Morgunblaðið - 14.02.1995, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KKINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIJSCF.NTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
35 milljón-
ir í norsk-
íslenskar
snjóflóða-
rannsóknir
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Á FUNDI sínum í Kaupmannahöfn
í gær ákváðu norrænu samstarfs-
ráðherramir að leggja fé til íslensk-
norskra snjóflóðarannsókna næstu
þrjú ár, samtals um 35 milljónir
íslenskra króna.
Á fundinum var ákveðið að veita
eina milljón norskra króna á þessu
ári til íslensk-norskra snjóflóða-
rannsókna í kjölfar snjóflóðanna í
Súðavík. Næstu tvö árin verða sett-
ar samtals 2,5 milljónir í verkefnið,
svo alls verður varið til þess um
35 milljónum íslenskra króna.
Niðurskurður á fjárlögum
Á fundinum í gær ákváðu ráð-
herrarnir að leggja til að norrænu
fjárlögin 1996 yrðu skorin niður
um 28 milljónir danskra króna ann-
ars vegar og hins vegar um fimm
milljónir sænskra króna. Svíar
höfðu hins vegar lagt til niðurskurð
upp á fimmtíu milljónir danskra
króna árlega næstu þijú árin.
Tillögur ráðherranna um niður-
skurðinn verða lagðar fyrir þing
Norðurlandaráðs í Reykjavík. Lagt
er til að fjárlögin 1996 verði lækk-
uð um tíu milljónir, auk þess sem
þau verði ekki verðtryggð eins og
hingað til. Þannig eru fjárlög þessa
árs 706 milljónir danskra króna, en
með verðbótum nema þau 718 millj-
ónum. Auk þess var samþykkt að
Svíar spöruðu fimm milljón króna
framlag sitt til Norræna heilsuhá-
skólans í Gautaborg.
Sighvatur Björgvinsson sam-
starfsráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið eftir fundinn að hann
væri ánægður með niðurstöðurnar.
Islenskar
vörur 17%
ódýrari
SAMKVÆMT niðurstöðum
ÍM-Gallup-könnunarinnar
telja rúm 70% neytenda að
íslenskar vörur séu dýrari en
erlendar.
í framhaldi af þeirri niður-
stöðu gerði átakið Islenskt,
já takk óformlega verðkönn-
un á íslenskum og erlendum
samkeppnisvörum. Könnun-
inni er ætlað að gefa vísbend-
ingu um það hvernig markað-
urinn er.
Framkvæmdinni var þann-
ig háttað að í einni verslun
voru teknar 23 vörutegundir
sem algengt er að lendi í inn-
kaupakörfum landsmanna.
Þess var vandlega gætt að
velja jafn sambærilegar vörur
og kostur er. í sumum tilvik-
um var um þyngdarmun eða
mismunandi magn að ræða.
í þeim tilvikum hefur verðið
verið umreiknað eftir magni.
íslenska karfan reyndist 17%
ódýrari í báðum tilvikum.
■ Jákvæðar niðurstöður/6
Spáð
ÞAÐ var nokkuð létt yfir mönn-
um í húsnæði ríkissáttasemjara
síðdegis í gær í upphafi samn-
ingafundar samtaka vinnuveit-
enda og landssambanda innan
ASI. Á stærri myndinni eru f.v.
Gylfi Arnbjörnsson, hagfræð-
ingur ASÍ, Björn Grétar Sveins-
son, formaður VMSÍ, Halldór
í spilin
Björnsson, varaformaður Dags-
brúnar, Snær Karlsson, starfs-
maður VMSÍ, og Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ. Á innfelldu myndinni
eru nokkrir forystumenn og
starfsmenn VSI og Vinnumála-
sambandsins að leggja mat á
tölur.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Viðkvæm staða í samningaviðræðum ASÍ, VSÍ og VMS á míðnætti
Rættum 2.700-3.700 kr.
hækkun við undirritun
Slangur af átufullri loðnu
ÁGÆTIS loðnuveiði var í gær í
Lónsbugt út af suðaustanverðu
landinu. Loðnan var þó fremur
dreifð og mikil áta í henni.
Hólmaborgin SU var að fylla sig
þegar Morgunblaðið náði sam-
bandi við Þorstein Kristjánsson
skipstjóra seint í gærkvöldi.
„Það er eitthvert slangur af
loðnu hérna. Okkur vantar dálít-
ið upp á að fylla, 170-200 tonn,“
sagði Þorsteinn.
Hann hafði ekki tölu á því hve
oft þeir hefðu kastað en seint í
gærkvöldi var aflinn orðinn
1.300 tonn. „Loðnan heldur sig
ekki mjög þétt núna. Hún lá djúpt
í dag en svo hefur hún dreift úr
sér. Þetta er bústin loðna, full
af átu en ég veit ekki hver
hrognafyllingin er núna,“ sagði
Þorsteinn.
Fjöldi loðnuskipa var á svipuð-
um slóðum í gærkvöldi og gekk
veiðin allvel. Þetta var önnur
veiðiferðin Iijá Hólmaborginni.
Öll loðnan fer í bræðslu og sagði
Þorsteinn að frysting hæfist ekki
fyrr en átan færi úr loðnunni.
Ennþá var nægt þróarrými á
löndunarstöðum enda veiðin rétt
að hefjast.
■ Enn hefur ekki tekizt/21
FORYSTUMENN VSÍ, Vinnumálasambandsins og landssambanda
innan ASÍ ákváðu í gær að reyna til þrautar að ná samkomulagi
um ramma nýrra kjarasamninga og stóðu fundir þeirra yfir í hús-
næði Ríkissáttasemjara frá hádegi og fram á nótt. Þegar Morg-
unblaðið fór í prentun var staðan í viðræðunum mjög tvísýn og
þungt hljóð í samningsaðilum. Verulegar líkur voru taldar á að annað-
hvort myndi slitna upp úr viðræðum í nótt eða samningsaðilar fresta
fundum og reyna svo að taka upp þráðinn á nýjan leik í dag.
Samningsaðilar voru sammála
um það í gær að ef samkomulag
næðist yrði strax óskað eftir við-
ræðum við ríkisstjórnina um sam-
eiginlegar kröfur landssambanda
ASI á hendur stjómvöldum.
Samningur til ársloka 1996
Vinnuveitendur kynntu hugmyndir
sínar um samningsramma óform-
lega í viðræðum við einstök lands-
sambönd í gær. Hugmyndir þeirra
gera ráð fyrir að kjarasamningur
sem gerður yrði gilti til ársloka
1996 og fæli í sér bæði krónutölu-
hækkanir og prósentuhækkanir á
samningstímanum, þar sem hinir
lægst launuðu fengju sérstakar
hækkanir. Að mati forystumanna
launþega svara hugmyndir vinnu-
veitenda til um 6,5-6,8% launa-
hækkunar á samningstímanum.
Tillögur vinnuveitenda gera ráð
fyrir að við undirritun samninga
hækki öll laun um 2.700 kr. og auk
þess fari launataxtar 84.000 kr. og
lægri stighækkandi eftir því sem
neðar kemur í launastiganum allt
niður í 48.000 kr. laun, sem hækki
um 3.700 kr. Þetta þýðir að lægstu
laun myndu hækka á samningstím-
anum um 8-9%.
3% eða krónutöluhækkun
um áramót
Einnig settu vinnuveitendur fram
hugmynd um 3% launahækkun á
alla launataxta um næstu áramót
en því var þegar í stað hafnað af
forystumönnum einstakra verka-
lýðssambanda, sem lögðu áherslu á
krónutöluhækkanir um næstu ára-
mót. Niðurstaða var ekki fengin um
þetta atriði í gærkvöldi.
Forystumenn launþegasamtak-
anna höfnuðu einnig hugmyndum
um að taxtar fyrir 18 ára og yngri
hækkuðu ekkert við undirritun
samninga. Þá lögðu vinnuveitendur
til að greiddar yrðu sérstakar launa-
bætur til þeirra sem eru með 80.000
kr. laun eða minna á mánuði, líkt
og gert hefur verið í kjarasamning-
um á undanförnum árum en þessu
höfnuðu forystumenn landssam-
bandanna.