Morgunblaðið - 18.02.1995, Side 15

Morgunblaðið - 18.02.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 15 Krydd í tilveru á konudaginn ÞEIR sem gleymdu að gleðja betri helminginn á degi heilags Valentínusar, 14. febrúar síðast- liðinn, geta með ýmsum hætti bætt úr skák á morgun, fyrsta dag góu eða konudag. Sumir færa elskunni sinni morgunverð í rúmið og láta rósir fylgja eða tjá henni ást sína á annan hátt. Einhveijir kaupa eflaust Ástar- játninguna handa konunni sinni, tertu sem bakarameistarar selja í tilefni dagsins. Nafnið góa er þekkt úr elstu heimildum og afbrigði þess í öðrum norrænum tung- um. Talsvert hefur verið kveðið um góu, sam- skipti hennar við þorra og spákraft fyrir veðri. Happavænlegt þótti að fyrstu dagar góu væru sem harðastir, en ugg- vænlegt ef þeir voru þurrir og mildir. Var það trú sumra að blíðviðri á góu vissi á vorharð- indi og góugróður væri ekki til frambúðar. Frumlegar hugmyndir Mímósur eða önnur blóm telj- ast til hefðbundins glaðnings á konudag, en Max de Roche hef- ur frumlegri hugmyndir um hvernig krydda má tilvenina í orðisins fyllstu merkingu. í bók- inni The Foods of Love segir hann frá ástarhvetjandi og girndaraukandi afurðum náttúr- unnar, m.a. kryddi, ávöxtum og jurtum. Þar fléttar hann saman alþýðutrú um kyngimagnaðan kraft náttúruafurða frá öllum heimshomum og verður bókin hin eigulegasta og forvitnileg- asta fyrir vikið. Italir eru líkast til sú þjóð sem hefur á sér lífseigastan orðróm um kraftmikið ástalíf. Max de Roche gerir hinn fræga ít- alska eftirrétt Zabaglione að umfjöllunarefni og segir ítali hafa drukkið hann frá endurreisnartímanum, þegar stefnan í listum og , vísindum í Evrópu sótti fyrirmyndir í fommenn- ingu Grikkja og Rómveija. Sabayon Frakka er svipað, en er ekki eins þekktur rétt- ur á alþjóða vísu. Fljótlegur og fljótvirkur Ekki er flókið að útbúa Zabaglione, sem er frauð- kenndur og dísætur. Sumum finsnt gott að nota hann sem sósu út á ís, en algengast er að borða hann eintóman með skeið. 3 eggjarauður 3 msk. hunang 3 msk. madeira eða miðlungssætt sérrí 1 msk. koníak (má sleppa) Eggjarauður em þeyttar sam- an við hunang yfir vatnsbaði. Afengi er bætt smám saman við og þeytt þar til blandan verður frauðkennd. Hún má ekki sjóða. Zabaglione er borið fram heitt, en til er afbrigði, þar sem hrá- efnin eru ekki þeytt saman yfír vatnsbaði. Max de Roche segir að þótt áferð réttarins verði ólík með þessari aðferð séu áhrif hin sömu. Vanilla og kardimommur Kraftur kryddjurta kemur víða við sögu í trúarlegum frá- sögnum, náttúrulækningum og ævintýrum. Löngu fyrir Krists burð fékk saffran orð á sig fyr- ir að auka kynhvöt og ástleitni. Sagnir frá Assýríu, Fönikíu og Grikklandi til forna herma að sú trú manna hafi verið allal- geng að stúlka, sem borðaði saffran-kryddaðan mat á hveij- um degi í viku, stæðist ekki þann sem leitaði eftir ástum hennar. Áhrif vanillu eru sögð nokkru vægari en áhrif saffrans, en kanill er öllu áhrifameiri. Kardi- mommufræ eru nefnd sem ásta- rörvandi krydd í uppskriftum Karna Sutra, fom- i át) ritum brahma-trú- ^ ’Jy armanna. Þar er mælt með því að kardimommufræ séu mulin saman við engifer og kan- il og blandan síðan sett yfír lauk og grænar baunir. Banani og ferskja Max de Roche gerir ferskjuaf- brigðið ie sein de Venus að umfjöllunarefni. Þýða mætti nafnið sem bijóst Venusar, en lögun ferskjunnar þykir minna á konubijóst. í heimildum Al- bertus Magnusar, náttúrulæknis sem uppi var á miðöldum, kemur fram að karlar, sem stríða við getuleysi, geta bætt úr því með reglulegu ferskjuáti. Banani er sagður auka fijósemi kvenna og er sú alþýðutrú sterkust í Mið- Afríku og á Filippseyjum. Flest ef ekki öll afbrigði af hnetum og möndlum hafa góð áhrif á ástalífið og fijósemi. Sérstök goðsögn er til um kraft pistasíu-hneta og segir sagan að drottningin af Saba hafi kraf- ist þess að enginn annar en hún fengi pistasíu-hnetur sem fynd- ust í Sýrlandi, þar sem henni hafí þótt þær örva kynhvöt sína. NEYTENDUR Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐSKIPTAVINIRNIR geta keypt vöruna frosna eöa heita úr ofninum. Franskt góðgæti á Laugaveginum í vikunni opnaði franska smásalan La Baguette við Laugaveg 92. Þar eru seld frönsk innflutt smábrauð, snittubrauð, fyllt horn, snúðar, sæt- ar bökur og sætar smjördeigskökur með ýmsum fyllingum. Einnig verð- ur hægt að fá bökur fylltar með kjöti, ostum eða öðrum matarfylling- um svo og smábökur í kokkteilboð og aðrar veislur. Þá verða seldar þar franskar kökur og sæt smástykki fyllt að frönskum sið sem einnig eru ætluð í kokkteilboð og aðrar veislur. Hægt að kaupa vöruna frosna eða heita úr ofninum Viðskiptavinir geta bæði keypt vöruna hálfbakaða og frosna og hit- að hana upp þegar heim er komið eða keypt góðgætið heitt úr ofninum á staðnum. Sex frosin og hálfbökuð smjör- deigsstykki á stærð við vínarbrauð fyllt með ýmsu, s.s. súkkulaði, osti eða rúsínum, kosta rúmlega þijú hundruð krónur og sex bökur með fyllingu kosta 655 krónur. Smásalan La Baguette hefur ver- ið starfrækt við Lækjargötu í Hafn- arfirði í nokkrar vikur, en þar eru þó aðeins seldar frosnar og hálfbak- aðar vörur. Eigandi fyrirtækisins La Baguette er Beatrice Guido, sem hefur verið búsett hér á landi í mörg ár. Hún flytur vörurnar inn frá stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í Frakklandi, Grands Moulines de Paris, undir merkinu Délifrance, en vörur þess fást í 27 þjóðlöndum. Er að leita að söluaðilum Beatrice, sem er með sérstaka bökunarofna fyrir vörur sínar, segist vera að leita að söluaðilum sem vilji kaupa ofn og opna eigin bakarí. Síðar er hugmyndin að opna franskt kaffíhús á annarri hæð hús- næðisins á Laugaveginum. Beatrice segir að í framtíðinni vilji hún geta boðið viðskiptavinum sínum upp á „café au lait“, frönsk dagblöð, franska tónlist og franskt góðgæti með kaffinu. La Baguette er opið alla virka daga frá klukkan 10 til 18 og á laug- ardögum frá 10-16. VORUM AÐ FA SENDINGU T.d. BORÐSTOFUSETT, KÓNGASTÓIA, MOTTUR, BÓKA- HILLUR, UÓSAKRÓNUR, SNYRTISORÐ, MATAJ OG KAFFÍSTELL,fATASKAPÁ, SPEGLA, NÁTTBÖRð[mÉÐ MARMARA, SÓFA ÓG SCjFABORD. | |- GOH VERÐ - GÓÐ GREIÐSLUKJÖR 12.00 TIL 18.00 antik j FAXAFENI 5, SÍMI 5814400 OPIÐ ALLA DAGA KL. 12-18 GLÆSILEG VERSLULN - NÆG BÍLASTÆÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.