Morgunblaðið - 18.02.1995, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.02.1995, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Gunnar var fæddur að Hofi, Oræfum, 20. sept- ember 1907. For- eldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir og Þorsteinn Giss- urarson, bóndi á Hofi. Gunnar var yngstur 7 systkina, en þau voru Magn- ús, bóndi í Austur- húsum að Hofi, Bergur, sem einn lifir af systkina- hópnum, bóndi í Austurhúsum að Hofi, Páll, Jórunn, Gróa, Guðrún, sem dó ung, og Guðjón, sem lést ungur. Eftirlif- andi eiginkona Gunnars er Sig- rún Jónsdóttir, f. 21. febrúar 1920. Börn þeirra þijú eru: 1) Halla, gift Loga Snædal, skip- stjóra í Vestmannaeyjum, og eiga þau 3 böm og eitt bama- bara. Þau búa í Vestmannaeyj- um. 2) Siguijón, bóndi að Litla Hofi, kvæntur Guðbjörgu Magnúsdóttur frá Svínafelli og eiga þau 5 böm og eitt baraa- barn. 3) Bryndís, gift Jóni Gunn- laugssyni verslunarmanni. Eiga þau tvö börn. Þau búa í Reykja- vík. ÉG ÁTTI því láni að fagna sem ung- ur drengur að kynnast Gunnari Þor- steinssyni á Litla Hofi í Öræfum. Hann var allt í senn, afi minn, pabbi minn og bróðir minn. Það er mér enn í fersku minni þegar ég, sex ára snáðinn, gekk upp tröðina frá Fund- arhúsinu heim að tvíbursta torfbæn- um. Sigurgeir á Mýrinni hafði komið okkur inn að Hofi á Land Rovemum sínum. í þá daga var flogið á DC3 að Fagurhólsmýri og Gunnar var mættur að taka við nýja vinnumann- inum úr Reykjavík. Bjöggi bróðir hafði verið hjá Gunnari í mörg ár og Malla systir líka. Nú var loks röðin komin að mér að fá að heim- sækja þessa stórkostlegu sveit, sveit- ina sem var umlukin jökulvötnum á báðar hliðar og með sjóinn í suðri og spúandi Öræfajökulinn í norðri. Mér hafði verið sagt frá Öræfahlaup- um og vægðarleysi þeirra en ég hafði samt afráðið, kannski hafði mamma bara gert það, að fara austur. Ég var kominn að Litla Hofí. í heimili var íjöldi fólks, tvær eldri systur Gunnars, Jórunn og Gróa, Jón faðir Sigrúnar, afi eins og jafnvel við bæjarbömin kölluðum hann, bömin þeirra þijú, Halla, Siguijón og Bryndís. Þama var Jómnn Bergs og síðar Jónas sonur hennar, auk Bjögga bróður og Möllu systur. Sjálf- ur kom ég frá mannmörgu heimili og þótti ekki mest til fjöldans koma. Heldur var hér allt annar heimur. í Skjólunum heima hafði ég mitt her- bergi og mín leikföng. Á Litla Hofi vom allir í einni baðstofu. Mér var ætlað að sofa fyrir innan Höllu, í hennar rúmi. Ég veit að Logi er löngu búinn að fyrirgefa mér enda var ég bara 6 ára. í þá daga var ekki vélum fyrir að fara til landbúnaðar. Þeir bræður Magnús, Bergur og Gunnar, bændur á Hofi, festu seinna kaup á Ferguson í sameiningu og var hún sett saman eftir að Flugfélagið hafði flogið með hana í pörtum austur. Þeir gorta enn af því Öræfingar að hjá þeim hafi farið fram fyrsta samsetning á drátt- arvél á íslandi. En fyrir tíð véla vom vinnubrögð þau sömu og tíðkast höfðu frá fomu fari. Flest var unnið í höndunum, annað með hjálp hross- anna en allt á gamla mátann. Gunn- ar var húsbóndinn og ókrýndur höfð- ingi sfns fólks og hver heimilismaður hafði sitt hlutverk í framleiðslukeðj- unni. Mér var strax gert ljóst að til þess væri ætlast að ég legði mitt til heimilisins. Ef það var ekki að rétta bogna nagla, reyta lunda, svíða kjamma, raka og síðar slá með mínu orfí, þá var ég í snúningum. Jón gamli, Gunnar og Siguijón vom fyrstir á fætur á morgnana. Yfír hábjargræðistímann fóm þeir út á engjar, út í Svörtuveitu eða Gráu- veitu og mddu útheyið með orfum sínum frá fyrstu dagskímu. „Um að gera að ná dögg- inni,“ sagði Gunnar. Þrátt fyrir að hann væri veðurglöggur og ótrúlega næmur á öll veðrabrigði nýtti hann sér tæknina og tíu mín- útur yfir tíu vildi hann heyra veðurspána. Það var mitt hlutverk að hlusta á útvarpið, leggja spána á minnið og hlaupa svo út í veitu, oftast með kaffið á gamalli vínflösku í ull- arsokki og endúrtaka tilkynningar útvarpsins. Seinna sagði Gunnar mér að í eitt skipti hefði ég bmgðist illi- lega og snúið norð-vestan í suð-aust- an. Eins og í dag var norðvestan besta spáin og óbrigðull þurrkur er í kjölfarið. í slíkri spá verður að slá sem mest. En ég sneri þessu við og þeir komu heim, vonsviknir vegna væntanlegs veðurs og ótíðar. Sigrún leiðrétti þetta strax og upp frá þessu var gamla ráðið tekið upp, ef spáin var slæm þá breiddi hún hvítt lak á túngarðinn. Og ekki kom styggðar- yrði frá Gunnari. Hann skammaðist aldrei heldur hafði sitt fram með öðmm hætti. Alltaf átti hann til stund og ráðleggingar og með út- skýringum og dæmisögum kom hann mér fijótlega í skilning um hver ábyrgð mín væri. Hér dygði ekki kæmleysi, væri mér treyst eða tæki ég eitthvað að mér, yrði ég að fylgja því alla leið. Þessi maður sem svo mörgum hnöppum hafði að hneppa, rak stórt heimili sem hann kappkost- aði að byggja upp, bæði hús og bú- stofn, hann átti alltaf tíma fyrir ungl- inginn. Að vera einn með Gunnari vom mínar bestu stundir. Heimþráin sem stundum þjakaði fyrstu dagana fyrir austan hvarf og athyglin beind- ist að því sem var að gerast í kring- um okkur og það var svo sannarlega iðandi líf, þótt hvorki væm sjónvarp né tölvur. Á þessum tíma var sveitin í vega- einangmn frá umheiminum. Jökuls- áin í austri og Skeiðará í vestri. Tuttugu og tveir bæir vom í byggð og fólkið allt sem ein fjölskylda. Nokkrir jeppar vom komnir, þrír vömbílar, tveir gamlir frá hernum og Fordinn hans Siguijóns á Ási, Víponinn í Svínafelli og þá er það upptalið. Vegir innan sveitar vom mest troðningar og ár allar óbrúað- ar. Steini í Svínafelli var fulltrúi Vegagerðarinnar og nú var farið að hugsa stórt. Innan 10 ára yrði aust- urvegurinn opnaður og bæta þyrfti vegi innan sveitar. Það var þá sem ég fékk mína fyrstu launuðu vinnu, moka úr vegaefni við Sandfell. Gunn- ari var fengið verkið og fómm við þrír inneftir, Gunnar, ég og Vaskur. Vaskur var félagi okkar Gunnars, rammíslenskur rakki sem alltaf fylgdi húsbónda sínum og kæmi hann því ekki við vegna ijarvem Gunnars þá mátti ég hafa hann hjá mér. Það var ósjaldan á seinni ámm þegar við Gunnar ókum malbikaðan veginn við Háölduna að annar hvor okkar riíj- aði ekki upp samveru okkar í vega- lagningunni 1958. Já, þetta á hann Helgi Hallgríms okkur að þakka. Gunnar lagði ekki aðeins gmnn að lífi bama sinna heldur markaði hann mitt líf að meira og minna leyti. Þó að hann væri framsóknarmaður af guðs náð þá ræddi hann aldrei pólitík á pólitískan hátt heldur á skynsaman hátt. Þrátt fyrir að hann kysi aldrei annað en Pál á Hnappa- völlum og Eystein Jónsson, þá em fastagestir á Litla Hofi þeir Sverrir Hermanns og Halldór Blöndal. Þó að hann væri kaupfélagsmaður sóttu hann heim forkólfar einkageirans og þótti hvergi betra að gista. Þó að hann væri handverksmaður og bú- stólpi þá vom bestu vinir hans tölvufíklar og flugmenn. Hann bjó yfir öllu, gat rætt um lífsins gagn og nauðsynjar, var heima í landsmál- um og alþjóðaviðskiptum. Þama kom maður aldrei að tómum kofanum. Hjá Gunnari fékk ég fyrst að fara á hestbak, bæði var þama Þytur Sigrúnar, Brúnn og Blakkur. Gunnar var bamagæla og sá ekki eftir að setja gæðinginn sinn undir strákg- uttann úr Reykjavík. Hann leit á mig sem jafningja frá fyrstu tíð, mér var ætlað að refta kofana, smíða í smiðjunni, strekkja selskinn, halda í stórviðarsögina þegar rekaviðurinn var ristur, koma kúnum út undir Eyjahús og ganga að hverri vinnu strax frá fyrstu tíð. En þetta kom ekki í veg fyrir að ég fengi mitt frí og fengi að njóta bamæskunnar. Sunnudagur var helgur dagur og frí frá vinnu og þá mátti maður gera hvað maður vildi. Á strigaskónum frá Hvannbergsbræðrum, í nýjum gallabuxum úr Geysi og með bursta- klipptann kollinn var úr nógu að moða. Eltast við skúmsunga, fara í Ingólfshöfða, reika um fjörumar í leit að reka eða í beijamó upp í Sker. Á bæjunum í kring var fjöldi af krökkum og maður þekkti með nafni alla Öræfinga. Seinna, þegar síminn kom og náttúran, eða var það fyrst náttúran og svo síminn, þá var nóg að hringja eina stutta og allir krakk- amir komu á línuna. Hver átti sína kærustu. Gunnari þótti góður ráða- hagur hjá mér að ég skyldi vera skotinn í Siggu í Svínafelli því Magn- ús pabbi hennar var sérstakur vinur hans. Seinna gifti Magnús dóttir sína Guðbjörgu að Litla Hofi og þar búa nú stórbýli og ferðaþjónustubúi Sig- uijón sonur Gunnars og Guðbjörg. Þau halda uppi merki gestrisni og rausn í anda Gunnars og Sigrúnar sem tilheyrir Litla Hofi. í gamla daga, eins og ég kalla þá, var farið í búðina, austur í Hús til Dodda, tvisvar til þrisvar á sumri. Stundum fékk maður að fara með og þá var nú hátíð í bæ. Gunnar kunni að láta mann hlakka til. í dag gerast hlutimir svo hratt að flestir missa af þessari yndislegu tilfinningu að fá að hlakka til. Austur í Húsi réð Doddi ríkjum. Verslunin var alls- heijar, þar var hægt að fá gaddavír og hveiti, Vír-gallabuxur, tékkneska gúmmískó, Spur og súkklaði. Eitt skiptið þegar við rennum upp Húsinu tekur Gunnar mig afsíðis og segist hafa lagt lamb inn á reikning hjá SÍS í mínu nafni síðastliðið haust, nú eigi ég inneign í kaupfélaginu og geti keypt mér hvað sem mig langi í. Og þeirri stundu gleymi ég seint þegar ég stóð keikur við afgreiðslu- borðið, náði rétt með kollinn uppfyr- ir og Doddi spurði: „... og hvað var svo fyrir þig Óli minn? „Ég ætla að fá eina Spur og Siríus súkklaði með rúsinum og fá það skrifað." Þetta voru kannski ekki miklir peningar sem ég átti inni, en Gunnar sannaði að hann hugsaði um sína og þetta stendur greypt í huganum meðan ég lifi. Gunnar fann líka fyrir hættum náttúrunnar og eitt sinn við smala- mennsku í Breiðamerkurfjalli lentu þeir Siggi vinur hans á Kvískeijum í snjóflóði. Siggi grófst undir en Gunnar hljóp langan veg heim að Kvískeijum, eftir árangurslausa leit, og sótti hjálp. Siggi, einn lands- frægra Kvískeijabræðra og ævifélagi í litla kirkjukómum í Hofskirlcju, var vandanum vaxinn, hóf að syngja sálma og á þann hátt rötuðu leitar- menn til hans þar sem hann lá króað- ur innundir skriðjöklinum. Þrátt fyrir langan veg og illan taldi Gunnar það ekki eftir sér að fylgja leitarmönnum og taka fullan þátt í leit og björgun vinar síns. Gunnar bar þess merki alla tíð að hann hafði ofreynt sig á þessari hetjumennsku en hann sýndi æðruleysi og hógværð yfír þessari hetjudáð sem og öllu öðru sem honum fórst svo vel úr hendi. Gunnar fylgdist vel með og var umhugað um nágranna sína og stétt- arbræður. Á seinni árum þegar ak- vegur hafði verið lagður austur og gestir komu í heimsókn spurði hann ávallt nákvæmlega um ástand túna eða tíðindi af bæjum í vestursveitun- um, hvort þeir væru búnir að slá, ná einhveiju inn eða ættu flatt. Ég varð því í hvert skipti að líta í kring- um mig á leiðinni austur og leggja á minnið hin ýmsu atriði því Gunnar var fróðleiksfús og þetta gerði hann af samheldni og umhyggju með sín- um jafningjum hvar sem var á land- inu. • í þá daga þurfti hagsýni sem aldr- ei fyrr að reka stórt heimili og leggja fyrir til að byggja upp bú og bú- stofn. Þá var hver spýta nýtt og hver nagli margnotaður, réttur og negldur aftur og aftur svo lengi sem þörf var. Enda byggðu þeir feðgar upp bæjarhúsin á Litla Hofi og þar stendur nú fallegasti sveitabær landsins. Og snilldin var sú að þeir byggðu yfir gömlu baðstofuna sem enn stendur og hýsti í eina tíð allt heimilsfólkið. Eitt sinn átti Bjami maður Jórunnar, sem þá var á síld, væntanlegt frí og Jórunn var í Öræf- unum með drengina þeirra. Engin eru hafnarskilyrðin á berri fjörunni en Bjami dó ekki ráðalaus, lét sigla upp að flömnni, kastaði sér til sunds af bátnum með kaðal um sig og dró sjópokann sinn að landi á eftir sér. Hann gekk þaðan heim og við fórum síðar og náðum í pokann út á íjöru. Þetta var og er afrek og sýndi að þar fór maður að skapi Gunnars, en það sem meira var, kaðallinn sem Bjami hafði haft um sig var úr „níl- oni“, splúnkunýtt óslítanlegt efni sem aldrei fúnar og þar að auki bleikt á litinn. Þessi kaðall var sko ekki aldeilis ónýtur í búið. Enda gaf Bjami Gunnari umsvifalaust kaðalinn og mér er minnisstætt eitt sinn þegar við kolfestum Fergusoninn úti í veitu. Hampkaðlamir gömlu dugðu ekki til að ná honum upp þrátt fyrir Búnað- arfélags Masseyinn og Kotvélina. Allt slitnaði en var reynt til þrautar. Þá féllust Gunnari ekki hendur: „Óli, stökktu og náðu í níloninn" og ég sendur eftir sparibandinu. Það dugði og vélin náðist upp. Gunnar var ekki að ofreyna græjumar væri hægt að komast af án þeirra. Gott að eiga eitt tromp á hendi. Þrátt fyrir einkaherbergi í Skjól- unum, rafmagnsjámbrautarlest og glansdót í Reykjavík var hvergi betra að leika sér en í Öræfunum. Það var sem bamið í manni endurfæddist. Baðstofan, rokkamir hjá Jórunni og Gróu, leggir og völur, úttálgaðir tré- bílar og rekaspýtur voru allsendis fullnægjandi í sveitinni. Þama var mannlífíð og þama var jarðarmiðjan. Úlfar Jacobssen og Guðmundur Jón- asson stunduðu páskaferðir á þessum tíma og hvert annað stefndu þeir á hveiju ári en að Litla Hofi. Þangað sóttu þeir og þeirra fjölmörgu ferða- félagar. Jöklamir og sandamir vom viðbótarævintýri fyrir ferðalangana, Gunnar og Sigrún voru Iandshöfðin- gjamir og vinimir sem allir þráðu að sjá. Ár eftir ár kom sama fókið og skapaði sama fjörið. Margoft sögðu þau mér, Gunnar og Sigrún, að fólkið var ekki fyrr farið en þau færu að hlakka til næstu páska. Ég veit að Gunnar vill að það komi fram að þetta vom auðfúsugestir og þeir Qölmörgfu sem undu svo glaðir á Hofi og áttu vinarstundir á Litla Hofi hjá þeim hjónum em alltaf vel- komnir þangað aftur. Ekkert væri betra fyrir Sigrúnu, sem nú sér á eftir besta vini sínum, eiginmanni og lífsfömnaut, en að fá að heyra í þessu fólki aftur, hvað á daga þess hefur drifið og rifja upp ærslafullar páskahelgar. Gunnar bjó alla sína tíð á torfunni Á Hofi, bræður hans „heima á bæ“, systur hans uppi í baðstofunni og vinir hans, Bjami í Kotinu og Kalli í Lækjarhúsum. Ingimundur á Hnappavöllum var og mikill vinur Gunnars og brölluðu þeir margt um dagana. Fá þeir nú að njóta sam- vista því Ingimundur er farinn yfir móðuna miklu fyrir nokkmm ámm. í sveitinni leið líf hans, að yrkja jörð- ina, ala upp nýta þjóðfélagsþegna og rækta vináttubönd þeirra fjöl- mörgu sem leið hafa átt um hlaðið á Litla Hofi. Þaðan hefur enginN farið ósnortinn af rammíslenskri gestrisni, lífsgleði þeirra hjóna og vinarþeli. Að fá allt þetta frá einu heimili markar spor fyrir lífstíð litlu bami sem var falin umsjón vanda- lausum. Ráðleggingar til unglingsins sem átti svo mörgum spumingum ósvarað, nýtrúlofuðum unga mannin- um sem svo hugfanginn lagði land undir fót, ekki aðeins til að sýna ástinni sinni æskustöðvar sínar og bestu vini; heldur til að fá blessun þeirra fyrir ráðahaginum, ferðalang- inum sem þeystist út um allar trissur en á sér athvarf í rónni og jafnvæg- inu í Öræfunum. Hannes póstur var okkar Gunnars sameiginlega hetja. Landpósturinn sem lagði Skeiðará að fótum sér GUNNAR ÞORS TEINSSON þegar honum sýndist svo. Hann reið um sveitir og færði fréttir og póst. Gunnar var í æsku látinn sitja fyrir Hannesi inn við Skriðu og færa póst- inn heim að Hofi. Margar sögur kunni hann af þessum afreksmanni. 1935 lagði Gunnar sjálfur land undir fót, fór í sína fyrstu ferð til Reykja- víkur ríðandi með félögum sínum tveimur. Þetta var fjögurra daga ferðalag suður og ekki tekið út með sældinni að komast til Reykjavíkur í þá daga. Sjálfur átti ég því láni að fagna að ríða austur frá Álftanesi og sú sjón sem við mér blasti þegar Hof birtist mér þegar ég var kominn austur hjá Kýlabotnum og snyrtileg bæjarþyrpingin kom í Ijós er greypt sem ein af stóru stundunum í lífi mínu. Gleðin sem gagntók mig, með nálægðina við sveitina mína, Gunnar félaga minn, söguslóðir Hannesar, næst ekki að festa á blað. Gunnar átti í mér hvert bein og alla tíð frá því ég bjó hjá Litla Hofs hjónunum í þau átta sem ég var þar sumarmað- ur hef ég hugsað til þeirra nánast á hveijum degi. Þau voru alltaf bros- andi, spyijandi og hvetjandi. Við erum núna að sjá á eftir enn einum fulltrúa íslenskrar bænda- menningar eins og hún gerðist best. Hann byggði sín hús sjálfur, smíðaði sínar skeifur í smiðjunni heima, ræktaði sinn garð og markaði djúp spor hvar sem hann var og hjá hveij- um sem sótti hann heim. Öræfingar hafa misst einn sinn besta son, en sem betur fer þá standa enn margir eftir og næstu kynslóðir eru engir eftirbátar. Hafið léttleika og gest- risni Gunnars sem ykkar fyrirmynd og þá mun minningin um hann hald- ast á lofti. Elsku Sigrún mín, Halla, Bryndís og Siguijón, gleðin yfir góðum minn- ingum verður sorginni yfirsterkari. Vinir ykkar hugsa til ykkar með hlýju og söknuði við fráfall ættarhöfðingj- ans og gleðigjafans Gunnars og við biðjum guð að styrkja ykkur á þess- ari skilnaðarstundu. Bestu þakkir Gunnar minn fyrir að fá að vera vinur þinn. Ólafur B. Schram. Nú er Gunnar minn farinn. Ég man ekki eftir óvensluðum manni, sem ég sjaldan hitti, en þótti jafn vænt um. Fátækleg orð eiga ekkert skylt við það, sem ég vildi hafa að eftirmælum um þennan öð- ling. Oræfasveitin er fyrir mér tilkomu- mesta byggð á íslandi. Ég naut þess að þekkja Hálfdán á Kvískeijum og var það upphaf að árlegum ferðum mínum í þetta fallega hérað. Kynni okkar Gunnars tengdust haustveiði- ferðum í sveitina hans. í fyrstu túr- unum lágum við veiðifélagamir í tjaldi. Um þetta leyti árs gátu komið kaldar nætur, sem við græningjamir vomm illa undir búnir. Einn frostmorgun þegar við bámm ekki lengur af okkur í tjaldinu vegna kulda skriðum við í skurðinn á Hofi að sitja fyrir „þeirri gráu“ þegar hún kæmi í beit. Eitthvað var innflugið tregt þannig að við náðum aldrei úr okkur hrollinum, enda herti veðrið frekar en hitt. Við siluðumst því heim í tjald að hita okkur vatn. Þar sem við biðum eftir suðunni heyrðum við mannamál fyrir utan og stuttu síðar komu tvær hendur undir tjald- skörina, önnur nett og kvenleg og hélt á þremur safaríkum gulrófum en hin hélt um flatan pela með krist- altæmm vökva. Þetta vom fyrstu kynni mín af hjónunum á Litla-Hofi, Gunnari og Sigrúnu. Ég held að mér hafi aldrei hitnað jafn skyndilega og þá stuttu stund sem þau stóðu við hjá okkur og ennþá fer um mig ylur þegar ég rifja upp atburðinn. Eftir þetta létum við félagamir aldrei hjá líða að koma við á Litla-Hofí. Gunnar var höfðingi heim að sækja og hafði yndi af félagsskap og þau hjónin bæði. í fyrstu heim- sókninni vomm við beðnir að skrifa í gestabók þeirra. Þá furðaði okkur hve margir gestir höfðu ritað í hana, sér í lagi með það í huga hve sveitin var all einangmð. Yfír varasamar ár að fara, bæði úr austri og vestri, og engar brýr. Komumst við að því að eftir að Guðmundur Jónsson hóf ferðir í Öræfasveit á rútubifreið var alltaf stoppað á Litla Hofi og þegnar veitingar. Á mannamótum var borð þeirra hjóna alltaf auðfundið, þar var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.