Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ r Sexára fangelsi fyrir að henda fískil - eí hugmyndlr Þornteins Pálssonar ná íram að ganga. Það var þessi sera henti raér fyrir borð Stykkishólmsbær býður eftir svörum frá félagsmálaráðuneytinu Hugsanlega kosið um sameiningu 8. apríl ÁHUGI er á því innan sveitarstjórnar Stykkishólmsbæjar að láta fara fram kosningar um sameiningu Stykkishólms og Helgafells- sveitar um leið og alþingiskosningar fara fram 8. apríl nk. Olaf- ur H. Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að dagsetning kosninga verði ekki ákveðin fyrr en fyrir liggi svör frá félags- málaráðuneytinu um hvort sveitarstjórnin, sem kosin var 1. októ- ber sl., má starfa áfram, verði tillaga um sameiningu samþykkt. Flokksráðs- og formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins Rætt um kosn- ingaundirbúning FLOKKSRÁÐS- og formannaráð- stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðuð laugardaginn 18. febrúar í Félagsheimili Seltjarnar- ness við Suðurströnd og hefst ráð- stefnan kl. 9. Auk flokksráðs- manna og formanna félaga og samtaka eru frambjóðendur í aðal- sætum við alþingiskosningarnar boðaðir á fundinn og kosninga- stjórar kjördæmanna. Rætt um málefna- grundvöll Davíð Oddsson, formaður flokksins, mun setja fundinn kl. 9.30 en síðan verður rætt um kosningaundirbúninginn. Fram- sögu hafa Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, Egill Jónsson, alþingis- maður, Erna Nielsen, formaður kjördæmisráðs Reykjaneskjör- dæmis, og Anna Blöndal, formað- ur kjördæmisráðs Norðurlands- kjördæmis eystra. Að loknu hádegishléi verður fjallað um helstu verkefni ríkis- stjórnarinnar og hugmyndir og til- lögur frá málefnanefndum Sjálf- stæðisflokksins um málefnagrund- völl flokksins í komandi alþingis- kosningum. Framsögu hafa Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra, Halldór Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra, Ólafur G. _ Einarsson, menntamálaráðherra, Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar Sjálf- stæðisflokksins, og Guðbjörg Sig- urðardóttir, formaður upplýsinga- nefndar Sjálfstæðisflokksins. Hæstiréttur dæmdi kosningar um sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar ógildar í lok síð- asta árs. Áður en til þess kom var búin að fara fram önnur kosning um sameiningu og tvennar sveitar- stjómarkosningar. Félagsmála- ráðuneytið hefur ákveðið að sveit- arstjórn Stykkishólmsbæjar skuli láta kjósa aftur um sameiningu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosningin fer fram. Ríkislögmaður gaf ráðuneytinu álit Bæjarstjórn Stykkishólms sendi félagsmálaráðuneytinu bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir upplýsingum um nokkur atriði varðandi framkvæmd kosning- anna. Svör báust í vikunni við öll- um spurningum nema þeirri hvort sveitarstjórn, sem kosin var 1. október, mætti starfa áfram ef til- laga um sameiningu yrði sam- þykkt. Félagsmálaráðuneytið ósk- aði eftir áliti ríkislögmanns um það atriði. Ríkislögmaður hefur svarað ráðuneytinu, en lögfræðingur ráðuneytisins hafði ekki fengið álitið f síðdegis í gær. Ólafur sagði að það væri algert grundvallaratriði áður en kosn- ingadagur væri ákveðinn, að fyrir lægi hvort sveitarstjórnin mætti starfa áfram. Ef tillaga um sam- einingu yrði felld væri hins vegar Ijóst að kjósa þyrfti nýjar sveitar- stjórnir í báðum sveitarfélögunum. Ólafur sagði að það hefði marga kosti í för með sér að láta kosning- una fara fram sama dag og þing- kosningar. Með því móti væri hægt að tryggja góða þátttöku í kosning- unni, en hann sagði ástæðu til að óttast að lítil þátttaka yrði ef kos- ið yrði um sameiningu sérstaklega. ígildisviðskipti í orkunýtingaráformum Birgjar sjá sér hag í sköpun atvinnu Edgar Guðmundsson EF FARIÐ verður út í stóriðjufram- kvæmdir standa menn frammi fyrir þeirri staðreynd að framleiðslu- störfum f stóriðju hefur fækkað gífurlega á síð- ustu tveimur til þremur áratugum. Edgar Guð- mundsson verkfræðingur segir að með svokölluðum ígildisviðskiptum megi skapa fjölda starfa f tengslum við stóriðju. - Hvað eru ígildisvið- skipti? „Það á meira og minna við um alla stóriðju að framleiðnin hefur aukist gífurlega og störfum fækkað að sama skapi. Þegar svo er komið verða menn að reyna að leita eftir störfum annars stað- ar. Það er farið að gerast með þeim hætti að birgjar, þ.e. þeir sem framleiða t.d. vélar og búnað í virkjanir, sjá sér hag í að fjár- festa á svæðinu þar sem stóriðju- uppbygging fer fram og skapa þannig langtímastörf í verkefnum sem geta verið algjörlega óháð stóriðjunni. Þetta er það sem ég hef kallað ígildisviðskipti.“ - Geturðu nefnt dæmj um þetta? „Fyrirtækjasamsteypan ABB (Asea Brown Boveri) seldi búnað í kolaorkuver í New Brunswick í Kanada og í framhaldi af því setti hún einnig upp verksmiðju til þess að framleiða lím í spónapiötur. Þannig urðu til langtímastörf í verkefni sem er alveg óháð sjálfu orkuverinu. Japanska stórfyrir- tækið Mitsui, sem seldi túrbínur í þetta sama orkuver, er nú að hugleiða að fjárfesta um 100 millj- ónir Bandaríkjadala í tijákvoðu- verksmiðju í New Brunswick." - Hvernig gengvr þetta fyrir sig? „Það sem um er að ræða að allir helstu birgjar f stórum fram- kvæmdum eru í mjög stórum við- skiptalegum einingum. Ef ég tek ABB sem dæmi þá er það með um 1.500 fyrirtæki út um allan heim og um 230 þúsund starfs- menn. Heimurinn er allur orðinn markaður kaupandans [e. buyer’s market] og þessar stóru viðskipta- heildir, sem samanstanda af hundruðum eða jafnvel þúsundum fyrirtækja, sjá sér hag í að styrkja stöðu sína á markaðn- um með þessum hætti. Æskilegt er að frumkvæði komi frá því þjóðlandi sem framkvæmdim- ar eru. í okkar tilfelli myndum við benda á atvinnutækifæri sem við teljum að gætu hentað ís- lensku atvinnulífi. Nú gera stórir birgjar það meira og minna óum- beðið að kynna slíkar hugmyndir innan sinna fyrirtækja og oft á tíðum finnast lausnir sem geta skapað önnur atvinnutækifæri.“ - Er hægt að segja til um hversu mikið hægt er að fjölga störfum? „Það er samhengi á milli fjár- festingar annars vegar og þess heildarfjölda starfa sem verður til vegna hennar. Ef allt er talið sam- an þá virðist mega líta svo á að það séu u.þ.b. 10 þúsund ársverk í frumstörfum á bak við hvern milljarð Bandaríkjadala í fjárfest- ingu. ► EDGAR Guðmundsson fæddist 16. október 1940 í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem byggingaverkfræðingur frá Norges tekniske hojskole í Þrándheimi 1966. Undanfar- inn áratug hefur hann starfað nær eingöngu erlendis, m.a. í Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Bretlandi, Japan og Sovétríkj- unum. Hann starfar nú sem samskiptasljóri Icenet-verk- efnisins á vegum hollenskra samstarfsaðila Reykjavíkur- borgar í því verkefni. í dag er hlutfall starfa sem næst í byggingarfasa vegna orku- framkvæmda um 25%. Kanada- mönnum hefur tekist að ná þessu hlutfalli upp í allt að 75% með markvissum aðgerðum í sambæri- legum verkefnum. Ef við gætum aukið starfafjölda úr 25% í 75% þá erum við að tala um svipaðan starfafjölda og þann sem vinnur í framleiðslunni. Tökum dæmi um þetta. Stofn- kostnaður 210 þúsund tonna ál- vers ásamt virkjunum er áætlaður um 1,6 milljarðar Bandaríkjadala. Mesti hugsanlegi fjöldi starfa í verkefninu væri því 16.000. Ef við gætum náð 75% starfa út úr byggingarfasa álvera og virkjana þá erum við að tala um aukningu úr 4.000 í 12.000 ársverk. Aukn- ingin ein nemur því um 8.000 ársverkum eða 400 langtímastörfum sé miðað við 20 ár. Til samanburðar eru 500 ársverk í framleiðslu- fasa álvera í dag. Það er þetta sem ég er að benda á að sé vannýttur mögu- leiki á íslandi. Spurningin er hvort við getum fjölgað störfum í fjárfestingu og hvort við getum breytt þeim úr skammtímastörf- um í langtímastörf. Stóriðja er orðin það tæknivædd að atvinnu- sköpun í framleiðslu verður æ minni. Þess vegna verður önnur atvinnusköpun að koma til í sam- vinnu við birgjana. Ef það er ekki gert þá kunnum við að standa frammi fyrir því að stór- iðja er ekki jafn áhugaverð og áður sökum þess hve litla atvinnu hún skapar. Það er allt eins gott að flytja orkuna út á ásættanlegu yfirverði eða skapa störf með ígildisviðskiptum vegna fjárfest- inga í orkuútflutningi," sagði Edgar Guðmundsson. Framleiðslu- störfum í stóriðju fer fækkandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.