Morgunblaðið - 18.02.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.02.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 25 LISTIR Málþing um menning- armál í Reykjavík Gráttregi óham ingjunnar LAUGARDAGINN 18. febrúarboðar borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, til málþings um menningarmál, sem hefur yfirskrift- ina list- og menningarmiðlun í borg- inni. Er þetta málþing í beinu fram- haldi af því málþingi sem borgar- stjóri boðaði til 14. janúar og fjallaði um hagsmuni og afstöðu listamanna í Reykjavík. Á þessu málþingi á að draga fram hlutverk menningarinnar hjá Reykja- víkurborg og hvernig henni er miðlað til almennings. Tilgangurinn er að skoða það sem hefur verið gert og kalla eftir nýjum hugmyndum varð- andi menningarmál. Forstöðumenn menningarstofn- ana borgarinnar gera grein fyrir starfí viðkomandi stofnana, skil- greina eðli þeirra og skýra framtíðar- sýn. Margrét Hallgrímsdóttir, borg- arminjavörður, fjallar um Árbæjar- safn og minjavernd í Reykjavík, Þór- dís Þorvaldsdóttir, borgarbókavörð- ur, um Borgarbókasafnið, Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri, um Borgar- leikhúsið, Elísabet B. Þórisdóttir, forstöðumaður Gerðubergs, um Menningarmiðstöðina Gerðuberg, Gunnar B. Kvaran forstöðumaður Kjarvalsstaða, um listasöfn borgar- innar og Guðrún Jónsdóttir, formað- ur menningarmálanefndar, almennt um menningarstefnu borgarinnar. Þá verða ennfremur erindi þar sem Þórunn Sigurðardóttir mun fjalla um Listahátíð í Reykjavík, Ragnhildur Vigfúsdóttir um söfn og miðlun menningar og Jón Ásgeir Sigurðs- son, fréttamaður, um hlutverk fjöl- miðla varðandi menningarmiðlun. Að því loknu verða pallborðsumræð- ur þar sem þátttakendur fá tækifæri til að leggja fram fyrirspumir og lýsa skoðunum sínum á menningar- stofnunum og menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Málþingið hefst kl. 10 og ráðgert er að það standi fram til kl. 15. Fundarstjóri verður Halldór Guðmundsson. Þátttöku þarf að tilkynna til Ráðhússins. West Side Story NÚ STYTTIST í frumsýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum West Side Story, Sögur úr vest- urbænum, og eru æfingar í fullum gangi. I kynningu segir: „Þessi heims- frægi söngleikur er nú í fyrsta sinn sýndur á íslensku leiksviði, en West Side Story þótti á sínum tíma marka tímamót í vestrænni söngleikjahefð, ekki síst fyrir frá- bær dansatriði og hrífandi tónlist Leonards Bernsteins. Efnið þótti um margt óvenju- legt, sögusviðið er götur amerísk- rar stórborgar þar sem götuklíkur takast á og innflytjendur reyna að finna sér fótfestu i nýju um- hverfi. Mitt í blóðugum átökum og kyn- þáttahatri fella ung stúlka og ung- ur maður hugi saman og harmsag- an um Rómeó og Júlíu endurtekur sig.“ Saga úr vesturbænum verður frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleik- hússins 3. mars. TONUST II áskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Leikin verk eftir Britten, Elgar og Tsjajkofskíj. Einsöngvari: Rannveig Bragadóttir. Stjómandi Petri Sak- ari. Fimmtudagur 16. febrúar, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á fjór- um sjávarmyndum eftir Benjamin Britten, sem eru milliþáttar tónlist úr óperunni Peter Grimes. Sjávar- stemmningarnar eru þekkileg tón- list en heldur svona léttar í sér sem konserttónlist, þó að þær falli mjög vel inn í framvindu óperunnar. Af fyrri kynnum við þessa þætti, var ýmisleg í flutningi og mótun blæ- brigða, sem ekki féll saman við flutninginn að þessu sinni og þrátt fyrir ágætan leik hljómsveitarinnar var verkið helst til of blátt áfram í flutningi, leikið beint af augum, svo notað sé gamalt orðatiltæki. Aðrar sjávarmyndir, en eftir Edward Elgar, voru næst á efnis- skránni og það er svo með þessa söngtónlist Elgars, að hún er eins og fyrra verkið, svo sér ensk , svo einstaklega kurteis og fáguð, að hvergi er stuggað við hlustendum og því lítið saltbragð af tónlist- inni, sem og reyndar ljóðunum. Rannveig Bragadóttir söng lögin mjög vel en hefur ekki þann styrk á djúpa sviðinu, til að halda í við hljómsveitina, jafnvel þó að sveitin gætti mjög vel að sér í styrk. Lokaverkefnið á tónleikunum var sú sjötta eftir Tsjajkovskíj, „Pathetique“-sinfónían, og var leikur Sinfóníuhljómsveitar Islands hreint frábær og Petri Sakari náði að magna upp stórkostlega stemmningu, bæði í marsinum og síðasta kaflanum, sem var þrung- inn af trega og sásrsauka. Fyrsti kaflinn var syngjandi fagur en dapur og annar þátturinn, sem er í fimm-skiptum takti og er eins og sorglegur „vals“, var mjög vel leikin. Bestur var sá þriðji, sem er tryllingslegur mars, og einnig lokaþátturinn, sorgaróðurinn frægi. Mars-hugmyndin birtist eins og ógnvænleg ætlun, athöfn, sem tón- skáldið reynir að bægja frá sér með glaðlegum stefjum, en hug- myndin skýtur aftur upp kollinum og gellur þá við dómsdagslúðraþyt- ur. Eftir sviftihraða tónstiga, sem eru lýsandi fyrir trylltan tilfinn- ingaofsa, brýst fram hin ógnvæn- lega hugmynd í þrumandi marsin- um. Sinfóníunni lýkur með sárs- aukafullum gráttrega óhamingj- unnar og niðurlagið er dauða- myrkt. Hvað sem segja má um þessa sinfóníu og hversu mönnum stend- ur stuggur að tilfinningasemi höf- undar er ljóst, að engu tónskáldi hefur tekist að tjá tilfinningar sín- ar jafn afdráttarlaust og Tsjajkov- skíj í þessu meistaraverki. Petri Sakari tókst að magna upp hljóm- sveitina, svo að flutningur sinfó- níunnar var í einu orði sagt, stór- kostlegur. Jón Ásgeirsson. Verðbréfasjóðir Landsbréfa & lí /2 ! Vaxtarsjóðir Eignarskattsfrjálsir vaxtarsjóðir Skammtímasjóðir Langtímasjóðir Mikið og fj ölb reytt ur ídra verðbréfasjóða 1991-1994 1991 1992 1993 1994 Raunávöxtun á árserundvelli sl. 4 ár* Röð KÞ Einingabréf 1 6,90% 6,90% 5,10% 3,30% 5,54% 3 Lbr íslandsbréf 7,90% 7,30% 7,80% 5.70% 7,17% ■m víb Sjóður 1 6,70% 6,80% 5,40% 5,30% 6,05% 2 LBU Fjórðungsbréf 8,00% 7,90% 8,30% 8,60% 8,20% 2 LBR Launabréf - 8,40% 13,60% 5,80% 9,22% 1 VÍB Sjóður 2 7,00% 7,70% 8,30% 8,10% 7,77% 3 KÞ Einingabréf 2 5,10% 8,00% 10,90% 2,90% 6,68% 3 I.BR öndvegisbréf 7,10% 8,60% 14,60% 5,60% 8,92% MMR VÍB Sjóður 5 5,50% 8,80% 8,70% 9,30% 8,06% 2 KÞ Skammtímabréf 6,20% 6,50% 9,40% 3,70% 6,43% 1 LBR Reiðubréf 6,50% 6,70% 7,60% 3,50% 6,06% 2 KÞ Einingabréf 3 6,90% 6,40% 5,70% 0,70% 4,90% 3 LBR Þingbréf 7,70% 8,10% 21,70% 8,10% 11,25% 1 LBR Sýslubréf 8,90% 1,40% -2,00% 20,40% 6,84% 2 VlB Sjóður 6 -7,00% -51,10% 59,40% 21,60% -3,10% 4 úrval við hœfi allra ársgrundvelli KÞ= Kaupþing hf., LBR - Landsbróf hf., VÍB « Vcrðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Ekki fengusi upplýsingar frá Fjirfcstingarfélaginu Skandia ’Ávöxtun Launabréfa miðast við 3 ár. Hcimild: Peningasíða Morgunblaðsins, Kaupþing hf„ VÍB hf. Ábending frá Landsbrófum: Yfirlitinu cr cinungis ætlað að sýna samanburð á sögulcgri ávöxtun verðbréfasjóða og á ckki að skoða scm vlsbcndingu um ávöxtun I framtlðinni. Munið, að gcngi vcrðbréfa getur jafnt Lvkkað scm hakkað. Raunávöxtun verðbréfasjóða á. 1991-1994 Allir innlendir sjóðir Nr. 1. lilll 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. Sjóður Þingbréf Launabréf* í)ndvegisbréf Fjórðungsbréf Sjóður 5 Sjóður 2 íslandsbrcf Sýslubréf Einingabréf 2 Skammtímabréf Reiðubréf Sjóður 1 Einingabréf 1 Einingabréf 3 Sjóður 6 Fyrirtæki Landsbréf Landsbréf Landsbréf Landsbréf VÍB VÍB Landsbréf Landsbréf Kaupþing Kaupþing Landsbréf VÍB Kaupþing Kaupþing VÍB Raunávöxtun á ársgrundvelli 1991-1994 1 1.25%BB 9,22% 8,92% 8,20% 8,06% 7,77% 7,17% 6,84% 6,68% 6,43% 6,06% 6,05% 5,54% .4,90% -3,10% LANDSBRÉF HF. LANDSBANKINN STENDUR MEÐ 0KKUR Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLANDSBRAUT 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.