Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jeltsín Rússlandsforseti flytur stefnuræðu sína á rússneska þinginu Boðar uppstokkun í hern- um og átelur y firstj órnina Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi yfirstjórn rússneska hersins fyrir slæma frammistöðu í stríðinu í Tsjetsjníju og boðaði uppstokkun í hernum í árlegri stefnuræðu sinni á þinginu í gær. Ræðan þótti hins vegar benda til þess að forsetinn hygðist hverfa frá róttækum efnahagsumbótum. Ræðan tók klukkustund og litið var á hana sem prófstein á það hvort hann héldi tökunum á stjórn landsins eftir tíu vikna bardaga í Tsjetsjníju. Ræðan þótti einkenn- ast af baráttuhug og forsetinn hét því að styrlq'a rúbluna og koma á stöðugleika í efnahag landsins. Lítt breytt utanríkisstefna Jeltsín boðaði ekki miklar breyt- ingar á utanríkisstefnunni. Hann fordæmdi áform um að veita fyrr- verandi kommúnistaríkjum í Mið- og Austur-Evrópu aðild að Atlants- hafsbandalaginu þegar fram líða stundir og sagði að leiðtogar Vest- urlanda yrðu að láta af grunsemd- um um að Rússar væru með „ískyggilegt ráðabrugg“. Jeltsín hét því að framfylgja utanríkisstefnu sem væri sjálfri sér samkvæm, skýr, sveigjanleg og raunsæisleg, með það að markmiði að koma á raunsæislegri samvinnu við öll ríki, þeirra á meðal Banda- Öryggi Serba verði tryggt Sarajevo. Reuter. SERBAR gáfu í gær í skyn að tryggja þyrfti öryggi serbneska minnihlutans í Króatíu og Bosníu áður en þeir gætu viðurkennt sjálf- stæði ríkjanna sem aftur yrði til þess að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, yrði af- létt. Fimmveldin svokölluðu hafa lagt þetta til. Stjóm Júgóslavíu hefur enn ekki svarað þessu tjlboði fimmveldanna en talsmaður hennar sagði í gær að hún hefði miklar áhyggjur af afdrif- um serbneska minnihlutans í ríkjun- um tveimur. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði að öll ríkin sem ynnu að því að koma á friði í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu, væru sammála um að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, vildi ná samkomu- lagi. Kozyrev er væntanlegur til Belgrad um helgina til viðræðna við Milosevic en Kozyrev átti í gær við- ræður við sáttasemjara í Bosníu. ríkin, Kína, Japan og ríki Vestur- Evrópu. Hernaðarmistök gagnrýnd Forsetinn gaf ekki til kynna að hann sæi eftir þeirri ákvörðun að grípa til hernaðaraðgerða í Tsjetsjníju. „Ríkinu er heimilt, og ber skylda til, að beita valdi til að veija fullveldi sitt og sjálfstæði og hindra upplausn,“ sagði hann. Jeltsín gagnrýndi þó yfirstjórn hersins harðar en áður. Hann sagði að ekki væri við hermennina að sakast en yfirstjómin hefði ekki reynst starfi sínu vaxin. „Mistök þeirra og afglöp eru kvalræðislegt áfall fyrir tilfinningar föðurlands- vina og rússneskra borgara.11 „Árið 1995 verðum við að gera ráðstafanir til að endurskipuleggja herinn og taka mið af raunveruleg- um vandamálum við að varðveita öryggi Rússlands og efna- hagslegt og lýðfræði- legt bolmagn lands- ins.“ Jeltsín sagði að efla bæri herinn og sam- hæfa betur starfsemi hinna ýmsu deilda hans. Hann kenndi engum sérstökum embættismanni um lé- lega frammistöðu hersins í Tsjetsjníju, þrátt fyrir vangaveltur um að Pavel Gratsjov vamarmálaráðherra kynni að verða vikið frá. Margir erlendir stjórnarerind- rekar og sérfræðingar í málefnum Rússlands hlýddu á ræðuna í þing- húsinu til að meta hvort Jeltsín væri enn fær um að stjóma víð- feðmasta ríki heims. Vangaveltur hafa verið um að hann hafi misst tökin á stjórn landsins og orðrómur hefur verið á kreiki um að hann eigi við alvarlegan drykkjuvanda að stríða. Vinsældir hans hafa aldr- ei verið jafn litlar. Jeltsín las ræðuna án teljandi vandræða og látbragðið var sköru- legt. Ræðan þótti miklu áhrifarík- ari en ávarp hans á fundi leiðtoga fyn-verandi sovétlýð- velda í vikunni sem Jeið, en þá skjögraði hann um og talaði óskýrt. Vernda ber fyrirtæki Þegar Jeltsín vék að efnahagsmálunum sagði hann að Rússar yrðu að skapa skilyrði fyrir auknar erlendar íjárfestingar og laga efnahag sinn betur að umheiminum. Forsetinn sagði þó að vemda bæri bænd- ur og fyrirtæki í Rúss- landi fyrir skæðri sam- keppni frá öðrum ríkjum og setja þyrfti lágmarkskröfur um útgjöld til heilbrigðis-, umhverfis- og fé- lagsmála. Jeltsín lagði fram 104 síðna stefnuskrá sína í innanríkis- og utanríkismálum fyrir þetta ár og hún þótti til marks um að farið yrði hægar í sakirnar í efnahags- umbótum. Skörulegar yfirlýsingar um nauðsyn þess að stemma stigu við verðbólgunni hafa vikið fyrir óskýrari ummælum um að þriðja tilraun stjórnarinnar til að hemja verðbólguna „verði að bera árang- ur“. Reuter BORÍS Jeltsín ávarpar þing Rússlands. Blóð úr Simpson a morðstaðnum Afall fyrir vörnina Los Angeles. Reuter. SAKSOKNARAR í málinu gegn bandarísku íþróttahetjunni O.J. Simpson skýrðu frá því í fyrradag, að blóð úr honum hefði fundist á garðhliði við hús eiginkonu hans fyrrverandi en hún var myrt ásamt vini sínum. Veijandi Simpsons hélt því hins vegar fram, að blóðið hefði ekki fundist fyrr en þremur vikum eftir morðin og gaf í skyn, að ekki væri allt með felldu um fundinn. Rockne Harmon saksóknari varpaði þessari sprengju eftir að kviðdómendur höfðu kynnt sér aðstæður á morðstað og sagði, að engin tímamörk væru varðandi blóðfund eða rannsóknir á blóðinu. Ófá dæmi væru um, að blóð hefði verið rannsakað 10 mánuðum eftir að það fannst. Þetta var annað áfallið, sem veijendurnir urðu fyrir á miðviku- dag, en áður höfðu þeir tilkynnt dómaranum, að helsta vitni varn- arinnar, sem var sagt geta veitt skjólstæðingi þeirra fjarvistar- sönnun, væri farið úr landi. 20 milljóna ára hauskúpa apa finnst VÍSINDAMENN sögðu í gær að hauskúpa apa, sem fundist hef- ur í Andes-fjölium í Chile, gefi vísbendingar um loftslagsbreyt- ingar fyrir 20 milljónum ára, eða á þeim tíma sem apinn er talinn hafa lifað. Hauskúpan fannst í hrauni og er með heil- legar augntóftir og efri tennur apans hafa varðveist allan þenn- antíma. Vísindamennirnir sögðu að svo virtist sem lofts- lagið í Suður-Ameríku hefði hitnað fyrir 20 milljónum ára, þannig að skógar og graslendi hefði færst ofar í fjöllunum. Rannsókn á kúpunni leiddi í ljós að apinn nærðist á ávöxtum eða laufum, eins og margir litlir hitabeltisapar. Skýrt er frá nið- urstöðunum í nýjasta hefti tíma- ritsins Nature. Á stærri myndinni heldur vís- indamaður á hauskúpu apans, sem mun hafa verið á stærð við beinagrindina sem einnig sést. Olíusmygl frá írak? BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times fullyrti í gær að stjórn Saddams Husseins í írak stundaði umfangsmikla sölu á olíu í trássi við viðskipta- þvinganir Sameinuðu þjóð- anna. Olían væri send með litl- um tankskipum frá Umm Qasr í suðurhluta landsins og um- skipað í stærri skip í Dubai. Einnig væri olíu smyglað með hundruðum tankbíla yfir tyrk- nesku landamærin. Fulltrúar íraka vísuðu þess- um fregnum á bug í gær, sögðu að ekkert nýtt væri í frásögn blaðsins og væri um eitthvert smygl að ræða þá væri það ekki með vitund stjórnvalda. Þeir gáfu í skyn að um áróður væri að ræða vegna þess að öryggisráð SÞ myndi á næst- unni ræða hvort aflétta ætti viðskiptabanninu en Bandarík- in vilja viðhalda banninu. Spilling í Lettlandi UM 20% íbúa í Lettlandi hafa haft einhver samskipti við spillta embættismenn og verið gert að greiða mútur til að fá afgreiðslu sinna mála. Kemur þetta fram í könnun, sem birt var í gær, en 13% neituðu að greiða en hinir létu tilleiðast. Rúm 60% sögðu auðvelt að múta embættismönnum og að- eins 20% töldu þá heiðarlega almennt. Oftast snerust mút- urnar um tilraunir fólks til að komast yfir ríkisíbúð eða fá sem fyrst góða læknismeðferð. Einkavæðing í Eþíópíu EINKAVÆÐINGIN er að hefj- ast í Eþíóþíu og verða hótel, gosdrykkjaverksmiðjur, veit- ingastaðir og stórverslanir með- al annars á sölulistanum. Verð- ur starfsmönnum gefínn kostur á að kaupa fýrirtækin eða vinna fyrir nýja eigendur. Vonast er til, að einkavæðingin hleypi fjöri í efnahagslífið en marxista- stjómin fyrrverandi þjóðnýtti hvert einasta fyrirtæki og skildi við ríkið gjaldþrota. Kröfur stúd- enta ræddar FULLTRÚAR Sameinuðu þjóð- anna eiga nú viðræður við Tal- eban-stúdentahreyfinguna í Afganistan en hún er orðin einn öflugasti herflokkurinn í land- inu. Hefur hún stökkt á flótta helsta andstæðingi stjórnarinn- ar í Kabúl, Gulbuddin Hek- matyar, og ógnar nú stjórninni einnig. Vill hún uppræta fylk- ingarnar, sem barist hafa um völdin í landinu, og koma á íslömsku rétttrúnaðarríki. Búist er við, að bráðabirgða- stjórn verði skipuð í Afganistan á næstunni. Ostrufjall í Frakklandi FRANSKIR skelfiskræktendur sitja nú uppi með 4.000 tonna ostrufjall og er ástæðan annars vegar minni sala erlendis og hins vegar mildur vetur. Hann hefur valdið því, að ostran hef- ur hlaupið í spik og er orðin of stór fyrir markaðinn. Vega sumar allt að hálfu kílói. Verð- ur líklega að farga þessum skelfiski öllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.