í Reykjavík. Lagt er til að fjárlögin 1996 verði lækk- uð um tíu milljónir, auk þess sem þau verði ekki verðtryggð eins og hingað til. Þannig eru fjárlög þessa árs 706 milljónir danskra króna, en með verðbótum nema þau 718 millj- ónum. Auk þess var samþykkt að Svíar spöruðu fimm milljón króna framlag sitt til Norræna heilsuhá- skólans í Gautaborg. Sighvatur Björgvinsson sam- starfsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að hann væri ánægður með niðurstöðurnar. Islenskar vörur 17% ódýrari SAMKVÆMT niðurstöðum ÍM-Gallup-könnunarinnar telja rúm 70% neytenda að íslenskar vörur séu dýrari en erlendar. í framhaldi af þeirri niður- stöðu gerði átakið Islenskt, já takk óformlega verðkönn- un á íslenskum og erlendum samkeppnisvörum. Könnun- inni er ætlað að gefa vísbend- ingu um það hvernig markað- urinn er. Framkvæmdinni var þann- ig háttað að í einni verslun voru teknar 23 vörutegundir sem algengt er að lendi í inn- kaupakörfum landsmanna. Þess var vandlega gætt að velja jafn sambærilegar vörur og kostur er. í sumum tilvik- um var um þyngdarmun eða mismunandi magn að ræða. í þeim tilvikum hefur verðið verið umreiknað eftir magni. íslenska karfan reyndist 17% ódýrari í báðum tilvikum. ■ Jákvæðar niðurstöður/6 Spáð ÞAÐ var nokkuð létt yfir mönn- um í húsnæði ríkissáttasemjara síðdegis í gær í upphafi samn- ingafundar samtaka vinnuveit- enda og landssambanda innan ASI. Á stærri myndinni eru f.v. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræð- ingur ASÍ, Björn Grétar Sveins- son, formaður VMSÍ, Halldór í spilin Björnsson, varaformaður Dags- brúnar, Snær Karlsson, starfs- maður VMSÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ. Á innfelldu myndinni eru nokkrir forystumenn og starfsmenn VSI og Vinnumála- sambandsins að leggja mat á tölur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Viðkvæm staða í samningaviðræðum ASÍ, VSÍ og VMS á míðnætti Rættum 2.700-3.700 kr. hækkun við undirritun Slangur af átufullri loðnu ÁGÆTIS loðnuveiði var í gær í Lónsbugt út af suðaustanverðu landinu. Loðnan var þó fremur dreifð og mikil áta í henni. Hólmaborgin SU var að fylla sig þegar Morgunblaðið náði sam- bandi við Þorstein Kristjánsson skipstjóra seint í gærkvöldi. „Það er eitthvert slangur af loðnu hérna. Okkur vantar dálít- ið upp á að fylla, 170-200 tonn,“ sagði Þorsteinn. Hann hafði ekki tölu á því hve oft þeir hefðu kastað en seint í gærkvöldi var aflinn orðinn 1.300 tonn. „Loðnan heldur sig ekki mjög þétt núna. Hún lá djúpt í dag en svo hefur hún dreift úr sér. Þetta er bústin loðna, full af átu en ég veit ekki hver hrognafyllingin er núna,“ sagði Þorsteinn. Fjöldi loðnuskipa var á svipuð- um slóðum í gærkvöldi og gekk veiðin allvel. Þetta var önnur veiðiferðin Iijá Hólmaborginni. Öll loðnan fer í bræðslu og sagði Þorsteinn að frysting hæfist ekki fyrr en átan færi úr loðnunni. Ennþá var nægt þróarrými á löndunarstöðum enda veiðin rétt að hefjast. ■ Enn hefur ekki tekizt/21 FORYSTUMENN VSÍ, Vinnumálasambandsins og landssambanda innan ASÍ ákváðu í gær að reyna til þrautar að ná samkomulagi um ramma nýrra kjarasamninga og stóðu fundir þeirra yfir í hús- næði Ríkissáttasemjara frá hádegi og fram á nótt. Þegar Morg- unblaðið fór í prentun var staðan í viðræðunum mjög tvísýn og þungt hljóð í samningsaðilum. Verulegar líkur voru taldar á að annað- hvort myndi slitna upp úr viðræðum í nótt eða samningsaðilar fresta fundum og reyna svo að taka upp þráðinn á nýjan leik í dag. Samningsaðilar voru sammála um það í gær að ef samkomulag næðist yrði strax óskað eftir við- ræðum við ríkisstjórnina um sam- eiginlegar kröfur landssambanda ASI á hendur stjómvöldum. Samningur til ársloka 1996 Vinnuveitendur kynntu hugmyndir sínar um samningsramma óform- lega í viðræðum við einstök lands- sambönd í gær. Hugmyndir þeirra gera ráð fyrir að kjarasamningur sem gerður yrði gilti til ársloka 1996 og fæli í sér bæði krónutölu- hækkanir og prósentuhækkanir á samningstímanum, þar sem hinir lægst launuðu fengju sérstakar hækkanir. Að mati forystumanna launþega svara hugmyndir vinnu- veitenda til um 6,5-6,8% launa- hækkunar á samningstímanum. Tillögur vinnuveitenda gera ráð fyrir að við undirritun samninga hækki öll laun um 2.700 kr. og auk þess fari launataxtar 84.000 kr. og lægri stighækkandi eftir því sem neðar kemur í launastiganum allt niður í 48.000 kr. laun, sem hækki um 3.700 kr. Þetta þýðir að lægstu laun myndu hækka á samningstím- anum um 8-9%. 3% eða krónutöluhækkun um áramót Einnig settu vinnuveitendur fram hugmynd um 3% launahækkun á alla launataxta um næstu áramót en því var þegar í stað hafnað af forystumönnum einstakra verka- lýðssambanda, sem lögðu áherslu á krónutöluhækkanir um næstu ára- mót. Niðurstaða var ekki fengin um þetta atriði í gærkvöldi. Forystumenn launþegasamtak- anna höfnuðu einnig hugmyndum um að taxtar fyrir 18 ára og yngri hækkuðu ekkert við undirritun samninga. Þá lögðu vinnuveitendur til að greiddar yrðu sérstakar launa- bætur til þeirra sem eru með 80.000 kr. laun eða minna á mánuði, líkt og gert hefur verið í kjarasamning- um á undanförnum árum en þessu höfnuðu forystumenn landssam- bandanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.