Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vindur fór úr seglum skútanna Deilur Dana og Færeyinga um bankarannsókn Færeyingar áJíla Dani STÖÐVA varð keppni í Amer- íkubikarnum í siglingum undan San Diego í Bandaríkjunum í fyrrakvöld er skyndilega féll á stafalogn. Skúturnar komust ekki milli bauja á tilskildum tíma. Á myndinni hefur skip- veiji á áströlsku skútunni Sydn- ey 95 klifið hátt upp í sigluna til þess að spyrna böttungi á sinn stað. Sérfræðingur af- hjúpar tölvuþrjót hlaupa frá loforðum Reuter Raleigh, Norður-Karolínu. Reuter. TÖLVUÞRJÓTUR einn á yfir höfði sér 500.000 dollara sekt og 35 ára vist innan fangelsismúra, verði hann fundinn sekur um stór- felld svik og þjófnað. Dlvirkinn, sem er 31 árs, var handtekinn á miðvikudag en hans hafði verið ákaft leitað, raunar svo að einsdæmi mun vera. í tvö ár stundaði þijóturinn, Kevin nokkur Mitnick, iðju sína sem einkum fólst í því að stela upplýsingum frá fyr- irtækjum með þvi að bijótast inn í gagnabanka þeirra auk þess sem hann mun hafa komist yfir 20.000 krítarkortanúmer. Síðast braust Mitnick inn í tölvu sérfræðings eins, Tsutomu Shimo- mura, sem starfar í San Diego. Shimomura tókst hins vegar að rekja slóð hans með því að nota ótilgreindan, háþróaðan tölvubún- að. Alls tók sú leit um tvær vikur og tók fjöldi manns þátt í henni. Dagblaðið The New York Times sagði á fimmtudag að aldrei áður hefði verið gerð svo víðtæk leit að tölvuþijóti. Ekki liggur fullljóst fyrir hvort og þá hvaða upplýsingar Mitnick seldi. Þá er heldur ekki fullkannað hvort hann átti sér vitorðsmenn. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. JÓGVAN Sundstein, fyrrum fjármálaráðherra Færeyja, segir að bæði Poul Schlúter, fyrrum forsætisráðherra Dana, og Poul Nyrup Rasmussen hafí lof- að færeysku landstjóminni að Den Danske Bank myndi forða Færeyjabanka frá gjaldþroti. Meðal færeyskra stjómmálamanna er það útbreidd skoðun að hvorki Jafnaðarmannaflokkurinn né íhaldsflokkurinn vilji dómsrannsókn í gjaldþrotamáli Færeyjabanka vegna þess að hún'leiði í ljós svikin loforð. Þetta kemur fram í viðtali við Sundstein í Politiken. Af hálfu íhaldsflokksins hefur verið bent á að Færeyingar geti aðeins dregið dönsku stjórnina og Den Danske Bank fyrir dóm, ef þeir áliti sig hafa verið hlunnfarna. Uffe Elle- mann-Jensen, formaður Vinstri- flokksins, styður kröfu Færeyinga um dómsrannsókn og segir tillögu íhaldsflokksins einkennast af ósæmilegum hroka. Teikn eru á lofti um að einhveijir þingmenn stjórnar- flokkanna muni snúast á sveif með Færeyingum og þar með gætu stuðningsmenn dómsrannsóknar orðið í meirihluta á þingi. Sundstein segist tvisvar hafa fengið loforð frá dönsku forsætisráð- herrunum um að Den Danske Bank myndi sjá Færeyjabanka fyrir nægi- legu fjármagni. Síðan hafi bankinn hlaupist frá skuldbindingum sínum, samkvæmt Sundstein, og þá með samþykki dönsku stjómarinnar. Eft- ir samningaviðræður danskra aðila, án þátttöku Færeyinga, buðu Danir Færeyingum að yfirtaka hlutabréf bankans, án þess að Færeyingar þyrftu að leggja fram fé vorið 1993. Áður en árið var á enda þurfti land- stjórnin að leggja bankanum til sem svarar þrettán milljörum króna. Sundstein segir landstjórnina hafa tekið við hlutabréfunum í góðri trú, en að dönsku stjórninni hafi hins vegar veri vel ljóst að mikið tap blasti við bankanum. Nyrup hafnar dómsrannsókn Það eru þessar aðstæður, sem færeyska landstjómin vill nú fá á hreint og álítur að ekki sé hægt að> rannsaka til hlítar, nema með dóms- rannsókn. Öðmvísi sé ekki tryggt að viðkomandi aðilar leggi fram öll skjöl í málinu og án dómsrannsóknar sé ekki hægt að yfirheyra eiðsvarin vitni. Nymp Rasmussen hafnar dómsrannsókn og vitnar í bréf for- seta Hæstaréttar, sem hefur farið fram á að dómsrannsókn eins og í Tamílamálinu verði ekki gerð aftur, meðal annars vegna þess að niður- staða slíkrar rannsóknar hafí ekki dómsgildi. París. Thc Daily Telegraph. DANIELLE, eiginkona Francois Mitterrands, forseta Frakklands, segir í nýju viðtali að hún sé stolt af ferli eiginmannsins og kveðst þess fullviss að hann myndi sigra væri hann í fram- boði í kosningunum í vor. Frú Mitterrand veit- ir afar sjaldan viðtöl og athygli vekur að hún féllst á að ræða um dóttur Mitterrand, sem forsetinn eignaðist með ástkonu sinni. Frú Mitterrand segir í viðtali sem tímaritið VSD birti á fimmtudag að hún sé stolt af því að hafa verið eiginkona Francois Mitterrand í hálfa öld og lætur þess getið að hann sé sér- lega aðlaðandi maður. Danielle Mitterrand, sem er sjötug að aldri, hefur átt við heilsubrest að stríða og þurfti tvívegis að gangast undir hjartauppskurð í fyrra. Fullkunnugt um Mazarine Forsetafrúin féllst á að ræða um dóttur Mitterrands, Mazarine, sem er tvítug en hana eignaðist forsetinn með ástkonu sinni, Anne Pingeot. Það vakti mikla athygli utan Frakk- lands er mynd af forsetanum og dóttur hans birtist í frönsku tímariti í fyrra. Blaða- og stjórnmálamönnum var kunnugt um að forset- inn ætti laundóttur en frá því hafði ekki verið skýrt á opinberum vettvangi. Frökkum fannst hins vegar flestum freklega vegið að einkalífí forsetans er myndin var birt. „Langar þig að tala um Mazarine? Það er nokkuð sem er okkar tveggja á milli og kemur þér ekkert við,“ segir eiginkonan og bætir við að henni hafi verið fullkunnugt um að maður hennar ætti dóttur er fréttin birtist í Frakk- landi. „Það vissu þetta allir og því velti ég því Lífið, dauð- inn o g laun- dóttir Mitt- errands DANIELLE og Francois Mitterrand. fyrir mér hvers vegna blöðin voru svo lengi að komast að þessu. Við biðum hin rólegustu eftir því að frá þessu yrði skýrt.“ Danielle Mitterrand getur þess að eiginmað- ur hennar hafi haft áhyggjur af því að upplýs- ingar þessar myndu koma illa við hana þar sem hún hafi verið alvarlega sjúk er þær voru opin- beraðar. „Ég hughreysti hann og tjáði honum að þetta myndi aðeins verða til þess að dýpka samband okkar vegna þess að við yrðum að styðja hvort annað. Sannaðu til, eftir nokkra mánuði verður nafnið Mazarine orðið mjög vinsælt - enda er þetta fallegt nafn.“ Gleði og sorg Frúin segir 10. maí 1981 mesta gleðidaginn í lífi hennar en þá sór Francois Mitterrand embættiseið forseta Frakklands. „Ég minnist þess hve alþýðan gladdist. Fólk tárast enn þegar það rifjar dag þennan upp.“ Iiún kveður sjálfsmorð Pierre Beregovoy, fyrrum forsætisráðherra, einn átakanlegasta atburð sein hún hafi upplifað. Frú Mitterrand ræðir veikindi sín í viðtalinu við franska tímaritið og kveðst hafa farið þess á leit við lækna sína að þeir leyfðu henni að deyja í svæfingu á meðan ein aðgerðin fór fram. „Blessunarlega fóru þeir ekki að vilja mínum.“ Hún segir eiginmanninn oftar fitja upp á dauðanum í samtölum þeirra en forsetinn er sagður helsjúkur af krabbameini. „Þá segi ég. Við lifum nú. Við sjáum hvað gerist þegar dauðann ber að garði.“ Dóttir Del- ors stofnar hreyfingu SÓSÍALISTINN Martine Aubry, dóttir Jacques Delors, fyrrum forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, hefur stofnað nýja stjórnmála- hreyfingu tii að hressa upp á vinstrivæng franskra stjóm- mála. Aubry, sem er 44 ára, var áður atvinnumálaráðherra. Hún sagði að nýju samtökin „Agir“ (Framtak) myndu leita nýrra lausna á efnahagsvand- anum og atvinnuleysinu. Hún segist ekki munu segja sig úr Sósíalistaflokknum og að hún styðji Lionel Jospin, frambjóð- anda flokksins í forsetakosn- ingunum í apríl. Yfir 60 fórust í eldinum SEXTÍU og fjórir menn létust í eldsvoðanum, sem kom upp í veitingahúsi í borginni Taic- hung á Tævan á miðvikudags- kvöld. Eldsvoðinn er hinn mannskæðasti í nútímasögu eyjunnar en flestir létu lífið vegna þess að þeir önduðu að sér eiturgufum sem mynduðust þegar innanstokksmunir brunnu. Yfírvöld sögðu að 12 að auki hefðu slasast, þar af fjórir alvarlega. Engir opnan- legir gluggar voru á húsinu, engir neyðarútgangar og að- eins einar dyr á jarðhæð. Myrtur við gröf móður sinnar ALSÍRSKUR blaðamaður, Dja- mel Ziater, var myrtur í gær við gröf móður sinnar í bænum Gdiel í Austur-Alsír. Víst þyk- ir, að íslamskir bókstafstrúar- menn hafi verið að verki en Ziater er 32. blaðamaðurinn, sem týnt hefur lífi í óöldinni í landinu frá því í júní 1993. Bókstafstrúarmenn beina spjótum sínum sérstaklega að menntuðu fólki og útlending- um. Astarsögun- um úthýst YFIRVÖLD í Singapore hafa skipað fjölmiðlum í landinu og einkum tímaritum að birta minna af efni um ástir og kyn- ferðismál. Segja þau, að slíkar sögur hafi slæm áhrif á al- mennt siðferði og komi oft alls konar grillum inn í hausinn á ungu fólki. Gefur á bát- inn hjá Major BRESKI íhaldsflokk- urinn beið auðmýkjandi ósigur í kjör- dæmi Neil Kinnocks, fyrrverandi formanns Verkamannaflokksins, í fyrra- dag en til aukakosninga var efnt þegar Kinnock tók sæti í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. Fékk hann að- eins 3,9% atkvæða en var með 14,8% i síðustu kosningum. Síðasta skoðanakönnun í Bret- landi bendir til, að Verka- mannaflokkurinn fengi 49% atkvæða í almennum kosning- um en íhaldsflokkurinn 31%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.