Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fimm sinnum fleiri félagslegar leiguíbúðir á Akureyri en í Kópavogi Skiptir miklu vegna útgjalda við fjárhagsaðstoð FELAGSMALASTOFNUN Akureyrar hefur helm- ingi fleiri leiguíbúðir til ráðstöfunar fyrir skjól- stæðinga sína en til umráða eru í Hafnarfirði og fimm sinnum fleiri en til ráðstöfunar eru fyrir skjólstæðinga Féiagsmálastofnunar Kópavogs. Flestar félagslegar leiguíbúðir á Akureyri Framboð á leiguíbúðum hefur afgerandi áhrif á samanburð sveitarfélaga á útgjöldum vegna fjár- hagsaðstoðar, en fram hefur komið að útgjöld Akureyrarbæjar vegna fjárhagsaðstoðar eru minni miðað við hvern íbúa samanborið við þrjú sveitarfé- lög syðra, Reykjavík, Kópavog og Hafnarfjörð. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Arnars Árnasonar og Braga Guðbrandssonar um Mrhags- aðstoð á Akureyri. Þegar tekið var mið af íbúafjölda bæjarfélag- anna kom í Ijós að Félagsmálastofnun Akureyrar hafði helmingi fleiri leiguíbúðir til ráðstöfunar fyrir skjólstæðinga sína en Hafnarfjörður eða 114 talsins á móti 65 í Hafnarfirði. Þá eru leiguíbúðirn- ar umtalsvert fleiri á Akureyri en í Kópavogi þar sem þær eru 26 talsins. Þetta segja skýrsluhöfundar vera veigamikla skýringu á þeim mun sem er á fjárhagsaðstoð þessara þriggja bæjarfélaga, þar sem umtalsverð- ur hluti aðstoðarinnar fer í að greiða niður húsa- leigu skjólstæðinga sem búa í leiguíbúðum á fijáls- um markaði. Algengt sé að húsaleigustyrkir geti numið 10-15 þúsund krónum á mánuði eða 120-160 þúsund á ári. Þannig þurfi ekki marga aðstoðarþega á húsaleigustyrk til að fjárhagsað- stoð hlaupi á milljónum. í skýrslunni er skoðað hlutfall félagslegra íbúða af heiidarfjölda íbúða í sveitarfélögunum og kom þá í ljós að það er hæst á Akureyri. í lok síðasta árs var hlutfall félagslegra íbúða af heild 13,5% á Akureyri, 12% í Hafnarfirði, 10,5% í Reykjavík og 9% í Kópavogi. Kvenna- skólaævin- Skólanefnd frestar áformum um einsetningu skóla norðan Glerár Varanlegt húsnæði byggt í stað bráðabirgðalausna Morgunblaðið GUNNLAUGUR Jóhannesson og Sigurgeir Sigurðsson smiðir hjá Hyrnu við byggingu leikskóla í Giljahverfi en skólanefnd hefur óskað eftir að fá hluta leikskólans til afnota fyrir yngstu bekki grunnskólans næstu tvö ár. týri sýnt FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frum- sýnir nýtt leikverk eftir Böðvar Guð- mundsson í lok febrúar. Leikstjóri er Helga Jónsdóttir. Ráðist var í að fá þennan góð- kunna höfund til liðs við leikhúsið til að skrifa verkið og minnast þann- ig merkilegs kafla í lífi ijölmargra kvenna og karla, kvennaskólaár- anna. Sögusviðið er hinn fornfrægi kvennaskóli að Laugalandi, þangað sem margar stúlkur sóttu sér nám og piltar kvonfang, sumir tíma- bundnar kærustur og þá oft í trássi við ríkjandi reglur um samskipti kynjanna. Fjörið er í fyrirrúmi og er verkið kryddað yfir 20 nýjum söngvum og talsverðu magni af fyndnum og furðulegum uppákomum. Andi lið- inna ára ríkir á sviðinu og geta margir notið þess að rifja upp gamla daga eða kynnast sokkabandsárum foreldra sinna. Á þriðja tug leikara taka þátt í uppfærslunni auk þess sem nær allir verkfærir menn í Eyjaijarðarsveit hafa verið „kvaddir til vopna“ í ein- hverri mynd. Búningar, smfðavinna, förðun og leikmunir, allt er í höndum félaga Freyvangsleikhússins sem vinna störf sín í sjálfboðavinnu. Kvennaskólakráin í tengslum við sýningamar verður svoköiluð Kvennaskólakrá sett á lag- gimar í gamla Laugalandsskólanum og verður hún opin eftir sýningar á föstudags- og laugardagskvöldum. Þannig gefst fólki kostur á að skoða staðinn þar sem grínið gerðist. Hópar geta pantað kvöldverð fyrir sýningar. Hreiðar Hreiðarsson veitingamaður í Vín sér um veitingareksturinn. Sýningar eru ráðgerðar um helgar og í miðri viku. Pantanir eru famar að streyma inn bæði á sýningar og í kvöldverð á Kvennaskóiakránni. RÁÐSTEFNA um málefni unglinga var haldin á Dalvík í síðustu viku. Það voru nemendur í 8. 9. og 10. bekk í Dalvíkurskóla, Húsabakka- skóla og Árskógarskóla sem skipu- lögðu ráðstefnuna. Dagskráin hófst kl. 18 með þrem- ur erindum unglinga. Fjallað var um viðhorfskönnun um kynjamun sem félagsmálafulltrúi Dalvíkur- bæjar gerði í 8., 9. og 10. bekk, en þar kom fram að nemendur telja stráka ekki vera metnaðargjarnari í framtíðaráformum en stelpur og bæði kynin eru á því að strákar hafi meira sjálfsöryggi en stelpur. Almenn umfjöllun var um ungl- inginn, en þar kom m.a. fram að SKÓLANEFND Akureyrar hefur samþykkt að stefna að því að ein- setja alla skóla norðan Glerár skóla- árið 1998-1999. Samþykktin ergerð í samræmi við þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar um rekstur og framkvæmdir fyrir tímabilið 1995- 1997. Áður hafði verið stefnt að því að einsetja umrædda grunnskóla næsta haust. Bæjarstjórn Akureyrar flallar um samþykkt skólanefndar á fundi sínum næsta þriðjudag. Stjórnunarálma við Glerárskóla Á þessu ári hefur skólanefd til ráðstöfunar 55 milljónir króna til nýframkvæmda og var samþykkt á fundi nefndarinnar á miðvikudag á veita 50 miiljónum króna til fram- kvæmda við svokallaða stjórnunar- álmu Glerárskóla. Þá var ákveðið að veita 1,1 millj- ón króna vegna búnaðar og lagfær- inga á aðkomu að leikfimihúsi Odd- eyrarskóla. Skólanefnd hefur óskað eftir að framkvæmdanefnd bæjarins heíji sem fyrst undirbúning framkvæmda við stjómunarálmu Glerárskóla og að byggingadeild verði falið að hefja undirbúning framkvæmda við Odd- eyrarskóla. Giljaskóli á næsta ári Einnig hefur skólanefnd sam- þykkt að óska eftir afnotum af ann- arri álmu nýs leikskóla, Kiðagils, sem nú er í byggingu í Giljahverfi næstu tvö skólaár, eða frá hausti 1995 til vors 1997. Með fyrirhuguðum framkvæmd- um fást 6-8 viðbótarkennslustofur í Glerárskóla og 3 stofur næstu tvö ár í leikskólanum í Giljahverfi. Áætlað er að hefja byggingu ný orðið unglingur er ekki til í íslensku alfræðiorðabókinni en þar má hins vegar finna orð eins og unglinga- afbrot og Unglingaheimili ríkisins. Fáir reykja Æskulýðsfulltrúi talaði um úti- vist og tómstundir en sóknarprest- urinn um samband foreldra og ungl- inga. Þá var komið inn á kynlíf og kynsjúkdóma og lögreglan flutti erindi um vímuefni. I fyrrnefndri könnun kom fram að um 50% hafa smakkað áfengi en á landsvísu er hlutfallið 80%. Þá er einnig athygl- isvert að aðeins 3 nemendur af 34 reykja í 10. bekk. skóla í Giljahverfi árið 1996 og sam- kvæmt áætlun um rekstur og fram- kvæmdir næstu þriggja ára verður 25 milljónum króna varið til verksins það ár. Varanlegt húsnæði í stað bráðabirgðalausna Næsta ár þar á eftir, 1997 hefur skólanefnd 88 milljónir króna til ráðstöfunar og var samþykkt á fundi nefndarinnar að veija 70 milljónum af upphæðinni til áframhaldandi byggingar Giljaskóla og til hönnunar og byijunarframkvæmda við nýja álmu í Síðusjcóla á að nota 18 millj- ónir króna. Árið 1998 er síðan áætl- að að ljúka byggingu álmunnar í Síðuskóla og er talið að til þess þurfi Morgunblaðið/Rúnar Þór 54 milljónir króna það ár. Ingólfur Ármannsson skólafulltrúi Akureyrarbæjar sagði að skólanefnd hefði með þessum samþykktun frest- að fyrri ákvörðun um að einsetja skólana næsta haust. Það hefði haft í för með sér bráðabirgðalausnir þar sem húsnæði skortir við skólana. Þess í stað yrði áhersla lögð á varan- legar byggingar við þá og dreifðust framkvæmdir því yfir lengra tímabil eða til næstu fjögurra ára. Við ákvörðun skólanefndar voru m.a. hafðar til hliðsjónar niðurstöður könnunar meðal foreldra, kennara og starfsfólks skólanna og eins hafa sjónarmið í þessa veru komið fram á fundum með þessum aðilum að undanförnu. Erfitt val MARGIR hafa gert gert góð kaup á bókamarkaði sem nú stendur yfir í húsnæði Rúmfatalagersins. Það er bókaútgáfan Iðunn í sam- vinnu við bókabúðina Möppudýr- ið sem standa að markaðnum. Þetta er einn stærsti bókamark- aður sem haldinn hefur verið norðan heiða og kennir þar margra grasa, barnabækur, spennusögur, ævisögur, fagur- bókmenntir og margt fleira má þar finna. Grúskarar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi því innan um splunkunýjar bæk- ur eru margt fágætra bóka. Bókamarkaðurinn er opin frá kl. 10-18.30 virka daga og frá 10-21.00 um helgar og stendur hann til 26. febrúar. Ráðstefna um ung- linga í Dalvíkurskóla Breyting- ar á skóla- skipan ALLIR nýnemar úr Holta- hverfí munu sækja Glerárskóla á næsta skólaári, en hafa síð- ustu ár sótt Oddeyrarskóla. Þá munu nemendur í 1. og 2. bekk í Giljahverfi sækja nýjan skóla í hverfinu og síðan áfram allir nemendur í þeim áföngum sem þar verður kennt. Nemendur úr Gilja- hverfi hafa stundað sitt nám í Glerárskóla. Þá er einnig gert ráð fyrir þeirri breytingu á skólaskipan næsta skólaár að nemendur í tveimur yngstu bekkjunum sem eiga heima í Vestursíðu munu sækja nýjan skóla í Giljahverfi fram til vorsins 1998. Skólanefnd samþykkti þess- ar breytingar á skólaskipan á fundi sínum á miðvikudag og verður fjallað um þær á fundi bæjarstjórnar eftir helgi. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við ákvörðun nefnd- arinnar að stefna að einsetn- ingu skóla norðan Glerár haustið 1998 og nauðsynleg- um byggingaframkvæmdum við skólana fram að þeim tíma. Fyrirlestur um gervi- greind ATLI Harðarson flytur opin- beran fýrirlestur á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri á morgun, laugar- daginn 18. febrúar kl. 14.00 í stofu 24. Fyrirlesturinn fjallar um gervigreindarfræði og þá kenningu Alans Turing að hægt sé að gæða tölvur hugs- un og viti eins og menn hafa. Atli ræðir ýmis rök sem komið hafa fram gegn kenningu Tur- ing og sýnir fram á að enginn þeirra dugi til að hrekja hana. Hugmyndir Turings og eft- irmanna hans um gervigreind hafa haft mikil áhrif bæði inn- an sálfræði og heimspeki. Það er orðið nær sjálfsagt að líkja ýmsu í hugarstarfi manna við keyrslu forits og gáfumönnum af uppvaxandi kynslóð er orðið tamt að nota líkingamál úr heimi tölva þegar þeir fjalla um mannlífið. Atli er með meistarapróf í heimspeki frá Brown Univers- ity og kennir heimspeki og tölvufræði við Fjölbrautar- skóla Vesturlands. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tíma- rit um heimspeki, tölvur, skólamál og hugmyndasögu. Undirleik- arinn í Borg-arbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Ak- ureyrar sýnir kvikmyndina Undirleikarann í Borgarbíói næstkomandi mánudag og þriðjudag kl. 18.30. Myndin byggir á frægri og áhrifamikilli skáldsögu eftir Ninu Berberova og hefur vak- ið verðskuldaða athygli víða um lönd. Hún gerist veturinn 1942-’43 og segir frá sérstöku sambandi frægrar óperusöng- konu og uppburðarlítillar stúlku sem ræðst til hennar sem undirleikari. Sagan hefst í París undir þýsku hernámi þar sem undirleikarinn sogast inn í ástir og afbrýði, pólitík og stríðsátök. Spennan magn- ast við flótta til Englands og stefnir í mikið uppgjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.