Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
BENEDIKT Torfason selur öll brauð á hundrað kall.
Yfir helgi er hann með 10-12 mismunandi brauðteg-
undir. Brauðið er nýbakað í Húsinu á sléttunni í Hvera-
gerði og um síðustu helgi bauð hann upp á nokkrar
rúgbrauðstegundir, kúmenbrauð, kanilbrauð, álfa-
brauð og brauð með lambahakki og kryddi, svo eitt-
hvað sé tint til.
HÖSKULDUR Sæmundsson selur Eyrartúns kartöflur
fyrir tengdaföður sinn sem er bóndi í Þykkvabænum.
Reyndar er eiginkonan og dóttir bóndans Pálína Guð-
laugsdóttir ekki víðs fjarri og þau koma allar helgar
til að selja föstu viðskiptavinunum sínum kartöflur.
Kílóið kostar 60 kall og það eru gullauga og Ólafs
rauðar kartöflur sem fást á þeim bás.
VIÐ komum að básnum þar sem verið var að selja
hákarl frá Bjarnarhöfn á 600 - 1.200 kílóið. Maður
sem var að kaupa hákarlsbita tjáði okkur að hákarl-
inn væri ómissandi með morgunmatnum. Hann full-
yrti að hákarlinn kæmi magastarfseminni af stað og
væri allra meina bót. Islenskur húðmýkir úr hákarla-
lýsi fékkst á staðnum.
P8
Morgunblaðið/Sverrir
BRÆÐURNIR Haukur og Örn Clausen létu sannfærast og keyptu
„töfrasmyrslið" hennar Gerðar Benediktsdóttur sjúkranuddara,
sem hefur í þrjátiu ár unnið með íslenskar jurtir og lengi búið
til eigin smyrsl úr þeim. Haukur og Örn koma reglulega í Kola-
portið tíl að kaupa m.a. Ólafs rauðu kartöflurnar, „stórkostlega“
Íifrarkæfu, síldina hjá Bergi, Gerðaharðfísk og regnbogasilung
frá Geiteyjarströnd við Mývatn.
MAGNEA Sigurbergsdóttir hefur selt í Kolaportinu í nokkur ár,
t.d rófur, gulrætur, mandarínur, lauk, kaffí, bygg, brodd, kjúkl-
inga og fleira. Hálfan lítra af broddi selur hún á 200 krónur.
Matvörudeildin í Kolaportinu
Persónuleg
þjónusta og vinalegt
andrúmsloft
ÞAÐ sem skapar þetta
sérstaka andrúmsloft
sem ríkir í „matvöru-
deild** Kolaportsins er
að hitta grænmetis-
bóndann og geta rætt
við hann um kartöflum-
ar, smakka hákarlinn
hjá verkandanum og
spyrja bóndann um
broddinn sem hann er
að selja. Guðbjörg R.
Guðmundsdóttir kíkti
í Kolaportið.
AÐ kann að vera að vinsæld-
ir „matvörumarkaðarins" í
Kolaportinu séu að hluta til
vegna stórmarkaðanna, þar sem
viðskiptavinimir ná litlu persónu-
legu sambandi við afgreiðslufólkið.
„Ilmurinn" er sérstakur, sam-
bland af hákarli, brauði og þessari
lykt sem fylgir dótinu í Kolaport-
inu. Ég hef komið við í „matvöru-
deildinni" undanfarnar helgar,
keypt saltfísk, nýbakað brauð og
fundið þar frábærar kartöflur.
Nærri undantekningarlaust hefur
verið nóg að gera.
Viðskiptavinirnir staldra
við og spjalla
Það er áberandi hversu lengi
margir viðskiptavinanna staldra við
til að spjalla og ég er ekki frá því
að hjá sumum sem kaupa í matinn
þama sé það ekki síður mikilvægt
að labba á milli manna í þessu vin-
gjamlega umhverfi og rabba um
daginn og veginn. Andrúmsloftið
milli seljenda er líka sérstakt og
auðfundið að á milli þeirra hefur
myndast samstaða og þeir passa
hver upp á annan. Matvaran hefur
verið stúkuð af í Kolaportinu og
úrvalið er ótrúlega mikið í ekki
stærra húsnæði. Þar er hægt að
festa kaup á kjúklingum, kútmaga,
hrefnukjöti, fiskibollum, hangikjöti,
saltfiski, kartöflum, rófum, nýbök-
uðu brauði, reyktum laxi, harðfiski,
kökum, síld, ávöxtum og svo mætti
lengi telja.
Þurfa tilskilin leyfi
Allir sem selja matvöm þurfa
leyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur til að tryggja að farið sé að
settum reglum og að varan sé frá
viðurkenndum framleiðanda.
Kæli- og frystivara þarf að vera
geymd á réttan hátt og umbúða-
merkingar eiga að vera eftir settum
reglum. Yfirleitt er það innpökkuð
matvara en þó á það ekki alltaf við.
raftækjum og eldhusaholdum
AFSLÁTTUR ALLT AÐ 70%!!
^e^iaisti tJagurí
s,ðaopíð ‘» «■14
Ei inar Farestveit & Co hf.
Borgartúni 28 - ® 562 2901 og 562 2900
• •
Oðruvísi
skóli
í verkfalli
kennara
SKÓLI Johns Casablanca á
Grensásvegi 7 í Reykjavík
hyggst halda námskeið frá
kl. 8 til 12 og frá kl. 13 til 17
í verkfalli kennara. Hvert
námskeið stendur yfir í viku
og segir Kolbrún Aðalsteins-
dóttir að námskeiðin séu
annnars vegar ætluð bömum
6-8 ára og hins vegar eldri
en níu ára.
Skólinn hefur starfað í tæp
þrjú ár og boðið námskeið af
ýmsu tagi, meðal annars í
dansi, söng, leikrænni tján-
ingu, framsögn, slökun, kurt-
eisi og feimni auk kennslu í
tengslum við auglýsingar og
tískusýningar. Námskeið í
kennaraverkfalli verða á svip-
uðum nótum.