Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 17
VIÐSKIPTI
Keppinautar
Microsoft
hrósa sigri
Seattle. Reuter.
KEPPINAUTAR hugbúnaðarfyrir-
tækisins Microsoft hafa fagnað því
að dómari hafnaði óvænt samkomu-
lagi, sem fyrirtækið hafði gert við
bandarísk stjórnvöld í sambandi við
hringamyndanir, og segja að sam-
kvæmt því hefði Microsoft fengið
of mikil völd.
„Úrskurðurinn gefur tilefni til
jafhvel enn strangari ráðstafana til
þess að tryggja fijálsan markað,"
sagði Joseph Guglielmi, forstjóri
Taligent, sameignarfyrirtæki Apple
og IBM.
Umdæmissaksóknarinn Stanley
Sporkin kom Microsoft óþægilega
á óvart á þriðjudaginn þegar hann
hafnaði samkomulagi á þá leið að
Microsoft breytti fyrirkomulagi á
veitingu leyfa fyrir hugbúnað frá
fyrirtækinu gegn því að dómsmála-
ráðuneytið í Washington félli frá
ákæru um hringamyndun.
Hlutabréf í Microsoft lækkuðu
um 1.125 dollara í 60.75 dollara
vegna óvissu um hvað gerast muni
næst í rannsókn er hófst fyrir fimm
árum á viðskiptaháttum fyrirtækis-
ins, sem keppinautar hafa lengi
talið óheiðarlega.
Áhrif á Intuit
Úrskurðurinn gæti haft áhrif á
fyrirhuguð kaup Microsoft á Intuit,
sem framleiðir hugbúnað fyrir
heimilisbókhald, á 1.5 milljarða
dollara. Hlutabréf í Intuit lækkuðu
um 3 dollara í 65.50 vegna vaxanda
efasemda sérfræðinga um að kaup-
in verði að veruleika.
Sporkin sagði í úrskurði sínum
að í samkomulagi er hefði náðst í
fyrrasumar hefði ekki verið gengið
nógu langt í þá átt að bæta úr „ein-
okunaraðferðum" Microsofts.“
Tom Lemberg, ráðunautur Lotus
Development Corp., kvað nauðsyn-
legt að ræða frekar áhrif Micros-
ofts á markaðnum og yfirburða-
stöðu fyrirtækisins í hugbúnaðar-
iðnaðinum vegna úrskurðar Spork-
ins dómara.
Breytingar á
Windows 95?
Sérfræðingar segja að úrskurð-
urinn geti leitt til breytinga á
Windows 95 hugbúnaðinum og haft
áhrif á fyrirhugaða beintengingar
þjónustu Microsofts, sem hefur vak-
ið ugg um að fyrirtækið nái yfir-
burðum á nýjum sviðum
„Ég tel að lítil hugbúnaðarfyrir-
tæki verði ánægð með niðurstöð-
una,“ sagði Russell Glitman, rit-
stjóri PC World Magazine. „Hún
bendir til þess að betur verður fylgzt
Símafélög
slíta
samningi
New York. Reuter.
BELL Atlantic-símafélagið hyggst
slíta margra milljarða dollara samn-
ingi við AT&T um lagningu gagn-
virks myndbandsnets til átta millj-
óna heimila að sögn New York Tim-
es.
Ákvörðunin fylgir í kjölfar
tveggja mánaða deilna AT&T við
svæðasímafélög um verðákvarðanir
og eftirlit og er mikið áfall fyrir
AT&T að sögn blaðsins.
Bell Atlantic rekur símaþjónustu
á svæðinu frá Virginíu til New Jers-
ey á austurströndinni og hefur lagt
meira kapp á að kóma á mynd-
bandsþjónustu en önnur Bell-
svæðafélög. Félagið hyggst veija
um 5 milljörðum dollara á næstu
fimm árum til gagnvirka mynd-
bandsnetsins.
með því hvemig 'Microsoft hefur
ráðið markaðnum.
Óljóst er hvað gerist næst eftir
úrskurð Sprokins, sem sérfræðing-
ar telja einstæðan. Microsoft kveðst
kanna möguleikana í stöðunni og
segir að fyrirtækið muni að svo
stöddu halda áfram að hlíta ákvæð-
um samkomulagsins frá því í fyrra-
sumar.
INÝU MlDNÆTliRMATSr.DILL
Opið til kL ol virka daga
og til kl o3 um belgar
Borðapantanir sími 561 31 31
Frá fimmtudegi til fimmtudags
Opið virka daga 9 - 20 laugardag 10-17 sunnudag 13-17
Xcr-t’: [-• •
V v,;
, V.
w
M
■
■k Æ
■ fl
kCÍil^
rwl ■
I húsi Ingvars Helgasonar hf. að Sœvarhöfða 2.
Þar fœrð þú
á frábœru
'i' f 11 rk
1 m§t
Bliöll
og jafnvel
fyrstu 6-8 mánuðina.
Visa eða Euro greiðslukjör.
fyrsta hálfa árið fylgir bílnum og
fl
m
\ wm 1 ' 'm
iflsin T
M
miðað við meðalakstur á meðalbil.
Ingvar
Helgason hf.
Sœvarhöfða 2
Sími 674848