Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 10

Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ HJÚKRUNARHEIMILI í MJODD ASTÆÐUR þess að núver- andi meirihluti borgar- stjómar slítur samstarfi við stjóm hjúkmnarheim- ilisins Eirar um byggingu nýs hjúkr- unarheimilis við Arskóga í Suður- Mjódd og tekur upp samstarf við Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands eru bæði fjárhagslegar og hug- myndafræðilegar, að sögn Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Nýja stefnan er að byggja minni stofnanir og taka þær fyrr í notkun ásamt því að draga úr framlagi borg- arinnar. Sjálfstæðismenn í minni- hluta borgarstjórnar gagnrýna vinnubrögð borgarstjóra harðlega, segja hana vera að svíkja samkomu- lag við Eir. Forráðamenn Eirar segj- ast hafa unnið að málinu í samvinnu við borgina og telja sig hafa munn- legan samning um verkefnið. Þeim líst síður á áform borgarstjóra um minna og sjálfstætt heimili, telja sín- ar hugmyndir betri. Komið hefur til tals hjá stjómarmönnum í Eir að heíja framkvæmdir í Mjódd þó borg- in hætti þátttöku og hafa þeir leitað hófanna hjá nágrannasveitarfélög- unum. Reykjavíkurborg hefur á undan- fömum ámm verið í samstarfí við ýmis verkalýðsfélög og félagasamtök um uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða, fýrst um byggingu Skjóls við Kleppsveg og síðan Eirar í Grafarvogi. Að hluta til standa sömu aðilar að þessum heimilum og þau hafa verið rekin í náinni sam- vinnu þó sitt hvort félagið standi að þeim. Borgin hefur lagt fram 40% byggingarkostnaðar á móti sömu fjárhæð Framkvæmdasjóðs aldraðra. Ymsir aðrir aðilar hafa greitt 20%. Við byggingu Eirar lögðu Verslunar- mannafélag Reykjavíkur og Seltjam- ameskaupstaður fram stærsta fram- lagið af 20% hlutanum en einnig reiddu Félag blindra og blindravina, Félag aðstandenda alzheimersjúkl- inga, Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði og sjálfseignar- stofnunin Skjói fram hluta af kostn- aði. Reksturinn er greiddur með framlögum á fjárlögum ríkisins. Undirbúningur staðið frá 1991 Páll Gíslason, fyrrverandi formað- ur byggingamefndar aldraðra í Reykjavík, sem jafnframt er fulltrúi borgarinnar í stjóm Eirar og stjórn- ararformaður, segir að brýn þörf sé á fjölgun hjúkmnarheimila fyrir aldr- aða í borginni. Á annað hundrað manns sé á biðlista og 20 bætist við á hveiju ári. Séra Sigurður H. Guðmundsson, forstjóri Skjóls og Eirar, segir að í byijun árs 1991, þegar framkvæmd- ir við Eir stóðu yfír, hafí farið fram viðræður milli borgaryfirvalda og stjómar Eirar um hvað ætti að taka við þegar Eir yrði lokið. í framhaldi af því hafí borgin úthlutað Eir lóð fyrir hjúkmnarheimili í Suður-Mjódd. Undirbúningur fyrir bygginguna hafí síðan verið í höndum Eirar en borgin greitt útlagðan kostnað í gegn um embætti borgarverkfræðings. Rætt hafi verið um að kostnaður borgar- innar yrði hluti af væntanlegu fram- lagi hennar. Sigurður segir að unnið hafi verið að hönnun heimilisins og sú vinna sé komin vel áleiðis. Fram- kvæmdir hefðu þess vegna getað hafíst í vor og að því verið stefnt þar til fréttist af viðhorfsbreytingu hjá borgaryfirvöldum. Að sögn Sigurðar var gert ráð fyrir því að borgin greiddi 40% kostn- aðar eða 350 milljónir kr. af þeim 880 sem bygging- in átti að kosta, Fram- kvæmdasjóður aldraðra 40% og Verslunarmanna- félag Reykjavíkur, Ör- yrkjabandalagið, Sam- " band íslenskra berklasjúklinga, Verkakvennafélagið Framsókn og Starfsmannafélagið Sókn legðu sam- eiginlega fram 20%. Fjögur síðast- nefndu samtökin vom ekki þátttak- endur í Eir í Grafarvogi en gengu í samtökin í sumar í þeim tilgangi að taka þátt í nýju uppbyggingunni. „Menn treystu orðum“ Sigurður segist líta svo á að gerð- ur hafí verið munnlegur samningur við borgaryfirvöld um byggingu hjúkrunarheimilisins og unnið hafi verið að undirbúningi í náinni sam- Morgunblaðið/Ámi Sæberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Þór Magnússon, formaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, takast í hendur að lokinni undirritun viljayfirlýsingar um byggingu í Suður-Mjódd. Hver á að byggja og hvað stórt? Forráðamenn Eirar segja borgaryfirvöld bijóta munnlega samninga með því að slíta samstarfí við sjálfseignarstofnunina um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Suður-Mjódd. Borgarstjóri segir fram- kvæmdina of stóran bita fyrir borgina og telur heppilegra að byggja minni hjúkrunar- heimili en Eir hefur staðið að. Helgi Bjarna- son kynnti sér viðhorf deiluaðila. „Hagræði að hafa öll helm- ilin undir sama hatti“ vinnu við byggingamefnd aldraðra á sama hátt og við Eir í Grafarvogi. Ætlunin hafi verið að ganga form- lega frá samningi þegar málið væri komið lengra, eins og við fyrri bygg- inguna. Menn hefðu treyst orðum. Hann segir að stjóm Eirar hafí ekki verið látin vita um breytingar á áformum en heyrt það úti í bæ þeg- ar leið á árið. Eins og staðan er orð- in segist hann harma að ekki hafí verið gengið frá skriflegum samningi og segist mikið vilja gefa fyrir að það hefði verið gert. Páll Gíslason segir að vissulega hafí verið eftir að ganga endanlega frá samningum en það hafí dregist vegna þess að menn hefðu verið að leita nýrra aðila til að taka þátt í uppbyggingunni og ekki hefði tekist að ganga frá þeim enda fyrr en í -------- sumar. Hann segist sjá það nú að þó málið hafí virst traust, sérstaklega með tilliti til þess að Eir hafí fengið lóðina, að rétt hefði verið að treysta ——— grundvöll samstarfsins betur með því að gera um það form- legan samning. Páll bendir á að við fjárhagsáætlun fyrir árið 1994 hafí borgarstjóm samþykkt að fara út í þetta verk- efni. Umrædd samþykkt er svohljóð- andi: „Borgarstjóm Reykjavíkur samþykkir að byggja í samvinnu við ýmis samtök hjúkrunarheimili fyrir aldraða, staðsett í Suður-Mjódd. Þar verði veitt fullkomin þjónusta fyrir sjúk gamalmenni, sem ekki er lengur hægt að veita fullnægjandi aðstoð heima. Leitað verði samstarfs við aðila sem vilja vinna að þessu máli á svipuðum grunni og haft var við byggingu og rekstur hjúkrunarheim- ilanna Skjóls og Eirar.“ Sjálfseignarstofnunin Eir ætlaði að byggja Eir í Mjódd og auk þess voru uppi áform um að sameina félagið sem byggði Skjól. Telur Sigurður að mikið hagræði felist í því að hafa nýja heimilið undir sama hatti. Nefn- ir hann sameiginlegar bakvaktir lækna, bókhald og innkaup, auk þess sem ætlunin hafi verið að nýta eldhús- ið í Eir í Grafarvogi fyrir nýja heimilið. „Of stór biti“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að ýmsar ástæður hafí valdið því að núverandi borgarstjórn- armeirihluti hafi breytt um. Áform hefðu verið um ansi stórt heimili og kostnaðarhluti borgarinnar væri of stór biti. „Fjárhagsstaða borgarinnar er með þeim hætti að okkur fannst ástæða til að skoða hvort við gætum ekki minnkað heimilið og með því móti slegið tvær flugur í einu höggi: Lækkað kostnaðarhlut borgarinnar og komið heimilinu fyrr í notkun.“ Borgarstjóri segir að við val á samstarfsaðilum hafi bæði verið hugsað um að þeir hefðu peninga og svipaðar hugmyndir um öldrun- arþjónustu. Leitað hafí verið til Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís- lands þar sem þetta tvennt hafi farið saman. Borgin og Reykjavíkurdeildin und- irrituðu í gær viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis í Mjódd með allt að 80 rýmum sem kosta á 480 milljónir. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta framkvæmdum í tvo áfanga þar sem í þeim fyrri yrðu um 50 rými og þau tekin í notk- un eftir tvö ár. Reykjavíkurborg mun greiða 30% kostnaðar eða 190 milij- ónir og RKÍ 18,75% eða 90 milljónir kr. Öðrum hefur verið boðin þátttaka með 11,25% hluta. Þór Halldórsson, formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ og yfirlækn- ir Óldrunarlækningadeildar Landsp- ítalans, segir að Reykjavíkurdeildin hafí lengi unnið að öldrunarmálum, reki dagvistun og stoðbýli fyrir heila- bilað fólk og dagvistun fyrir aldraða. Því hafí verið tekið vel í ósk borgar- innar um frekara samstarf. Endanleg ákvörðun yrði þó ekki tekin fyrr en á aðalfundi í apríl. Þór telur að það tæplega 130 sjúklinga heimili sem Eir ætlaði að byggja sé of stór stofnun. „Við viljum frékar sjá smærri heimili dreifð um borgina. Það er í samræmi við þróun- ina í nágrannalöndunum," segir Þór. „Hagræði af samrekstri“ Páll Gíslason segir aðalatriðið að byggja yfír gamla fólkið, ekki hver geri það, og segist vonast til að málið tefjist sem minnst. Hann telur þó að nýju valdhafarnir séu ekki nógu stórtækir. Stjóm Eirar lagði nýlega til við borgina að áfram yrði haldið með fyrri hugmyndir en fleiri fengnir til samstarfs þannig að hlut- ur borgarinnar gæti lækkað í 25%. Sigurður H. Guðmundsson telur að Eir hafí verið að gera góða hluti í þessu máli. Það sé nú í biðstöðu en hann vonast til að það leysist farsæl- lega. Deilur bitni einungis á gömlu sjúku fóiki. Ingibjörg Sólrún telur rétt að hafa nýja heimilið sjálfstætt. „Skjól og Eir er orðin nokkuð stór stofnun, með um 220 rúm undir. Þá fínnst mér rétt að fá aðra valkosti í öldrunarþjón- ustu og Rauði krossinn — fær tækifæri til að setja sitt svipmót á nýja heimilið," segir hún. Varðandi hagræðingu af sam- rekstri með Skjóli og Eir í Grafar- vogi segir borgarstjóri að hægt sé að ná hagræðingu með ýmsu móti. Ekki sé gert ráð fyrir framleiðslueld- húsi í Mjódd og mögulegt verði að bjóða matinn út eða kaupa hann af Eir eða framleiðslueldhúsi sem borg- in verði með við Skúlagötu. Þá eigi borgin þjónustumiðstöðina í Mjódd sem húsið verður byggt við og þar skapist ýmsir möguleikar til hagræð- ingar með samnýtingu húsnæðis. „Samningar brotnir“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýnir vinnubrögð borgarstjóra harka- lega og á fundi félagsmálaráðs fyrir skömmu lét hann færa mótmæli sín til bókar. Vilhjálmur segir að for- ráðamenn Eirar hafí unnið að þessu verkefni undanfarin ár í einlægu samstarfí við borgina enda einhugur ríkt meðal fulltrúa bæði meirihluta og minnihluta um málið. Nú frétti þessir menn á skotspónum af öðrum áformum. Segir hann að borgarstjóri virðist ætla að brjóta munnlegan samning sem gerður hafi verið um málið. Þá hafí félagsmálaráði, sem tekið hafí við verkefnum byggingar- nefndar aldraðra, verið algerlega haldið utan við málið. „Við viljum halda áfram samstarfí við Eir sem borgarfulltrúar allra flokka stóðu að og mótmælum óheil- indum i verklagi borgarstjóra sem er að læðupokast með þetta mál. Hún hefur ekki gert hreint fyrir sín- um dyrum,“ segir Vilhjálmur. Ingibjörg Sólrún neitar því að borgin sé að bijóta samninga, Það sé hins vegar ámælisvert af hálfu fyrrverandi borgaryfirvalda að fara út í þetta samstarf og greiða 18 milljónir fyrir hönnun án þess að ganga frá samningi eða samþykkt í borgarstjóm. Telur hún að samþykkt borgarstjómar frá febrúar í fyrra, sem birt er fyrr í þessari grein, sýni að borgarstjórn hafí þá ekki verið búin að gera það upp við sig hvort Eir ætti að hafa forystu um málið. Hún viðurkennir að viss stefnumörk- un hafi falist í því að úthluta Eir byggingarrétti en bendir á að hægt sé að úthluta lóðum án þess að lofa þar með þátttöku í framkvæmdum. Lóðarúthlutun afturkölluð? Borgarstjóri svarar því ekki beint þegar spurt er hvort lóðin verði tek- in af Eir, segir að leitað verði eftir samkomulagi um það. Ljóst sé að ekki verði byggt upp þama nema með samkomulagi við borgaryfirvöld, t.d. sé þjónustumiðstöðin í eigu borg- arinnar. Þá segist hún líta svo á að hönnunarvinnan sé eign borgarinnar sem hafi greitt kostnaðinn. „Eðlilegt er að nýr meirihluti borgarstjómar marki stefnuna í öldrunarmálum og ég skil ekki að samtök eins og Eir, sem borgin er aðili að, vilji standa í vegi þess að aðrir fái að spreyta sig,“ segir Ingibjörg. Séra Sigurður og Páll Gíslason segjast engu geta svarað um afstöðu stjómar sjálfseignarstofnunarinnar til væntanlegrar beiðni borgarinnar um að hún afsali sér byggingarréttinum. Rætt við Kópavog og Garðabæ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur sú hugmynd verið rædd meðal Eirarbænda að halda áformum sínum til streitu, þrátt fyr- ir að Reykjavíkurborg hætti sam- starfí við þá. Leitað hefur verið til bæjaryfírvalda í Kópavogi og Garðabæ í þessu sambandi. Ingi- mundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, staðfestir að málið hafí verið rætt óformlega við sig oftar en einu sinni. Sér hafi skilist að það yrði með Reykjavík og Kópavogi. Segir hann að bæjarstjórnin eigi óaf- greidda umsókn um byggingu hjúkr- unarheimilis í bænum en það breyti því ekki að bæjarstjómarmenn séu alltaf tilbúnir að ræða góðar hug- myndir. Telur hann það litlu breyta ---------- þó Reykjavík verði ekki með, nægilegt sé að Eirar- menn standi þar á bak við. Umsókn Eirar um fram- lag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til framkvæmda í Mjódd barst heilbrigðis- ráðuneytinu í lok nóvember eða byij- un desember 1993. Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldrunarmála, segir að hún sé óafgreidd. Borgaryfírvöld hafi látið vita um nýjar hugmyndir og ekki yrði tekin afstaða til málsins fyrr en málin hefðu verið gerð upp innan borgarinnar. Má skilja á Hrafni að afstaða sveitarfélagsins ráði nokkru um afgreiðslu sjóðsstjórnar, það beri ábyrgð á öldrunarþjónustu auk þess sem hann bendir á að Reykjavíkurborg hafi ætlað að eiga stóran hlut að því verkefni sem sótt var um framlag fyrir. „Viljum frekar smærrl heim- III dreif A um borgina“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.