Morgunblaðið - 18.02.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.02.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 21 Meint fjármálaspilling í Frakklandi Gæti valdið Chirac og Balladur vanda París. Reuter. RANNSÓKN á meintri fjármála- spillingu í húsnæðiskerfí Parísar og útborga og aðild stærsta stjórn- málaflokksins, Lýðveldisflokksins (RPR), að henni kann að valda for- setaframbjóðendunum Edouard Balladur forsætisráðherra og Jacques Chirac, borgarstjóra París- ar, talsverðum vanda. Málið snýst um það hvort hluti af illa fengnum hagnaði af bygg- ingastarfsemi á vegum húsnæðis- nefndar Parísar og útborgarinnar Hauts-de-Seine hafi runnið í sjóði gaullistaflokksins RPR, flokks Balladurs og Chiracs. Um er að ræða meint kerfísbundið misferli. Chirac hefur verið borgarstjóri í 17 ár ög Hauts-de-Seine er vígi Charles Pasqua innanríkisráðherra, sem er öflugasti bandamaður Balladurs í kosningabaráttunni vegna forsetakjörsins í vor. Rannsókn hefur staðið yfir frá því í fyrra og leiddi hún í nóvember til afsagnar ráðherrans Michels Roussins, sem var á sínum tíma helsti aðstoðarmaður Chiracs í ráð- húsi Parísar. Hann er sakaður um að hafa tekið við illa fengnu fé fyr- ir hönd RPR. Titringur í stjórninni Rannsóknin beinist nú að fleiri nánum samverkamönnum Chiracs og Pasqua. Hún hefur valdið titr- ingi innan ríkisstjórnarinnar að undanfömu þar sem Pasqua hefur veist að dómsmálayfírvöldum fyrir málsmeðferðina og Jacques Toubon menningarmálaráðherra, valda- mesti stuðningsmaður Chiracs, krafíð Balladur skýringa. Eric Halphen dómari, sem stjórn- ar rannsókninni, lét framkvæma húsleit hjá Georges Perol, nánum samverkamanni Chiracs, í kjör- dæmi borgarstjórans í Correze í fyrradag. Tilgangurinn var að kom- ast yfír gögn sem talin vom geta sannað ólögmæta fjármálastarf- semi Lýðveldisflokksins. Perol er fyrrverandi formaður húsnæðis- nefndar Parísar. Þá fékk málið nýja pólitíska vídd er dómstóll úrskurðaði í síðustu viku að lögreglan hefði beitt ólögmætum símhlerunum er hún hjálpaði stjóm- málamanni, sem er bandamaður Pasqua, til þess að leiða tengdaföð- ur Halphens dómara í gildru. Til- gangurinn með því var að skemma fyrir rannsókninni á fjármálaspill- ingu RPR. Pasqua lét niðurstöðuna ekki afskiptalausa og sakaði dómstólinn um að binda hendur lögreglunnar við rannsókn málins. Þessu reiddist Pierre Mehaignerie. Pasqua fékk það óþvegið úr ýmsum áttum og var m.a. sakaður af forsetaefni sósíalista, Lionel Jospin, um til- raunir til að hafa áhrif á gang réttvísinnar. Reuter EDOUARD Balladur, forsætisráðherra Frakklands og frambjóð- andi í forsetakosningunum í april (fyrir miðju), ásamt Simone Veil, heilbrigðisráðherra (t.v.) og Charles Pasqua innanríkisráð- herra á fyrsta kosningafundi Balladurs í gær. Ný gögn um mafíu- tengsl Andreottis Skýrslurnar orðnar 80.000 síður Róm. Reuter. ÁKVÖRÐUN um formlega ákæru á hendur Giulio Andreotti, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, vegna samstarfs við mafíuna var frestað í gær um eina viku. Var ástæðan sú, að saksóknarar höfðu fengið ný gögn í hendur, sem veijendurnir áttu eftir að kynna sér. Dómarar í Palermo á Sikiley hafa lagt fyrir dómarann nýja skýrslu upp á 1.300 blaðsíður um tengsl Andre- ottis og mafíunnar en veijendur hans töldu sig þurfa viku til að kynna sér þau. Er þetta í þriðja sinn sem ákvörðun um réttarhöld er frestað vegna nýrra gagna í málinu. Andreotti var forsætisráðherra sjö sinnum og eins konar persónu- gervingur Ítalíu eftir stríð. Er hann sakaður um að hafa verið pólitískur guðfaðir mafíunnar í 14 ár að minnsta kosti eða til ársins 1992. Sjálfur vísar hann þessum ásökun- um á bug sem ósönnum. Nýtt vitni gegn Andreotti Rannsókn á máli Andreottis hef- ur staðið í tvö ár og eru rannsóknar- skýrslurnar samtals 80.000 síður. Nýju gögnin eru byggð á vitnis- burði Gioacchinos Penninos, fyrr- verandi borgarfulltrúa Kristilega demókrataflokksins í Palermo. Samstarf hans við lögregluna hefur leitt til handtöku tveggja manna, Calogeros Manninos, fyrrverandi ráðherra, og Vincenzos Inzerillos, fyrrverandi öldungadeildarmanns, og eru báðir sakaðir um að hafa starfað fyrir mafíuna. Félags íslenskra bókaútgef Framtíðarhúsinu, Faxafeni 10 raC S O), rö <D s 3-CÖ E i raC ■ nýtt Félag íslenskra bókaútgefenda Eymundsson Framtíðarhús[ð.Faxafeni 'ODÍð 10-21 vlrka daga: sunnudaga: 12-18 laugardaga: 10-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.