Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 18.02.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 19 ____FRÉTTIR; EVRÓPA_ Finnar andvíg- ir sambandsríki Helsinki. Morgnnblaðið. ESKO Aho, forsætisráðherra Finna, sagði í stefnuræðu á þriðju- daginn að Evrópusambandið (ESB) yrði áfram samstarfsgrundvöllur sjálfstæðra þjóðríkja. Með þessu útilokaði Aho að Finnar tækju þátt í þróun ESB í átt að sambandsríki. Að mati Ahos er hagur Finna fólginn í því að fleiri mál verði af- greidd með ákvörðun meirihluta aðildarríkja. Núverandi reglur krefjast þess að öll ríki samþykki ákvarðanir sambandsins. Aho er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að mál varðandi til dæmis umhverf- isvernd verði afgreidd þrátt fyr- ir andstöðu einstakra ríkja. Aho skýrði frá ESB-stefnu ríkis- stjómarinnar í allsheijarumræðu þingsins sem á að móta stefnu Finna í Evrópumálum á næstunni. Athyglisvert þykir að Aho vísaði alfarið á bug hugmyndum um þátt- töku Finna í vamarsamstarfí vest- rænna ríkja. Samt hafa skoðana- kannanir sýnt að mikilvægasti þátt- urinn í ákvörðun Finna að greiða atkvæði með ESB-aðild hafí verið von um vaxandi hemaðarlegt ör- yggi í skjóli Vesturveldanna. JUPPE og Hurd í þungum þönkum í Sartýevo í fyrra. Samkomulagið er ekki sem bezt núna. Juppe ræðst á Hurd • ALAIN Juppe, utan- ríkisráðherra Frakk- lands, gagnrýndi Dou- glas Hurd, brezkan starfsbróður sinn, harð- lega í gær fyrir ummæli um þróunarstarf Evr- ópusambandsins. Hurd vill skera framlag Breta til þróunarstarfs í ACP- löndunum svokölluðu verulega niður. Juppe sagði að það væri „hvorki pólitískt né siðferði- lega veijandi" að skera niður framlögin. Hann benti á að framlag Breta til þróunarað- stoðar hefði minnkað úr 0,38% af landsframleiðslu í byrjun seinasta áratugar í 0,31% nú. Á sama tíma hefði framlag Frakka vaxið úr 0,54% af lands- framleiðslu í 0,61%. Juppe gaf lítið fyrir þá röksemd Hurds að Bretar myndu auka tvíhliða aðstoð sína við þróunarríkin á kostnað sameiginlegrar aðstoð- ar ESB. „Hvar á þetta allt að enda? Á að hætta öllum sameig- inlegum verkefnum Evrópu- sambandsins?" spurði Juppe. • FJÁRMÁLAJÓFURINN George Soros segir að sameig- inlegur gjaldmiðill sé eina vitið fyrir Evrópuríkin. Frakkland og Þýzkaland eigi að halda sínu striki í því efni, jafnvel þótt Bretar vilji ekki vera með. Sor- os græddi milljarða króna á hruni evrópska gengissam- starfsins árið 1992 og brott- hvarfi sterlingspundsins úr samstarfinu. • SIR Leon Brittan, fram- kvæmdastjórnarmaður í ESB og fyrrverandi ráðherra brezka íhaldsflokksins, segir að vextir muni hækka í Bret- landi, verði ríkið ekki aðili að sameiginlegri mynt Evrópu- sambandsins. í ræðu í Cam- bridge-háskóla lagði Brittan áherzlu á að störfum myndi fjölga, jafnframt því sem vextir lækkuðu með sameiginlegri mynt. Þessir kostir myntbanda- lags væru hins vegar lítið í umræðunni í Bretlandi. • Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI á fimmtudag skipaði John Maj- or forsætisráðherra Bretlands ráðherrum sínum að ræða ekki opinberlega stjórnskipuleg áhrif sameiginlegs gjaldmiðils. Daginn áður hafði Kenneth Clarke, fjármálaráðherra, sagt í blaðaviðtali að myntbandalag ógnaði ekki tilveru Bretlands sem þjóðríkis. Frakkar undir í kvótamálinu Bordeaux. Reuter. FRAKKAR hlutu ekki stuðnings eins einasta Evrópusambandsríkis við áform sín um kvóta á sjón- varpsefni frá löndum utan Evrópu á fundi menningarmálaráðherra ESB fyrr í vikunni. Þrátt fyrir góðan viðurgjöming í köstulum og vínkjöllurum Borde- aux lýsti enginn menningarmála- ráðherra yfír stuðningi við frönsku stjómina í baráttu hennar gegn Hollywood-kvikmyndum og amer- ískum sápuóperam. Von bráðar kemur tillaga fram- kvæmdastjómar ESB um kvóta á erlent sjónvarpsefni fyrir ráð- herraráð sambandsins. í tillögunni segir að helmingur sjónvarpsefnis skuli vera evrópskur „þar sem því verður við komið.“ Frakkar leggj- ast gegn þessari setningu og telja hana munu. verða lagalegt skjól sjónvarpsstöðva, sem einkum vilja sýna amerískt efni. Falla núverandi takmarkanir úr gildi? Ósamkomulagið um sjónvarps- kvótana gæti leitt til þess að ekki takist að afgreiða nýjar reglur fyrir marzlok. Fari svo, gætu nú- verandi takmarkanir fallið úr gildi. Evrópskir framleiðendur kvik- mynda og sjónvarpsefnis óttast nú mjög að svo fari. Marcelino Oreja, sem fer með menningarmál í framkvæmdastjórn ESB, lagði til á fimmtudag að nýir kvótar yrðu tímabundnir. Menningarmálaráðherrarnir ræddu ýmsar aðrar leiðir til að styðja við bakið á evrópskum kvik- myndaiðnaði, en ekki hefur heldur náðst nein formleg niðurstaða um þau mál. Hversu stór verður 'ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag! Landsleikurinn okkar! MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.