Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 2

Morgunblaðið - 18.02.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Teknir með 12,5 millj. virði af fíkniefnum FÍKNIEFNALÖGREGLAN hefur lagt hald á 4 kg af hassi, 500 grömm af amfetamíni og 50 grömm af kókaíni sem fundust í fórum þriggja 22 ára gamalla manna sem handtekn- ir voru á mfðvikudag. Söluverðmæti efnanna gæti numið allt að 12,5 milljónum króna á götunni hér á landi. Tveir mannanna voru handteknir í húsi í Garðabæ og sá þriðji í Hafnarfirði eftir að lögreglan hafði elt þá frá því að þeir vitjuðu fíkniefnanna í vöruskemmu í Hafnarfírði en þangað voru efnin flutt í vörusendingu, sem kom til landsins með flutningaskipi frá Evr- ópu. Upphaflega var það hasshundur Tollgæslu íslands sem fann efnin í vöruskemmunni og lét tollgæslan fíkniefnalögregluna vita af málinu og fylgdist lögreglan með skemmunni og beið þess að efnin yrðu sótt. Eltir þegar þeir sóttu efnin Þegar mennirnir vitjuðu efnanna var þeim fylgt eftir og handteknir og lagt hald á efnin eftir að þau voru komin á endastöð. Mennirnir voru í gær allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 14 daga vegna rannsóknar málsins. Rannsóknin er á frumstigi samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins en grunur leikur á að mál þetta kunni að vinda upp á sig og verða umfangsmeira áður en öll kurl koma til grafar. Meðal annars er verið að kanna hvernig mennirnir stóðu að dreifingu efnanna og fjár- mögnun en aðeins einn þeirra hefur áður kom- ið við sögu fíkniefnamála. Samkvæmt upp'lýsingum Morgunblaðsins er gangverð af grammi á hassi á götunni nú um 2.000 krónur og samkvæmt því gæti söluverð- mæti 4 kg af hassi numið 8 milíjónum króna. Gramm af amfetamíni er sagt selt fyrir 4-7.000 krónur eftir gæðum efnisins og er söluandvirði 500 gramma af efninu því 2-3,5 milljónir króna. Gramm af kókaíni getur selst á 12-20 þúsund krónur hér á landi og er því verðmæti 50 gramma af því efni 600 þúsund krónur til 1 milljón, eftir því um hve hreint ' efni er að ræða. Saintals gæti því söluandvirði þeirra fíkni- efna sem mennirnir höfðu í fórum sínum við handtöku numið allt að 12,5 milljónum króna. ÁHRIF VERKFALLS „FLÓABANDALAGSINS“ Ef til boðaðs verkfalls félaga í svonefndu Flóbandalagi kemur, verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Hlífar {Hafnarfirði, yrðu áhrifin mjög víðtæk: Bensín- og olíuafgreiðsla stöðvast og einnig flutn- ingar með bensín og olíu Ekki afgreitt bensín til flugvalla og flugvélar ekki fermdar né affermdar á Reykjavíkurflugvelli Verkamenn hjá nki og Reykjavíkurborg a og viðkomandi bæjarfélögunum leggja • niðurvinnu. Þará meðal verkamenn hjá rafmagnsveitum, hitaveitu og vatnsveitu, Byggingaverkamenn ieggja niður vinnu og verkamenn í fiskvinnslu einnig. Vinna í Mjólkursamsölunni í Reykjavík stöðvast. Engin mjólkurdreifing Stefnt að sameiningu fjárfestingarlánasjóða Sjóðunum breyttí tvö hluta- félög RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær stefnumótun um framtíðarskipan íjárfestingarlánasjóða atvinnuveg- anna. Fiskveiðasjóði annars vegar og Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði hins vegar verður breytt í tvö hluta- félög. Settur verður á fót nýsköpun- arsjóður, sem fjármagna á verkefni í öllum atvinnugreinum. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra, á samtímis stofnun hlutafélaganna að stofna nefnd fulj- trúa ríkis og atvinnuveganna. Nefnd- in á að undirbúa samruna sjóðanna tveggja, eða gera tillögur um fram- tíðarskipan fjárfestingarlánasjóða. Stefnt verður að því að framtíðar- skipan verði komin á í ársbyijun 1998. „Það er lögð áherzla á samein- ingu, en þó haldið opnu að einhver önnur skipan verði ákveðin." Sinni nýsköpun Nýsköpunarsjóðurinn á að taka til starfa um leið og hlutafélögin tvö. Tekjur hans eiga að hluta til að koma af þeim arði, sem verður til í hlutafé- lögunum. Jafnframt verður tryggt framlag af eigin fé Iðnþróunarsjóðs. Samningur um Iðnþróunarsjóð fellur úr gildi í marz og er stefnt að þvl að breyta lögum um hann, þann- ig að hann geti starfað til 1. júlí 1996 og sinni á því tímabili nýsköp- unarverkefnum í auknum mæli. Að sögn Ólafs er í stefnumótun ríkisstjómar tekið fram að fulltrúar atvinnulífs hafi haft áhrif á stefnu og starfsemi fjárfestingarlánasjóð- anna með setu í stjómum og nýskip- an verði einungis hrint í framkvæmd í samráði við þá. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að upptaka kerfís tilvísana á sérfræðilæknisþjónustu sé innan ramma ályktana síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins, þar sem sýnt hafí verið fram á að með henni megi spara í ríkisrekstrinum. í landsfundarályktun Sjálfstæðis- flokksins 1993 segir: „Hafnað er hugmyndum um að endurvekja tilvis- unarkerfi vegna sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa, enda hefur ekki verið sýnt fram á að slíkt kerfí leiði til lækkunar á útgjöldum vegna heilbrigðismála." „Tilvísanakerfmu var hafnað á þeim forsendum að það leiddi ekki til sparnaðar," sagði Davíð við Morg- unblaðið. „Forsendan fyrir því að STJÓRNJR og trúnaðarmanna- ráð verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur samþykktu í gær að boða til verkfalls frá þriðju- deginum 28. febrúar hafi samn- ingar þá ekki tekist. Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði fjallaði einnig um verkfallsboð- un í gærkvöldi. Ekki verkfall í Leifsstöð Dagsbrún boðar allsherjar- verkfall sem tekur til allra við- semjenda en í verkfallsboðun Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur eru Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Keflavíkurflug- völlur undanskilin verkfalls- boðun. Krislján Gunnarsson, for- maður félagsins, segir ástæð- una þá að auk félaga í VSFK starfi á Keflavíkurflugvelli fé- lagar í þremur öðrum verka- fallizt var á sjónarmið Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra á sínum tíma var að hann telur að þetta spari um 100 millj. kr., en landsfundur hafnaði tilvísanakerfi ef það sparaði ekki neitt. Ég tel því að við séum innan þess ramma.“ Heilbrigðisnefnd Sjálfstæðis- flokksins hefur sagt tilvísanakerfíð ganga gegn stefnu flokksins. For- sætisráðherra segir þetta skiljanlegt, en tilvísanakerfi geti, ef það heppn- Verkfall hefði víð- tæk áhrif lýðfélögum á svæðinu, það er að segja verkalýðsfélaga í Garðinum, Grindavík og Sand- gerði. Það hafi ekkert upp á sig að einungis hluti verka- manna leggi niður vinnu. Félagssvæði þessara félaga nær frá Botnsá í Hvalfirði og tekur til alls höfuðborgarsvæð- isins og Suðurnesja, ef Grinda- vík, Sandgerði og Garðurinn eru undaskilin. Verkfall myndi hafa mikil áhrif. Allur inn- og útflutning- ur um hafnir í Reykjavík, Hafn- arfirði og Keflavík mun stöðv- ast, ieitt til skilvirkari heilbrigðis- þjónustu. „Ég man af gamalli reynslu að gamla tilvísanakerfíð var komið í ógöngur og ég held að menn ætli að reyna að varast þau slys. Heil- brigðisráðherra hefur tekið mið af athugasemdum, sem fram hafa kom- ið, og mildað tillögur sínar verulega. Hann hefur jafnframt gefíð til kynna að þær séu til endurskoðunar fallnar og hann sé opinn fyrir viðræðum um ast. Bensín- og olíuafgreiðsla og flutningar með bensín og olíu, þar á meðal til Keflavíkur- flugvallar, stöðvast. Mjólk ekki pakkað Vinna í Mjólkursamsölunni í Reykjavík stöðvast og því verð- ur mjólkurvörum hvorki pakk- að né dreift í búðir. Verkamenn hjá ríki og Reykjavíkurborg og viðkomandi bæjarfélögum leggja niður vinnu, þ.ar á með- al hjá rafmagnsveitum, hita- veitu og vatnsveitu. Bygginga- verkamenn ieggja einnig niður vinnu og verkamenn í fisk- vinnslu. Verkfall mun ekki ná til starfsemi ríkisverksmiðjanna eða álversins í Straumsvík eftir því sem næst verður komist, þar sem að kjarasamningum þar standa mörg stéttarfélög, auk þeirra félaga sem boðað hafa átök. breytingar allt fram undir 1. maí þegar reglugerðin á að taka gildi.“ Davíð sagði rétt að heilmikil and- staða væri við tilvísanakerfíð innan Sjálfstæðisflokksins. „En í þessari spamaðarviðleitni voru 100 milljónir tengdar þessari aðgerð. Innan Sjálfstæðisflokksins eru líka margir, sem telja að þessi tilhögun sé í samræmi við það, sem annars staðar gerist, og í samræmi við skilvirkt heilbrigðiskerfi, þ.e. að menn fái grunnþjónustu þar sem hún er ódýrari og líka leiðbeiningar fag- manna um það hvar sérfræðiþjón- ustu sé að finna. Það er ekki víst að hver maður sé fær um að álykta um það sjálfur. Ég myndi sjálfur fara fyrst til míns heimilislæicnis,“ sagði forsætisráðherra. Ránin bæði upplýst SJOPPURÁNIN tvö sem framin voru í Kópavogi og Breiðholti í vikunni eru bæði upplýst. 18 ára piltur var í gær úrskurðaður í 14 daga gæslu- varðhald vegna rannsóknar á ráninu í Breiðholti. Játning liggur fyrir, að sögn lögreglu. Piltamir tveir sem þar ógn- uðu 16 og 17 ára unglingum með hnífí á miðvikudag og komust undan með um 60 þús. kr. í peningum voru hand- teknir, annar í gær og hinn í fyrradag. Þeir em báðir 18 ára. Annar var úrskurðaður í 14 daga varðhald vegna rann- sóknarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Pilturinn sem komst undan með 10-15 þúsund krónur úr ráni í Kópavogi á þriðjudags- kvöld var handtekinn í fyrra- dag og telst það mál einnig upplýst. Starfsfólk þess sölu- tums handtók félaga hans á staðnum. Lægra trygg- ingagjald á kvikmyndir KVIKMYNDAIÐNAÐUR fer í lægra þrep tryggingagjalds, samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jafnframt verður gjaldhlutfall í lægra þrepi hækkað um 0,05%. Nefndin leggur til að gisti- þjónusta falli undir lægra þrep, en skattstjórar "hafa metið það svo að með hótel- gistingu, sem nú er í lægra þrepi, sé aðeins átt við gistingu á hótelum en ekki bændagist- ingu, gistingu í orlofshúsum eða á tjaldstæðum. Efra þrep tryggingagjalds er nú 6,35% en lægra þrepið 3%. Við það að kvikmyndaiðn- aður fari í lægra þrepið verður ríkissjóður af 20-25 milljónum króna á ári og víkkun á skil- greiningu á gistiþjónustu kost- ar ríkissjóð 10-15 milljónir á ári. Hækkun lægra þrepsins í 3,05% á að skila um 35 milljón- um króna árlega og því á af- koma ríkissjóðs ekki að breyt- ast. Handtekinn eftir innbrot MAÐUR var handtekinn 1 fyrrinótt í Austurstræti 6 þar sem hann hafði brotist inn. I húsnæðinu er verið að inn- rétta veitingastað en starfsemi hefur ekki verið hafin. Maður- inn komst inn um glugga Vall- arstrætismegin og inn í geymslu í kjallara þar sem hann fannst á bak við hurð. Hald var lagt á fjóra sígar- ettupakka, fjóra kveikjara, sundgleraugu, penna, rak- spíraglös, reiknivél, skæri, og fleira sem maðurinn var með í plastpoka innan klæða. Þegar kynna átti manninum réttarfarsákvæði sagðist hann ekki þurfa slíkar upplýsingar, hann vissi vel hver staða hans væri í þessu máli, enda hefur hann oft komið við sögu sams konar mála hjá lögreglu. Hann var færður í fangageymslu. Davíð Oddsson forsætisráðherra um samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokks Tilvísanakerfi innan rammans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.